Tíminn - 02.12.1981, Síða 6
'l'tV
stuttar f réttir
&
■ Leikarar i „Margt býr I þokunni” sem sýnt hefur veriö á
Vestfjöröum aö undanförnu, ásamt ieikstjóranum Ragnhildi
Steingrimsdóttur, sem situr lengst til vinstri á myndinni.
?tMARGT býr
í ÞOKUNNI”
Á FLATEYRI
FLATEYRI: Leikfélag Flat-
eyrar frumsýndi sakamála-
gamanleikinn „Márgt býr I
þokunni” eftir William Dinner
og William Morum, I félags-
heimilinu á Flateyri föstudag-
inn 13. nóvember s.l. Leikend-
ur eru átta, en aöalhlutverkin
leika þær Aslaug Armanns-
dóttir, Björk Gunnarsdóttir og
Margrét Hagalinsdóttir. Leik-
stjóri er Ragnhildur Stein-
grimsdóttir.
Leikritiö hefur nú veriö sýnt
þrisvar sinnum á Flateyri, en
auk þess hefur leikfélagið far-
iö I leikferöir til Suöureyrar,
Bolungarvikur og Þingeyrar.
Leikarar taka sér fri frá sýn-
Ingum nú 'i jólaönnunum, en
hugmyndin er aö sýna leikritiö
á ný um jólin. — HEI
Upplýst
skautasvell við
Austurberg
hið fyrsta
■ REYKJAVÍK: A fjölmenn-
um almennum borgarafundi
Framfarafélags Breiöholts III
nýlega var samþykkt sam-
hljóöa áskorun á borgaryfir-
völd aö koma upp upplýstu
skautasvelli á Iþróttavelli viö
Austurberg hiö allra fyrsta.
Jafnframt er þetta stutt af
Foreldra- og kennarafélagi
Hólabrekkuskóla.
Auk þess var samþykkt aö
skora á borgarstjórn aö hún
sjái til þess aö byggingu
Heilsugæslustöövar I Breiö-
holti III veröi hraöaö svo sem
mögulegt er og lokiö 1 siöasta
lagi fyrir 1. nóvember 1983.
Þá var samþykkt ályktun
þar sem bent er á margföldun
á slysahættu meö tilkomu
stofnbrautar milli Seláss og
Breiöholts III, sem stórauki
umferö um Suöurhóla og nær-
hggjandi Ibúöagötur. Látnar
eru I ljós efasemdir um aö
þessi fyrirhugaöa tenging sé
gerö meö hag Breiöhyltinga
fyrir augum og þvi skoraö á
borgaryfirvöld aö hverfa frá
þessum áformum en flýta
lagningu ofanbyggöarvegar.
— HEI
Símamenn
mótmæla
árásum á
einkarétt
Pósts og síma
■ Landsfundur Félags Isl.
simamanna mótmælti árásum
á einkarétt Pósts og slma
varöandi simaþjónustu, svo og
öllum tilraunum til aö veikja
hann. Voru allir simamenn
hvattir til aö taka virkan þátt I
baráttu gegn þvl aö þjónustu
stofnunarinnar veröi komiö I
hendur fjölmargra einkaaöila
eöa fjölþjóöahringa, segir I
frétt frá fundinum.
Varöandi menntunarmál
var lögö áhersla á mikilvægi
Pósts- og slmaskólans fyrir
starfsmenn og stofnunina.
Vakin er athygli á aö breyt-
ingar hafa oröiö á simaaf-
greiöslu og skrifstofustörfum
og sé þvl mjog brýnt aö strax
veröi komiö á endurroenntun-
arnámskeiöum fyrir slmaaf-
greiöslu- og skrifstofufólkiö
Borgnesingar
fræðast
um hópefli
■ BORGARNES: Verkalýös-
félagiö i Borgarnesi hefur ný-
lega gengist fyrir tveim nám-
skeiöum fyrir félagsmenn sina
og voru þau vel sótt. Dagana
16. til 20. nóvember var haldiö
námskeið fyrir trúnaöarmenn
félagsips J samvinnu viö MFA
og var þaö haldiö aö deginum.
A þessum námskeiöum var
leiöbeint um ákvæöi samninga
og réttindamál verkafólk á-
samt starfi trúnaöarmanna.
Námskeiö I hópefli var slban
haldiö helgina 20. til 22. nóv-
ember. Gunnar Arnason, sál-
fræöingur var leiöbeinandi á
þvi námskeiði. Aö sögn Jóns
Agnars Eggertssonar, for-
manns Verkalýösfélagsins
voru 17 þátttakendur á þessu
námskeiöi en 13 á þvi fyrr-
nefnda. Sagöi hann þátttak-
endurhafa veriö mjög ánægöa
meö þau, ekki sist hópefliö,
sem er nýjung I Borgarnesi.
Heföi fólk á oröi aö þaö vildi
gjarnan fá meira af sllkri
fræöslu.
Jón sagöi fund þann er
Verkalýðsfélagið hélt um
samningana hafa veriö mjög
vel sóttan. Hinir nýju samn-
ingar voru þar samþykktir
samhljóöa. En vlðast hvar
hafa veriö mjög skiptar skoö-
anir um samningana sem
kunnugt er. — HEI
Fóðurbætis-
sala stóreykst
á ný
■ AKUREYRI: Bændur á
Noröurlandi virðast nú aftur
aö sækja I sig vebrið meö fóÖ-
urbætiskaup eftir aö fóöur-
vörusala datt nánast niöur á
siöasta ári eftir aö fóöurbætis-
skatturinn var lagður á.
I KEA-fregnum segir aö viö
samanburö á fyrstu niu mán-
uðum áranna 1980 og 1981
komi I ljós aö fóöurvörusalan
fyrstu niu mánuöi yfirstand-
andi árs hafi minnkað um 180
tonn eöa 2,3% hjá Fóðurvöru-
deild KEA og KSÞ s.f. miðaö
viö sama tlma i fyrra. Séu hins
vegar bornir saman mánuð-
irnir júlí og ágúst hafi salan
aukist um rúm 54% frá þvi i
fyrra og um tæp 31% i septem-
ber frá þvi I sama mánuöi I
fyrra. — HEI
Læknar á heilsugæslumiðstöðvum:
„STINGA I EIGIN
VASA GJALDTÖKU
FYRIR ÞJÓNUSTU”
— leggja þó ekkert til af áhöldum,
umbúðum, lyf jum eða aðstöðu
■ „Heilsugæsiulæknar stinga i
eigin vasa gjaldtöku fyrir rönt-
gen- og slysaþjónustu o.fl. sem
þeir innheimta I skjóli gjaldskrár
Læknafélags lslands við Trygg-
ingastofnun rikisins, án þess að
þeir þurfi að leggja sér til eitt ein-
asta áhald, umbúðir, lyf eöa að-
stööu. Oe viðkomandi heilsu-
gæslustöð fær ekkert. Þetta er al-
gjörlega óviöundandi”.
Þetta sagði Aiexander Stefáns-
soner hann lagði nokkrar spurn-
ingar fyrir heilbrigðis- og trygg-
ingaráöherra varðandi fram-
kvæmd laga um heilbrigöisþjón-
ustu. Fyrirspurnin er i fimm lið-
um og varða þeir allir greiðslur
til lækna og tannlækna sem starfa
við heilsugæslustöðvar. Fyrsta
spurningin er um hvenær vænta
megi útgáfu gjaldskrár um
greiðslu sjúkrasamlaga til heilsu-
gæslustöðva fyrir rannsóknir og
meðferð veitta á heilsugæslu-
stöövum aðra en læknishjálp.
Fyrirspyrjandi gat þess að
hann hefði lagt sömu spurningu
fyrir heilbrigðisráðherra 1978 og
aftur 1979 og fengið svar frá þá-
verandi ráðherra, Magnúsi H.
Magnússyni. Þá heföi verið skip-
uð nefnd i málið, sem ekki lauk
störfum. Siðan hefur ekkert
gerst, sagði Alexander, og þessi
óeðlilegi og óskiljanlegi dráttur á
reglugerð hefur skapað erfiðleika
i rekstri heilsugæslustöðva án
tengsla við sjúkrahús, en þessi
mismunur kostnaðar er i dag 20--
30 þúsund á ibúa.
Enn vildi Alexander fá að vita á
hvern hátt eftirlit og endurskoðun
launagreiöslna til tannlækna,
sem starfa við heilsugæslustöðv-
ar fari fram. Sagðist hann hafa i
höndum upplýsingar um óeðli-
lega gjaldtöku lækna hjá sjúkra-
samlögum, og þvi væri fyrir-
spurnin lögð fram.
*Pá var spurt um samning milli
Læknafélagsins og Trygginga-
stofnunarinnar um gjaldskrá
fyrir almenna læknishjálp veitta
á heilsugæslustöðvum frá 19.3.
1979 og var gerður með samþykki
Stefánsson Gestsson
heilbrigðisráðherra. i þessum
samningi er margt sem vekur at-
hygli, sagði fyrirspyrjandi, t.d. i
sambandi við framkvæmdina.
Það er tekið fram að Læknafélag-
ið skuli fylgjast með að læknar
beiti gjaldskránni rétt, og þegar
ástæða er til að ætla að henni hafi
verið ranglega beitt skuli Lækna-
félagið kanna slik tilvik og hlutast
til um leiðréttingu.
Svavar Gestsson heilbrigðis-
ráðherra, sagði að nefnd sú sem
Alexander minntist á hafi aldrei
skilað neinum tillögum og var
húnleyst frá störfum fyrr á þessu
ári. Var starfsmanni Trygginga-
stofnunar rikisins falið að gera
tillögur um þessa gjaldskrá og
sagðist ráðherra eiga von á henni
I sinar hendur fyrir áramót.
Ráðherra sagði að reikningar
læknanna sem starfa við heilsu-
gæslustöðvarséu greiddir eftir að
starfsmenn sjúkrasamlags hafi
yfirfarið þá og gengið úr skugga
um að þeir séu i samræmi við
gildandi gjaldskrársamning.
Tryggingastofnun fær yfirlit um
greiðslurnar mánaðarlega. Ef
reikningar virðast óvenju háir er
sjúkrasamlagið beðið að senda
hlutaðeigandi aðila reikning til
endurskoðunar hjá sjúkratrygg-
ingadeild Tryggingastofnunar.
Einnig senda sjúkrasamlög
reikninga til stofnunarinnar til
úrskurðar ef þeir reynast tor-
kennilegir á einn hátt eða annan.
Ef tilefni er til óskar Trygginga-
stofnun eftir reikningum ein-
stakra lækna til athugunar. Siðan
fer Reikningsendurskoðun yfir
reikningana til sjúkrasamlaga ár
hvert.
Auk venjubundins eftirlits var á
árinu 1979 farið sérstaklega til
eftirlitsl 14sjúkrasamlög, en 1980
i tvö sjúkrasamlög. 1979 hafði
Tryggingastofnun afskipti af 6
heilsugæslulæknum i 4 sjúkra-
samlögum og naut þar atbeina
Læknafélags Islands. 1980 voru á
sama hátt höfð afskipti af gjald-
töku eins læknis.
Ráðherra sagði að Læknafélag-
ið væri reiðubúið til að taka upp i
samning sams konar ákvæði um
eftirlit með reikningsgerð heilsu-
gæslulækna og nú er að finna i
samningi um sérfræðilæknishálp
milli Læknafélags Reykjavikur
annars vegar og Sjúkrasamlags
Rvik. og Tryggingastofnunar
fyrir hönd annarra sjúkrasam-
laga hins vegar, en þar er sér-
stakri nefnd, er skipuð er læknum
frá báðum samningsaðilum,
veittur aðgangur að reikningum
lækna, sjúklingabókhaldi og
sjúkraskrám. Hvilir á nefndinni
að kanna reikningshald a.m.k. 15
sérfræðinga á ári. Verður sams
konar ákvæði væntanlega tekið
inn I ákvæði I nýjan samning við
Læknafélag Islands um almenna
læknishjálp veitta á heilsugæslu-
stöðvum, en samningaviðræður
þar um eru nú að hefjast.
Alexander þakkaði upplýsingar
en æskilegt hefði verið að fá fyllri
svör um launamálin, og að hægt
væri að afla þeirra upplýsinga
með öðrum hætti. Hann sagði að
það væri ákaflega rikt i hugum
sveitarstjórnarmanna, sem eiga
að sjá um að hluta til rekstur
heilsugæslustöðva i landinu, að sá
mikli aðstöðumunur sem er rikj-
andi verði jafnaður út með ein-
hverjum hætti og að nauðsyn beri
til að gera sem fyrst endurskoðun
á heilbrigðislöggjöfinni. Sé ekki
um annað að ræða en að taka viss
atriði til endurskoðunar og reyna
að fá um leið alla samninga i
sambandi við þessi mál við
læknastétt landsins.
Vesturlína:
Urðu skemmdirnar
vegna vinnusvika?
■ „Hver á að borga skemmdir,
sem urðu á Vesturlinu i ofviðri i
sept. s.l.?Hverju er um að kenna
aö linan stóöst ekki álagið og hver
greiðir kostnað við keyrslu disel-
stöðva þann tima sem viðgerð fór
fram á linunum?”
Þetta er útdráttur fyrirspurnar
sem Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son lagði fyrir iðnaðar- og orku-
ráðherra. Fyrirspyrjandi kvað
Orkubú Vestfjaröa hafa orðið
fyrir miklu tjóni af þessum sök-
um og kvaðst efast um að nægi-
lega vel hafi verið að linulagning-
unni staðið, og taldi að kostnaður-
inn ætti ekki að koma niður á
Orkubúi Vestfjarða.
Hjörleifur Guttormsson sagði,
aðRafmagnsveitur rikisins stæðu
fyrir rekstri byggðalina og þar á
meðal Vesturlinu. I ljós er komið
að skemmdirnar sem orsökuöust
I haust stafi af halla á undirstöð-
um»staurastæðna. Af 1200 staura-
stæðum er misjafn halli undir 900.
Gert var við 40 staurastæður fyrir
veturinn en aörar viðgerðir verða
að biöa vors. Viö styrkleikahönn-
un kom ekkert fram er gæfi til
kynna að ekki væri nógu vel að
unnið. Festingar og útfærsla á
Vesturlinu er eins og við aðrar
byggðalinur. Ekki er óalgengt að
staurastæður hallist, og kemur
slikt yfirleitt I ljós skömmu eftir
að linan er byggð. Frost i jörðu og
fleira geta orðið til þess að staur-
ar fari að hallast.
Rafmagnsveitur rikisins greiða
ekki kostnað af þessu tjóni. Aætl-
að tjón liggur ekki fyrir hjá Orku-
búi Vestfjarða og er ekki búið að
taka ákvörðun um hver greiðir
þegar þar að kemur.
Ólafur Þ. Þórðarson sagði, að
talað væri um að hönnunarfor-
sendur væru hinar sömu á Vest-
urlinu og öðrum byggðallnum, en
að áliti þeirra sem best þekkja til,
það eru þeir sem búa i námunda
við Vesturlinu, hefði þurft að hafa
■ Þorvaldur ■Hjörleifur
Garðar Guttormsson
Kristjánsson
stöng á þeim staurastæðum, sem
veðurhæð mæðir mest á. Þegar
gengið var frá stæðunum var
jarövegurinn, sem grafinn var
upp, notaður til að fylla holurnar
aftur, en þess ekki gætt að púkka
nægilega vel með staurastæðun-
um. Væri ekki kynlegt þótt staur-
ar færu að hallast.
Ólafur sagði, að hann hefði
heyrt að þetta verk hafi verið
unnið i ákvæðisvinnu og væri þá
he*r um vinnusvik að ræða.
Hjörleifur svaraði, að engin
mannvirki væru alfullkomin, og
yrðu menn að læra af mistökum i
þessu efni sem öðrum.
Karvel Pálmason sagðist ekki
koma auga á að hægt væri að
kllna kostnaðinum af öllu þssu á
Orkubú Vestfjarða. OÓ