Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. desember 1981 Framkvæmdir og rekstur Borgarspítalans: RÍKIÐ f STÓR- VANSKILUM VIÐ REYKJAVÍKURBORG ■ Rikið skuldar Reykjavikurborg verulegar upphæðir vegna reksturs og framkvæmda við Borgarspitalann á yfirstandandi ári. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu Egils Skúla Ingi- bergssonar, borgarstjóra, á fundi borgarstjórnar i gærkveldi, þar sem hann flutti framsögu fyrir frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavikurborg árið 1982. Nefndi Egill að borgarsjóður þyrfti stöðugt að leggja út mikið fé til reksturs hinn ýmsu sjúkrastofnana, ,,og má t.d. nefna, að áætlað er að halli Borgarspitalans verði um 14 milljónir króna á þessu ári, sem greiðist með halladaggjöldum á næsta ári.” Einnig sagði Egill: „Saga fjár- mögnunar svonefndrar G-álmu eða þjónustuálmu Borgarspital- ans lýsir þvi vel, hvað borgarsjóði reynist erfitt að ná viðunandi samningum við rikið um fram- kvæmdir i heiibrigðismálum. Álman hefur að mestu verið tekin i notkun, en ýmsum frágangi er ólokið og enn vantar margvisleg- an búnað. Bókfærður kostnaður án verð- bóta verður i lok þessa árs nálægt 18 milljónum kr. Þar ætti hlutur rikissjóðs að vera ríflega 15 milljónir kr., ef hann hefði verið greiddur á réttum tima, skv. gildandi lagaákvæðum. I lok þessa árs hefur rikissjóður hins vegar einungis greitt 4.7 milljónir kr. til framkvæmdanna. Skuld rikissjóðs verður þvi um 10.5 millj. kr. vegna þessarar fram- kvæmdar án verðbóta og vaxta á byggingartima”, sagði Egill Skúli. —Kás Samið við Sovétmenn um kaup á freðfiski Stærri samningur ekki gerð- ur við þá á annan tug ára ■ Samið hefur verið við Sovét- menn lun kaup á 21 þúsund tonn- um af freðfiski á næsta ári.Er nú liðið á annan tug ára siðan svo stór samningur hefur verið gerð- ur við þá um freðfiskviðskipti. Einingarverð er hið sama og samið var um fyrir þetta ár, en hins vegar er heildarmagn 13,5% meira. Samningurinn er gerður i Bandarikjadollurum og er heildarverðmæti hans jafnvirði 32,5milljóna Bandarikjadala, eða 15,5% meira en samið var um i fyrra, enda magnaukningin nær eingöngu i frystum flökum sem seljast á hærra verði. Samkvæmt þeim rammasamn- ingi sem nú er i gildi á milli íslands og Sovétrikjanna um freðfiskviðskipti er gert ráð fyrir að flakamagnið geti árlega verið á bilinu 12-17 þús. tonn, en magn af heilfrystum fiski á bilinu 4-7 þús.tonn. Nú varsamið um sölu á 17 þús. tonnum af freðfiskflökum en 4 bús. tonnum heilfrysts fisks. Eins og sjá má af þessu er flaka- magnið i hámarki samkvæmt rammasamningnum, en magnið af heilfrystum fiski að sama skapii lágmarki. Munu framleið- endur ekki hafa talið sig geta af- greitt meira en þessi 4 þús. tonn af heilfrystum fiski. Hins vegar varáhugihjá Sovétmönnum á þvi að kaupa meira af heilfrystum fiski. Aðallega er fyrirhugað að af- greiða karfa.ufsaog grálúðuflök upp i flakakvóta samningsins, en einnig ýmis önnur fiskflök. Er seljanda i sjálfsvald sett hversu mikið hann afgreiðir af hverri fisktegund upp I flakasamninginn og gildir hið sama um heilfrysta fiskinn. Gert er ráð fyrir að afskipanir hefjist upp i þennan nýja samning strax um næstu áramót, og er gert ráð fyrir að u.þ.b. 9 þús. tonnum verði þegar afskipað á fyrsta ársfjóðungi ársins 1982. Það eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deild SIS sem selja fiskinn, en samningsgerðina fyrir seljendur önnuðust framkvæmdastjórarnir Arni Finnbjörnsson og Sigurður Markússon. —Kás ■ Nú fer hver að verða sfðastur að fara með sparifötin i hreinsun fyrir hátiöarnar. Timamynd: Róbert. Þessar bækur vilja sjómenn fá í jólagjöf Togarasaga með tilbrigðum eftir Hafliða Magnússon Kaflafyrirsagnir sem gefa nokkra hugmynd um efni þessarar sérstæðu bókar: Sj ófer ðaminningar Sigurpáls Steinþórssonar Sij’iirjön SigcrvggsMMi lojtrdiiinmingw Nú skal vera menningarleg innivera. „Er þetta helvíti þá ekki lifandi” — Nassti voru Pólarnir — Valkyrjan birtíst — Nú var reynt að fylla töluna — Við slumpum á þig fertugan. — Níu barna móðir. HALDIÐ Á GRÆNLANDS- MIÐ. ÞAR FÓRU TVEIR 1 SJÓINN. — HVER DJÖFULLiNN ER NU ÞAÐ? - HVAR 1 ÓSKÖPUNUM ER ÉG? - ANDRÉSARÞÁTTUR. VEIÐARNAR HEFJAST MEÐ TIL- BRIGÐUM. Hifop — Kúnstin að bæta troll — Gúmmí Tarsan hlýtur að slasa sig, GRÆNLANDSÆVINTÝRIÐ. Nú var öllu stampað. — GAMANIÐ FÓR AÐ KÁRNA. — Þið megið brjóta niður allt Grænland — „Jeg bara kvittar svo er jeg vekk” — Portúgalar, mokkasiur og grænlenzkar meyjar — Aftakaveður við Hvarf. Þetta er ekki skáldsaga. Ýmsum kann að finnast hún ótrúleg en hún er sönn, sögð af manni sem sjálfur kynntist þessu. Svona var stundum togaralífið og kannski finnast þess enn dæmi. Skopið virðist höfuðeinkenni bókarinnar, en að baki er djúp alvara. Þessa bók getur enginn sjómaður látið ólesna. Ævisagan hans Sigurpáls er saga alþýðumanns, sem alinn var upp við kröpp kjör. Hefur marga hildi háð £,. „ . og margt reynt á langri ævi. Þar eru Ijós og skugg- Slgurpáls Steinþorssonar ar. Oft var baráttan hörð en Sigurpáll var ekki þeirrar gerðar að gefast upp þótt móti blési. Höfuðeinkenni þessarar bókar er samt frábær lýsing á atvinnuháttum og aðstöðu allri til sjósóknar og vinnubragða í Ólafsfirði á fyrstu áratugum þessarar aldar. Margt var þar með svo sérstæðum hætti að dæmalaust má teljast og að þessu leyti er þessi bók sjór af fróðleik sem ekki hefur áður verið á bækur skráður. Fjölmargar myndir er hér að sjá af fólki, bátum og mannvirkjum. Vonandi verða þeir ekki fyrir von- brigðum sem þjóðlegum fróðleik unna, því margt er forvitnilegt að finna í bókinni hans Palla. UM ÆGISÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.