Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 11
FÖSTUDAGUR 18. apríl 2008 11
VIKA 11
DAGBÓK NÝRRA
ÍSLENDINGA
Junphen sótti
um íslenskan
ríkisborgararétt
og svarið barst
henni í síðustu
viku. „Þetta voru
ægileg vonbrigði;
mér var hafnað,“
segir hún von-
svikin. „Ég fékk
svarbréfið síðast-
liðinn föstudag
og þar var mér
greint frá því að
umsókn minni
hefði verið hafnað þar sem ég hefði
fengið sekt fyrir of hraðan akstur fyrir
ári síðan. Ég man það að ég fékk
sektina sem hljóðaði upp á 8.000
krónur. Ég hafði víst mælst á 90 kíló-
metra hraða þar sem hámarkshraði
er 70. Ég borgaði sektina strax en
mundi þó ekki eftir því að hafa ekið
of hratt. Í bréfinu sem fylgdi sektinni
var reyndar greint frá því hvar ég
hefði mælst en ég þekki ekki staðinn
og þar sem ég er mikið á ferðinni
gat ég ekki munað hvar þetta gæti
verið. Og þetta eru afleiðingarnar. Í
svarbréfinu kom fram að ég mætti
sækja um að nýju en reyndar getur
það ekki orðið fyrr en í október, ég
veit ekki af hverju.“
Þrátt fyrir vonbrigðin mun hún
bregða undir sig betri fætinum á
morgun. Þá verður haldin ára-
mótahátíð í Vodafone-höllinni en
taílensku áramótin gengu í garð 13.
apríl. Junphen tekur þátt í dansatriði
á hátíðinni og hefur æft stíft með
danshópnum að undanförnu.
Junphen Sriyoha:
HAFNAÐ VEGNA
HRAÐASEKTAR
„Ferðin til New
York var frábær
en okkur þótti
súrt að þurfa
að kveðja vini
okkar þar og
góða veðrið,“
segir Charlotte.
„Vikuna hef ég
notað til þess að
aðlagast aftur
lífinu í Reykjavík
og undirbúa mig
fyrir prófin sem
hefjast í dag.
Næstu vikur verður brjálað að gera
hjá mér í prófatörninni. Ég áætla
svo að fara til Líberíu í lok maí og
þarf að safna fyrir miðanum þangað.
Ætli ég skipuleggi svo ekki einhverja
viðburði næsta mánuðinn svo ég
hef nóg að gera.“
Charlotte Ólöf Ferrier:
ER AÐ BYRJA Í
PRÓFUM Í DAG
Rachid finnst
nokkuð hart að
neita Junphen
um íslenskan
ríkisborgara-
rétt. „Þó að
hún hafi ekið
of hratt einu
sinni ætti hún
að fá íslenskt
ríkisfang. Ég
þekki mál henn-
ar ekkert og
auðvitað á fólk
að fara varlega
í umferðinni, passa sig á að aka
ekki of hratt svo það skapi ekki
óþarfa hættu. En mér finnst þetta
svolítið hörð viðbrögð. Við sem
hingað flytjumst viljum vera hluti
af íslensku samfélagi og þar með
hafa sömu réttindi og skyldur og
íslendingar. Að aka of hratt ætti
ekki að vera einhver allsherjar
dómur yfir henni því allir gera
mistök.“
Rachid Benguella:
UNDRAST HARKA-
LEG VIÐBRÖGÐ
SAMGÖNGUR Samgönguráðherra,
Kristjáni L. Möller, var í gær
afhentur listi með 3.172 undir-
skriftum gegn ferjulægi í Bakka-
fjöru. Ráðherra segir að undir-
skriftirnar komi allt of seint
fram.
Magnús Kristinsson, for-
sprakki undirskriftasöfnunar-
innar, segir að þrennt vaki fyrir
mönnum. „Okkur hugnast ekki
Bakkafjara og viljum frekar fá
hraðskreiðan Herjólf. Í öðru lagi
viljum við að komið sé upp öfl-
ugri stórskipahöfn við Eiðið og í
þriðja lagi viljum við spara pen-
inga fyrir íslensku þjóðina.“
Samgönguráðherra segir mót-
mælin allt of seint fram komin.
„Málið hefur verið unnið í nánu
samráði við heimamenn og verið
í undirbúningi í átta ár. Ég legg
áherslu á að Landeyjahöfn verði
vönduð framkvæmd og veit að
það er mikill stuðningur við
málið í Vestmannaeyjum.“
Magnús segir mótmælin vissu-
lega hefðu mátt koma fyrr fram.
Menn hafi bara ekki trúað því að
málið gengi svo langt. „En varn-
aðarorðin eru komin fram og
menn hljóta að hafa þau í huga ef
tilboð eru yfir kostnaðar-
áætlun.“
Tilboð í nýja ferju voru opnuð í
gær, tvö tilboð voru gerð í verkið
og var aðeins annað metið gilt.
Fundað er um málið. Útboð í gerð
Bakkafjöruhafnar og veglagn-
ingu hafa verið auglýst og 400
milljónir króna settar til hliðar í
lagningu vegarins. - kóp
Samgönguráðherra afhentur undirskriftalisti gegn ferjulægi í Bakkafjöru:
Ráðherra segir listann berast allt of seint
MÓTMÆLIN AFHENT Magnús Kristinsson afhendir Kristjáni L. Möller mótmæli gegn
Bakkafjöruhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA