Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 12
12 Wýmm Miövikudagur 2. desember 1981. heimilistíminn ■ Eileen Ford hefur um árabil rekib heimsins stærstu og þekkt- ustu atvinnumiblun fyrir sýningarstúlkur. Hún er þvi allra manna kunnugust ýmsum töfra- meðulum, sem auka velliöan og bæta útlit kvenna, og þurfa þau ekki öll aö vera vandmeðfarin eöa dýr. Hér á eftir fara nokkrar ráö- leggingar hennar, sem bæöi er ódýrt og einfalt aö fara eftir. Kúrinn á að leiða til fegrunar Af öllum hollustuþáttum er ef til vill næringin sá almikilvægasti hvaö útlitiö varöar. Og vafalaust er fæöuval þaö, sem konur ræöa mest i sinn hóp. Leggiö eyrun aö þvi, sem konur ræöa sin á milli eina kvöldstund, þegar þær eru saman komnar i hóp, og allar likur eru á, aö a.m.k. ein þeirra Einföldu og ódýru fegrunar ráðin hennar Eileen Ford tali af ákafa um aö „byrja á kúr”. Hún er of þung, eöa kannski of létt, og eitthvaö veröur aö gera i málinu. Hún ætlar aö byrja „á morgun.” En hvers eölis á kúrinn aö vera? Næringin B1 vitamlniö (tiamin). Ef vinum þinum og fjölskyldu finnst þú vera þreytt og viöskotaill, ætt- iröu aö athuga hvort þú neytir nægjanlegs B1 vitamins. Þaö er vitaminiö, sem veitir lifsgleöina, og ef þú færö nægjanlegt magn af þvi, ætti veröldin aö fá á sig rós- rauöan bjarma á ný. Þaö eykur matarlystina, styrkir tauga- og meltingarkerfi og aöstoöar lik- amann viö að nýta orkugefandi kolvetni. B1 er rikulegast i svina- kjöti, innmat (lifur, hjörtum og nýrum), geri, lifrarkæfu, mögru kjöti, eggjum, grænmeti, korn- flögum, berjum, hnetum og baunum. Leikfimi gerir kraftaverk fyrir skrokkinn Leikfimi má skipta I tvo flokka, alhiiöa og sérhæföa. Almennu æfingarnar þjálfa allan likamann, liöka vöövana og örva blóörásina. Yfirleitt eru þetta hinar skemmtilegustu æfingar. Sérhæföu æfingarnar aftur á móti beinast aö ákveönum likamshlut- um, byggja vöövana upp smám saman og meö tiftianum vinnur þjálfunin bug á slappleikanum. Þaö á viö um alla leikfimi, aö þaö ber aö byrja hægt og sígandi, en auka hraöann smám saman og bæta viö nýjum æfingum. Gættu þess, aö veröa aldrei yfirkeyrö. Ef einhver æfing viröist of erfiö, skalt þú slaka á smástund áöur en þú tekur til viö næstu æfingu. Fallegri fótleggir Er hægt aö bæta og fegra sköpulag fótleggjanna? Já, vissu- lega. Gildir fótleggir geta orðiö straumlinulagaöir og spóaleggir geta fengiö á sig fyllra form. Hægt er aö styrkja ökklana og slappir iærvöövar geta oröiö fastir. Auövitaö er þaö svo, aö þrátt fyrir alla fyrirhöfn eru allt- af einhverjar konur, sem eru til- neyddar til aö ganga I gegnum lif- iö á ófullkomnum fótleggjum, vegna þess aö sum vandamál eru óviöráöanleg, svo sem gróf beina- bygging eöa hjólbeinóttir leggir. En þaö er hægt að draga úr öllum göllum meö leikfimi, reglu- bundinni leikfimi. Þaö er hægt aö þjálfa upp og halda viö vöövunum I fótleggjunum og hér meö fylgja æfingarnar, sem sýningarstúlk- urnar æfa (sjá mynd). Góð ráð fyrir handleggina Hefuröu nokkurn- tima notaö handlóö, ég á viö þau litlu, sem ætluö eru konum? Þau eru mjög gagnleg til aö þjálfa vöövana i handleggjunum. Reyndu þessar 2 æfingar: Stattu meö u.þ.b. 30 cm bil á milli fótanna. Taktu handlóöin og beygöu þig áfram meö beina fót- leggi og hangandi handleggi. Réttu þig upp og sveiflaöu hand- leggjunum fram og upp yfir höf- uöiö. Faröu i upphafsstööu. Liggöu flöt á rúminu, þannig, aö höfuöiö nái rétt út fyrir rúm- brikina. Haltu á handlóðunum og byrjaöu æfinguna meö handlegg- ina meöfram siöum. Lyftu hand- leggjunum upp yfir höfuöiö og eins langt og þú getur. Þú finnur hvernig strekkist á vöövunum i framhandleggjunum. Haltu þess- ari stööu smástund og faröu siöan tilbaka sömu leiö. Berðu þig með reisn Geföu þér auga, næst þegar þú átt leiö framhjá stórum búöar- glugga eöa spegli. Genguröu á eðlilegan hátt, beröu höfuöiö af reisn, er maginn inndreginn, mjöðmunum skotiö fram og herö- arnar dregnar aftur? Eöa genguröu hokin og dregur á eftir þér fæturna? Jafnvel fallegasta kona hverfur I fjöldann, ef hún ber sig illa á velli, alveg sama hvaö hún er vel vaxin. Haföu i huga, aö ef þú berö þig illa, hefur þaö slæm áhrif á blóö- rásina, öndunina, beinabygg- inguna og þar aö auki melting- una, þar sem innri líffærin eru öll á skjá og skjön. Viö fáum verki I hrygg og bak. Ef viö erum hnarr- reistar, starfar allur likaminn betur. Viö veröum orkumeiri og þreytumst ekki eins fljótt likam- lega. Augabrúnir Þú skalt alltaf velja auga- brúnablýant I lit sem likastan hárinu. Þaö getur oröiö býsna sterkur litur, en notaöu aldrei, aldrei svartan blýant. Dökkhærö- ar konur ættu aö nota dökkbrúnan blýant, en þær sem ljósari eru, ættu aö nota ljósbrúnni liti. Til eru rauöieitir blýantar fyrir rauö- hæröar og ljóshæröum fer vel að nota ljósbrúnan lit meö ofurlitlu gráu I. Reyniö að nota gullblýant til aö fá glans á rauöar augabrún- ir, og rauöbrúnan lit á mjög dökk- ar brúnir. Brellur við augabrúnirnar Litil augu: Breikkiö aöeins augabrúnirnar meö þvi aö bæta aöeins ofan viö þær. Plokkiö aukahár undan brúnunum og látið þær bogna örlitiö á ysta þriöjungnum. Þá viröist vera lengra á milli augnanna. Hárið Aöferö, sem ég hef oröiö vör viö aö gerir kraftaverk I baráttunni viö of feitt hár, er aö koma raka I háriö meö þvi aö vinda um þaö heitum handklæöum i 10 minútur, áöur en þaö er þvegiö. Eftir aö þaö hefur siöan veriö þvegiö upp úr eggjasampói eöa ööru, er þaö skolaö og ofurlitlu ediki eöa sitrónusafa blandaö saman viö volgt vatniö. Aö lokum er kölnar- vatni nuddaö inn i hársvöröinn. Notiö ekki þröng höfuöföt. //Elektrolysa" Svo viröist sem margar konur geri sér ekki grein fyrir þvi lýti sem of mikill hárvöxtur i andlit- inu er. Hvort þetta stafar af þvi aö þær falla fyrir þeirri freistingu aö hafa „miskunnsamt” ljós yfir snyrtiboröinu, skal ósagt látiö. En þaö kemur furöulega oft fyrir, aö viö veröum aö benda væntan- legum sýningarstúlkum okkar á, aö á þessu sviöi sé svo sannarlega ekki vanþörf á lagfæringu. „Elektrolysa”, er eina almenni- lega aöferöin, sem nýtur viður- kenningar, þegar um þaö er aö ræöa aö fjarlægja óæskilegan hárvöxt. Meö þeirri aöferö má fjarlægja „yfirskegg”, ljótu hárin á hökunni o.s.frv. Meö henni má lika gera hárlinuna hærri, ef hún þykir vera of lág. Ég mæli ein- dregið meö þessari aöferö fyrir þær konur, sem eiga viö of mikinn hárvöxt á óæskilegum stööum aö striöa. ■ ÖII höfuömeiösli þarf að athuga gaumgæfilega, segja læknar. Þaö er ekki þar meö aðeins verið aö tala um stórslys og höfuðáverka, heldur smáhögg á höfuö, svo sem viö aö reka sig hastarlega á, eöa detta á hnakkann i hálku, árekstur leik- manna f hand- eöa fótbolta og annað slikt, sem oftast er ekki gert mikiö veöur Ut af. Danskur læknir, sem hefur mikiö haf tað gera meö skoðanir á iþróttamönnum segist sifellt vera sannfæröari um, aö fólki hætti til aö taka slik meiösli meö of litilli aögæslu. Hann gefur nokkrar reglur til að miöa viö til þess að minni hætta sé á langvarandi óþægindum siðar meir. Honum segist frá á þessa leið: Heiiahristingur heitir á lækna- máli „commotio cerebri”, en þá er átt viö alvarlegt höfuöhögg, þar sem sá slasaði hefur misst meövitund i lengri eöa skemmri tima, eöa fengiö mikil uppköst, ásamt svimaköstum, sem geta staöiö lengi. Vægari tilfelli af heilahristing þarfnast einnig allrar athugunar viö.T.d. þarf aö fylgjast með þvi, hvort sá meiddi man hvernig hann varö fyrir meiöslunum, hvort hann hefur fengið svima eöa uppköst, hvort áleitinn höfuð- verkurhefur gert vart viö sig. Ef eitthvert þessara einkenna fyrir- finnast hjá sjúklingnum þarf hann aö liggja nokkra daga I rúminu i algjörri hvild, og alls ekki byrja að vinna, eöa fara i skóla fyrr en einkennin eru horfin til fulls. Þeir sem eru aö jafna sig eftir heilahristing hafa ýmis önnur einkenni en áöur eru nefnd. Oft eiga þeirerfittmeð aö þola sterka birtu, og þó einkum og sér i lagi hávaöa. Hávaöi af börnum aö leik, eöa frá umferöinni eöa út- varpi, geta verið nær óbærileg háreysti i eyrum þess sjúka. Fólki er sem sagt ákveðið ráö- lagt aö gæta fyllstu varúöar ef þaö veröur fyrir einhverjum höfuðhöggum, og aðgæta hvort nokkur einkenni bendi til heila- hristings, þvi ef ekki er brugðist viö á réttan hátt, má búast viö þrálátum höfuöverkjaköstum, eða öörum óþægindum siðar meir. ■ Marlon Brando viröist hafa fengiö allóþyrmilegt höfuöhögg eftir myndinni aö dæma. Hann leikur þarna I bandarísku bió- myndinni ,,On the Waterfront”. Jafnvel smáhöfuðhögg geta haft langvarandi afleiðingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.