Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 18. desember 1981 Engin miskunn eftir Dick Francis er fyrsta skáldsag- an sem kemur út eftir þennan kunna höfund á ís- lensku. Hann er þekktur breskur rithöfundur, sem hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, er hlotið hafa lof lesenda og gagnrýnenda. Með atburðaríkum, en trú- verðugum söguþræði, tekst höfundi að vekja eftir- væntingarfulla forvitni lesenda þegar á fyrstu blað- síðunum. Bækur hans seljast í stórum upplögum og eftir hverri nýrri bók frá hans hendi er beðið með óþreyju af stórum hópi aðdáenda. Lesið „Engin miskunn" og kynnistfrábærum höfundi. Víveró-bréfið eftir Desmond Bagley, ein af vinsæl- ustu skáldsögum þessa dáða rithöfundar er komin út í nýrri útgáfu. SUÐRI Rsher'Price LEIKFÖNG í MIKLU ÚRVALI 10 mismunandi gerðir af barna-fararskjótum. Nýtt leikfang Playmobil á hverjum degi. * miklu úrvali. Póstsendum. w w LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Gangbrautarvörður Hálft starf gangbrautarvarðar við Digra- nesskóla (Nýbýlavegur — Skemmuvegur) er laust til umsóknar frá næstu áramót- um. Upplýsingar i sima 41863 milli kl. 10 og 12. Skólafulltrúi bingfréttir Iþróttakennaraskólinn á Laugarvatni Fe veitt til ad hefja framkvæmdir ■ Talsverðar breytingar urðu á fjárlagafrumvarpinu frá því það var lagt fram í þingbyrjun og þar til fjárveitinganefnd skilaði þvi til annarrar umræðu. Einn er sá liðurerhvað mestum breytingum tók, en þaö er fjárveiting til íþróttakennaraskóla Islands á Laugarvatni. Þar hafði upphaf- lega verið ætlað 250 þús. kr. til bygginga nýrra iþróttamann- virkja en sá liður var hækkaöur um 4 milljónir króna og er þvi kominn upp i 4.250 þús. kr. Auk þess eru ætlaðar 150 þús. kr. til kviðhalds. Þórarinn Sigurjónsson al- þingismaður hefursýnt skólunum á Laugarvatni mikinn áhuga og skólamálum á Suðurlandi yfir- leitt, en hann á sætii f járveitinga- nefnd. Aðspurður um þessa m iklu hækkun á fjárveitingu til bygg- íngar tþróttakennaraskólans sagði Þórarinn að það hafi verið sýnt þegar er fjárlagafrumvarpiö var lagt fram, fjárveitingin til mannvirkjagerðar við Iþrótta- kennaraskólann hafi ekki náö neinni átt. Langt væri siöan farið var að undirbúa byggingafram- kvæmdir en mörg ljón hafi staöið i veginum svo sem aö fá sam- þykktar teikningar. „Fyrr á þessu ári var endan- lega ákveðið að hefja byggingu iþróttahúss ásamt tilheyrandi mannvirkjum. 1 þeirri áætlun sem fyrir liggur er m.a. sund- laug. Þau iþróttamannvirki sem byggja þarf eru fyrir alla skólana á Laugarvatni en sérstaklega er bagalegt að ekki hefur verið hægt að fullnægja kennsluskyldu i sviði iþrótta í íþróttakennaraskólanum né í öðrum skólum á Laugarvatni. ■ Þórarinn Sigurjónsson Þegar iljós kom að fjárveiting- in til íþróttakennaraskólans var ekki nema 250 þús. kr. sem ætluð var til tækjakaupa var brugðið skjótt við og knúiö á um fjárveit- ingu til að hægt væri að hefja byggingu á nauðsynlegum mann- virkjum, eins og ákveðið hafði verið. Var það mál komið á góðan rekspöl þegar fram kom þings- ályktunartillaga um að flýta framkvæmdum við Iþrótta- kennaraskólann”. Það sem Þórarinn á hér við er að varaþingmaður Suðurlands- kjördæmis rauk til og lagði fram tillögu um byggingu iþróttahúss en þá þegar var búið að ákveða að hefja framkvæmdir og þeir fjár- veitinganefndarmenn sem báru málið fyrir brjósti lögðu þvi það lið er þeir gátu. Þegar málið var til umræðu á Alþingi fylltu nem- endur og kennarar frá Laugar- vatni palla og fylgdust með um- ræðum. „Mér þótti vænt um” sagði Þórarinn, „þann áhuga sem Laugvetningar sýndu þessu máli og sýnir það góðan hug þeirra tU fþróttakennaraskólans og menntastofnanna á staðnum. En þá var málið komið i þann farveg i fjárveitinganefnd að full- ur vilji var fyrir að láta fjármagn til þessara framkvæmda. Lagt var kapp á að fjárhæðin yrði sem mest til að flýta fram- kvæmdum og tókst að fá hana hækkaða um 4 millj. kr. Fyrirhugaö er að bjóða allt verkið við byggingu iþróttahúss- ins Ut i einu og gera húsið fokhelt i einum áfanga og er stefnt að þvi að koma tveim þriðju hlutum af iþróttahúsi og fyrirhugaðri að- stöðu undir þak. A næsta ári þarf síðan enn að knýja á um meiri fjárveitingu til að mögulegt verði að ljúka fram- kvæmdum sem allra fyrst”. ÓO Kronboig I BATA Blokkarstærð: A: 535x1070x100/75 B: 535x535x100/75 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafurdadeild SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.