Tíminn - 27.11.1981, Page 5

Tíminn - 27.11.1981, Page 5
Föstudagur 27. nóvember 1981 fréttir Ómar Valdimarsson, fyrrverandi fréttastjóri Dagblaðsins: r r „FRETTI ÞETTfl FRA ÓSKYLDUM ADIUIM ■ „Þessar fréttir koma mér mjög á óvart. Þegar ég fór frá Is- landi var ég fréttastjóri Dag- blaösins eins og ég reyndar hef verið undanfarin ár, en svo frétti ég þetta í morgun frá óskyldum aóilum á Islandi að ég sé skyndi- lega orðinn aðstoðarfréttastjóri við nýtt blað sem ég hef aldrei verið ráðinn að”, sagði Ómar Valdimarsson fyrrum fréttastjóri Dagblaðsins i viðtali i gærkveldi, þegar Timinn náði sambandi við hann til Bandarikjanna. ,,Ég hefði viljað vera hafður með i ráðum, áður en ég breytti um starf, og sattað segja þá á ég eftir að táKa ákvörðun um það hvort ég tekþessu nýjastarfisem ég hef verið ráðinn i að mér for- spurðum”, sagði ómar og bætti þvi við að Jónas Haralz hefði hringt Isigí gær og rætt þessi mál við sig. Það kom blaðamanni afar spánskt fyrir sjónir þvi Jónas sagði i viðtali við blaðamann Timans í gærkveldi að hann heföi ekki hugmynd um hvar i Banda- ríkjunum værihægtaðná iómar og að hann hefði ekki hugmynd um simanúmer hans, jafnframt þvisem hann þvertók fyrirþað að hafa haft samband við Ómar i Kasr. ómar sagöist hálft i hvoru vænta þess að ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefði samband við sig og skýrði þetta mál fyrir sér, sem hann botnaði hvorki upp né niður i. —AB Þegar Tlmamenn litu inn á ritstjórn Dagbiaðsins og Visis i eftirmiðdaginn I gær, rikti ekki beinlæmis kátina á þeim vigstöðvum. Hér eru tveir fyrrum blaðamenn Visis, þau Axel Ammendrup og Anna Kristin Magnúsdóttir og einn Dagblaðsmaður, Jóhannes Reykdai, sem nú eftir sameininguna hefur titilinn tæknistjóri. Jónas Kristjánsson, ritstjóri: vM|ög ánægðir með útlit blaðsins” iN \Kraft/ ifomato ^tcliup UHUC NEiWr.I40ZS.a97s) KRAFT frá einum þekktasta matvœlaframleiðanda Bandaríkjanna Gerið verðsamanburð ■ „Það var gerður samningur um stofnun nýs hlutafélags og leggur Vi'sir tilhelming hlutafjár- ins og Dagblaðið hinn helming- inn”, sagði Jónas Kristjánsson, annar ritstjóri Dagblaðsins og Visis, I viðtali við Timann i gær, þegar hann var spurður út i sam- einingu blaðanna. — Nú hefur Dagblaðið státað sig af þvi I gegnum árin að hafa ekki þegið rikisstyrk. Hvað verður með rikisstyrkinn nú eftir sameininguna? „Við höfum ekkifengiðnein boð um rikisstyrk og ekki beðið um hann”. — Er ekki liklegt að Visir komi til með að vilja halda þeim rikis- styrk sem hann þegar hefur? „Þetta ber mi bara svo snöggt að, að ekki hefur gefist timi til þessaðræða það sérstaklega. Ég heldþóað kjarnimálsins sé sá að einmitt aðgerð af þessu tagi geti hindrað blöð i að þurfa aö taka rikisstyrkinn”. — Geta lesendur nýja blaðsins áttvon á þviaðsjá i leiðurum Ell- erts skrif um Sjálfstæðisflokkinn sem fela i sér hrós og upp- hafningu á störfum hans? „Við erum þarna að tala um hlut, sem hefur ekki komið fram ennþá. Það er isamkomulagieig- enda blaösins að það sé óháð og frjálst, hvorki með né móti rikis- stjórninni i sjálfu sér, en hins vegar getur blaðiö i einstökum leiðurum, bæði lofaðog gagnrýnt einstaka hluti sem varða þessa aðila þvi blaðið mun alltaf taka afstöðu til þeirra mála sem það fjallar um, en það verður ekki kerfisbundin afstaða”. — Nú hefur þú lengi haldið þvi fram að frjáls samkeppni væri forsenda þess að góð blaða- mennska gæti þrifist. Ertu búinn að skipta um skoðun i þvi efni? „Það er fimm dagblöð i sam- keppni i dag, og verða fimm væntanlega lika á morgun”. — En einokun verður samtsem áður á siðdegismarkaðnum, eða hvað? „Það er gifurlega mikil sam- keppni að fimm dagblöð skuli keppa um markaðinn og ef við tökum eftirmiðdagsmarkaðinn núna og eins og hann var fyrir sjö árum, þá er auðséð að það er ekki til neinn afmarkaður siðdegis- markaður. Hann getur verið margfalt stærri og minni eftir efnum og ástæðum og það sem gildir er náttúrlega annars vegar dagblaðamarkaðurinn og hins vegar staða dagblaðanna i viðara fj öl m iðla sam hen g i ”. — Nú er útlit nýja blaðsins mjög Dagblaðslegt og þegar haus blaösins er skoðaður þá sést að fimm af sjö stjórum blaösins koma af Dagblaðinu. Var sam- staða um þessi mál við samein- inguna? „Útlit blaðsins í dag er náttúr- lega útlit fyrsta blaðsins og ákveöið að halda áfram á sömu braut. Samkomulag var um aö hafa útlit blaðsins eins og það er og menn voru mjög ánægðir með útlitiðþegar það leit dagsins ljós. Það má ekki einblina á litinn þvi annan hvorn litinn varð að velja. Það var samkomulag um alla starfsskiptingu á nýja blaðinu og hún er að verulegu leyti byggð á starfsreynslu”. — Hvað verður með skrif Svart- höfða mun hann halda áfram aö skrifa i blaðið? „Við erum sammála um það við Ellert að hafa i blaðinu allt það sem einkenndi hvort blaðið um sig áður og samkvæmt þvi er augljóst að Svarthöfði verður áfram i blaðinu”. — Verður honum þá ekki uppá- lagt að skrifa ekki um „Rauö- vfnspressuna”? „Við erum ekkert byrjaðir að uppáleggja okkar starfsmönnum eitt eða neitt. Dagblöð eru ekki gefin út til þess að skemmta rit- stjórum si'num, heldur til þess aö hafa eitthvert lesefni á boðstólun- um sem varðar almenning”. — Hafið þið haft samband við Ómar Valdimarsson sem var fréttastjóri Dagblaösins, vegna þessa máls? „Ómar er á ferð og flugi um Bandarikin en það er gert ráð fyrir þvi að hann sé ráðinn sem aöstoðarfréttastjóri að nýja blaðinu. Við vitum ekki betur en að svo sé”. —AB kornmylla -J islemkj fóðnrblöndan kögghn/ IH^HLm^LJI i'/rvals kjarnfóðttr NÝJUNG IGEYMSLU KJARNFÓÐURS Getum nú útvegað stórsekki fyrir kjarnfóður Gerðir úrsterkum Trevira polyesterdúk. Fáanlegir í stærðum frá 6,5 m3 til 25 m3 Handhæg áfylling og losun. Auðveldir í uppsetningu. EINFÖLD OG ÓDÝR KJARNFÓÐURGEYMSLA MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Laugavegi 164. Sími 11125. Sundahöfn Sími 822 25 auglysingastofa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.