Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 30

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 30
[ ] Nemendur í MK standa fyrir fatamarkaði í samstarfi við Rauða krossinn til styrktar nauðstöddum í Mósambík. Nemendur í áfanganum Sjálf- boðið starf í Menntaskólan- um í Kópavogi verða með fatamarkað í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða kross Íslands í dag og á morgun. Allur ágóði af fatasölunni rennur til nauðstaddra barna og unglinga í Mósambík. Fatamarkaðurinn, sem er til húsa í sjálfboðamiðstöð Kópavogs- deildar Rauða krossins í Hamra- borg 11, verður opinn frá 14 til 18 í dag og 11 til 17 á morgun. Þar verða barna-, unglinga- og fullorð- insföt til sölu og kosta flíkurnar frá 300 til 1.500 krónur. Fatamarkaðurinn er einn af mörgum liðum í áfanganum en auk þess að sjá um hann fá nem- endur fræðslu um sjálfboðið starf og starfa til dæmis með ungum innflytjendum, öldruðum eða geð- fötluðum. Sunna Kristín Óladóttir er ein þeirra sem völdu áfangann og seg- ist hún nú hafa betri hugmynd um það hvað felist í sjálfboðastarfi. Henni finnst vinnan í kringum fatamarkaðinn skemmtilegust en segir fyrirlestra og fræðslu um ástandið í þróunarlöndunum einnig mjög fræðandi. „Ég gæti jafnvel hugsað mér að vinna sjálf- boðastörf í framtíðinni. Ég held að það sé mjög gefandi,“ segir Sunna Kristín. Að markaðnum koma allir nem- endur í áfanganum og byrja þeir á því að flokka föt frá Rauða kross- inum. Þeir sjá síðan um kynn- ingu, uppsetningu og frágang á markaðnum sem og alla afgreiðslu. Unglingar styrkja aðra unglinga Mjúk barnaflíspeysa Töff kúreka- skyrta. Smart kápa. Sunna Kristín Óladóttir, sem er hér önnur frá vinstri, segir sjálfboðastörf mjög gef- andi og hefur gaman af vinnunni í kringum fatamarkaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjólatúrar eiga vel við í blíðviðrinu um helgina. Smyrðu ryðgaðar keðjur og hjól og smyrðu svo nesti. Bindi í úrvali. Sætir barna- skór. Á markaðnum má meðal annars finna þessar flottu gallabuxur. Sætt púffpils úr þægilegu teygjuefni. Opið hús verður í Myndlista- skólanum í Reykjavík á morgun frá klukkan 14 til 17. Nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sýna afrakstur vetr- arins á opnu húsi skólans sem verður á morgun frá klukkan 14 til 17. Boðið verður upp á vöfflukaffi og gestir fá að spreyta sig á hreyfimynda- gerð, skuggaleikhúsi og leir- rennslu á rennibekk. Kennarar og nemendur verða á staðnum og veita upp- lýsingar um fullt nám og stök námskeið við skólann. - eö Vöfflukaffi og vídeó Gestir fá meðal annars að spreyta sig á hreyfimyndagerð og leirrennslu á morgun.                                                                                               !  "  ! "!                                             !"  #"$!!%$                Einar Lárusson opnar listsýningu í Salt sksetrinu Allir til Grindarvíkur í Menningar og sögutengda 1-2 tíma gönguferð frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna www.saltfi sksetur.is Saltfi sksetur Íslands/Upplýsingamiðstöð Grindavíkur sími 4201190 og 6607303 19. april kl: 14:00 Þiggið léttar veitingar og njótið lifandi tónlistar. Sýningin stendur til 4. mai 2008 Ekkert þátttökugjald Grindavík góður bær... Laugardaginn 19 apríl. Gangan hefst við Staðarkirkjugarð kl: 11:00 Gangan er í tengslun við vígslu á nýju söguskilti fyrir Staðarhver . Við endum gönguna í fjarhúsunum þar sem krakkarnir fá að fylgjast með þegar kindunum er ge ð. Heitt á könnunni. Salt sksetrið er opið alla daga frá 11- 18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.