Tíminn - 10.12.1981, Side 15

Tíminn - 10.12.1981, Side 15
15 tæplega sextugur og með dapra sjón á öðru auga með þeim aukahreyfingum á höfðinu, sem þvi fylgdi að sjá til vinstri með hægra auganu. En nú hafði hann sumsé drifið sig. Hafði beðið konuna, sem hann leigði hjá, að vökva blómin. Vökva álftalaukinn, barna- rótina steinbrjótinn og melfjöðrina og lika gúmmitréð og pálmann sem gat allteinsvel verið úr plasti. Hann var neínilega blómavinur, en hafði aðrar jurtir en annað iólk. Tindi blóm i Heiðmörk og á Þingvöllum, og ræktaði upp og sumar smágerar jurtir náðu ævintýra- legri stærð hjá honum, eftir að þær voru lausar við næturfrost, morgunkul og renn- ing, og voru komnar i réttan hita i stofunni hans á Viðimelnum. Oft sá hann sig sjálfan i svona jurtum, hvernig hann hefði orðið i réttum bónus og réttum hita alla tið. Já, og nú var hann kominn. Það hafði verið heiðskirt þegar flugvélin hélt af stað og farþegarnir höiðu spennt beitin. Við hlið hans sat vel búinn maöur, sem var við- ræðuglaður. — Hefurðu komið þangað hafði maðurinn spurt, og hann hafði svarað glaðbeittur i hálftóni ofar en á verkstæðinu. Hann hafði sagt honum, að hann væri nú ættaður þaðan, væri einskonar heimamað- ur. Ég þekki þennan stað, hafði hann sagt, hvert hús og alla menn. —Að visu hefi ég ekki komið þangað nokkuð lengi, „bætti hann við, en svona staðir breytast ekki svo glatt. Þeir eru að visu á bónus núna, hafði hann sagt, svona til að undirstrika aö allt væri með i þessari kös af úldinni þekkingu haris á æskustöðv- unum, og maðurinn hlustaöi af undarlegri ákefð. Hann var vist i pólitik. —En fólkið? —Fólkið? Hann varö að hugsa sig um. Það er vinsamlegt, sagði hann siðan. Og duglegt að vinna. Fellur aldrei verk úr hendi, bætti hann viö. Og þú muntkunna vel við það. Og hann hugsaði til æsku sinnar, um allt þetta horaöa fólk sem var eins og nýþvegið, óstraujað léreft i framan. Hver angist hafði sett sina hrukku i þessi andlit, hvert reiðarslag kreppunnar hafði sett sinn skugga i augun og langvarandi móskortur og kólaleýsi hafði kælt i þvi beinin svo þvi varð ekki lengur heitt. Ekki einu sinni á sumrin. En hann þagöi um það. Þetta var hans fólk, og það hafði reynst honum vel. Hafði dafnað i draumi hans, likt og viða- vangsjurtirnar i pottunum. —Já.þér mun liða vel, haföi hann sagt, en hann hafði hinsvegar gleymt að spyrja manninn erinda. Að hann hefði gleymt þvi, var kannski of mikið sagt. Hann haföi i rauninni aldrei spurt neinn mann neins, og þá allra sist ókunnuga. Greinilegt var þó, að maðurinn hlakkaði nú til að koma á þennan stað, í þorpið undir fjöllunum þungu. Og brátt kom fjörðurinn i ljós i sólinni og hann fann til þeirrar eftirvæntingar er finnst meira i kviðnum en i hjartanu. Hann leit á manninn, sem sat viö hlið hans. Von- andi tækju þeir honum lika vel, ókunnugum manninum. Honum sjálfum væri borgið. Hann var heimamaöur. Það gerði mikinn mun. Eða hvað, og út frá þessum hugrenn- ingum sofnaði hann i hinu bláhvita hreiðri hótelsins i fölu skini þokuljosanna. III. Hann sat næsta dag i flugvélinni og sá sársauki sem annars oftast sest að i hjart- anu, hafði búið um sig i kviðnum. Meðan hann beið á flugvellinum virti hann fyrir sér bæinn. Bónusinn blasti allsstaðar við. Ný hús, nýjar starfsstöðvar, togari og mótorbátar, og nokkur hundruð manneskjur með bónus i augunum og tvö- falt gler. Hann rifjaði upp, þegar hann kom fyrir tveim dögum og gekk meö töskuna sina i hendinni og bros á vör inn i þennan nýja draum, til að hitta vini sina. 1 fyrstu, áður en hann lagöi af stað, hafði hann hugleitt hvar hann ætti að gista, en svo kom hann sér ekki til að bera einhvers staðar niður. Hann átti enga nákomna ætt- ingja eða vini lengur. Hann ætlaöi þó að borða hjá Sigrúnu. Stór fiskstykki, steikt i feiti, fljótandi i brúnni, dökkri sósu og borða rauðan eyvind meö og sætt skyr á eft- ir. En hún var þá löngu hætt matsölu og komin á hjúkrunarheimili sem starfrækt var i samvinnu við kirkjugarðinn og kven- félagið. Hann gekk um i sólinni og brosti, en brátt breyttist bros hans i einskonar þjáningu. Bros hans breyttist i rauninni i grimu. Hon- um fannst annað óviðeigandi, en að brosa, og hann reyndi að halda upp um sig brosi sinu, eins og maður i viðum buxum, sem .hefur týnt axlaböndunum sinum. í rauninni þekkti hann engan mann hér, nema þá helst i kirkjugarðinum, og þótt þeir hlustuðu á hann þar af ögn meiri þolin- mæði en þetta háfætta, unga fólk i bónusn- um, náði hann i raun og veru engu sam- bandi þar heldur. Það virtist ekki skipta öllu máli lengur hvort maður sat á gröf eða lá i henni. Hann fékk sér að borða á hótel- inu, og hótelmaðurinn varð forviða, þegar hann spurði um fisk. —Neiþvimiður.Fiskurvaraðeins i hraö- frystihúsinu á þessum stað og svo auðvitað i sjónum, sagði hótelmaðurinn og hann fékk hamborgara og franskar. Rauðan eyvind, sem nú var orðinn franskur, og sósan var Slott tómatsósa og Slott sinnep. Náðargáfa þessa bæjar i sósum, var sumsé komin á hjúkrunarheimili, eða jafnvel enn lengra ofan i kalda, svarta jörðina. Hægt og hægt sótti angistin að honum, eins og haustkvöld að löngum degi, og hon- umvar þaö ljóst, að hann var ekki lengur til. Hann gekk aðeins um, eins og gegnsær glermaður. Hann talaði eða reyndi að tala við fólk, sem hann bar kennsl á, en það var þá annaðhvort i bónus, eða kom honum ekki fyrir sig, og hafði ekki tima til að hörfa svo langt aftur i timann, að frekari umræða kæmi að haldi. Og að þvi dró, að hann komst að þvi, að annaðhvort var hann ekki lengur til, eða þessi undarlegi bær, sem lif- aö hafði i huga hans i þrjá áratugi, eða lið- lega það var horfinn. Meira að segja kirkj- an var læst þegar hann kom og búið var að rifa Nýlendu. Hann hitti að visu nokkra gamla kun- ingja, sem töluðu við hann fáein orð , hvað það væri nú gaman að sjá hann, og svo hurfu þeir i bónusinn og hann stóð einn á götunni, eins og legsteinn, sem biður flutn- ings á sinn stað. Og svo byrjaði að rigna, Qg honum fór að liða betur. Volgt haustregnið var einhvern veginn i meira samræmi við hugarástand hans en geislandi sólskin, og hann grét með þessum himni með sér sjálf- um. Hann sagði hótelmanninum, að hann yrði að flýta för sinni af sérstökum ástæð- um, og gekk frá farinu með flugvélinni sið- degis næsta dag. Fólkið streymdi inn i flugvélina, og áður en hann vissi af, hlammaði fyrrverandi sessunautur hans sér niður við hlið hans, og virtist i besta skapi. Þeir spenntu beltin og mótorarnir bónusuðu suðandi á vængjunum og von bráðar lyfti vélin sér þunglega af votri flugbrautinni eins og sjófugl, sem komist hefur i of mikið æti. Þeir flugu yfir bæinn, yfir tangann, sjúkrahúsið og kirkju- garðinn. Yfir hjartað, yfir hótelið, yfir hann eyvind rauða, sem nú var orðinn franskur, yfir hamborgarana og bónusinn og yfir svipmikilfjöllin, sem voru milljón tonn, og svo var stefnan sett suður. Ferðafélagi hans ók sér i sætinu og brosti. —Þúhafðir rétt fyrir þér, vinur. Þetta er indælisfólk. Það er nú meira, sagði hann og gleði hans leyndi sér ekki. Bara stöðug boð frá morgni til kvölds. Hingað þarf ég að koma oftar, sagði ferðafélaginn.en hann setti upp grimuna og stirðnaða brosið. —Já ég þekki mitt fólk, það er gott. Þetta hafa verið merkilegir dagar. —Hittirðu marga, spurði ferðafélaginn? —Já alltof marga, sagði hann, og leit aft- ur og barði þennan bæ augum i siðasta sinn, þangað kæmi hann aldrei framar. Jónas Guðmundsson FLOAMANNA óskar starfsfólki o»j \ióski|>la\iniiiu. svo ofj Ic111 <Is■ 11«>111111111 (illiiin gleðilegra jóla farsœls nýárs Þakkar jjott samstarf oh viðskinti á liónum árum á bókamarkadi Stefán Aðalsteinsson Sauðkindin landið og þjóðin Sauðkindin, landið og þjóðin ■ Bjallan hefur gefið út bókina Sauðkindin, landið og þjóðin eftir dr. Stefán Aðalsteinsson búfjár- fræðing. í bókinni er fjallað á forvitni- legan hátt um hinar fjölbreyttu nytjar af fénu, mjólk og ost, skyr og smjör, kjöt og mör, ull og skinn. Þjóðin hefur búiö við sauð- fé i 1100 ár. Þekking manna á sauðkindinni var svo náin löngu fyrir daga nútimavisinda og tækni, að menn kunnu furöu glögg skil á þvi, hvernig átti að nýta og varðveita hverja afurð og hvert liffæri. Viða hefur verið leitað fanga um efni i bókina og er meðal annars ýmislegt dregið fram, sem varpa kann nýju ljósi á þaö hverjar séu frumorsakir land- gæðarýrnunar á Islandi frá land- námsöld og fram á þennan dag. Húsið við ána ■ Setberg hefur gefið út þriðju bókina i bókaflokknum „Láru-bækurnar” eftir Lauru Ingalls Wilder, en þessi bók heitir „Húsið við ána”, en áður hafa komið út bækurnar „Húsið i Stóru-Skógum” og „Húsið á slétt- unni”. Þessi bókaflokkur er saga Láru Ingalls Wilder, en hún fæddist i litlum bjálkakofa i Stóru-Skóg- um, Wisconsin og flutti með fjöl- skyldu sinni i tjaldvagni til Kans- as, þá til Minnisota og siöan til Dakota. Teiknarinn Garth Willi- ams hefur myndskreytt allar bækurnar af miklu listfengi. „Húsiö við ána” er 250 blað- siður, prentuð i Prisma, en bund- in i Félagsbókbandinu. Þvðandi er Herborg Friðjónsdóttir, en ljóðin i bókinni þýddi BÖðvar Guðmundsson skáld. LAURA INGALLS WILDER við öll tœkifœri SIGMAR 6. MARÍUSSON Hvarflsgtttu 16A - Sfmi 213S6.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.