Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7 - 75 HEDD HF. 51, (91) 7-80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi Mikið úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Qagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 Rannsókn á starfsemi Video- son í fullum gangi ,,ViB fengum erindi frá rikissaksóknara um aö rannsaka meint brot Video-son og fleiri fyrirtækja og viö erum að vinna I þvi máli”, sagði Arnar Guðmundsson, deild- arstjóri hjá rannsókn- arlögreglu rfkisins, þegar Timinn innti hann frétta af kæru Siguröar Karlssonar, leikara, á hendur Video-son og fleiri fyr- irtækjum. „Þetta mál er gifur- lega viðamikið og rannsókn þess er I fullum gangi, en þar fyrir utan er eiginlega ekkert um það að segja aö svo stöddu”, sagöi Arnar. —Sjó. Fostudagur 18. des.1981 fréttir 150 Tekinn með gr. af hassi Maöur á fertugs- aldri var tekinn með um 150 grömm af hassi við almenna toll- leit á Keflavikurflug- velli siðdegis á mið- vikudaginn. AB sögn Gisla Björnssonar, yfir- manns fikniefnalög- reglunnar i Reykja- vik, var maðurinn aö koma heim frá Kaupmannahöfn. Hann var færöur til yf- irheyrslu hjá fikni- efnalögreglunni i Reykjavik og eftir aö yfirheyrslur höfðu staðiö um stund var manninum sleppt. —Sjó. dagar til jóla u.þ.b. 20 utanlandsferðir á ári....” Skyldi Asmundui' hafa tekið sér langan umhugs- unarfrest? (Eða eins og skáldiö sagði: Fyrr má nú ferðast en flytja á brott). Krummi ... sá þessa fyrirsogn i Þjóð- viijanum i gær: „Blaða- prent i övissu — Hver verða viöbrögð Þjóðvilj- ans?” Spyr sá sem ekki veit. „AUÐVELDA FÓLKI AÐ NÝTA HEIMIUSTEKIUR” — rabbað við Bjarna Skarphédinsson í Borgarnesi um neytendanámskeið ■ „Ég vona a.m.k., að starf Neytendasamtakanna hjálpi fólki að átta sig betur á veröbreyting- um og geri þvi auðveldara að nýta heimilistekjur sinar sem best, þvi það getur ráöið úrslitum um fjárhagsafkomuna”, sagði Bjarni Skarphéðinsson, form. Borgarfjaröardeildar Neytenda- samtakanna. En Timinn spurði hann hvaba áhrif og hvaða gagn fólk hafi af starfi samtakanna. Borgarfjarðardeildin var, sem kunnugt er, sú fyrsta sem stofnuö var utan Reykjavikur og hefur vakiö athygli fyrir öflugt starf, m.a. fjölmargar verðkannanir sem hún hefur framkvæmt i Borgarnesi. Sú nýjasta var ein- mitt að lita dagsins ljós, hvar i ljós kom að um 43,7% hækkun hefur að meðaltali orðið á al- mennu vöruveröi á s.l. einu ári. „Oft er deilt um sanngjörn skipti þjóðarkökunnar, enda öll- um eflaust ljóst að ekki er hægt að skipta stærri köku en til staðar er hverju sinni. A það vib um allar kökur — bæöi jólakökuna og þjóð- arkökuna. En eins og máltækið segir, er oft ekki minni vandi aö gæta fengins fjár en afla þess. Þaö er þvi ekki allt fengiö með stórri „sneið” — ef hluti hennar molnar i höndunum á okkur og fer I ruslið. Ég held að viö Islending- ar — bæði sem þjóö og einstak- lingar — þyrftum yfirleitt að fara gætilegar með sneiöina okkar og nýta hana betur en viö gerum nú, og viö þaö geta Neytendasamtök- in veitt okkur góða leiösögn”, sagöi Bjarni. Sem þátt I þeirri leiösögn, hefur nú veriö ákveöiö að efna til nám- skeiös um neytendavernd i Borg- arnesi, i janúarmánuði n.k. En að þvi standa Borgarfjaröardeild Neytendasamtakanna, Verka- lýðsfélag Borgarness og Menn- ingar- og fræöslusamband al- þýöu. „Raunar var það hann Jón A. Eggertsson, formaður Verka- lýösfélagsins, — sem er akalega áhugasamur maður um félags- mál — sem átti hugmyndina aö þvi að fara af staö með þetta námskeið á vegum þessara að- ila”, sagði Bjarni. Námskeið þetta sagði hann helgarnámskeiö, þ.e. byrjar á föstudagskvöldi og stendur til sunnudagskvölds. Þar verða m.a. teknir fyrir þættir eins og gild- andi lög og reglur um neytenda- vernd, verölagsákvaröanir — hvernig þær eru til orönar svo og hlutur ASl I þeim málum, vöru- gæði og vörukönnun, samstarf neytenda og verkalýösfélaganna og kannski siðast en ekki sist það sem kallaö er fjárhagsáætlun heimilanna. Leiöbeinendur verö- ur fólk sem sérþekkingu hefur á þessum málum. Margir hafa sjálfsagt veitt þvi athygli hve mikiö er um ýmiss konar námskeiöahald I Borgar- nesi og kannski ekki siður hve þau eru vel sótt. Um 20 manns á nám- skeiði um verkalýðsmál — sem ekki er óalgengt þar — þætti sennilega góð aðsókn I margfalt stærri bæjum. „Þaö er hann Jón sem hefur svona góö áhrif og ,er potturinn og pannan I þessu”, sagði Bjarni. Sjálfur sagöist hann hafa farið á 2-3 námskeið — á- samt konu sinni Sigrúnu D. Elias- dóttur, formanni Alþýöusam- bands Vesturlands — en meiri- hluti þeirra er sæki þessi nám- skeiö sagöi hann vera konur. — Og ávinningurinn af þessu? „Auk þess fróðleiks sem þar si- ast inn i mann, þá er það ánægjan sem fólk hefur af þessu”, sagöi Bjarni. —HEI ■ Bjarni Skarphéöinsson, formaður Borgarfjarðardeildar Neytendasamtakanna, er að aðalstarfi raf- virki við Andakilsárvirkjun þar sem hann hefur nú búið í um 20 ár. Tlmamynd E.H.G. dropar „Gjöra svo vel að loka!” ■ Þeir hjá Strætisvögn- um Kópavogs eru nú sem óðast að afla sér reynslu af Ikarus-vögnunum, en sem kunnugt erþá er einn slikur kominn á göturnar nú þegar. Engar spurnir höfum við af þvi hvernig vagnarnir hafa staðið sig almennt, enda skammt um liðið, en hins vegar brá sumum farþegum i brún um daginn þegar vagnstjórinn kallaöi f hvertsinn sem hann hafði hleypt farþegum út: „Viljiði gjöra svo vel að loka hurðinni að aftan!” (Viö tökum skýrt fram að þetta er auðvitað eng- inn áfellisdómur yfir Ik- arus, enda geta bestu hurðir bilað) Ut vil ek! ■ t skýrslu um starfsemi Alþýðusam bandsins á þessu ári, sem Asmundur Stefánsson forseti ASÍ, lagði fram á sambands- stjórnarfundi um daginn, kemur meðal annars fram hverjir fóru i boðs- ferðirtil útlanda á vegum sambandsins. Einungis tveir fóru oft- ar en einu sinni til út- landa, en það eru þeir As- mundur Stefánsson og Snorri Jónsson, sem fóru I þrjár boðsferöir hvor um sig. Það skal tekið fram, að ekki eru taldar með ferðir á vegum „undir- stofnana” ASt, en sem dæmi um þær má nefna að Helgi Gúömundsson fór þrisvar til útlanda á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu. í skýrslunni kom einnig fram, aö fyrirspurn heföi borist um það hvort As- mundur Stefánsson væri reiðubúinn til þess að taka að sér varafor- mennsku I Sambandi nor- rænna verkalýösfélaga. Um þessa fyrirspurn seg- ir í skýrslunni: ,,Að athuguðu máli svaraöi hann (Asmund- ur) fyrirspurninni neit- andi, þar sem Ijóst var, að það myndi kalla á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.