Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 7
IMAMÍAÍÍ Miövikudagur 2. desember 1981. erlent yfirlit Who’s spending... Distribution of world military expenditures 197t United States 32% Other NATO menribers 17% Other industrialized countries 5% Third World 9% China 10% Other Warsaw Pact members 2% Soviet Union 25% United States 24% Other NATO members 19% Other industriaiized countries 6% , Third World 16% China 9% Other Warsaw Pact members 2% Soviet Union 24% ■ Mynd úr New York Times Hvemig skiptist herkostnaðurinn? Mest aukning í þriðja heiminum ■ HINN 15. nóvember stðastl. birtist athyglisverð mynd i New York Times um skiptingu hernaðariítgjalda i heiminum milli hinna ymsu heimshluta. Myndin, sem birtist hér að ofan sýnir skiptinguna árið 1971 og árið 1980. Þessi mynd leiöir það glöggt i ljós, að hlutur hernaöarútgjalda hefur stóraukizt á þessum tima i þriöja heiminum eða úr9% i 16%. Aöalaukningin er i löndunum við botn Miðjarðarhafs og við Persa- flóa. Arabarikin og Israel hafa stóraukið vigbúnað sinn á þessum áratug. Það er ekki siöur alvarlegt, að vigbúnaðurinn i þessum löndum eykst enn hröðum skrefum. Um það vitnar m.a. hinn mikli vopna- kaupasamningur, sem Saudi- Arabia hefur nýlega gert við Bandarikin. Smáriki eins og Jórdania er að semja bæði við Rússa og Bandarikjamenn um vopnakaup. Þótt flestum þyki vigbúnaðar- kapphlaupið milli risaveldanna óhugnanlegt og óttast megi vax- andi árekstra af völdum þess, stafar mesta striðshættan nú af vopnakapphlaupinu milli Israels- manna og Araba. Þar þarf ekki mikið út af að bera til þess að setja allt i bál og brand. ÞAÐ kemur i ljós á myndinni, að hlutur Bandarikjanna i hernaðarútgjöldum hefur minnkað verulega á þessum tima eða úr 32% i 24%. Aö nokkru leyti stafar þetta af þvi að friður var saminn i Vietnam en hernaðarút- gjöld Bandarikjanna jukust m ikið vegna Vietnamstyrjaldarinnar. Samanlögð hernaðarútgjöld Bandarikjanna og annarra Nató- rikja námu 49% af öllum hernaðarútgjöldum i heiminum árið 1971, en 1980 námu þau ekki nema 43%. Hér hefur þvi orðið verulegur samdráttur, þegar miðað er við heildarkostnaöinn. Hjá Sovétrikjunum og öðrum Varsjárbandalagsrikjum hefur orðið örlitillsamdráttur á þessum tima eða úr 27% i 26%. Samkvæmt þessu virðast hernaðarútgjöld Natörikjanna vera talsvert meiri en Varsjár- rikjanna eða 43% i fyrra á móti 26%. Þessu getur m.a. valdiö mári launakostnaður og dýrari framleiðsla. Kina hefur tæplega haldið hlut sinum eða 9% áriö 1980istað 10% árið 1971. 1 sambandi við her- búnað Sovétrikjanna er þess að gæta,að þau telja sér nauðsynlegt að hafa mflúnn viðbúnað i Asiu vegna vigbúnaðar Kinverja. Þótt herkostnaður Varsjárrikj- anna sé mun minni en Natórikj- anna, hvilir hann mun þyngra á ibúunum, þar sem þjóðartekjur þar eru stórum minni. Her- kostnaður Bandarikjanna og Sovétrikjanna virðist svipaður árið 1980 en þjóðartekjur eru mðriu minni i Sovétrikjunum og herkostnaðurinn þvi þungbærari RUssum en Bandarikjamönnum. I SAMA blaði New York Times birtist samanburður um vopna- söu eða vopnaútflutning fráýms- um rikjum. Þar voru Bandarikin efst á blaði með 43.3%. Sovétrikin komu næst með 27.4%. Næst komu Frakkland með 10.8% þá Italia með 4%, Bretland með 3,8% og Vestur-Þýzkaland með 3%. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 7 erlendar fréttirí 178 Júgóslavar fórust í f lugslysi ■ Júgóslavnesk flugvél, með 178 manns um borð fórst i gær á Korsiku. Enginn komst lifs af. t flugvélinni var fólk sem ætlaöi sér að fara i dagsskoð- unarferð frá Júgóslaviu til Kœ-siku. Rétt áður en vélin átti að lenda á Korsiku, missti flug- turninn þar allt fjarskipta- samband við vélina og hana út af ratsjá sinni um leið. Flug- vélin var á flugi yfir fjalllendi, i slæmu veðri þegar slysið varð, en hið slæma veður batt mjög hendur björgunarmanna sem leituðu slysstaðarins i þyrlum og fótgangandi. Flugvélarflakið fannst að lokum i um 4 þúsund feta hæð, utan i fjallshlfð, og var stað- setningin slik að einungis þyrlurkomust á slysstaðinn. 1 gær hermdu fregnir frá Júgó- slaviu, að allir þeir sem um borð voru heföu verið Júgó- slavar. Fundinum í Genf f restað f 2 daga ■ I gær var fyrsti formlegi fundur viðræðunefnda Sovét- rikjanna og Bandarikjanna i Genf um takmörkun kjarn- orkuvopna i Evrópu. Stóð fundurinn i rúmlega tvær og hálfa klukkustund og var við- ræðunum siðan frestað til n.k. föstudags. Eins og skýrt var frá i blað- inu i gær, eru viöræðunefnd- irnar sammála um að halda efni viðræðnanna og gangi al- gjörlega leyndum, og þvi vakti það nokkra kátinu i eftirmið- daginn igær, aðeina opinbera yfirlýsingin sem gefin var eft- ir fundinn kom frá einum sov- ésku fulltrúanna og hljóðaði svo: ,,Everything is O.K!”. Haldi svo fram sem horfir, þá segja heimildir iGenf, að ef viðræðunefndirnar halda á- fram að hittast aðeins tvisvar i viku, og þá aðeins tvo til þrjá tima i senn, geti svo farið að þær standi mánuðum saman og þeir svartsýnustu hafa jafnvel gengið svo langtað spá þviað þær ættu eftir að standa árum saman. Enn fjölda- aftökur í íran ■ Fregnir frá Teheran, höf- uðborg Iran, hermdu i gær að enn færu þar fram fjöldaaf- tökur. 1 gær var sagt að stjórnvöld hefðu látið lifláta 36 manns fyrirað vera i andstöðu við ri'kisstjórnina. Fregnir hermdu að 30 manns hefðu verið skotnir i fangelsum í Teheran, og var þeim gefiö að sök að hafa átt þátt í vopnaðri uppreisn og hinir 6 voru tekniraf lifi í ýms- um borgum i Iran. KtNA: Stjórnvöld i Kina sögðu i gær að stjórnvöld i Moskvu og Washington væru að bera út óhróður um sig með þvi að halda þvi fram að Kinverjar heföu selt úranium til Suður-Afriku, fyrir nýtt kjarnorkuver þar. Stjórnvöld i Kina höfðu þegar i siöustu viku þrætt fyrir söluna. INDLAND: Varnarmálaráðherra Indlands sagði á þjóðþinginu i Dehli i gær að bandarisk vopnasala til Pakistan myndi hafa það i för með sér að vopnajafnvægi á milli Pakistan og Indlands myndi raskast verulega, þannig að Pakistan yrði nú sterkari aö- ilinn. FRAKKLAND:Mitterrand, Frakklandsforseti, sem nú er i opin- berriheimsókn i Alsir, sagði i gær að stórveldin gætu átt eftir að veröa aðilar að deilum þeim sem rikja i Vestur-Sahara. Mitter- rand sagði þetta i ræðu sem hann flutti á þjóðþingi Alsir, og bætti þvi við að sú hætta gæti verið fyrir hendi að Vestur-Sahara yrði miðja stærri deilumála og átaka en þeirra sem nú blasa við. CHAD: Hershöfðinginn frá Nigeriu, sem veita á stjórn friðar- gæslusveitunum i Chad, er væntanlegur til höfuðborgar landsins i dag. Hann verður yfirmaður 5 til 6 þúsund hersveita, sem eru frá sex Afrikulöndum, sem koma nú i stað friðargæslusveita þeirra sem verið hafa i Chad að undanförnu, en þær voru frá Libýu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.