Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 22
| • PLOTUR • PLOTUR » PLðTUR « PLðTUR « PLÖTUR » PLÖTUR • PLÖ1 Tíu íra drottning ■ Hvar væri breskt tónlistarlif ef skóla nyti ekki vift? Allar breskar hljtímsveitir verða til i skóla. Sktílabræður taka sig saman, spara fyrir hljdðfærum, byrja að æfa og gefa sig loks á vald dómar- anum.'áhorfendum. Æöi misjafnt er það hve vel þessar sktíla- hljómsveitir standa sig og hvort þær yfirleitt lifa veturinn af. Oftar en ekki deyja þær drottni sinum og félagarnir halda hver i sina áttina.en kannski kemur það fyrirað50% af hljtímsveitinni heldur áfram og hver veit? Þannig varð einmitt upphaf „Queen”. ,,Smile” Ariö 1968 ákvað ungur eðlis- fræðistúdent, Brian May að nafni að stofna hljómsveit. Hann hóaði saman Tim Staffell og Roger Taylor og „Smile” varð til. Frægðin lét a sér standa þrátt fyrir það að þeir nytu talsverðra vinsælda innan skólans. Það næsta sem þeir komust aö heims- frægð var að gefa út eina tveggja laga plötu, sem aðeins var gefin úti Bandarikjunum og vaktienga athygli. Tim Staffell sem þá var oröinn leiður og sætti sig ekki við að draumar þeirra rættust ekki yfirgaf hljómsveitina. En þeir félagarnir Brian og Roger voru aldeilis ekki á þeim buxunum að gefast upp og hófu þegar leit að gtíðum söngvara. Kunningi þeirra, sem hafði oft hlýtt á tón- leika hjá „Smile” og gefið þeim góö ráö, kom til greina. Þetta var býsna séíkennilegur fugl bæði I útliti og hegðun, en hann gat sungið og samið lög. Þannig var það að Freddie Mercury kom inn f myndina. Leitin að bassaleikaranum var erfiö en hún borgaði sig. Allir voru þeir ánægðir með John Deacon. Fjórir félagar sem aliir voru I skóla. Kannast einhver við þetta? Til að byrja með var hljóm- sveitin nafnlaus. Þetta var einn þátturinn f undirbúningi þeirra fyrir framtfðina. Þeir ætluðu dtki að gefa kost á sér fyrr en þeir væru alveg tilbúnir. Svoþeir æfðu stift og æfðu lengi. 1 þau fáu skipti sem þeir komu fram á þessum tima var það fyrir þröngan hóp vina og kunningja. A grundvelli þessara tónleika barst hróöur þeirra viða og ekki leið á löngu þar til hljómplötufyrirtæki voru á slóðþeirra.EMI var ekki lengi að ákveða sig og gerðu samning við „Queen” eins og þeir köliuðu sig þá. Fyrsta platan „Keep Yourself Alive” var á Ahliðfyrstu plötu þeirra. Það lag varð ekki vinsælt og varð raunar þeim vafasama heiðri aðnjótandi að vera synjað fimm sinnum um spilum af BBC. Þessar lélegu undirtektir drógu þó ekkert úr þeim drottningarmönnum. Þeir héldu f hljtímleikaferð um Bretland og komu fram (i fyrsta og siðasta skipti) sem upphitunarhljómsveit fyrir „Mott the Hoople”. „Seven Seas Of Rhye” varö þeirra fyrsta vinsæla lag. Það var á fyrstu stóru plötu þeirra „Queen”, sem kom út i júli 1973. Eftirleikurinn var auðveldur og lagið „Bohemian Rhapsody” gerði þá heimsfræga. 75 tonn Sem stendur er „Queen” á hljómleikfaferðalagi um Suður- Ameriku. Þaö er ekkert smá- fyrirtæki þvf þeir ferðast meö um 75 tcnn af græjum og þaö tekur 30 manns að halda þessu gangandi Þráttfyrir það að þetta er I annað sinn á þessu ári sem þeir fara til Suður-Ameríku ætla þeirstrax að halda istúdioað þessu loknu til að hljóörita næstu plötu sina. Og eins og það sé ekki nóg þá ætla þeir að halda i hljómleikaferð um Austurlöndin fjær eftir að plöt- unni er lokið. Þar heimsækja þeir borgir eins og Kuala Lumpur, Bangkok. Singapore, Seoul og Hong Kong. Til þess að brúa bilið frá siöustu stúdióplötu til þeirrar næstu ákváöu þeir aö gefa út „Greatest Hits”. Á plötunni er að finna öll helstu „Queen” lögin og af nógu er að taka. Platan spannar ekki aðeins tónlistarferil þeirra heldur gefur .hún gtíða mynd af fjöl- breytileik þeirra, þvi allir fjórir eru þeir góðir lagahöfundar. David Bowie og Queen „Þetta er eitt af þvi besta sem „Queen hefur gert og það merki- lega er að það varð svo til áreynslulaust þegar Bowie heim- sótti okkur i stúdioið”, sagði Roger Taylor um lagið „Under Pressure” sem þeir sömdu og flytja f samvinnu við David Bowie og væntanlegt er á markaðinn innan skamms. Og hann hélt áfram: „Svo lengi sem við höldum áfram að koma sjálfum okkur á óvart munum við halda áfram”. —M.G. Allt í plati? Genesis: ABACAB ■ Peter Gabriel, Tony Banks, Michael Rutherford stofnuðu Genesis. Þeir gáfu út eina plötu .JFrom Genesis to Revelation” áður en Phil Collins og Steve Hackett gengu til liðs við þá. Þannig skipuð náði hljómsveitin mjög langt og með tveimur plötum „Nursery Cryme” og „Foxtrot” tóku þeir fyrstu skrefin í átt til heimsfrægðar sem þeir stigu til fulls meö plötunum „Selling England By The Pound” og „The Lamb Lies Down On Broadway”. Fylgi sitt f Bret- landi áttu þeir ekki sfst að þakka stórkostlegum hljómleikum þar sem söngvarinn Peter Gabriel túlkaði á mjög myndrænan hátt lög þeirra. Smátt og smátt fjar- lægðist hann hljómsveitina i leit sinni að hinu sjónræna og þar kom að leiðir skildu árið 1975. Skömmu seinna yfirgaf Steve Hackett þá. ,,... and then they were three” hét að sjálfsögðu næsta plata þeirra. Meö henni eyddu þeir efasemdum manna um það að hljómsveit sem byggði fylgi sitt á hljómleikum og sér- kennum söngvarans gæti ekki lifað af missi Gabriels. Þó þeir séu nú ekki eins skemmtileg hljómsveit á sviði þá geta þeir enn gert skemmtilegar plötur. Plötur þeirra hafa alltaf selst vel, en aldrei eins vel og nú. Nýjasta afkvæmi þeirra Banks, Ruther- fords og Collins „Abacab” rauk strax i fyrsta sæti breska vin- sældalistans. Platan sver sig mjög i' ætt við fyrri plötur Genesis og er i raun merkilegt hve jafnvel sólóplata Phil Collins sem hann gaf Ut fyrr áþessuárierlík „Abacab” þó frá þvf séu heiðarlegar undantekn- ingar. Þeir hverfa alltaf meir og már inn f sig og músik þeirra verður rafmögnuð og díki eins hreinskipt eins og á fyrstu plöt- unum. Ekki veit ég hvaö nafniö á plöt- unni þýðir, en likt er það „abba gabb” á Islensku sem þýðir gabb? Það skyldi þó aldrei vera... —M.G. Svona er Billy Joel Billy Joel: Songs in the Attic ■ Billy Joel þarf ekki að kynna. Hann hefur á sinn sérstaka hátt endurvakið pfanómanninn i rokkinu og er i þvi arftaki Little Richard, Jerry Lee Lewis, Elton Johns og fleiri ágætra manna. Lftt sem ekkert var hann þekkUr fyrr en hann gaf út plötima „The Stranger”, sem svo sannar- lega skaut honum upp á stjörnu- himininn. En ferill hans byrjaði ekki með „The Stranger”. Aöur var hann búinn að gefa út fjöldann allan af plötum og ferðast vitt og breitt um Bahda- rikin. Hann átti sér dygga að- dáendur sem létu alltaf sjá sig á hljtímleikum hans, en voru þvi miður ekki nógu margir til að koma honum inn á lista með plötukaupum. Eftir að hann varð frægur með plötum eins og „The Stranger”, ,,52.Street” og „Glass Houses” fannst honum tilvalið aö kynna nýjum aödáendum sfnum allt það efni sem hann flutti á ttín- leikum og setti á plötur fyrir árið 1977. Á tónleikaferð sinni um Bandarikin árið 1980 lék hann þó nokkuð af sinum gömlu lögum. Hann gerði þetta að hluta til að rifja upp gömul kynni en einnig til að prufukeyra efnið. Áhorfendur tóku vel undir og reyndar héldu sumir að þetta væri nýtt efni frá honum. Hann þurfti eki lengi að sitja yfir tölvunni til að finna út að „Queen” Stórar plötur „Queen” (EMI EMC 3006)...............................júli 1973 „Queen II” (EMI EMA 767)............................april 1974 „Sheer Heart Attack” (EMI EMC 3061)..............nóvemb. 1974 ,,A Night At TheOpera” (EMI EMTC 103)............desemb. 1975 „A Day At The Races” (EMI EMTC 104)..............desemb. 1976 „News Of The World” (EMI EMA 784).................október 1977 „Jazz” (EMI EMA 788)............................nóvember 1978 „Live Killers” (EMIEMSP 330) ........................júni 1979 „TheGame” (EMI EMA 795)..............................júni 1980 „Fiash Gordon” (EMI EMC 3351)...................desember 1980 „Fun In Space” (EMI EMC 3369).......................april 1981 (sólóplata Roger Taylor) Konsertinn „Ástir samlyndra hjóna”: Of mikið ■ Færri komust að en vildu er konsertinn „ástir samlyndra hjóna” hófst I NEFS-klúbbnum um sföustu helgi. Húsið var troð- fullt áður en konsertinn hófst og rauðvfnið flaut i striðum straum- um um það.en greinilegt var aö flestir bjuggust viö góðu „giggi” og það sem þeir fengu var einn besti rokk-konsert sem hér hefur verið haldinn. ÞEYR komu fyrst fram á sviðiö og hófu leik, tóku nokkur lög af nýjustu plötu sinni Iður til fóta við góðar undirtektir áheyrenda en sfðan blönduðu þeir inn i pró- grammið lagi af plötunni Ctfrymi og nokkrum lögum af óútkominni LP-plötu þeirra. ÞEYR hefur veriö I stöðugri framför frá þvf að þeir gáfu út fyrstu plötu sfna og þeir sýndu það og sönnuðu að þeir eru með þvi besta sem viö eigum á sviði nýbylgjunnar f dag. Hið eina sem skyggði á leik þeirra var aö söngvarinn virtist vera taugastrekktur, en það skyggöi ekki mikið á frammi- stöðuna er á heldina er litið og ánægjulegt var að heyra að söng- urinn hjá sveitinni er orðinn meira áberandi og skilst betur en áður þvi textar ÞEYR eru mjög góöir og hafa allir til aö bera merkingu eða brodd. Tónlist ÞEYR þekkja flestir og átti sveitin ekki f neinum vand- ræðum með að hrifa áheyrendur með sér enda var óspart klappað er þeir luku leik sinum. Þursaflokkurinn kom næst fram á sviöið og hófu leik sinn meö nokkrum rólegum melódium þar sem söngur Egiis var áber- andi og bar leikinn að miklu leyti upp. Þetta var mjög ánægjulegt þvi Egill hefur sjaldan veriö I betra formi og þar fer tvimæla- laust einn besti popp-söngvari okkar i dag. ÞURSAFLOKKURINN varö fljótt var við að rólegheitin gengu ekki alveg eins vel niður háisa á- heyrenda og rauðvfnið þannig að undir lokin tóku þeir lagið „Jón var kræfur karl og hraustur” en var ekki nóg undir þvi ætlaði þakið að rifna af fagnaðarlátum enda er lagiö að dómi undirritaðs eitt besta punk-lag sem á islensku hefur veriö samið. Astir Eftir að Þursarnir höfðu lokið leik sinum kom sú stund sem flestir höfðu beðið eftir eða sam- leikur þessara tveggja sveita. Þar sannaðist að heiti konsertsins var ekki úr lausu lofti gripiö þvi sveitirnar náöu mjög vel saman i þeim þremur lögum sem þær tóku og voru þau, og þá sérstaklega siöasta lagið, hápunktur kvölds- ins. „Of mikið var ekki nóg” geta verið einkunnarorðin að þessum konsert loknum þvi fagnaðarlát- um ætlaði aldrei að linna og stemmningin var orðin þannig undir lokin að áheyrendur vildu helst hlýða á þessar sveitir spila saman alla nóttina. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.