Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2.. desember 1981 ■ Gils Guðmundsson. Þörf endur- útgáfa Gils Guðmundsson: Frá ystu nesjum II. Skuggsjá 1981. 2. útg. aukin. 256 bls. ■ A árunum 1942 — 1953 safnaði Gils Guðmundsson og gaf út verstfirska sagnaþætti. Birtust þeir I sex heftum og báru heitið Frá yztu nesjum. Langt er siðan þessi hefti urðu ófáanleg i bóka- búðum og var þvi horfið að þvi ráði að gefa þættina út aftur. 1 fyrra kom fyrsta bindi hinnar nýju útgáfu út og annað nú i ár, en alls munu þau verða þrjú. Fyrirferðarmest i þessu bindi, eða um helmingur þess, er löng ritgerð um kirkju-og sögustaðinn Vatnsfjörð við isafjarðardjúp og höfðingja, sem hann hafa setið. Þetta er stórfróöleg ritgerð, skipulega og skemmtiléga samin. Þá er þarna væn grein um Skúlamálin svonefndu, aðför yfirvalda að Skúla Thoroddsen sýslumanni Isfirðinga. Höfundur hennar er Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Hann greinir frá upphafi Skúlamála og þeim deil- um, sem þau vöktu á læsilegan hátt, en eins og flestum mun kunnugt hefur meira verið um þau mál fjallað en flest önnur deilumál á Islandi á siöari tim- um. Þá er að nefna ágæta grein um upphaf og forsögu þéttbýlis i Bolungarvik og er hún eftir Jó- hann Bárðarson. Einnig er hér að finna skemmtilegan þátt af Álfi Magnússyni, sérkennilegum hæfileikamanni sem uppi var á ofanverðri 19. öld. Alfur var vel gefinn maður og skáldmæltur en þótti helsti hallur undir Bakkus konung og nýttust ekki hæfi- leikarnir sem skyldi. „Endalok” hans urðu þau að hann hvarf á dularfullan hátt af þilskipi og var talinn hafa fyrirfarið sér, en siðan komust á kreik sögur um að hann hefði komist á útlent skip og til Ameríku. Góð grein er gerð fyrir þessum málum i ritinu og birt nokkur kvæði Alfs og ljóðabréf, mörg bráðskemmtileg. Auk þessa er ýmislegt smælki að finna i rit- inu. Ég hef það fyrir satt, að mörg- um hafi þótt góður fengur að endurútgáfu þessa rits og munu þeir vafalaust taka þessu bindi fegins hendi. öðrum, sem ekki þekkja til ritsins skal bent á, að hér er samankominn mikill og skemmtilegur fróðleikur að vest- an. Allur frágangur ritsins er með ágætum. Arbók Is- lands 1980 Steinar J. Lúðviksson: Hvað gerðist á tslandi 1980. Arbók lslands. Myndaumsjón: Gunnar V. Andrésson. örn og örlygur 1981. 348 bls. ■ A siðastliðnu ári sendi Bókaút- gáfan örn og örlygur frá sér Ar- bók Islands fyrir árið 1979, og hafði hún að geyma frásagnir i fréttastil af mörgum helstu at- burðum þess árs hérlendis. Þeirri bók var vel tekið og nú hefur út- gáfan sent frá sér Arbók ársins 1980, og er hún mun stærri og efnismeiri en Arbókin 1979. I þessari bók eru margir efnis- flokkar og flest tint til, sem á annað borð varð fréttamatur á Islandi árið 1980. Mest er eölilega fjallað um forsetakosningarnar og stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens, enda munu aðrir atburöir ekki hafa dregið að sér athygli Islendinga i viölika mæli þetta ár, nema ef vera skyldi dómsuppkvaðning i sakamáli, sem einnig er f jallað rækilega um I bókinni. Eins og að likum lætur eru frá- sagnir af hinum einstöku atriðum og atburðum, sem um er fjallað I bókinni, misjafnlega iangar og ýtarlegar og virðist sem höfundur hafi þar látið stjórnast af þvi, hve mikil umræða varð um atburða- ina er þeir gerðust og hve mikla athygli þeir vöktu. Þetta er eðli- leg aðferð við samningu sliks rits og ekki hægt að benda á aðra að- ferð betri. Við vitum ekki á þess- ari stundu, hvaða atburðir ársins 1980 koma til með að þykja frétt- næmastir i framtiðinni, en það gætu allt eins orðið þeir, sem okk- ur hefur að mestu sést yfir fram til þessa. Hitt er ég þó nærri viss um, að sakamáliö, sem áður var nefnt, og miklu rúmi er varið til að skýra frá, mun ekki þykja ýkja minnisvert er fram liða stundir. Gæti það I sjálfu sér verið næg á- stæða tii þess að greina rækilega frá þvi. Ekki vii ég gagnrýna hér val höfundar á efni, enda hlýtur á- vallt að orka tvimælis, hvað skuli taka með og hvað ekki. Aftur á móti get ég ekki stillt mig um að gera athugasemdir við tvö atriði, sem stungu i augu viö lestur bókarinnar. A bls. 179 er mynd frá þvi er Flugleiðum var afhent ný þota vestur I Bandarikjunum og sést hvar fulltrúar félagsins taka við vélinni, en i myndartexta segir ranglega, að myndin sé frá þvi er vélin kom til Islands. Þá er ónákvæmt orðalag á bls. 9, sem gæti ruglað lesendur framtiðar- innar. 1 kafla um stjórnar- myndunartilraun Geirs Hall- grimssonar segir, að forseti hafi fyrst falið Geir stjórnarmyndun. Nú vitum við, að eftir kosningarnar I desember 1979 var Geir ekki fyrstum falin stjórnarmyndun, eins og ætla mætti af þessum texta. Höfundur mun eiga við það, að Geir hafi haft umboð til stjórnarmyndunar er árið 1980 gekk i garð. Þetta er ekki stórt atriði, en fleiri dæmi um viðlika ónákvæmni mætti nefna. Myndefni bókarinnar er mikið og vel valið og allur frágangur hennar með ágætum. Jón Þ. Þór Endurminningar ævintýramanns Loftur Einarsson: Þá læt ég slag standa. Loftur Einarsson segir frá ævintýralegu lifshlaupi sinu heima og erlendis. Magnús Bjarnfreðsson skráði. örn og örlygur 1981. 217 bis. ■ Lifshlaup mannanna er harla misjafnt. Sumir standa I sömu sporunum svo að segja alla sina starfsævi og ná sjaldan að lita út fyrir götuna heima hjá sér. Aðrir eru á sifelldri ferð og flugi, stað- næmast hvergi nema skamman tima i senn, fara um viða veröld og reyna ótrúlegustu hluti. Þessir siðarnefndu eru gjarnan kallaðir ævintýramenn og vist er að óró- legt og fjölbreytilegt lifshlaup þeirra minnir um margt á ævin- týri. Einn þessara ævintýramanna er Loftur Einarsson, nú búsettur i Höfn i Höfnum. Á bókarkápu segir, að hann hafi rekið hótel á Akureyri og Spáni, verið leið- sögumaður isienskra sjómanna i Grimsbý, öryggis- og tollvörður á Keflavikurflugvelli, rekiö nagla- verksmiðju I Borgarnesi og stundaðsmygl i Libýu Gaddhafis, auk annars. Þegar ég sá þessa lýsingu grunaði mig, að hér væri nú eitt- hvað orðum aukið og likast til auglýsingabrellu að ræða. Við lestur bókarinnar komst ég þó að raun um, að hér er sist ofmælt. Lifshlaup Lofts Einarssonar hefur verið með fádæmum við- burðarikt og það, sem talið er á bókarkápu, og lýst var hér á undan er ekki nema litið brot af þvi sem hann hefur ratað i, og ekki endilega það ævintýraleg- asta. Loftur hefur farið úr einu starf- inu I annaö, úr einu landi i annað. Hvarvetna hefur hann kunnað að bjarga sér, oft hugsað hátt, byrjað á stórfyrirtækjum og rakað saman fé. Avallt hefur hann þó horfið á braut slyppur og snauður, en glaður og reifur, til- búinn að takast á við næsta ævin- týri. Magnús Bjarnfreðsson hefur skráð sögu Lofts og tekist það vel. Þótt oft sé sagt frá ótrúlegum ■ Magnús Bjarnfreösson. atburðum verður frásögnin aldrei yfirdrifin, iýsingar eru skýrar og myndrænar og mann- lýsingar margar i senn hnyttnar og lýsandi. Margir menn eru nefndir til sögu og leggur sögu- maður þeim flestum gott eitt til, en hinum, sem honum hefur likað miður við hlifir hann hvergi. öllum þeim, sem gaman hafa að ævintýralegum frásögnum, kimni og ljúfu lifi skal bent á þessa bók sem tilvalda dægra- styttingu i skammdeginu. Siða- vöndu fólki og þeim, sem ekki geta lesiö nema „alvarlegar” bækur er jafnframt ráðlagt að láta hana alveg eiga sig. Hún gæti truflaö svefn. Jón Þ. Þór f rímerk jasaf narinn ■ Þá höfum við fengið fyrstu jólafrimerkin á íslandi. Ef svo fer, sem annarsstaðar, þá verður þetta árviss útgáfa slikra merkja með ýmsu myndefni tengdu jólunum. Þar er vissulega af mörgu að taka, bæði innlendu og alþjóð- legu. Þó verð ég að segja, að ég hefði heldur kosið að kirkj- ur hefðu orðið okkar fyrsta myndefni, en matargjörð. Gömlu torfkirkjurnar okkar eru ekki orðnar margar eftir og margt skemmtilegra um þær fleira en að þar er um ÍSLAND 200 981 • KRI ST\T 1BÖÐ • 1981 S M Róðukrossinn úr Álftamýri við Arnarfjörð Nýju frímerkja- útgáfurnar torfbyggingar að ræða. Má þar nefna hin bysantýsku áhrif i innréttingu þeirra, hversu kór er skilinn frá aðal- kirkju með þili, nær heilu. Eða hvaðum kirkjuna að Auðkúlu i Húnavatnssýslu og hinn sér- staka arkitektúr hennar? Kúlukirkja er einstök i sinni röð þótt hún sé lika um margt lik Silfrastaðakirkju. Þetta eru sérkenni sem vert er að halda á lofti, t.d. með fri- merkjaútgáfu. En það má vissulega biða betri tima. Varðandi frimerkin, sem út komu þann 24. nóvember, þá verð ég ennfremur að segja, að mér finnst þau um of nákvæm. i teikningunni, svona fallegt laufabrauð hefi ég ekki séð nema á örfáum heimilum. Þá hefði ekki heldur verið úr vegi að sýna aðrar skreyting- ar en alsymmetriskar, þvi að margir skreyta laufabrauð sitt myndrænna en þarna er gert. Er enda tekið fram i fréttabréfi póststjórnar, að burstabæir. stjörnur og fanga- mörk, sé að sjá sem skreyt- ingar á laufabrauðskökum. „Laufabrauðsskurður þótti vandaverk ef tilbreytni i munstri gætti og var notaður hnifsoddur við það verk en nú eru notuð svokölluð laufa- brauðsjárn úr kopar og þykja þauþægileg. Laufabrauðsgerð er þjóðlegur siður og virðist ætla að viðhaldast með yngri kynslóðinni”, segir þar enn fremur. Þetta eru vissulega snotur merki, en nokkuð ein- hæf i myndvali. Þá komum við að hinni út- gáfunni, sem kom á sama degi. Það var merkið til að minnast 1000 ára kristníboðs á Islandi. Myndaval þess merkis var vel til fundið, róðu- krossinn úr kirkjunni að Álfta- mýri. Þessi róðukross er svo sérkennilega gerður, þar sem hann er skorinn úr rekavið, þannig að greinar hans mynda stigandi arma og hefði hann sem best getað sómt sér sem húnn á biskupsstaf. En það var jú Friðrekur biskup, sem hingað kom fyrstur til aö boða islendingum kristni, ásamt með Þorvaldi viöförla, og voru þeir fyrst á Giljá, nú stóru Giljá i Húnaþingi. Þetta var nitján árum áður en kristni var lögtekin á Alþingi. Þótt Þorvaldur hafi kynnst Hvita Kristi i löndum og lagt af vik- ingaferðir vegna þeirra kynna var hann þó engan veginn fyrstur til að bera kristni til Islands. Þvi verður þó ekki breytt, að þetta var fyrsta skipulega trúboð á landi hér, þótt fyrir væri vitað um, kristna einstaklinga og fjöl- skyldur i landinu. Þeirra á meðal var Helgi magri, sem byggði á Kristnesi við Eyja- fjörð. Þótti hann að visu nokkuð blendinn i trúnni, en heimili sitt á landi hét hann eftir Kristi, þótt hugsað yrði honum til Þórs á sjó. Þá má og geta fleiri staða, þar sem kristni var um hönd höfð á landi hér, svo sem undir Esju og raunar viðar. Krossmerkið hefir ávallt verið helsta tákn kristinnar trúar, tákn sáttagjörðarinnar milli Guðs og manna, sem og mannanna innbyrðis. Það er þvi vel þekkt með öllum þjóð- um, en viða litið hornauga, af öðrum trúarflokkum jafnvel á stundum hefir maður heyrt þvi fleygt fram i ræðu og riti, að róöukrossinn ætti að nota ininna en hinn auða kross, þvi að vissulega hafi kraftaverk- ið, að Kristur reis upp frá dauðum verið það sem mest var um vert og þá hafi kross- inn staðiö eftir auður. Þvi skyldi heldur nota krosstréð bert, sem trúartákn. Ekki ætla ég mér að hætta mér út i þá umræðu meira, en merkið tel ég sérstaklega vel heppnað, þótt það eigi kannski ekki, sögulega séð, heima á jóla- póstinum. Snúum okkur nú aftur að fyrri útgáfunni, þ.e. jólafri- merkjunum. Ég vil svona i lokin skjóta þvi að islensku póstmálastjórninni, að nú megum viðfara að vara okkur á þvi að binda ekki of margar fastar útgáfur á hverju ári. Við höfum Evrópu útgáfuna bundna á hverju ári og nú jólafrimerkin. Þá höfum við Norðurlandamerki, þegar hin Norðurlöndin gefa út slik merki. Hin ýmsu ár Samein- uðu þjóðanna hafa fengið góð- an grundvöll i frimerkjaút- gáfu okkar og hvað kemur svo næst. Þarna megum við fara að gæta að málum. Við rekum til allrar ham- ingju mjög varfærna fri- merkjaútgáíu, með fáum út- gáfum árlega. Réttilega sagt aðeins til að gefa út þau fri- merki sem raunþörf er á fyrir póstflutninga um landið og stundum vantar okkur jafnvel nauðsynleg verðgildi langtim- um saman. Þvi megum við ekki binda svo fastar útgáfur á útgáfudagskrá okkar, að að- eins litill hluti hennar veröi hreyfanlegur. Við gefum enn út samstæðuna Merkir Islend- ingar og brúkunarmerkin með dýramyndunum, þá væru komnar 6 fastar útgáfur ef þetta lenti allt á sama ári. Þá fer nú að verða litið rými til að sinna ýmsum öðrum málefn- um, sem eiga rétt á að sjást á frimerkjum. Sigurður H. Þorstcinsson Sigurður H. Þorsteinsson skrifar Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.