Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 8
8 MiovikudaguV 2: dfesémber, Í981. :iii1$ií Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- uröur Brynjollsson. Ritstjárar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helaar-Timans: llluai Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jðnas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþrótlir), Skafti Jónsson. útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Röbert Agustsson, Elin Eltertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstcinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f. Er hallæri hér á landi? ¦ Árvakursmenn hafa átt andvökunætur siðan friður náðist á vinnumarkaðinum, þótt ekki væri nema til sex mánaða. Forustugreinar Morgun- blaðsins bera þessa glöggt vitni. Þar eru dregnar upp myndir, sem eiga að sýna hversu hraklegt það stjórnarfar er, sem Islendingar búa við um þessar mundir. Glöggt dæmi um þetta er forustugrein Morgun- blaðsins siðastliðinn laugardag. Hún ber yfir- skriftina: Heimatilbúið hallæri. Efni hennar er i samræmi við þetta. Greinarhöfundur sér hallæri i hverju horni á Islandi meðan sæla og velfarnaður rikir annars staðar. Það eitt er rétt i þessari grein Morgunblaðsins að staða atvinnuveganna er erfið á íslandi, eins og oftast hefur verið áður. En er þetta ekki sam- eiginlegt einkenni nær alls staðar vegna þess kreppuástands, sem rikir i heiminum? Er Island nokkur undantekning i þessum efnum? Hvernig er það t.d. i Bandarikjunum, þar sem aðstaða til atvinnurekstrar er stórum betri en hér? Þar er lika verið að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins, leiftursóknarstefnuna. Þar hafa fleiri atvinnufyrirtæki orðið gjaldþrota á þessu ári en um langt skeið. Næstum neyðar- ástand rikir hjá þeirri atvinnugrein sem Mbl. dá- ir mest, stóriðjunni. Stórfellt og vaxandi atvinnu- leysi er i höfuðborg stóriðju, Detroit, og þó virðist þetta aðeins upphafið, ef svo fer, sem margir virðast óttast, að loka verði hinum miklu bila- verksmiðjum þar. Og hvernig er þetta i landi aðaldýrlings Mbl., Margaret Thatcher.Bretlandi? Þar hafa atvinnu- fyrirtækin hrunið niður að undanförnu og virðist ekkert lát verða á þvi. Stóriðjan er álika stödd og i Bandarikjunum. Stöðugt er verið að fækka starfsfólki hjá stærstu fyrirtækjum á sviði stór- iðju og bilaframleiðslu og samt minnkar tapið ekki. Þannig mætti fara land úr landi og bregða upp svipuðum myndum, en þó einkum frá þeim lönd- um, þar sem leiftursóknarstefnu er fylgt. I þeim löndum, sem helzt keppa við okkur i fiskframleiðslu, er staða sjávarútvegs og fisk- •iðnaðar sizt betri en hér. I Noregi og Kanada hefur verið gripið til þess ráðs að veita þessum atvinnugreinum stórfellda rikisstyrki. Þegar þessum samanburði sleppir varðandi stöðu atvinnufyrirtækjanna, verður myndin óneitanlega betri hér en viðast annars staðar. Hér er ekkert atvinnuleysi og Islendingar þvi lausir við hið mikla böl, sem þvi fylgir. Hér hefur tekizt að tryggja kaupmátt launa á þessu ári samkvæmt opinberum skýrslum, en það hefur óviða tekizt annars staðar. Andvökumenn Morgunblaðsins halda vissulega uppi svivirðilegum áróðri, þegar þeir eru að reyna að telja fólki trú um, að hér sé hallæri, meðan gullöld riki annars staðar. Þeir ýta m.a. undir landflótta með slikum skrifum. Þótt sitt- hvað megi segja um Sjálfstæðisflokkinn, þá sæma slik skrif honum ekki. Þ.Þ. menningarmál Togaraöldin Gils Guðmundsson: Togaraöldin. 1. bindi. Stórveldismenn og kot- karlar. örn og örlygur 1981. 244 bls. ¦ Byltingin, sem oröiö hefur i islensku atvinnulifi á þessari öld, á ööru fremur rætur aö rekja til útgerðar togara. Undanfarar tog- aranna voru skúturnar. Um þær og þab timabil, sem þær voru burbarás útgerbarinnar á Islandi skrifabi Gils Gubmundsson mikib ritverk, sem kom út fyrir tæpum fjórum áratugum og nefndist Skútuöldin. Munu flestir þeir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára kannast vib Skútuöld- ina, svo vinsælt sem þab rit hefur orbib. Og nú er komib á markab 1. bindi annars stórverks um islenska útgerðarsögu, Togara- öldin. 1 inngangi segist höfundur hafa byrjab ab vinna ab undir- búningi þessa rits skömmu eftir ab Skútuöldin kom út, þótt ekki sjái þab dagsins ljós fyrr en nú. Efni þessa fyrsta bindis Togaraaldarinnar er upphaf veiba erlendra togara vib Island, landhelgisgæsla og lagasetning um landhelgismál, samskipti íslendinga vib togaramenn og fyrstu tilraunir til útgerbar togara frá Islandi: Isafoldarút- gerbin, Geirseyrarútgerðin, Garbarsfélagib á Seybisfirbi, út- gerb Valgarbs Breibfjörb og hug- myndir barónsins á Hvitárvöllum um stórútgerð frá tslandi. Ab útgerb Breibfjörbs undan- skilinni eiga þessar tilraunir þab allar sammerkt, ab þeim var, ab mismiklu leyti, hrundib af stab fyrir atbeina erlendra fésýslu- manna. Allar stóbu þær abeins skamma hrlb en lognubust siðan útaf, án þess ab marka veruleg spor i útgerbarsögu vora. Var þá ýmist ab illa var ab undirbúningi staöio og ýmisleg óhöpp urbu fyrirtækjunum ab falli, eöa ab um hreina ævintýramennsku og brask var ab ræba, sem aldrei gat blessast. Uppsetning ritmáls i þessari bók minnir um margt á Aldirnar, sagan er sögb f hálfgerbum fréttastil. Mikinn fróöleik er hér ab finna um upphaf togveiba vib ísland, afskipti stjórnvalda af veibunum og vibhorf Islehdinga til þeirra. Gils Gubmundssyni bregst ekki ritleiknin fremur en endranær. Hann segir vel og skemmtilega frá, ritar gott mál. Eini gallinn á frásögninni er sá ab endurtekningar eru óþarflega margar. Margar myndir prýða bókina og hafa fæstar þeirra birst ábur i islenskum ritum, svo mér sé kunnugt. Einnig eru hér birtar ljósmyndir af sjókortum og ýmsum leibar- og togmerkjum breskra togaramanna frá þvi um aldamdtin. Er góður fengur ab öllu þessu. Hins er svo ekki a6 dyijast, ab i sjálfri frásögninni kemur sáralitit nýtt fram. Heimildaskrá er þvi miour engin i ritinu, en ef marka má textann hefur höfundur nær eingöngu notast vib prentabar heimildir: islensku blöðin frá þessum árum, tímarits- greinar og hverskyns ævi- og endurminningar. Flest af þessum heimildum hefur verib notab margoft ábur. Margar þeirra eru ónákvæmar, i sumum villur. Fer þvi hér sem oft endranær, þegar ekki er stubst vib frumheimildir, ab ónákvæmnin og villurnar ganga aftur og tvieflast vib hverja endurtekningu. Skulu nú nefnd órfá dæmi um þetta: Þar er fyrst til ab taka, ab á bls. 16 er þvi haldib fram, að Bretar hafi gert fyrstu tilraunir til botnvörpu- veiba vib Island árib 1891. Þessi skobun hefur lengi verib rikjandi, en færa má sterk rök fyrir þvi ab bresk skip hafi fyrst reynt botn- vörpuveibar vib ísland sumarið 1889. Þá segir á bls. 27, ab heimildum beri ekki saman um, hvenær breskir togarar hafi hafib veibar I Faxaflóa, sumir segi 1894, abrir 1895. Óhætt er að útiloka árib 1894 I þessu viðfangi. Togararnir veiddu fyrst í Ftóanum sumariö 1895. Fyrir þvi eru öruggar sam- tlmaheimildir, þar á meðal ein, sem höfundur birtir kafla úr I bokinni (bls. 59), en það er ávarp íslendinga til bresku þjóðarinnar, sem birtist I The Times, 13. april 1897. Heimildin, sem fyrst nefnir árið 1894 er ekki á rökum reist og mun reyndar fremur tilgáta en fullyrðing. Þess má svo geta til gamans, að breskur togari kom sannanlega I Faxaflóa sumarið 1889, en engar heimildir eru fyrir þvi að hann hafi reynt þar veiðar. A bls. 47 og afram er fjallað um „samning" G.L. Atkinsons flota- deildarforingja og Magnúsar Stephensens landshöfðingja frá árinu 1896 og rætt litillega um umbob þeirra til samnings- gerbarinnar. Ég get tekib undir þá skobun bókarhöfundar, ab llk- legt sé ab Atkinson hafi haft ein- hverskonar heimild til þess ab finna brábabirgbalausn á málinu. Engar skjallegar heimildir eru þo fyrir þvi. Aftur á móti er vlst, ab Magnús Stephensen hafði enga heimild til þessa og með þvl fór hann út fyrir valdsvið sitt. Danir voru honum reibir fyrir tiltækib þótt þeir neyddust til ab láta kyrrt liggja. Þá er ónákvæmt, ab tala um „samning" I þessu vibfangi. Þeir Magnús og Atkinson gerbu meb sér munnlegt samkomulag, þar sem hvor um sig lofabi, að beita áhrifum slnum við ákvebna aðila. Enginn var hins vegar bundinn af samkomulaginu, jafn- vel ekki þeir sjálfir, ef út I þaö hefði fariö. Hitt er svo aftur annaö mál, ab samkomulagib féll dautt og ómerkt jafnskjótt og þab var gert og ollu þvl lögmál dýra- rlkisins. Hér verbur nú látib stabar numib I upptalningu, en fleiri dæmi mætti nefna, þar sem frá- sögn höfundar er ónákvæm vegna ónógrar rannsóknar og ótraustra heimilda. Niburstaban ab loknum lestri bókarinnar er sú, ab hún er læsi- leg og lipurlega skrifuð, myndefni ágætt og frágangur góbur. Munu margir geta sótt i hana mikinn fróbleik. Fræbilegt gildi bókar- innar er hins vegar naubalitið. Heimildir höfundar eru margar ótraustar, hann dregur sáralitib nýtt fram i dagsljósib, leggur ó- viba nýtt mat á atburbi og eykur Htib sem ekki vib þekkingu okkar á upphafi togaraaldar vib Island. Jón Þ. Þór 0þ%l r * ¦ Jón Þ. Þór i^-jj skrifar *fek'ntnr um bækur 1 .1 1 Sýning Margrétar Reykdal I Margrét Reykdal Kjarvalsstaðir Málverkasýning 21. nóv.-3. des. 1981 24 myndir Sýnt i blaðaverkfalli ¦ Þab hefur verib fremur hljótt um sýningu Margrétar Reykdal eins og abra viðburði i listum, vegna þess að dagblöðin komu ekki Ut i marga daga.Lifokkar og viðburðir gjörast nefnilega meira i dagblöbunum en okkur grunar. Ab visu má segja sem svo, að sýn- ingarstandi fyrir sinu — eða ekki, hvort sem ritub eru dagblöb eba ekki, en allavega fer allt fram I meiri kyrrþey, — eba gjörbi þab. Þannig var þab með sýningu Margrétar Reykdal. Af þessari indælu sýningu vissi ég ekki fyrr en ég rakst inn á Kjarvalsstaði á dögunum i öðrum erindum, en að sjá málverkasýningu. Llklega hefur svo verið um fleiri, þvi ekki var nú margt þarna um manninn. Um listamanninn Margréti Reykdal veit ég litið sem ekkert, nema einhver sagði að hún hefði stundað myndlistarnám hér heima og i Noregi og væri ættuð úr Hafnarfirbi, sem er ágætur stabur til ab alast upp I fyrir málara einkum þar sem. smáhýs- um fylgirdálítilllóðarblettur með fjárhúskofum og fiskhjöllum. Furðanlegir hraunhólar og boll- ar, mynda skemmtilegt samspil sem slær öllu deiliskipulagi ver- aldarinnar við, með sérkennum sinum og heillegu yfirbragði. En nóg um það. Sýning Margrétar Margrét Reykdal er með frem- ur litla sýningu á mælikvarða Kjarvalsstaba, en hún sýnir á Vesturgangi sunnanverðum. Á sýningu hennar eru 24 myndir, sem allar eru málaðar á seinustu tveim árum. Þetta eru rólegar myndir, og i dálitib óvenjulegum litum, og yfir þeim er einhver skólastefna, eða myndagi, er oft fylgir mönnum frá Noregi meban þeir eru að leita að sjálfum sér i öðrum löndum. Af heiti myndanna má nokkuð ráða efnisvalið. Hús i landslagi. Mig langar heim, Landslag, Frá Lofoten, Eyjar i hafi, Ferð i draum o.s.frv. Yfir sýningunni er heilsteypur blær, þvi myndir eru flestar sömu ættar I vinnu og lit. Myndir hennar eru figurativar, sem segir þó ekki alla söguna, þvi i myndheimi hennar er lika skáldskapur, eða sérstök upplif- un, sem virðist sannfærandi. Sagan er hálfsögð og áhorfandinn erþví ekkijárnaður niður, eins og svo oft i umhverfismyndum, þar sem öll atribi eru tekin með, sem oft víll verða i' þessari gerð mál- verka. Ég vil hvetja listunnendur til að koma á þessa sýningu. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar um myndlist. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.