Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 12

Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 12
12 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR DANMÖRK Hjúkrunarfræðingar efndu til kröfugöngu, mótmæla og skemmtiatriða við Kristjáns- borgarhöll í Kaupmannahöfn í gær en tugir þúsunda hjúkrunar- fræðinga eru nú í verkfalli í Dan- mörku. Talið var að hátt í 30 þús- und manns væru á staðnum þegar mest var. Hjúkrunarfræðingarnir krefj- ast þess að laun þeirra hækki um fimmtán prósent næstu þrjú árin og að stofnuð verði jafnlauna- nefnd sem fái nægt fé til umráða til að geta leiðrétt ójafnrétti í launum. Þeir byrjuðu í verkfalli á miðvikudaginn. Tæplega 200 félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, eru búsettir erlendis. Búast má við að stór hluti þeirra starfi við hjúkrun á hinum Norðurlönd- unum, þar af minnst tugir og jafn- vel hátt í hundrað í Danmörku. Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir er hjúkrunarfræðingur á blóð- meinadeild Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn. Hún tók þátt í kröfu- göngunni í gær og sagði að í henni væru fleiri kvennastéttir, iðju- þjálfar, sjúkraþjálfarar, meina- fræðingar, ljósmæður og aðstoð- arfólk á leikskólum. Talið er að samtals séu um 100 þúsund starfs- menn í verkfalli. „Stemningin er rosa fín,“ sagði Ingibjörg Hrefna þar sem hún var fyrir framan Kristjánsborgarhöll. „Allir eru mjög jákvæðir og vilj- ugir til að halda verkfallinu áfram. Það er mikil samstaða og fólk er bjartsýnt á að laun kvennastétta hækki.“ Hjúkrunarfræðingar á öllum Norðurlöndum nema í Finnlandi eiga nú í kjaraviðræðum. Bæði í Noregi og Svíþjóð stefnir í verk- fall. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga (FÍH) segir að kjaraviðræður íslensku hjúkrun- arfræðinganna þokist en ekki hafi fengist skýrar línur frá vinnuveit- endum fyrr en á þriðjudaginn. Hjúkrunarfræðingarnir vilja gera samning til ellefu mánaða. „Það er komin pínu hreyfing á málin,“ segir Elsa. „Við höfum talað um að gera stuttan samning vegna efnahagsástandsins. Miðað við verðbólguspár og horfur þá er mjög óráðlegt fyrir báða aðila að gera langan samning því að lengri samningur felur í sér þeim mun meiri kröfur. Við teljum að það sé ábyrg afstaða að fleyta okkur fram yfir þetta ástand sem er og miða við að taka langtímasamn- inginn í mars á næsta ári. Á þeim tíma vinnum við að framhaldinu sem tekur við þegar fer að róast í efnahagsmálunum. Þetta er vont umhverfi nú að að semja í,“ segir Elsa. ghs@frettabladid.is Í MÓTMÆLUM Hjúkrunarfræðingarnir Elisabeth, Vibe, Maiken, Anne D., Anne F., Astrid, Lisbeth, Hildur, Sabine og Ingi- björg fyrir framan Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Í vagninum situr Úlfur Snorri. MYND/ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON Íslendingar eru í dönsku verkfalli Tugir íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í verk- falli hjúkrunarfræðinga í Danmörku. „Mikil sam- staða og fólk er bjartsýnt,“ segir Ingibjörg Björns- dóttir, hjúkrunarfræðingur á Rigshospitalet. MÓTMÆLT VIÐ KRISTJÁNSBORGARHÖLL Þúsundir hjúkrunarfræðinga mótmæltu fyrir framan Kristjánsborgarhöll í gær. MYND/ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON ÞRIÐJI HÚNNINN Fjögurra mánaða gamall ísbjarnarhúnn í dýragarðinum í Stuttgart var sýndur almenningi í fyrsta sinn í vikunni. Wilbaer heitir hann, og leikur sér þarna við mömmu sína, hana Corinnu, en á undan honum hafa þau Knútur í Berlín og Flyksa í Nürnberg vakið heimsathygli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er andvíg því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra verði við setningu og slit Ólympíu- leikanna í Peking í sumar. Lýsti hún skoðun sinni á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín sagðist fara á leikana að öllu óbreyttu til þess að sýna íslensku keppendunum samstöðu. Með því væri ekki hvikað frá þeirri stefnu að mótmæla mannréttindabrotum. - bþs Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Ráðherra fari ekki til Peking ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL „Íslenska bæklunarlækna- félagið fagnar því að það eigi að bæta þjónust- una í bæklunarlækningum á Íslandi,“ segir Ragnar Jónsson, formaður félags bæklunar- lækna, um ákvörðun samninganefndar heil- brigðisráherra um að skrifa undir saminga við sjúkrahúsið á Akureyri. Hann segist þó illa skilja verkefnaval nefndarinnar. Steingrímur Ari Arason, formaður samninga- nefndarinnar segir samningana tvíþætta. Annars vegar sé verið að styrkja bæklunardeild sjúkrahússins til þess að þar geti farið fram fleiri gerviliðaaðgerðir, en slíkar aðgerðir aðeins farið fram inni á sjúkrahúsi. Hins vegar sé verið að bregðast við því að samingar hafi ekki tekist milli samninganefndarinnar og sjálfstætt starfandi bæklunarlækna. Því verði stefnt að því að krossbandaaðgerðir, sem aðeins hafa verið gerðar hjá sjálfstætt starfandi læknum síðustu ár, verði gerðar á sjúkrahúsinu. Ragnar segir gleðilegt að vita til þess að fjölga eigi gerviliðaaðgerðum enda telji hann að í þær hafi verið alltof löng bið og ekki hafi sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar getað brugðist við því. Hins vegar skilji hann ekki að krossbandaaðgerðir eigi einnig að vera gerðar á sjúkrahúsinu. „Það er í gildi samningur milli bæklunarlækna sem hafa sérhæft sig í krossbandaaðgerðum og Tryggingastofnunar. Honum hefur ekki verið sagt upp,“ segir hann. - kdk Formaður Félags bæklunarlækna segist fagna en furða sig í senn: Skilur ekki verkefnaval nefndarinnar KROSSBANDAAÐGERÐIR AFTUR INN Á SPÍTALA Ragnar Jónsson, formaður Félags Íslenskra bæklunar- lækna, segist undrandi á verkefnavali samninganefndar heilbrigðisráðherra. Sparakstur með Volkswagen 7 Das Auto. Skildu tengdó eftir heima! Tengdamömmubox og skíðagrindur á þaki bifreiða auka loftmót- stöðuna og þar með eldsneytiseyðsluna meira en þig grunar. Þess vegna er best að skilja tengdó sem oftast eftir heima. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Skráðu þig á námskeið í sparakstri á volkswagen.is. Aðgangur ókeypis, takmarkaður fjöldi sæta í boði! Skráðu þig núna! Lau. 19. apríl, kl. 10:00 Sun. 27. apríl , kl. 10:00 Lau. 3. maí, k l. 10:00 Lau. 10. maí, kl. 10:00 Námskeiðin e ru haldin í HEKLU við L augaveg. EVRÓPUMÁL Fastlega má búast við því að ákveði Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu myndu hinar eiginlegu aðildarvið- ræður og fullgilding aðildarsamn- ings af hálfu aðildarríkja ESB taka innan við eitt ár. Þetta sagði Diana Wallis, varaforseti Evrópuþings- ins, í svari við fyrirspurn á mál- fundi sem hún talaði á í Háskóla Íslands í gær. Á fundinum, sem Alþjóðamála- stofnun HÍ og Samtök iðnaðarins stóðu að, flutti Wallis erindi um þau áhrif sem þær breytingar sem Evrópusambandið er að ganga í gegnum um þessar mundir, eink- um og sér í lagi með gildistöku Lissabon-sáttmálans, munu hafa á Ísland og EES-samstarfið. Wallis þekkir vel til þeirra mála þar sem hún var lengi formaður tengsla- nefndar Evrópuþingsins gagnvart EFTA-ríkjunum. Wallis vakti athygli á því að með gildistöku Lissabon-sáttmálans á næsta ári fá þjóðþing ESB-ríkj- anna nýtt og aukið hlutverk í lög- gjafarferli sambandsins (svonefnt „gula-spjalds“-vald). Með auknu hlutverki bæði þjóðþinganna og Evrópuþingsins minnkuðu enn möguleikar Íslands til að hafa áhrif á lög og reglur sem það er síðan skuldbundið til að innleiða í gegn um EES-samninginn. - aa Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, á málfundi: Aðildarviðræður tækju innan við ár

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.