Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 18. desember 1981 heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. Frá Ástralíu til Grundarf jardar ffFer á fætur fjórum tímum fyrir birtinguF’ ■ Nicola Newnham er ung stúlka frá Ástraliu, sem er að skoða heim- inn, og vinnur fyrir sér i leiðinni. Nú er hún komin til islands og í fiskvinnu i Grundar- firði, og segir okkur frá einum degi i sinu lifi þar. Henni segist þannig frá: ,,Hér er ég þá stödd — á íslandi, sem enn er vist land hinna lifandi, þó aö meiri hluti þeirra sem viö sjáum hér í frystihiísinu séu dauöir, þ.e.a.s. dauöir þorskar! Dagarnir renna saman og fátt er til að aögreina þá, nema þá helst hvernig sjónvarpið er þetta eða hitt kvöldið, nú og ef það er fimmtudagur, þá er ekk- ert í sjónvarpinu. Ég býst við þvi, að starfsfólk sjónvarpsins þurfi sinn fritima eins og aðrir, — en hvilik óþægindi og leiðindi fyrir landsfólkið allt! Þið munduð ekki trúa þvi hvenærég fer á fætur á hverjum morgni virka daga — fjórum klukkutímum fyrir birtingu! Þið skuluð taka eftir þvi, að ég segi: fer á fætur, en ég vakna eiginlega ekki fyrr enþó nokkru seinna. Það er stundum allt aö þvi hættulegur leiðangur að komast á vinnustaðinn. Leiðin niður að frystihúsi er meö svellbunkum og sums staðar sekk ég í snjó upp fyrir gúmmistigvél. Klæðnaður okkar við fiskf lökun- ina er ekki samkvæmt nýjustu tiskunni i Paris, en hann er i samræmi við starfið frekar en tiskuna — siðar hvitar svuntur og sætir litlir hattar við, og við litum út með þá á höfðinu eins og við séum komnar beint úr kvikmyndinni „Gauks- hreiörið”. Þið munið eftir öllu skrýtna fólkinu þar. íslenskukunnáttan min: Góðan daginn — Bless, bless Það er ös að komast inn á vinnustað fyrir kl. 8, allir eru á hlaupum. Ég reyni að komast svolitið niður i islenskunni — en enn þá kann ég litiö annað en „góðan daginn”, semég segi við samstarfsfólkið um leið og ég kem inn. Þetta tungumál er mjög erfitt, ég kann þessa morgunkveðju og svo „bless, bless”, og þar sem ég vil ekki alltaf vera að heilsa eða kveðja, þá er notkun min á islenskunni mjög takmörkuð. Frá því kl. 8 og til þess að kemur að morgunteinu, er manni tiðlitið á klukkuna, þ.e.a.s. ef ég er þá svo heppin aö snúa þannig við vinnuna að ég geti séö til klukkunnar. Vinnan er einhæf og langt frá þvi að vera nokkuð skapandi, svo þá notar maður imyndunarafliö til að gera áætlanir um sumarfri, velta fyrir sér hvað verði i mat- inn í hádeginu, eða reikna út hvað mikið hafi farið i siga- rettukaup þessa vikuna. Einhvern daginn setj- um við lím á stól verk- stjórans t morguntetimanum náum við þvíaö drekka te, boröa disk full- an af brauði og kökum og reykja eina eða tvær sigarettur, — en þá heyrum við skröltið i stól verkstjórans. Hann stendur fyrstur upp og við eigum að fara strax að vinna.Einhvern daginn setjum viö sterkt lim, svo sem „jötungrip” á stólinn hans. Jæja.afturað vinna, flakað af krafti og ekki litið upp. Þó ská- skýturmaðuraugunum til að gá hvort eftirlitsfólkið komi nokkuð með illa flakaðan fisk til baka. Það kemur fyrir að eftir- litsmaður kemur, meö illgirnis- legan glampa i' augum og færir manni á „silfurfati” fiskstykki með ormum eöa beini, sem manni hefur séstyfir iflýtinum. Nú vantar klukkuna fimm minútur i 11 og það er kominn timi til aö fá sér sigarettu, — „smókpása”. Við sem erum aö saf na fyrir sumarfrii reynum að minnka kostnaöinn við reykingarnar með þvi að rúlla sjálfar sigaretturnar, en það er ómögulegt f vinnunni, með blautar hendur og með bundiö um meidda fingur. Nú vinnum við af krafti i klukkuti'ma, og svo er ætt upp á hótel, sem viö köllum „South- fork”, eftir vel þekktum stað i sjónvarpsdagskránni. A hótel- inu fáum við einn heitan rétt og kaffi, en það virðist sem við höf- um rétt sest niður, þegar við verðum að rjúka af staö aftur. Spennandi þegar póst- urinn kemur Um eftirmiðdaginn virðist vinnutiminn milli hvildar- timanna vera miklu lengri — ætli það hafi eitthvað aö gera með hnattstöðuna á þessum stað, svo langt fra miðjarðarlin- unni. En hvað um það, flakararnir halda áfram að flaka, eftirlitsmenn halda á- fram að lita eftirog vigtarmenn að vigta og pökkunarfólk að pakka. í tetimanum biðum við að- komufólkið spennt eftir þvi að pósturinn komi, en það er vana- lega á þessum tima dags. Allir biða vongóðir eftir bréfi, og það er ekki fyrr en siðasta bréfinu hefur verið Utbýtt, að maður gerirsérgrein fyrirþvi, að ekki einu sinni mamma hefur skrifað núna. Við vonumst til að hætta um fimmleytið og um hálffimm dri'fum við okkur með nýjum krafti að reyna að ljúka þvi sem liggur fyrir, og vitneskjan um það að enn einum vinnudegi er að ljúka knýr okkur áfram. Auðvitað er gott að fá stundum aukavinnu, það munar um það i vikukaupinu, — en stundum er likaminn bara ekki of viljugur að puða áfram. íslenska brennivinið — á að drekka það, eða fægja silfrið með þvi? Vinnuljósin eru slökkt og nú hlaupum við heimað hótelinu til að reyna aðkomast i sturtu áður en heita vatnið er allt búið. Ekki veitiraf að reyna að losa sig við fisklyktina, sem loðir við allt. Þá er farið i eldamennsku á hitaplötu, en það verða aldrei nein stór tilþrif í matreiðslu, en bökuðu baunirnar hafa aldrei smakkast jafn vel og áöur hér. Þeir, sem ekki óska eftirað taka þátt i þessari matargerðarlist, fara aftur niður ífrystihús og fá þar „fasta fæðið”, ósköp bláttá- fram en saðsamt. Eftir kvöldmatinn getum við valið um margt til að skemmta okkur við, — lesa skrifa, gera ýmsa handavinnu (sem mæður ■ Það er þægilegt að vera stuttklippt, þá er maður fljótari að þvo fisklyktina úr hárinu. okkar myndu þó aldrei trúa) vinna viö módelsmiði, fara i heimsókn, drekka brennivin (eða fægja silfriðmeð þvi) eða — horfa á „Dallas”. En þrátt fyrir allar þessar skemmtanir (!) verður fiskvinnslukonan fljótt þreytt og segir „bless, bless !”og flýtir sér svo i rúmið — og dreymir um fisk... Dagur í lífi Nicola Newnham Góðar æfingar til styrktar fyrir arma og brjóstvöðva ■ Þegar konur hafa haft barn á brjósti vill það brenna við, að þær veröi áhyggjufullar yfir þvi að brjóstvöðvar hafi slappast og hiö sama verðuroftuppiá teningnum eftir strangan megrunarkúrs.Þá er nauðsynlegt að gefá sér tima til að taka smáleikfimi svona annan hvorn dag, og ef þessar æf- ingar eru gerðar samviskusam- lega lætur árangur ekki standa á sér. Æfingarnar eru númeraðar, svo sjá má á myndinni hvernig bera skal sig að við þær. Ekki er nauðsynlegt að taka allar æfingarnar i einu, heldur t.d. þrjár i einu, eftir því hvernig stendur á i það og þaö sinnið. 1) Takið gorm (eöa bolta) milli handanna, sem eru i brjósthæð. Svo á að þrýsta saman og slaka á til skiptis, alls lOsinnum. Gotter aö endurtaka æfinguna með hendur yfir höfði sér og einnig einu sinni epn með hendur fyrir aftan bak. 2) Haldið höndum beint fram af öxlum. Siðan á að gera „skæra- æfingar” upp og niður til skiptis með hendurnar. Látið armana síga niður og endurtakiö æfing- una með þvi að sveifla handleggj- um fram og aftur. 3) Nú á að leggjast á stöðugt borð, og hafa handlóð, eða eitt- hvað álíka þungt i höndunum. Handleggir eiga aö liggja fyrst máttlausir niður af borðinu. Lyftið þeim siöan hægt og kross- leggið hendur á brjósti, en látiö siðan armana siga aftur I byrjunarstellingar. Þetta er endurtekiö 10 sinnum. 4) Standa upprétt og teygja handleggi út tú hliðar, en gera siöan stórar hringhreyfingar, bæði fram og aftur, nokkrum sinnum. 5) Nú eiga armar enn að vera teygðirút frá öxlum, en svo skal beygja þá að brjósti, svo fingur- gómarnir rétt mætist i brjósthæð. Endurtekið 10 sinnum. 6) Takiö höndum utan um framhandleggi, eins og myndin sýnir. Halda skal þétt um hand- leggina og gera átak eins og til að ýta skinninu upp á við. Haldið handleggjum i brjósthæð. Gotter að horfa i spegil m eðan æfingin er gerð, en þá sést vel hvernig brjóstið lyftist. Ýtt er saman nokkrum sinnum og slakaö á á milli. 7) Liggið á hnjánum, með bil milli hnjánna — eins og myndin sýnir — Nú á aö þrýsta hökunni niður að bringu og um leið lyfta öðrum fæti fram og að höku. Siðan á að teygja fótinn aftur og lyfta höfðinu um leið upp. Þetta er endurtekið 5 sinnum með hvorn fót. 8) Standa skal og hafa bil milli fótanna og handlóð á báöum höndum. Fyrst skal standa upp- rétt, en beygja sig niður með hægrihönd en upp með þá vinstri, og sveifla þannig til skiptis nokkrum sinnum. 9) Nú á að liggja á bakinu og lyfta örmum hægt upp, sveifla þeim siðan út til hliðari gólfiö og afur til baka sömu leið. Þetta er gert rösklega 10 sinnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.