Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 16
16 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fjármálakreppa FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Fram kemur á heimasíðu Seðlabankans að meginmarkmið í starfsemi hans er stöðugt verðlag. Það er skilgreint sem hækkun neysluverðs um tvö og hálft prósent á tólf mánaða tímabili. Hver eru verðbólgumarkmiðin? Seðlabankinn reynir að hafa áhrif á verðbólgu. Það er stefnt að því að verð- bólgan haldist sem næst markmiðinu, það er um tvö og hálft prósent. Ef verðbólgan verður undir einu prósenti, eða fer yfir fjögur prósent skal Seðlabankinn gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess. Þá skal Seðla- bankinn jafnframt gera grein fyrir leiðum til úrbóta til þess að verðbólgan haldist innan viðmiða. Hvaða tæki hefur Seðlabankinn? Helsta tæki bankans til að ná aftur verðbólgumark- miðinu er hækkun og lækkun stýrivaxta. Stýrivextir eru vextir á sérstökum lánum gegn veði til lána- stofnana. Með hækkun stýrivaxta hækka vextir á inn- og útlánum bankanna. Þannig er gert ráð fyrir að með hækkun stýrivaxta sé hagstæðara að spara, en dýrara að skulda. Slíkt dragi úr neyslu og dragi þar með úr verðbólgu. Að sama skapi er reynt að hvetja til neyslu með lækkun stýrivaxta fari verðbólga undir eitt prósent og verði í raun verðhjöðnun. Annað tæki Seðlabankans, telji bankinn ástæðu til, er að eiga viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði. Seðlabankinn kaupir og selur gjaldeyri til að hafa áhrif á gengi krónunnar og þar með verðlag í landinu. Hvað annað gerir Seðlabankinn? Þótt verðbólgumarkmið Seðlabankans hafi forgang ber bankanum þó að stuðla að framgangi stefnu stjórnvalda að því marki sem hún brýtur ekki í bága við verðbólgumarkmiðið. Enfremur á bankinn að sinna viðfangsefn- um sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, til dæmis að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi að meðtöldu greiðslukerfi í landinu og við útlönd. „Fleiri verkefni mætti upp telja, svo sem útgáfu seðla og myntar, framkvæmd gengismála og fleira,“ segir á heimasíðu Seðlabankans. Heimild: Seðlabanki Íslands FBL-GREINING: VERÐBÓLGUMARKMIÐ SEÐLABANKANS Höfuðglíman er stigin við verðbólguna Uppboðsfyrirtækið Spink Shreves Galleries í New York mun hinn 16. maí næstkomandi bjóða upp safn sjaldgæfra norrænna frímerkja. Á meðal þeirra er íslenskt frímerki frá árinu 1897, sem metið er á andvirði 1,5 til 2,2 milljóna króna. Heildarand- virði frímerkjanna 110 í safninu er talið nema minnst 111 milljónum króna. Eigandi safnsins er bandarískur auðkýfingur, Bill Gross að nafni, en hann hyggst ánafna það sem fæst fyrir safnið til þróunarhjálparverk- efnisins Millennium Villages Project sem rekið er af Earth Institute-stofn- uninni við Columbia-háskóla. - aa Íslenskt frímerki á frímerkjauppboði í New York: Metið á milljónir AURAMERKI FRÁ 1897 Verðmæta íslenska frímerkið úr safni Gross. MYND/AP Þrautalánveitandi stóru íslenzku bankanna þriggja væri ekki fær um að bjarga svo mikið sem einum þeirra, ef afskriftir erlendra eigna myndu koma einum þeirra í þrot. Þetta er meginniðurstaða í nýrri úttekt á vanda ís- lenzka fjármálakerfisins eftir Daniel Gros, for- stöðumann rannsókna- og ráðgjafarstofnunarinnar Centre for European Policy Studies (CEPS) í Brussel. Í niðurlagi skýrslu sinnar skrifar Daniel Gros: „Höfuðáhættan fyrir Ísland liggur í því að erlendar eignir bankanna, sem voru keyptar með mikilli skuldsetningu, kunni að falla í verði niður fyrir það sem þeir borguðu fyrir þær. Færi svo ykist erlend skuldabyrði landsins enn frekar og íslenzk stjórnvöld yrðu væntanlega að gera það sem í þeirra valdi stæði til að forða bönkunum frá lausafjárþurrð. Þar sem þetta myndi augsýnilega vera ríkissjóði og Seðlabanka Íslands fjárhagslega um megn væri bezta lausnin á þessu yfirvofandi vanda- máli að selja bankana, sem eru „of stórir til að vera bjargað“, erlend- um bankasamsteypum.“ Hæpnar ályktanir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þessar ályktanir Gros hæpnar enda virðist frekar grunn greining liggja að baki þeim; til að mynda verði ekki greint að hann hafi skoðað nánar eignir eða árs- reikninga íslenzku bankanna. Stærstu erlendu einingarnar sem bæði Kaupþing og hinir íslenzku bankarnir eiga erlendis hafi aðgang að fleiri þrautalánveitend- um en hérlendum og þær sé jafn- framt hægt að selja með fremur hægum hætti eða í hlutum, ef þannig ber undir. Þannig sé til dæmis danski fjárfestingarbank- inn FIH, sem er stærsta einingin sem Kaupþing hefur yfirtekið erlendis, á fyrirtækjaskrá í Dan- mörku og á sem slíkur aðgang að þrautalánum hjá danska seðla- bankanum. Það sé þannig fjar- stæðukennt að reikna saman allar skuldbindingar bankanna erlendis og halda því fram að sú staða gæti komið upp að Seðlabanki Íslands og íslenzki ríkissjóðurinn þyrftu að axla ábyrgðir á þeim öllum. Ásgeir segir ennfremur að sú gagnrýni hafi enn ekki komið fram í allri þeirri umfjöllun sem íslenzku bankarnir hafa fengið að undan- förnu í alþjóðlegu fjármálapress- unni og hjá greiningardeildum erlendra fjármálastofnana að erlendar eignir þeirra væru vafa- samar. Þvert á móti væru þær taldar mjög traustar. „Enda eru umsvif bank- anna erlendis viss vörn fyrir þá gegn íslenzkum hagsveiflum,“ bætir Ásgeir við. Þá bendir Ásgeir einnig á að tap vegna erlendra dótturfélaga myndi fyrst og fremst lenda á hluthöfum bank- anna. Þeir hefðu margir hverjir, svo sem lífeyrissjóðir, ágæta burði til að leggja bönkunum til nýtt eigið fé. Það sé mjög erfitt að sjá að bankarnir gætu tapað svo miklu fé á erlendum starfsstöðvum að það réttlætti að útmála það sem eins mikla ógn við þjóðarhagsmuni og Gros gerir. Eitraður kokkteill Í skýrslu sinni, sem ber yfirskrift- ina „Iceland on the brink? Options for a Small, Financially Active Economy in the Current Financial Crisis Environment“ og er birt sem svokallað „Policy Brief“ í rit- röð sem margir stjórnendur í Evr- ópusambandslöndunum eru áskrif- endur að, skrifar Gros að íslenzka bankakerfið hafi svo að segja vaxið landinu yfir höfuð. Þessi þróun hafi í reynd „umbreytt land- inu í vogunarsjóð“. Hann ber Ísland saman við þrjú önnur Evr- ópulönd með umsvifamikla fjár- málastarfsemi, Lúxemborg, Kýpur og Sviss. Hann bendir á að stjórn- völd í Lúxemborg hafi forðazt að axla hlutverk þrautalánveitanda og í Sviss hafi seðlabankinn ávallt séð til þess að hann byggi yfir nógu digrum sjóðum í öllum helztu viðskiptamyntum og erlendum eignum til að geta veitt svissnesku bönkunum nægileg þrautalán ef í harðbakkann slægi. Gros heldur því ennfremur fram að þenslan á húsnæðismark- aðnum hérlendis, sem sé hlutfalls- lega meiri en bólan sem nú er sprungin bæði á Spáni og í Banda- ríkjunum, bæti gráu ofan á svart; samverkun húsnæðisbólu, mikill- ar erlendrar skuldsetningar, geng- isfalls gjaldmiðilsins og banka- kreppu skapi eitraðan kokkteil sem geri að verkum að landið eigi á hættu að fara sérstaklega illa út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni. Evruvæðing Gros rekur hvernig hinar miklu gengissveiflur íslenzku krónunn- ar valda öllu hagkerfinu vandræð- um. Sérstakt áhyggjuefni sé hið nána samhengi sveiflna á gengi krónunnar og hlutabréfa í íslenzku kauphöllinni. Þetta komi ekki sízt til af því að við gengisfall krón- unnar eiga íslenzk fyrirtæki erfið- ara með að þjónusta lán sem þau hafa tekið í erlendri mynt (í gegn um íslenzku bankana). Augljós- asta leiðin til að losna við þennan skaðlega óstöðugleika væri evru- væðing, og þá með fullri aðild að Efnahags- og myntbandalaginu (sem ekki fæst nema með fullri aðild að Evrópusambandinu). Núverandi vandi myndi að mestu leysast við að fá Seðlabanka Evr- ópu sem bakhjarl íslenzka fjár- málakerfisins. Gengissveiflur krónunnar yllu því reyndar, að erfitt væri að ákvarða „rétt“ gengi hennar gagnvart evrunni þegar Ísland gengi inn í hana. En hvort sem litið væri á vöru- eða fjár- málaviðskipti myndi evruaðild koma Íslandi vel og stuðla bæði að stöðugleika, hækkuðu hlutfalli utanríkisviðskipta af þjóðarfram- leiðslu og hagvexti til lengri tíma. Bankarnir of stórir til að vera bjargað í þrautum? ÁSGEIR JÓNSSON SKJÓL Í EVRUNNI Gros segir evru- væðingu vera augljósustu lang- tímaleiðina út úr vanda íslenzka fjármálakerfisins. Centre for European Policy Stu- dies, CEPS, er rannsókna- og ráð- gjafarstofnun í Brussel, „hugveita“, sem vinnur að rannsóknum sem „leiða til lausna á áskorunum sem Evrópa stendur frammi fyrir“, eins og segir í kynningu á heimasíðu stofnunarinnar. CEPS er ein þekktasta óháða stofnunin sem sérhæfir sig í rannsóknum á Evrópumálum. Hún var stofnuð árið 1983 og nýtur fjárstuðnings frá stofnunum ESB, ríkisstjórnum ýmissa Evrópuríkja, óháðum sjóðum, einkasamtök- um, eigin útgáfu, skipulagningu viðburða á borð við málfundi, og aðildargjöld. Á vegum CEPS starfar bæði fastráðið starfsfólk, rann- sóknafélagar við samstarfsstofnanir við háskóla í ýmsum Evrópulönd- um og starfsþjálfunarnemar. Þýski hagfræðingurinn Daniel Gros hefur starfað við stofnunina frá árinu 1990 og veitt henni for- stöðu undanfarin ár. Helstu rann- sóknasvið hans eru áhrif evrunnar á fjármála- og vinnumarkaði og alþjóðleg áhrif evrunnar, einkum og sér í lagi í nýjustu aðildarríkjum Evrópusambandsins. Fréttablaðið birti viðtal um evru- mál við Gros 9. júlí 2006 og hann fjallaði um þau einnig á fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins í janúar sl. EVRÓPUHUGVEITAN CEPS DANIEL GROS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.