Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson. Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 85.00 - Prentun: Blaðaprent h.f. Sigur íslenskrar kvikmyndagerðar ■ Þótt gerð leikinna kvikmynda eigi sér nú þegar langa sögu meðal annarra þjóða, er slik kvik- myndagerð i raun og veru ný hér á landi. Það er fyrst allra siðustu árin að islenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa sýnt það með verkum sinum, að þeir eru færir um að gera leiknar kvikmyndir, sem standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar kvikmyndin „Land og synir” var frum- sýnd þótti hún marka timamót i islenskri kvik- myndagerð. Óneitanlega rikti nokkur óvissa um, hvert framhaldið yrði. Með frumsýningu „útlag- ans” um siðustu helgi var þeirri óvissu eytt. Sú mynd staðfestir endanlega að timamót hafa átt sér stað i þessari listgrein hér á landi. íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta búið til kvikmyndir, sem standa jafnfætis þvi besta, sem gert er meðal nágrannaþjóða okkar. „útlaginn” er þvi mikill sigur fyrir islenska kvikmyndagerð og at- hyglisverður áfangi i menningarlifi þjóðarinnar. Margar samverkandi ástæður liggja að baki þessarar skyndilegu blómsturtiðar i kvikmynda- gerð hér á landi. Þar fer saman, að við höfum nú eignast fagmenn, sem kunna vel til verka, og að opinberir aðilar hafa sýnt þessari nýju listgrein aukinn skilning með tilkomu opinberra fjárveit- inga til kvikmyndagerðar. Þótt áhugamenn um kvikmyndagerð telji eðlilega að fjárveitingar til Kvikmyndasjóðs séu of litlar, þá er ljóst, að til- koma sjóðsins hefur orðið mikil lyftistöng fyrir islenskar kvikmyndir. Lögin um sjóðinn hafa að undanförnu verið i endurskoðun á vegum menntamálaráðuneytisins og er óskandi að það starf leiði til enn frekari eflingar opinberrar fyrirgreiðslu við islenska kvikmyndagerð. Nýjungar i islensku menningarlifi eru ávallt fagnaðarefni, ekki sist þegar jafn vel tekst til og á þessu sviði. Mikilvægt er að áfram verði haldið við gerð góðrá, islenskra kvikmynda. Það þarf að hlúa að þessari listgrein, jafnt af hálfu opinberra aðila sem annarra. Auðvitað er óraunhæft að búast við þvi að allir verði jafn sammála um ágæti þeirra kvikmynda sem gerðar verða hér á landi á næstu árum og um „Útlagann”. Við höfum að sjálfsögðu séð nýlega sorglegt dæmi um misheppnaða kvikmyndagerð. En enginn má láta slik einstök dæmi skemma fyrir þvi, sem vel er gert. öll menningarstarfsemi er að meira eða minna leyti háð þátttöku almennings. Slikt á þó við um kvikmyndagerð i mun rikara mæli en aðrar list- greinar, einfaldlega vegna þess mikla kostnaðar, sem leggja þarf i við gerð einnar kvikmyndar. Þannig mun „útlaginn” hafa kostað um 6 milljónir króna. Viðbrögð alls almennings við þeirri mynd munu vafalaust ráða miklu um framtið islenskrar kvikmyndagerðar. Það má þvi segja að fólkið i landinu hafi nú lif þessarar ungu listgreinar að miklu leyti i hendi sér. —ESJ Sunnudagur 8. nóvember 1981 mennitigarmál ■ Á tónleikum Sinfóniuhljom- sveitarinnar 29. október var efnisskráin þessi: Max Bruch: konsert fyrir tvö pianó og hljómsveit. Frédéric Chopin: Rondó i C-dúr fyrir tvö pianó óp. 73. Antonin Dvorák: Sinfónia nr. 6 i D-dúr óp. 60. Jean-Pierre Jacquillat stjórnaöi, en Anna Máifriöur Siguröardóttir og Martin Berkovsky spiluöu á pianó. Martin Berkovsky er Bandarikja- maöur, sem starfaöi um skeiö á Akureyri, en Anna Málfriöur er ein af þeim fjölmörgu nemum Ragnars H. Ragnar á tsafiröi, sem nú um stundir gerast æ meira áberandi i tónleikasölum borgarinnar. Þvi eins og þér sáiö munuö þér uppskera. Martin Berkovsky er sagöur hafa hálf-uppgötvaö þennan pianókonsert Bruchs (1838-1920), og áöur höföu þau Anna Ma'lfriöur spilaö hann I Trier, fæöingarborg Karls Marx, viö miklar undir- tektir aö þvl er sögur herma. Konsertinn er mjög áheyrilegur viö fyrstu heyrn, en er I rauninni eins og gjallandi málmur og hvellandi bjalla þegar til baka er litiö — innihaldslaus þembingur allt i gegn. Samt er ágætt aö Berkovsky skuli hafa dustaö ryk- iö af þessari tónsmiö, sem meta- skálar timans höföu fundiö létt- væga, þvi hún er siöur en svo verri en ýmislegt annaö nýtt og gamalt, sem nú heyrist. Sinfóníu- hljómleikarnir: SUj-5aA«xrKOLY'^:Lck0L^ IcutlS iScLuCgl. cW 0UVKVUAÁ tú cá> Qy\ [kxM. kr\ Ljcx ÚC^CX c^yz:t '<xv\ [)€S5 ouS koKdfaiAPj eSo. Uav\PjU/r sqm- a no m vcxvw qCvcajx K ( S-UUilUA Q\SCV SV^cldJLuL Rann ljúflega nið- ur sem heit lumma Aöalatriöiö er nefnilega aö koma meö „eitthvaö nýtt”. Berkovsky er sagöur vera „andlegur”, sem kallaö er, og lyftast úr sæti sinu fyrir tilstilli guö- dómlegra krafta þegar hann spilar. Þvi miöur haföi ég ekki heyrt af þessu merkilega fyrir- bæri fyrir tónleikana, og gat þvi ekki gefiö þvi nánar gætur, sem þó heföi veriö fyllsta ástæóa til. Hins vegar lagöi kunningi minn fyrir mig meöfylgjandi þraut I hléinu (mynd) og sagöist hafa leyst hana á augabragöi, sem mér sýnist litlu ómerkara afrek en þaö aö spila á pianó (og þaö vel) sitjandi I lausu lofti einu feti ofan viö stólinn. Fer vel á þvi aö lesendur Timans teygi anda sinn ögn viö lausn þessarar gátu. Ekki heyröi ég betur en þau Anna Málfriöur og Berkovsky spiluöu snöfurlega á pianóiö og 1 góöu samspili viö hljómsveitina, og sömuleiöis Rondó i C-dúr fyrir tvö pinaó, sem þarna kom alveg óvænt á sinfóniutónleika. Þetta mun vera æskuverk Chopins, samiö 1828 þegar hann var 17 ára, og gefur pianistum gott tækifæri til aö hreyfa puttana og „sveifla höndunum fagurlega”, eins og eitt sinn var sagt. Og alltaf finnst mönnum gaman aö þvi aö heyra tekiö i pianó meö myndarskap. D-dúr sinfónia Dvoráks (1841-1904) var nú flutt i fyrsta sinn á Islandi, eftir þvl sem tónleikaskráin sagöi. Sinfónian var samin áriö 1880, þremur ár- um eftir 2. sinfóniu Brahms, sem Dvorák tekur ofan fyrir af mikilli kurteisi i verki sínu. Þetta er lit- rlk alþýöumannamúsik, eins og mörg verk skáldsins, og samin af mikilli kunnáttu. Jacquillat nær aö minum dómi meira út úr Sinfónluhljómsveitinni en flestir, og þessi sinfónia, sem er vist meöal vinsælli verka Dvoráks, rann ljúflega niöur sem neit lumma. 4.11. Háskólatónleikar í Norræna húsinu ■ A 2. Háskólatónleikum vetrarins I Norræna húsinu söng Agústa Agústsdóttir verk eftir Mózart og Schubert viö undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Satt aö segja komu þau bæöi mjög á ó- vart: ég hef ekki heyrt Jónas spila jafnvel áöur, enda er hann farinn aö leggja fyrir sig undir- leik I æ rlkara mæli, og hefur tek- iö stórstlgum framförum á þvi sviöi. Ágústuhaföiégaöeins heyrt syngja einu sinni áöur, I Skálholti fyrir fáeinum árum. Hún hefur mjög fallega sópranrödd, en ekki mikla, og mjög vel fallna til ljóöa- söngs. Þessi ljóö Mózarts, og „Þrjá söngva Ellenar” eftir Schubert (þýzkar þýöingar á kvæöum eftir Walter Scott) söng hún verulega vel, auk þess sem textaframburöur var furöulega góöur. Agústa læröi vist aö syngja hjá Guömundu EHasdóttur, sem er liklega ekki verri söngskóli en hver annar. Ég sé ekki betur en hún gæti átt mikla framtiö sem ljóöasöngkona, ef hún „heldur rétt á spilunum”. Háskólatónleikar eru haldnir I Norræna húsinu I hádeginu á föstudögum i vetur, kl. 12:30-13, og er ástæöa til aö hvetja þá, sem tækifæri hafa til, aö sækja þá. Þótt undarlegt megi viröast eru þessir tónleikar þó nær ekkert stundaöir af háskólafólki, hvorki nemendum né starfsfólki, og mun ástæöan þvi miöur vera sú, aö Islendingar eru ennþá langt á eftir öörum vestrænum þjóöum i tónlistarsmekk og kunnáttu. Veturinn 1940-41, þegar nýbúiö var aö taka hiö nýja hús Há- skólans I notkun, stóö Alexander Jóhannesson rektor fyrir þvi, aö Björn Olafsson og Árni Kristjáns- son fluttu sex af fiölusónötum Beethovens I hátiöasalnum fyrir stúdenta og starfsfólk. Um þetta fórust Alexander svo orö i ræöu viö skólaslit voriö 1941: „Háskólinn tók upp nýja starf- semi, aö efna til hljómleika fyrir stúdenta og kennara, og miöar starfsemi þessi aö þvi aö auka þekking stúdenta á dásemdar- verkum sannrar hljómlistar, en hún er bundin órjúfandi lögmál- um samstillingar og hreimfalls og opnar heila veröld feguröar, er allir stúdentar ættu aö kynnast. Oröiö fegurö merkir samstilling, samhæfing, og þeir, sem drekka I sig anda sannrar hljómlistar og skilja eöli hennar, veröa sannari menn og fullkomnari. Þeir munu læra aö skynja mismuninn á sannri hljómlist og villimannleg- um garganstónum þeim, er nefndur er „jazz” og banna ætti I hverju siöuöu þjóöfélagi. Þessi afvegaleidda hljómlist, sem æskulýönum er nú boöin á dans- leikjum, á sinn þátt I þeirri spillingu og taumleysi, er þjáir þjóö vora og til glötunar leiöir”. Þráöurinn frá 1941 var tekinn upp fyrir 8 árum og hefur haldist óslitinn siöan. Tónleikarnir eru öllum opnir, en hefur veriö miklu betur tekiö af bæjarbúum en há- skólans fólki. Þrátt fyrir hiö vel- meinandi skólakerfi, sem þjóöin ber á heröum sér, veröur vlst seint komist i kringum þann sannleika, aö þaö er sitthvaö menntun og skólaganga. 4-11 Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.