Tíminn - 02.12.1981, Side 5
Mi&vikudagur 2. desember 1981.
fréttir
Útvegsbankinn telur að stadgreiðslutilboði sínu
íhluta af Glæsibæ hafi verið hafnað:
„ÞAÐ KOM EKKERT
TILBOD FRA ÞEIM”
segir Sveinn Snorrason,einn af skiptaforstjórum
dánarbús Sigurlida Kristjánssonar og
Helgu Jónsdóttur
■ Útvegsbanki Islands hefur haft
áhuga á að festa kaup á hluta
Glæsibæjar fyrir starfsemi útibús
sins i Álfheimum. Telur bankinn
sig hafa boðið staðgreiðslu við
kaup á ákveðnum hluta eignarinn-
ar, en þeirri málaleitan verið
hafnaö, en i þess stað boðin
greiðsla, verðtryggð, til langs
tima. „Okkur var sagt að verðið
myndi ekki hækka við stað-
greiðslu”, sagði Bjarni Guð-
björnsson, einn af bankastjórum
Útvegsbankans i samtali við
Timann i gær.
Fyrir bragðið hefur Útvegs-
bankinn leitað á önnur mið, og
fengið vilyrði fyrir lóð á svæði þvi
sem nú er verið að skipuleggja
vestan Glæsibæjar, hjá borgar-
yfirvöldum, undir bankaútibú
sitt.
„Það kom ekkert tilboð frá
þeim”, sagði Sveinn Snorrason,
einn af skiptaforstjórum dánar-
bús Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar (gjafar aldarinn-
ar): „Raunverulega var útvegs-
bankinn búinn að fallast á okkar
kjör, og að sjálfsögðu hefðum við
borið það undir gjafþegana ef
slikt tilboð hefði komið fram”,
sagði Sveinn.
„Hins vegar kom einhver
afturkippur i þetta hjá bankan-
um, og nú skilst mér að hann sé
kominn i eitthvert lóðarstand.
Þeir óskuðu eftir þvi að við byð-
um með sölu á þessum eignar-
hlutum fram i október, sem og við
gerðum, en nú teljum við okkur
ekki hafa neinar skyldur við einn
eða neinn.
Það kom ekkert ákveðið fram
hjá þeim hvað þeir vildu fá i af-
slátt. Við gerðum þeim tilboð, og
það var þá þeirra að koma fram
með ákveðið gagntilboð. Við höfð-
um meira að segja undirritað
samning við þá af okkar hálfu,
áður en að bakslagiö kom hjá
þeim. En ef þeir eru með þessa
skýringu, þá væri ákaflega gott
fyrir okkur að fá að sjá þetta til-
boð frá þeim, þvi við erum að
selja helminginn af þvi húsnæði
sem þeir ætluðu sér”, sagði
Sveinn Snorrason.
Auk Sveins eru þeir Guðmund-
ur Ingvi Sigurðsson og Jóhann H.
Nielsson skiptaforstjórar við upp-
gjör arfsins. Þegar er búið að
selja sjö eignarparta af eignum
þeirra „Silla og Helgu”, og
væntanlega bætast fjórir til við-
bótar um og upp úr næstu ára-
mótum.
Má búast við þvi að fyrsta út-
hlutun til arfþega fari fram fyrir
áramótin, en arfþegar eru eins og
kunnugt er: Leikfélag Reykjavik-
ur, Listasafn lslands, Islenska
óperan, og tveir sjóðir á sviði
raunvisinda og læknavisinda.
—Kás
■ Allharður árekstur varð laugardagsnóttina á mótum Skothúsvegar og Tjarnar-
götu en þar skullu saman fólksbifreið og jeppi. Við áreksturinn köstuðust bílarnir
til og lentu á Ijósastaurum hvor sínum megin við gatnamótin en tvennt í fólksbíln-
um hlaut taugaáfall auk þess að annað þeirra nefbrotnaði. ökumaður jeppans
skarst á hendi.
Tímamynd Sverrir
kr.69.-
kr.84,-
kr. 42.-
Póstsendum
MM módielbúóiHl
y SUDURLANDSBRAUT 1? SIMI 3??10 M
Aug/ýsið i
Timanum
EITT MESTA ÚRVAL
LANDSINS AF MÓDELUM
H1393—MEAN MUDDER OfF-ROAD VAN
kr. 98.-
7307 -OfMtOAD BdONCO
kr. 98,-
OVOIA 4x4
•oening hooai
7305- BIG HEÐ" CHEVY PICKUP
Sóknarfélagar
Farið verður að veita úr Vilborgarsjóði frá og
með 3. þessa mánaðar.
Starfsmannafélagið Sókn.
Fríða Á. Sigurðardóttir:
SÓLIN OG SKUGGINN
JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU
FfílDA Á
SIGUfíÐAF
nDOTTlfí
Fyrsta bók Fríöu, smásagnasafnið
„Þetta er ekkert alvarlegt“, sem út kom
í fyrra, vakti almenna athygli og umtal
bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta
skáldsaga hennar og munu bókamenn
ekki síður fagna útgáfu hennar. Sagan
er þmngin áhrifamagni, snertir og eggj-
ar og er rituð á óvenju fögru og auðugu
máli. Þetta er saga um frelsi og helsi
mannsins, lífsástina og dauðann, saga
af fólki, grímum þess, brynjum og vopn-
um, — hún er saga mín og þín. Sólin og
skugginn er bókmenntaviðburöur.
SklLABOP
TIL SÖNDRU
Jökull Jakobsson hafði gengið frá hand-
ríti þessarar bókar aðeins fáum mánuð-
um fyrir lát sitt. Sagan speglar alla
beztu eiginleika hans sem rithöfundar,
frásögnin er lipur og lifandi, stór-
skemmtileg og bráöfyndin, en undir
niðri skynjar lesandinn alvöru lífsins,
vandamál samtímans.
Meinfyndnari og háðskari bók er ekki á
bókamarkaði í ár. Aðdáendur Jökuls
Jakobssonar eru svo sannarlega ekki
sviknir af þessari síöustu bók hans. Hún
leiftrar af frásagnargleði og fjöri.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE