Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 2
2 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Jón, bjóðið þið upp á flugfisk? „Nei, það vantar enn loftnet.“ Jón Vilhjálmsson matreiðslumaður er nýkominn úr ferð um Afríku sem farin var á vegum bandarískrar ferðaskrifstofu. Skrifstofan stærir sig af miklum lúxusferð- um og margrétta matseðli í flugferðum þar sem allt það besta á að vera í boði. Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 DANMÖRK Hinum fimm ára gamla Oliver Chaaning, sem rænt var úr höndum móður sinnar í Virum norðan við Kaupmannahöfn í fyrradag, var í gærkvöld bjargað úr höndum ræningja sinna. Tveir menn voru handteknir en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að kúga fé út úr foreldrun- um, sem eru af kínverskum uppruna og eiga veitingahúsa- keðju í Danmörku. Talsmaður lögreglunnar á Norður-Sjálandi sagði líðan drengsins góða, miðað við aðstæður. Búast mætti við að fleiri yrðu handteknir í tengslum við rannsókn málsins. - aa Drengsrán í Danmörku: Lögregla fann drenginn í gær EFNAHAGSMÁL „Niðurstaðan er að það er búið að byggja allt of mikið,“ segir Ari Skúlason, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, sem í gær hélt fyrirlestur á ráð- stefnunni Skipulag eða stjórnleysi. Í fyrirlestri Ara kom fram að upplýsingar um áætlaðar íbúða- byggingar væru mjög óáreiðan- legar. Gagnrýndi hann skort á sam- starfi í skipulagi og áætlunum milli sveitarfélaga og að litlar upplýsing- ar væri að fá um áform einstakra sveitarfélaga. Sagði hann sveitarfé- lög keppast um að bjóða út lóðir. „En byggingaverktakar hafa enga yfirsýn og í raun ofmeta þeir eftir- spurnina og vanmeta framboðið.“ Í pallborðsumræðum var nokkuð rætt um að beðið væri viðbragða stjórnvalda við því ástandi sem væri að myndast á húsnæðismark- aðnum. Þá hefði í tengslum við gerð kjarasamninga verið rætt um afnám stimpilgjalda af fyrstu kaup- um. „Ef þú veist að verð á að lækka í næsta mánuði þá kaupir þú ekki í þessum mánuði,“ segir Ari. Þá var einnig rætt um að hugsan- lega kæmi útboðsmarkaður og opinberar framkvæmdir fram- kvæmdaaðilum til góða. „Eitt af því sem á að leysa þetta er að ríkið ætlar að fara að byggja hundruð leiguíbúða þegar mikið magn af óseldum íbúðum er til sem ríkið gæti keypt. Kannski verður það gert en að fara að byggja leigu- íbúðir núna er óskynsamlegt.“ - ovd Skortur á samstarfi sveitarfélaga sem keppast um að bjóða út lóðir: Búið að byggja allt of mikið SKIPULAG EÐA STJÓRNLEYSI Fjölmargir sóttu ráðstefnuna sem haldin var í tengslum við sýninguna Verk og vit. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIRKJANIR Fulltrúar eignarhalds- félagsins Greenstone og sveitar- félagsins Ölfuss munu í dag undir- rita viljayfirlýsingu um undirbúning að byggingu netþjónabús á fimmtíu þúsund fermetra lóð við Þorláks- höfn. Fyrirhugað er að byggja allt að fjörutíu þúsund fermetra hús- næði í tveimur áföngum. Viljayfirlýsingin felur í sér fjár- festingu Greenstone upp á um tíu milljarða en stefnt er að því að rekstur fyrsta áfanga netþjónabús- ins hefjist 2010 til 2011. Greenstone er í eigu hollenska fyrirtækisins TCN, bandaríska félagsins GEO og íslenska ráðgjafarfyrirtækisins Amicus Capital Invest. TCN og GEO reka netþjónabú víðs vegar erlendis, meðal annars í London, New York og hollensku borgunum Amsterdam, Emshaven, Rotterdam og Groningen. Í forsvari fyrir Amicus Capital eru Geir Sveinsson og Sveinn Óskar Sveinsson. Áætlað er að allt að þrjátíu starfs- menn muni vinna í netþjónabúinu í upphafi en afleidd störf verði á bil- inu 25 til þrjátíu. Ráða þarf fólk til þess að sinna hátæknistörfum, iðn- aðarvinnu, öryggisgæslu og þjón- ustu við erlenda viðskiptavini net- þjónabússins. Allt að fimmtíu megavött af raf- magni þarf fyrir starfsemina og hefur Greenstone þegar undirritað viljayfirlýsingu um raforkukaup við Landsvirkjun. Þá hefur sam- komulag verið gert við Farice um lagningu nýs sæstrengs sem tryggi skilvirka gagnaflutninga. Greenstone hefur til skoðunar að reisa tvö eða fleiri netþjónabú til viðbótar hér á landi á næstu þremur til fimm árum. Ætla má að heildar- fjárfesting vegna þeirra verkefna sé um fimmtíu milljarðar króna en þessi áform eru háð nýrri ljós- leiðara tengingu vestur um haf. Landsvirkjun hefur þegar gengið frá einum samningi vegna netþjóna- bús, við Verne Holding ehf. sem er í eigu Novator og Genarl Catalyst Partners. Stefnt er á uppbyggingu þess á Keflavíkurflugvelli en áætl- að er að það þurfi um 25 megavött af rafmagni. Gert er ráð fyrir því að virkjanir úr neðri hluta Þjórsá muni leggja báðum þessum netþjóna- búum til rafmagn. - mh Sextíu ný störf við netþjónabú í Ölfusi Stefnt er að uppbyggingu netþjónabús í Þorlákshöfn. Viljayfirlýsing milli sveitar- félagsins Ölfuss og Greenstone ehf. verður undirrituð í dag. Samkomulag milli Greenstone og Landsvirkjunar um raforkukaup liggur fyrir. VESTMANNAEYJAR „Þetta er óheppi- legt en hvorki óvænt né óviðráð- anlegt,“ segir Sigurður Áss Grét- arsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, um að lægsta tilboð í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju sé 2,2 milljörðum yfir kostnaðaráæltun. Tilboð í smíði og rekstur nýrr- ar ferju sem sigla á milli Eyja og Bakkafjöruhafnar voru opnuð í gærmorgun. Tvö tilboð bárust en annað þeirra uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna. Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin skiluðu inn einu aðaltilboði upp á 16,3 milljarða og fimm frávikstilboðum. Lægsta til- boð hljóðaði upp á 12,4 milljarða en kostnaðaráætlun var 10,2 millj- arðar. „Siglingar munu hefjast 2010 hvort sem verður samið við Vestmannaeyjabæ og Vinnslustöð- ina eða einhverja aðra.“ - ovd Tilboð opnuð í nýjan Herjólf: Tilboð milljörð- um yfir áætlun NÝR HERJÓLFUR Gert er ráð fyrir að ný Vestmannaeyjaferja hefji siglingar milli lands og Eyja haustið 2010. KJARAMÁL Samningafundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair lauk í gærkvöldi án þess að nokkur árangurs næðist annar en sá að aðilar eru sammála um að leita skamm- tímasamnings, til eins árs eða skemmri tíma. Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar atvinnuflug- manna, segir að atvinnuflug- menn hafi ákveðið að fresta verkfallsboðun í bili og sjá hvað setur. Undirbúningur að verk- fallsaðgerðum haldi hins vegar áfram. Næsti samningafundur hefur verið boðaður 5. maí. - ghs / sjá síðu 8 Atvinnuflugmenn: Leita skamm- tímasamnings SAMKEPPNISMÁL Orkuveita Reykjavíkur (OR) má ekki eiga meira en þriggja prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja samkvæmt ákvörðun sem Samkeppniseftir- litið birti í gær. Í desember ákvað bæjarráð Hafnarfjarðar að ganga að tilboði OR í nærri fimmtán prósenta hlut í hitaveitunni fyrir átta milljarða króna. Með því hefði OR eignast þriðjung í hitaveitunni. Samkeppniseftir- litið metur kaupin með sam- komulagi milli stærstu hluthafa í hitaveitunni um samstarf og segir í ákvörðun sinni að saman standist það ekki samkeppnislög. Meginforsendur eru sagðar að eignarhald OR á stórum hluti í Hitaveitunni, öflugum keppi- nauti sínum, myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Er OR gefinn frestur til að selja hlut sinn umfram þrjú prósent en frestur- inn er ekki gerður opinber. - ovd Úrskurður Samkeppniseftirlits: OR má aðeins eiga 3 prósent NETÞJÓNABÚ GOOGLE Í BANDARÍKJUNUM Netþjónabúið sem fyrirhugað er að reisa í Ölfusi mun þurfa allt að fimmtíu megavött af raforku. Áætlað er að um þrjátíu ný störf skapist við netþjónabúið. Heitavatnsleiðsla skemmdist Bifreið var ekið á helstu heitavatns- leiðsluna frá Nesjavallavirkjun þannig að hún skemmdist nokkuð. Fyrirséð er að loka þurfi fyrir heitt vatn í stór- um hluta borgarinnar í sumar þegar gert verður við leiðsluna. REYKJAVÍK Féll af baki við Arnarnesveg Knapi féll af hestbaki við Arnarnesveg um klukkan níu í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Við komuna þangað kom í ljós að meiðsl hans voru minniháttar. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL „Við höfum hreinlega áhyggjur af því að stefna Samfylk- ingarinnar í menntamálum fari sömu leið og Fagra Ísland,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. Hann hefur áhyggjur af því að sífellt meiri stuðningur sé við það meðal flokks- manna að heimila opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. Á vefsíðu Vinstri grænna eru rifjuð upp ummæli nokkurra flokksmanna Samfylkingarinnar sem lýsa jákvæðu viðhorfi til þess að taka upp skólagjöld. Þar á meðal eru ummæli Ingibjargar Sólrúnar, formanns flokksins. „Vinstri grænir stóðu einir í mik- illi baráttu í umhverfismálum þegar ákvarðanirnar voru teknar um Kárahnjúkavirkjun,“ segir Steingrímur. „Þegar þau sjónarmið okkar höfðu fengið byr í seglin kom Samfylkingin fram með Fagra Ísland fyrir síðustu kosningar. En það er ljóst að Fagra Ísland er fyrir bí hjá ríkisstjórn sem gerir ráð fyrir þremur álversverkefnum. Ég átti satt að segja von á að þetta myndi endast lengur en svo. Því munum við fylgjast vel með því að þeir Samfylkingarmenn sem eru mótfallnir skólagjöldum standi í lappirnar og sjái til þess að stefna flokksins í menntamálum fari ekki sömu leið og þessi fögru fyrirheit um fagurt Ísland.“ Guðbjartur Hannesson, þing- maður Samfylkingar, sem á einnig sæti í menntamálanefnd, ítrekar að flokkurinn sé á móti því að skólagjöld verði tekin upp. - jse Vinstri grænir um stefnu Samfylkingar í menntamálum: Má ekki fara eins og Fagra Ísland STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vinstri grænir segjast hafa áhyggjur af því að stefna Samfylkingarinnar í menntamálum fari eins og hugmyndir þeirra um Fagra Ísland. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.