Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. nóvember 1981 23 [JR • PLÖTUR • tveir plús tveir eru fjórir og að þetta efni ætti erindi á plötu og fyrir eyru almennings. Platan ber heitið „Songs in the attic” eöa „gamlar lummur.” Þaö er skemmst frá þvi aö segja aö þetta er frábærplata. Heimild um þaö aö Billy Joel er miklu meira heldur en dægurlagaflyt- andi. Hann er listamaöur. Leikur hans og hljómsveitarinnar á hljómleikunum er sllkur aö sjaldan hefur heyrst betra á live plötu. Þö er þetta ekki live plata frá honum í venjulegum skilningi þessa orðs, heldur eru þetta lög útsett fyrir hljómsveit, pianó og áhorfendur. Flutt af krafti og til- fmningu. Svona á að flytja lög Billy Jóel. — M.H. „Made for U.S.A.” Sheena Easton: You Could Have Been With Me ■ Mitt i pönkbylgjunni sem dundi yfir Bretland á árunum 1977-79 kom Sheena Easton fram. Bretar trúðu vart sinum eigin augum hvað þá eyrum. Hér var komin söngkona sem söng um veraldleg gæði, ástina, vinnuna sina, hvað hún væri hamingjusöm og lifið dásamlegt, sem sagt allt það sem pönkið var að rakka niður. Það var þvi ekkert skritið þótt hún hafi fengið misjafna dóma, annaðhvort hrópuð niður eða hælt i hástert. En margir spáðu þvi að hún myndi aldrei veröa neitt á þessum timum ólgu og ofbeldis. En hið ótrúlega gerð- ist. Gjörsamlega óþekkt i Bret- landi sendi hún tvö lög á toppinn koll af kolli, nokkuð sem virtustu hljómsveitar Breta gátu verið fullsæmdar af. Lögin voru „Modern Girl” og „9-5”. (1 Bandarikjunum hét það „Morning Train” til að forðast rugling við áður útgefið lag Dolly Parton” 9 to 5”). Frægðin sem áður virtist svo fjarlæg var hennar. Síðan hefur Sheena Easton stöðugt verið að auka að- dáendahóp sinn. Siðasta skraut- fjöðrin i hatt hennar var lagið „For Your Eyes Only”. Þetta er titillag nýjustu James Bond myndarinnar, sem hún var fengin til að syngja. Það segir kannski meira en nokkur orð um hana að i fyrsta skipti birtist söngkona sú er ssyngur titillag James Bond myndar i fullum skrúða á tjaldinu i byrjun myndarinnar. Þetta er talsverður heiður fyrir hana, en enn meiri viðurkenning á söng hennar. Með útgáfunýjustuplötu sinnar „You Could Have Been With Me” er greinilega stefntá Bandarikja- markað. Nú nýtur hún talsverðra vinsælda þar vegna „F'or Your Eyes Only”, sem og reyndar annarsstaðar. Á plötunni eru lög- in þó nokkuð misjöfn en inni á milli má þó þekkja nokkur sem örugglega eiga eftirað verða vin- sæl, einsogt.d. „IA Little Tender- ness”. Sheena Easton er góö söngkona og á allt hrós skilið fyrir það. Með James Bond undir ann- arri höndinni og plötuna undir hinni á hún örugglega eftir að gera stóra hluti. —M.G. Höfum tekið í umboðssölu nokkrar ISHIDA D82 vogir Góðar vogir á góðu verði PLflSTPOKAB |||._-.g |.|* PLASTPOKflR O 826 55 |,|«ISI.OS III UMktkmíl^ 0 82655 PLASTPOKAVERKSMIDJA OODS SI6URÐSS0NAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIÐAR OG VÉLAR ISHIDA (Tl UJ Reiknistofa bankanna óskar að ráða reynda forritara Laun eru samkvæmt kjarasamningi SIB og bankanna. Umsóknarfrestur til 25. nóvember 1981. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Reiknistofu Bankanna á Digranes- vegi 5, Kópavogi. m Byggingalána- sjóður Kópavogs Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr byggingarlánasjóði Kópavogs. Skilyrði fyrir þvi að lánbeiðanda verði veitt lán úr sjóðnum eru þessi: A. að hann hafi verið búsettur i Kópavogi a.m.k. 5 ár. B. að ibúðin fullnægi skilyrðum húsnæðis- málastjórnar um lánshæfni úr byggingar- sjóði rikisins. C. að umsækjandi hafi að dómi sjóðs- stjórnar brýna þörf fyrir lánsfé til þess að fullgera ibúð sina. Við úthlutun lána úr sjóðnum skulu þeir umsækjendur sem flesta hafa á framfæri sinu ganga fyrir að öðru jöfnu. Lánsum- sóknum skal skila til undirritaðs fyrir 4. des. n.k. Kópavogi 8. nóv. 1981 Bæjarritarinn í Kópavogi. ÁRGERÐ 1982 TRABANT/WARTBURG Vonarlandi v Sogaveg — Símar 33560 & 37710

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.