Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 18
Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið * 1,5;FÖ.«j-íÖ'í1 iFaye Dunaway í hlutverki Joan Crawford IMommie Dearest Joan Crawford rökkuð niður Joan Crawford var ein af stórstjörnum Hollywood. Þeg- ar i lok þriöja áratugarins varö hún heimsfræg, og lék i hverri kvikmyndinni á fætur annarri fyrir MGM-fyrirtækiö i nær tvo áratugi. Þegar hún var látin hætta hjá MGM vegna þess, aö kvikmyndir sem hún lék aöalhlutverk i hættu aö skila hagnaöi og flestir töldu hana tir leik i kvik myndaheiminum, snéri hún séraö Warner Bros og sló þar i gegn, m.a. i „Mildred Pierce”, sem veitti henni Oscarsverðlaun. Hún hélt áfram aö leika i kvikmyndum ailt til ársins 1970, þá 64 ára aö aldri. Ferill hennar i kvikmynda- heiminum er þvi’ svo sannar- lega litrikur, en þaö er ekki sií staðreynd sem gerö er að um- talsefni i nýrri kvikmynd um þessa merku leikkonu sem frumsýnd var fyrir nokkrum dögum i London. Sú mynd heitir „Mommie Dearest” og fjallar um vissa þætti i einka- lifi Joan Crawford. Myndin er auglýst meö slagorði, þar sem þvi er haldiö fram að drama- tiskasta hlutverkið, sem Joan hafi leikið, hafi veriö hennar eigið lif. Joan Crawford, sem lést áriö 1977, skrifaði endurminn- ingar sinar og komu þær Ut i tveimur bindum, hið fyrra árið 1962 en hið siðara árið 1971. Kvikmyndin er hins veg- ar ekki byggö á þessum endurminningum heldurá bók sem eitt af uppeldisbörnum Joan Crawford — en hún 61 upp og ættleiddi fjögur böm, Christina að nafni.skrifaði og gaf Ut ári eftir andiát fóstur- móður sinnar. Þessi bók bar nafnið „Mommie Dearest”, eöa „Elsku mamma”, en þannig kenndi Joan henni að ávarpa sig. Er skemmst frá því að segja, að þessi bók er þrungin af hatri i garð Joan Crawford sem er lýst sem ill- gjarnri fyllibyttu sem hafi farið illa með þessa dóttur sina. Framleiðandi myndarinnar er Frank Yablans, leikstjóri Frank Perry, en Paramount sér um dreifinguna. Fyrst og fremst. er þetta þó mynd bandarisku leikkonunnar Faye Dunaway, sem fer með hlutverk Joan Crawford. Þegar ég sá myndina i London á dögunum vakti tvennt einkum athygli mina. Annars vegarhversu vel hefur tekist að farða Dunaway, sem likist Joan Crawford ótrúlega mikið. Hins vegar hversu fjandsamleg myndin er i garð þessarar miklu leikkonu, þótt það þyrfti ef til vill ekki að koma svo mjög á óvart, þegar þess er gætt á hvaða bók myndin er byggð. Kvikmyndin hefst þegar Joan Crawford er á hátindi frægðar sinnar hjá MGM kvi kmyndafy rirtækinu á fjórða áratugnum. Hún hafði þá þegar margreynt að eign- ast barn en alltaf misst fóstur. Þvi fór svo að hún ákvað að taka fósturbarn, og var Christina sú fyrsta. Siðar bætti hún þremur börnum við og er eitt þeirra sýnt i mynd- inni en ekkert minnst á hin tvö — þótt myndin endi eftir and- lát Joan Crawford árið 1977. Valin eru úr æfi Joan ýmis atvik sem sýna hana i sem verstu ljósi og þeir oft tengdir atburðum á kvikmyndaferli hennar, þegar hún varð fyrir áföllum — svo sem eins og þegar hún var nánast rekin Ur MGM. Mun hér oft farið ansi frjálslega með staðreyndir. Mikið er gert úr ofsafengnum reiðiköstum Joan Crawford: eftirbrottreksturinn frá MGM er hún t.d. látin klippa öll blómin i garði sinum og höggva þar niður tré i’ æðis- kasti um miðja nótt. A öðrum stað kemst hún aö þvi um miðja nótt (drukkin), að dóttir hennarhefur hengt eitthvað af fötum sinum á herðatré úrvir og tekur þá annað æðiskast og lemur dóttur sina ótæpilega. Mikið er gert úr hreinlætisæði Joan Crawford og áhersla lögð á harkalegar tilraunir hennar til að fá Christinu til að láta að vilja sinum. Eitt langdregið atriöi af þvitagi er, þegar hUn reynir að fá dótturina til að borða léttsteikt kjöt sem henni býður við. 1 þessari mynd er Joan Crawford lýst meö mjög öfga- kenndum hætti og nánast hvergi litið á jákvæðar hliðar hennar: hún er sjálfselsk, eitilhörð, drottnunarsjúk, drykkfeld og stundum illgjörn skapofsamanneskja. Minn- ingu hennar er þvi litill sómi sýndur meö „Mommie Dearest”, og vandséð hvaða tilgangi myndin þjónar öðrum en að græða peninga á þvi að ófrægja látna kvikmynda- stjörnu. 1 hugum ýmissa er það vafalaust nægilegt mark- mið kvikmyndageröar. Ellas Snæland Jónsson skrifar Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær ■ * * * mjög göð ■ * * góð ■ * sæmileg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.