Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 28

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 28
28 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ Það var sól og sunnanvindur, þegar Gore reið í garð mánudagskvöldið 7. apríl. Þegar hann kvaddi sólarhring síðar, snjóaði í Reykjavík. Gárungarnir kalla þetta Gore-áhrifin, því að hvarvetna, þar sem þessi farand- prédikari hefur komið við á einkaþotu sinni í því skyni að vara við hlýnun jarðar, kólnar snögg- lega. Hvað sem því líður, hefur Gore fjörugt ímyndunarafl. Hann fræddi íslenska fréttamenn á því, að Ólafur Ragnar Grímsson hefði fundið upp hitaveituna. Sjálfur kveðst hann hafa fundið upp netið sem frægt er og telur, að skáldsag- an Love Story eftir Erich Segal sé um þau Tipper Gore (en Segal hefur leiðrétt það). Skoðum þó málstaðinn fremur en manninn. Á Íslandi talaði Gore í boði Háskóla Íslands, enda fjölmenntu háskólamenn á fyrirlestur hans. Enginn minntist á það, að í nýlegu dómsmáli í Bretlandi hafði fjöldi missagna hans verið leiðréttur, en hann endurtók þær flestar hér í fyrirlestrinum. Ein er sú, að snjóhettan á Kilimanjaro-fjalli í Blálandi hinu mikla sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er rangt. Hún hóf að minnka fyrir röskri öld af allt öðrum ástæðum. Önnur missögn er, að Chad-vatn í sömu álfu sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er líka rangt. Vatnið hefur aðallega minnkað vegna áveituframkvæmda. Raunar hefur það horfið nokkrum sinnum áður. Þriðja missögnin er, að eyjaskeggjar í Kyrrahafi séu að flytjast á brott vegna sjávarhækk- unar. Fyrir því er enginn fótur. Gore sýnir einnig yfirgefna ísbirni á glærum sínum. En engin gögn styðja það, að ísbirnir hafi lent í erfiðleikum vegna hlýnunar jarðar. Þeim fjölgar fremur en fækkar um þessar mundir. Ein mesta missögn Gore er, að yfirborð sjávar eigi líklega eftir að hækka um 6 metra sökum hlýnunar jarðar. Samkvæmt útreikningum loftslagsnefndar SÞ gæti hugsanleg bráðnun jökla hækkað sjávarmál um 6 sm á næstu áratugum. Breski dómarinn, sem þurfti að meta gögn Gores, segir einnig, að honum takist ekki að sýna fram á, að samband koltvísýrings í andrúmsloftinu og hlýnunar jarðar sé á þann veg, sem hann vill vera láta. Raunar er athyglisvert, að vart hefur hlýnað á jörðinni frá 1998, þótt losun koltvísýrings hafi aukist. Þeir, sem heittrúaðastir eru á hugsanlegan heimsendi, svara því til, að horfa verði á lengra tímabil og segja að hafstraumar hafi kælt jörðina. Ef til vill er það rétt hjá þeim. En það jafngildir viðurkenningu á því, að miklu breytir, við hvaða tímabil er miðað, og einnig á hinu, að málið er miklu flóknara en svo, að einn áhrifaþáttur ráði úrslitum. Sjálfur efast ég ekki um þær niðurstöður vísindaheimsins, að jörðin hafi hlýnað um tæpt eitt stig síðustu 100 árin, að koltvísýringur í andrúmslofti hafi aukist um 30% á sama tímabili og að eitthvert samband sé á milli þessa. En heimsendir er ekki í nánd. Þegar sannleikurinn missir stjórn á sér. Á það ekki við um boðskap Als Gores? Aðalatriðið er, hvað skynsamlegast er að gera. Það er háskalegur misskilningur, að við getum stjórnað veðurfari. Við mennirnir búum hins vegar yfir mikilli aðlögunarhæfni. Þess vegna eigum við að laga okkur að nýjum aðstæðum, ekki gerbreyta lífsháttum okkar eða reyna að endurskapa heiminn. Það má Gore hins vegar eiga, að hann skilur, hversu nauðsynlegt okkur Íslendingum er að virkja hér vatnsafl og jarðvarma, enda eru orkugjafar okkar miklu umhverfis- vænni en annars staðar. Þess vegna var heimsókn hans ekki til einskis. Gore-áhrifin HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Loftslagsmál Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 Ljót á háum hælum Á miðvikudaginn héldu Reykjavíkur- borg og Vegagerðin í samstarfi við Hverfisráð Hlíða opinn íbúafund vegna fyrirhugaðra framkvæmda á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Þar er meðal annars áætlað að setja Miklubrautina í niðurgrafinn stokk á stórum hluta en á fundinum komu fram athugasemdir um að op á stokkunum yrðu herfilega ljót. Var spurt hvort eitthvað yrði gert til að flikka upp á þessi „hlið helvítis“. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi svaraði þessu með því að vitna til ummæla arkitekts sem hann þekkir og segja að þótt akfeit kona væri sett á háa hæla væri hún samt sem áður ljót. Orðheppnin Fleiri stjórnmálamenn hafa áður reynt að einfalda útskýringar sínar á tvíræðan hátt. Er skemmst að minn- ast orða Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra, sem sagði að menn gætu ekki alltaf farið með sætustu stelpunni heim af ballinu en færu þess í stað heim með „ein- hverju“ sem „gerði sama gagn“. Fallegar konur Konur eru stjórnmálamönnum greinilega hugleiknar þegar kemur að líkingamáli en fáir hafa þó talað jafn hreint út og ítalski auðmaðurinn Silvio Berlusconi, sem brátt tekur aftur við stjórnartaumum á Ítalíu. Hann sagði að konur sem væru hægra megin í stjórnmálum væru miklum mun fallegri en þær sem væru til vinstri. Þeir væru því góðir á balli þrír saman, Gísli, Geir og Silvio, þar sem sá síðastnefndi myndi velja sér þær hægra megin, Gísli þær sem ekki væru feitar og Geir þær sem gerðu sama gagn og sú sætasta. olav@frettabladid.isH ringlandaháttur borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna í málefnum REI er illskiljanlegur. Á sama tíma og sjálfstæðismenn eru ríkismegin á fleygiferð við stofnun dótturfélaga opinberra orkufyrirtækja um útrásarverkefni vilja samherjar þeirra í borgar- stjórn selja REI, útrásarfélag Orkuveitunnar, á þeim forsendum að ekki megi standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda utan landsteinanna. Hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins séu komnir í allsherjar uppreisn gegn stefnu flokksins í málefnum útrásar orkufyrirtækjanna? Aðeins er rétt vika liðin frá því að Rarik stofnaði félagið Rarik orkuþróun ehf. sem er ætlað að halda utan um útrásarverkefni félagsins. Landsvirkjun stofnaði í desember félagið Landsvirkjun Power í sama tilgangi og á að auki í gegnum það félag HydroKraft Invest, til helminga á móti Landsbankanum vatnsafli. HydroKraft er fjárfestingarfélag og er yfirlýstur tilgangur þess að leita verk- efna á orkusviði, einkum í Austur-Evrópu til að byrja með. Leggur Landsvirkjun þar til fimm milljarða í hlutafé. Til upprifjunar er rétt að minna á að áhrifamiklir sjálfstæðis- menn fara með tögl og haldir bæði í Rarik og Landsvirkjun. Ann- ars vegar fer Árni Mathiesen fjármálaráðherra með hlut ríkisins í Rarik og hins vegar situr Friðrik Sophusson, fyrrverandi vara- formaður flokksins og ráðherra, í stól forstjóra Landsvirkjunar. Líka er rétt að minna á að þessi fyrirtæki framfylgja stefnu sem fer fyllilega saman við ársgamla landsfundarályktun Sjálfstæðis- flokksins um útrás orkufyrirtækjanna og mögulega aðkomu einka- fyrirtækja að henni. Og þá stefnu er orðrétt að finna í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar. Við skulum ekki heldur gleyma því að REI er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun félagsins á sínum tíma og yfirlýst mark- mið þess var útrás í orkumálum. Hvað er þá á seyði með REI og sjálfstæðismenn í borgarstjórn? Af hverju enn og aftur þessi vandræðagangur og óbeit á félaginu? Nærtækasta skýringin er sú að uppreisn sexmenninganna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í haust snerist í raun og veru aldrei um prinsippin á bak við REI; um það hvort opinbert fyrirtæki ætti að standa í útrás, eitt og sér eða í samfloti við einkaaðila, nema ef til hvaða aðila þá. Uppreisnin gegn Vilhjálmi var fyrst og fremst uppreisn gegn foringja sem var búinn að tapa tiltrú síns liðs vegna fjölmargra axarskafta. Hvernig Vilhjálmur hélt á málum í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn. Svo óheppilega vildi hins vegar til að málið sem borgarfulltrú- arnir völdu sér til að láta brjóta á var í grunninn mikið framfara- skref fyrir Orkuveituna. Sameining REI og Geysis Green Energy var góð hugmynd sem var klúðrað út af sjúski við framkvæmdina. Eftir stendur REI með mikla möguleika, en sexmenningarnir sitja uppi með að hafa fordæmt grundvallartilgang þess. Þeir máluðu sig út í horn og vilja því leysa málið með sölu félags- ins. Það yrði sorglegt ef svo færi. Það má ekki fórna REI vegna forystukreppu og innanflokksátaka Sjálfstæðisflokksins. Ekki má fórna REI vegna innanflokksátaka. Uppreisn á fölskum forsendum JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.