Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 24
24 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 496 5.224 +-0,40% Velta: 8.415 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,38 +0,00% ... Bakkavör 42,40 -1,51% ... Eimskipafélagið 23,15 +0,22% ... Exista 11,92 -0,33% ... FL Group 6,64 -1,63% ... Glitnir 17,00 -0,59% ... Icelandair Group 24,20 -0,41% ... Kaupþing 831,00 -0,95% ... Landsbankinn 30,90 +1,48% ... Marel 89,70 -0,44% ... SPRON 5,29 -3,64% ... Straumur- Burðarás 12,26 +0,00% ... Teymi 4,19 -4,34% ... Össur 91,60 -0,44% MESTA HÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS 1,52% LANDSBANKINN 1,48% FLAGA 1,39% MESTA LÆKKUN TEYMI 4,34% SPRON 3,64% FL GROUP 1,63% Icelandic afskráð Hluthafar í Icelandic Group greiða um það atkvæði á aðalfundi í dag hvort afskrá eigi félagið. Flestir eru sammála um að það sé ágætt skref að taka í núverandi stöðu. Hins vegar fara hagsmunir einstakra hluthafa og félagsins í heild ekki alltaf saman. Það er vont að vera fastur með stóran eignarhlut í óskráðu félagi. Spennandi verður að sjá hvort einhver hafi kjark til að stíga fram og gagnrýna þessa tillögu stjórnarinnar í því ljósi. Gefa á út skuldabréf sem hægt verður að breyta í hlutabréf að lánstíma liðnum. Allir hafa möguleika á að kaupa skuldabréfið en áhugi á félaginu er lítill. Verði skuldabréfinu breytt í hutabréf mun eigandi eða eigendur eignast um 60 prósenta hlut í Icelandic á genginu 1. Allir verða að færa fórnir í neyðaraðgerðinni og líklegt að Björgólfsfeðgar ráði öllu að lokum. Þeir leggja líka meira að veði. Bólubúðir Tímasetningar skipta miklu máli í viðskiptum. Frábærar hugmyndir í uppsveiflu efnahagslífsins virka ekki alltaf vel í niðursveiflunni. Þannig er hugmyndin um búð sem selur dót fyrir fullorðið fólk, Hobby Room, mjög góð. Hins vegar er ólíklegt að margir séu að innrétta frístundaherbergi núna þegar athyglin fer í halda fjármálum heimila og fyrirtækja réttu megin við núllið. Eins fannst mörgum heldur bratt farið þegar Björn Leifsson í World Class tók upp á því að opna líkamsræktarstöðvar nánast í hverju sveitarfélagi. Stöðin í Laugardalnum var alltaf smekkfull af fólki. Hins vegar telur Björn að fólk muni áfram hafa efni á því að rækta líkamann þó það hætti við utanlandsferðirnar. Hann hafi alls 19 þúsund meðlimi í stöðvum sínum og nú þegar hafi tvö þúsund skráð sig í stöðina á Seltjarnarnesi. Peningaskápurinn ... Afkoma bandarísku fjárfestingar- bankanna Merrill Lynch og JP Morgan Chase versnaði verulega á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Merrill Lynch tapaði tveimur milljörðum dala, jafnvirði um 150 milljarða íslenskra króna, á tíma- bilinu samanborið við 2,1 milljarðs í hagnað í fyrra. Bankinn áætlar að segja upp fjögur þúsund starfs- mönnum í hagræðingarskyni. JP Morgan kom öllu betur undan fjórðungnum með 2,4 milljarða dala hagnað sem er um helmingi minna en bankinn skilaði í fyrra. Afskriftir bankanna námu 9,1 milljarði dala á tímabilinu. Það jafngildir rúmum 680 milljörðum íslenskra króna. Forstjórar beggja banka segja grunnreksturinn góðan. - jab Enn aukast afskriftir Glitnir seldi norska bankanum DnB Nor fasteignalán úr lánabók sinni sem tengjast ekki kjarna- starfsemi fyrirtækisins í febrúar. Lánalínan líkist íslenskum búseta- lánum og vextirnir eru afar lágir, að sögn Más Mássonar, forstöðu- manns kynningarmála hjá Glitni. Verðmæti fasteignalánasafns Glitnis í Noregi nemur 5,8 millj- örðum evra, jafnvirði 684,8 millj- arða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Glitni. Fréttastofa Reuters og norskir fjölmiðlar bentu á það í gær að matsfyrirtækið Fitch hafi lækkað lánshæfismat íslensku bankanna. Hafi þeir leitað leiða til þess að laga til í rekstrinum og bæta fjár- hagsstöðuna eftir fall krónunnar upp á síðkastið. Reuters tæpir á því að alþjóð- legur óróleiki á fjármálamörkuð- um hafi lent harkalega á íslensku bönkunum. Hafi menn áhyggjur af skuldsetningu þeirra í kjölfar mik- illar útrásar síðustu ár. - jab Selja búsetalán í Noregi AFKOMA BANKANNA Banki Afskriftir* Hagnaður/-tap á hlut* JP Morgan 2,6 ma 0,68 Merrill Lynch 6,5 ma -2,19 * í Bandaríkjadölum Í Fréttablaðinu í síðustu viku var fjallað um skortstöður tiltekinna vogunarsjóða í skuldatryggingum íslensku bankanna og mögulega markaðsmisnotkun. Blaðinu er nú kunnugt um að Lansdowne, sem nefndur var í þessu sambandi af Kaupþingi, er ekki einn þessara sjóða og hefur Kaupþing dregið til baka fullyrðingar í þá veru. LEIÐRÉTTING Lánshæfiseinkunn íslenska ríkis- ins var lækkuð hjá matsfyrirtæk- inu Standard & Poor‘s (S&P) í gær. Fréttirnar höfðu neikvæð áhrif á þróun mála á mörkuðum hér heima. Krónan veiktist um rúmt prósent innan dagsins og hlutabréf lækkuðu. Veiking úrvalsvísitölunnar nam 0,4 pró- sentum. Breyttar lánshæfiseinkunnir höfðu hins vegar hvorki áhrif á skuldatryggingarálag (CDS) ríkis- ins, né bankanna, en það hefur lækkað hratt undanfarna daga. Í gær nam álag á skuldabréfa- útgáfu ríkisins til fimm ára 280 punktum (2,8 prósentustig ofan á millibankavexti), en það fór fyrir skömmu yfir 400 punkta. Þá hefur álag á skuldatryggingar bankanna lækkað í vikunni um 40 til 100 punkta. Við lok markaða í gær var skuldatryggingarálag Glitnis hæst 715 punktar, Kaup- þings 700 punktar og Landsbank- ans 525 punktar. Lítil sem engin breyting varð við tilkynningu S&P, en samkvæmt heimildum blaðsins gætu neikvæð áhrif þó átt eftir að skila sér í dag, því alla jafna er mest breyting á tilboð- um í skuldatryggingar að morgni dags. Lægri lánshæfiseinkunn S&P endurspeglar að mati fyrirtækis- ins breyttar aðstæður í íslensku efnahagslífi, gengisfall krónunn- ar, verðrýrnun á fasteignamark- aði og erfiðara aðgengi íslensku viðskiptabankana að erlendri fjármögnun. „S&P telur að sam- dráttur í íslenska hagkerfinu verði meiri og varanlegri en áður var talið,“ segir í umfjöllun grein- ingardeildar Kaupþings. Þá kemur fram í umsögn matsfyrir- tækisins að lánshæfismatshorf- urnar gætu orðið stöðugar (í stað neikvæðra eins og nú) ef ríkið eða bankarnir gripu til aðgerða sem efla traust á þeim á markaði. olikr@markadurinn.is Lánshæfi ríkisins færist niður um flokk hjá S&P Niðurfærsla Standard & Poors‘s á lánshæfi ríkisins hafði í gær ekki áhrif til hins verra á skuldatryggingar. Krónan veiktist og hlutabréf lækkuðu. Skulda- tryggingarálag (CDS) hefur lækkað hratt síðustu daga. Í SEÐLABANKANUM Aðalhagfræðingur og bankastjórar Seðlabankans við kynn- ingu á ákvörðun um hækkaða stýrivexti í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CDS-ÁLAG BANKANNA Banki Í gær* Á föstudag Punktar Glitnir 715 800 -85 Kaupþing 700 800 -100 Landsbank. 525 565 -40 *kl. 16.35, fimmtudaginn 17. apríl 2008. ÚR UMSÖGN S&P Lánshæfiseinkunn ríkisins er var Skuldb. í krónum AA AA- Skuldb. í erl. mynt A A+ Skammtímaskuldbindingar óbreyttar Horfur neikvæðar Hagvöxtur 2008 2009 2010 2011 Spá S&P 1,0% -1,9% -1,5% 1,6% „Út úr umrótinu – inn í framtíð- ina,“ er yfirskrift aðalfundar Sam- taka atvinnulífsins (SA) sem hald- inn verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu – síðdegis í dag. Auk venjulegra aðalfundarstarfa halda ræður þeir Ingimundur Sigur- pálsson, fráfarandi formaður SA, og Geir H. Haarde forsætisráð- herra. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, og Ólöf Nordal alþingismaður horfa svo til framtíðar í pallborði og gestir fá nýtt rit SA um alþjóða- væðingu vinnumarkaðarins. Í lok aðalfundar heldur svo nýr formaður SA, væntanlega Þór Sig- fússon sem einn er í kjöri, stutta ræðu. - óká SA-fundur í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.