Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 9
„Haldið verði áfram þeirri aðlöaun land- búnaðarins sem hófst 1979. Nýjar búgreinar verði ef Idar skipulega og stutt að því að nýj- ar atvinnugreinar þróist í dreifbýli og þannig komið í veg fyrir byggðaröskun og tekjuskerðingu bænda. Fylgt verði þeirri fiskveiðistefnu sem mörkuð nefur verið. Þar er lögð áhersla á gæði, samræmingu sóknar- innar og dreifingu aflans". lendinga og undir styrku forræði þeirra. Þingið telur ekki æskilega Þ’óun að Norðurland vestra verði orkuöflunarnýlenda fyrir fyrir- tæki í öðrum kjördæmum og leggur þunga áhersluá að tryggja strax uppbyggingu atvinnulifs, sem geti tekið við lausu vinnuafli er virkjunarframkvæmdum lýk- ur. Samþykkt samhljóða. Um stjórnarskrármálið Þingið ályktar að forysta Framsóknarflokksins beri að halda sig viö fyrri stefnu og hug- sjónir i kjördæmamálinu og hlut- ur dreifbýlisins veröi ekki fyrir borðborinn. Þingið mótmælir þvi harðlega að áhrif hinna dreifðu byggða verði rýrð frá þvi sem nií er. Ekki komi til greina að fækka frá þvi sem nú er kjördæma- kjörnum þingmönnum miöað við núverandi kjördæmaskipan. Þingið telur ekki réttlætanlegt að auka verulega tölu alþingis- manna á Stór-Reykjavikur- svæðinu, þar sem aðstaða til áhrifa á gang þjóðmála er marg- falt auðveldari i námunda við Al- þingi, rikisstjórn og ráðuneyti, en úti á landsbyggðinni. Auk þess sem lifskjör almennings, aðstaða til menntunar og atvinnuúrvals er stórum betri. Verðmætasköpun almennings Uti á landi er undir- staða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Þvi er þjóðhagslega óhagkvæmt að minnka áhrif ibúa dreifbýlisins og þrengja kjör þeirra. Kosningaaldur verði lækkaður i 18 ár. Um aukin þjóðmála- áhrif kvenna Þingið ályktar að unnið skuli að aukinni þátttöku kvenna i þjóð- málum á allan hátt. T.d. með stofnun sérstakra félaga þeirra þar sem það á við eða meö auk- inni þátttöku þeirra i fram- sóknarfélögum. Leggja ber ríka áherslu á að þátttaka þeirra i sveitarstjómum verði sem allra mest. Þingið fagnar frumkvæði flokksins i málefnum fjölskyld- unnar og hvetur eindregið til að flokksfélög taki málið upp á fund- um sinum með tilliti til þeirra gagna sem flokkurinn er að vinna að. Verkalýðsmál Þingið fagnar aukinni þátttöku framsóknarfólks i verkalýös- hreyfingunni, sem hefur eflt allt starf flokksins á þeim vettvangi. Hvatt er tii þess að þessu starfi verði haldiö áfram með auknum þunga. Þingið ályktar að stofnun verkalýðsráðs i kjördæminu gæti orðið flokknum tilframdráttar og verkalýðshreyfingunni til góðs. Sveitarstjórnarkosning- ar Þátttaka Framsóknarflokksins i sveitarstjórnarkosningum á næsta ári er eitt af stærstu verk- efnum flokksins i náinni framtið. Höfuðnauðsyn er að allur undir- búningur og framkvæmd kosninganna á vegum flokksins hefjist hið fyrsta og vandað til verka. Samþykkt samhljóða. Málefni fatlaðra Þingið minnir á málefni þeirra sem eiga undir högg að sækja i þjóðlifinu. A alþjóðaári fatlaðra beinist at- hyglin sérstaklega að þeirra mál- efnum. Vandamál fatlaðra eru mörg og brýn nauðsyn ber til aö þau verði leyst á farsælan hátt með sameiginlegu átaki allrar þjöðarinnar og i fullu samræmi við samtök þeirra. 1 þvi sambandi treystir þingið á öflugan stuðning þingmanna flokksins og væntir forystu þeirra i umfjöllun um þau mál. Dagblaðið Timinn Kjördæmisþingið fagnar þeim breytingum sem orðiö hafa á Timanum á þessu ári. Þær hafa orðið Framsóknarflokknum og stefnumiöum hans til framdrátt- ar. smiöaverkstæði og vörubilstjóri viö virkjunarframkvæmdir. Börnunum fjölgaði og þau elstu juku frændgarðinn og blessun fjölskyldunnar. Súðbyrtur knörr Grims Vikings og meðeiganda hans, Gautur AR 19, sigldi fánum skrýddur inn i Þorlákshöfn á ungu sumri 1972, ellefu smálesta fleyta, sem næstu þrjú árin færði drjúga björg I bú. Draumur kotbóndans hafði ræst. Ekki var mikið úr þvi gert þótt Grimur kenndi sér á stundum innvortis óþæginda og væri stöku sinnum fluttur á sjúkrahús til „athugunar”. Arið 1975 var litli Gautur seldur og stærra skip keypt, sem fék hið sama nafn, bátur nær 40 smálestum að stærð. Nú haföi Grlmur fengið sin skipstjórnarréttindi, en af hyggni og forsjálni haföi hann notiö að- stoðar reynds skipstjóra við út- geröina og stjórn bátanna. Þessi bátur var þó ekki gerður út nema i eitt ár. „Innanmein” Grims geröu æ oftar vart við sig. Sjúkrahúsferðir hans voru orönar of tiðar til þess að hann gæti stundað reglulega róöra. Gautur var seldur. Hann haföi þjónað sinu hlutveri. Um „Sjávarbóndann” kvað Matthias: — -----„En æðru hefir hann aldrei lært, þótt ævin sé þrautir og vandi, hann lætur út, þegar þykir fært, og þakkar ef aftur nær landi Þvi margur kvaddi sitt fé og far og fjörið með, sá er treystir mar.’*------- Mér er til efs að nokkur maöur hafi nokkru sinni heyrt Grim Þórarinsson æðrast eða vorkenna sjálfum sér. Um veikindi sin talaði hann aldrei. Hins vegar hitti maður hann aldrei, hvort heldur var á spitalasloppnum eða I sjógallanum, án þess að hann ætti einhverja grinagtuga sögu eöa spaugsyröi að segja manni. Hann var heldur ekkert að velta lausnum dægurmálanna of lengi fyrir sér. Hann myndaði sér skoð- un á grundvelli hugsjóna sinna og lifsreynslu og stóð á henni. Grimur hélt áfram „að láta út, þegar honum þótti fært”. 1 landi var hann eirðarlaus og bjó sér til nýtt fyrirtæki, gerðist vöruflutningabilstjóri og flutti vörur milli Reykjavikur, Hvera- gerðis og Þorlákshafnar viö frumstæðar fermingar- og af- fermingaraðstæður. Siðasta vöruflutningaferðin var frá Þor- lákshöfn til Reykjavikur, —- meö eigin búslóð, vorið 1979. Hringnum var lokaö. Frá Gnoöarvogi 78 var styttra á sjúkrahúsið. Með fbúðakaupun- um fylgdu afnot af tvöföldum bil- skúr. Þar gat hagleiksmaður gert eitt og annaö milli hriða. Nú eignaðist Grimur i fyrsta sinn fullkomin trésmiðaverkfæri, rennibekk, sambyggöa sög og öll þau smáverkfæri sem hann hafði dreymt um að handleika að eigin vild frá æskuárum. Margir lista- gripir voru þarna gerðir, allt frá renndum listmunum til rekkju- stoöa, sem nú veita m.a. börnum hans fró frá dagsins önn, allt listasmið. Sennilega hefur Grimur Vikingur Þórarinsson aldrei verið sælli i hjarta sinu en I bflskúrnum þeim arna, þar sem dulinn enn einn draumur rættist um siðir I návigi við kjörviði og vélar til að búa til úr þessum efni- viði minnisvarða um gleymdan draum. „Og þakkar ef aftur nær landi.” Grimur Þórarinsson lætur eftir sig átta börn og sextán barna- börn. Undir þvi sama tungli og hann flutti frá Þorlákshöfn og lokaði hringnum til Reykjavikur á ný gerðist næst-elsti sonur hans bóndi austan fjalls, dyggur sonur jarðarinnar sem faðir hans hafði gefið honum tækifæri til að ilma af. Yngsti sonurinn fann sjálf- stæöi sitt og fjölskyldu á litilli eyju á Eyjafirði og elsti sonurinn heldur tryggð við drauminn og bætir hag bilandi manna i Þor- lákshöfn. Dæturnar bregðast ekki frjósemi móðurinnar og elskuleg- heitum, enda eru þær vart fyrir gafl gengnar en fyrir þeim vakir haukur fnár og býður grænni lendur. En það er af Hriseyjar- bændum að segja að þar kom Grimur Vlkingur á liðnu sumri og festi sér eign, gamalt hús i góöu standi, sem hann lét sig dreyma um að gista með hækkandi sól, dorga fyrir fisk og njóta ilms úr fjöru, öldunnar sem brotnar við strönd, yndis barna og barna- barna sem kæmu og nytu sumars og sólar viö ysta haf. Þetta var siöasti draumurinn. Grimur Vikingur sat á hleinun- um fyrir framan sumarbústaöinn I Hrisey siöastliöiö sumar og dró fisk á stöng. Mér er til efs að hann hafi veriö að vola yfir hlutskipti sinu. Ég býst heldur ekki við þvi að hann hafi haft i huga ljóð Matthiasar frænda sins „Viö sæ- inn”, þar sem hann segir m.a.: Nú sit ég við sæinn og syrgi ei grand, húmið þó hylji mér himin og land. Min lifssorg er iiðin, nú lit ég með ró fleyið, sem mig flytur um foriaga sjó. Og ég er aftur ungur með ódauðlegt þor, i eöli mins anda býr eilifðar vor. Grimur Vikingur Þórarinsson hefir nú ýtt úr vör i hinsta sinn. Megi sigling hans um sjó forlag- anna inn i eilifðarvorið lýsa af tign og glæsileik. Guðbjartur Gunnarsson. 9 í önn dagsins Ert þú í satt við sjálfan þig? , Nú er að ganga I garð sú arstiö er tengir menn meir saman en nokkur önnur, það er leitt til þess að vita aö það skuli ekki vera fleiri stundir i árinu sem leiða allt mannkyn saman i von og gleöi. Jólin er sú stund er ástvinirleggja land undir fót til að sameinast i faðmi fjölskyldunnar, og þeir sem ekki fá þeirrar gleði not- iö, leiöa hugann frekar að fjöl- skyldufaðminum en einhverju öðru þessa hátiöisdaga. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér hvað það er i raun sem þessu veldur. Ég verð að játa aö margar sennilegar skýringar koma upp I hugann, kannski eru sumar réttar aðrar rang- ar, eða þá allar réttar, eöa rangar. Ég minnist þess þegar ég ungur drengur innan við og um tvitugt stundaöi sjó og var þá nokkur jól að heiman, hverjar þær tilfinngar voru er bærðust i brjósti minu þá, til þeirra er næst mér stóðu. Mér fannst allt fallegt og kærleiks- tilfinningin til félaga og ætt- ingja var kannski sterkari þá stundina en oft áður. En af hverju var þessu þannig varið? spyr kannski einhver. Ég held aö þær endurminning- ar sem ég bar, og ber I brjósti frá barnæskunni og hafa verið. mér vegarnesti út I lifiö frá dyrum fjölskyldunnar,verði hvað skýrastar á kærleiks- stund jólanna, þá stund sem allir voru saman og kertin log- uðu sem tákn frelsisins og kærleikans. Þetta ljós sem allir sjá en allt of fáir skynja innra með sjálfum sér, en vildu svo gjarnan eiga, ljósiö sem boðar frið, kærleika, bræðralag og umfram allt ást til meðbræðranna, logar í hjörtum flestra á jólunum, menn eru þá frekar en áður reiðubúnir til að sliöra sverðin og semja frið. En oftast nær þessi kærleiksviðleitni mann- anna bara yfir þessa hátiö og fljótt eftir nýár byrjar allt aftur eins og menn skildu við þaö fyrir jólin. Þess vegna er ekki út I blá- inn að lita svo á að mest allt striö okkar mannanna sé við okkar eigin heimsku, sem leiöir af sér sorg sem ekkert fær hrundið nema lftill geisli frá kerti sem fær aö loga I hjörtum okkar i nokkra daga i lok hvers ár. En i djúpi sorg- arinnar leynist stundum neisti gleðinnar, og hann fylgir okkur hvert sem við förum allt árið á enda,en hann nær ekki ab tendra nógu stórt ljós á kertinu okkar til þess að það lifi lengur en yfir þessa hátið frelsarans. En „neistinn” lifir og á meöan svo er, er alltaf „von” á að yfir birti. Barnið i okkur sem skynjar og skilur þá djúpu gleöi sem bærist með okkur i gegnum allt lifið mætti gjarnan hafa meira og stærra rúm I hjört- um okkar og samlagast, full- orbna og þroskaöa irjanninum i okkur á annan hátt en við leyfum því að gera, ef svo væri, væri margt ööruvisi en þaö er. Stærsta stund sérhvers manmer þegar hann er glaður og nýtur lifsins á kærleiksrik- um stundum. Þessar stundir gleöinnar sem flestir þrá svo mikiö og leggja svo mikið á sig til að öölast eru sennilega allt of fáar i lifi hvers manns. Menn leita gleðinnar á hinum óliklegustu stööum og borga á stundum stórar fjárhæöir fyrir, en fá ekki notið nema um stutta stund. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki sú gleöi sem allir þrá og þarfn- ast, hennar er ekki leitað á götum úti, eða á knæpum, þar sem stundargleðin er. Ég held að hin sanna gleði sé hið innra með okkur, og lykilinn að gleöinni sé að finna i boðskap jólanna. Eftir að hafa hlaupið búð úr búð og leitað að hlut til að gleöja ástvininn og eftir að hafa setið við skrifborðið og skrifað jólakveöjur til fjar- staddra vina, eöa þá látið hug- ann reika I kærleik til ástvina sem ekki næst til, er hjartaö meðtækilegra fyrir kyrrð og friö, sem við flest fáum notiö 1 faðmi ástvina. Ég vil að lokum þessara hugleiöinga minna vona að sem flestir megi njóta friðar- ins sem þessi hátið frelsarans boöar mannkyninu og að við megum finna okkur einum og i næði með ástvinum okkar „stund” til aö hugleiöa hverju „friður, kærleikur og bræöra- lag” geti komið til leiðar i heimi hraöans og hins hverf- ula. Kristján B. Þórarinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.