Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 34
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@365.is
Forsíðumynd Stefán Karlsson
Útlitshönnun
Arnór Bogason og
Kristín Agnarsdóttir
Auglýsingar Sigríður Dagný
sigridurdagny@365.is sími 512 5462
Föstudagur Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
FÖSTUDAGUR
fréttir
„Útskriftarverkefnið mitt,
Growing Jewelry Store eða
hreinræktaðir skartgripir eins
og það þýðist yfir á góðri ís-
lensku er sería af handskart-
gripum þar sem íslenskur mosi
spilar stórt hlutverk” segir Haf-
steinn Júlíusson þriðja árs nemi
í vöruhönnun við Listaháskóla Ís-
lands en á morgun opnar hin ár-
lega útskriftarsýning skólans á
Kjarvalstöðum. „Þetta er í raun
endurskilgreining á verðmætum
samtímans, fyrir mér er náttúr-
an og heilbrigði hin raunveru-
legu verðmæti. Verkefnið er til-
raun til að færa náttúruna nær
okkur, enda er hún forsenda
alls lífs,” bætir Hafsteinn við
en skartgripirnir eru óvenjuleg-
ir að því leitinu að eigandi þeirra
verður að hugsa um þá eins og
lifandi plöntu og vökva þá reglu-
lega. „Það verður því í hlutverki
eigandans að sjá til að skartgrip-
urinn skarti sínu fegurstu og á
sama tíma segir það eitthvað um
eigandann sinn.” Hafsteinn setur
upp gróðurhús á sýningunni þar
sem þessum framandi og líf-
rænu skartgripum verður raðað
upp svo úr verður skemmtileg-
ur samruni skratgripaverslunar
og gróðurhúss. „Þetta eru hrein-
ræktaðir íslenskir skartgrip-
ir sem gefa okkur tækifæri á að
bera nátturuna með okkur hvert
sem við förum,“ segir Hafsteinn
að lokum.
bergthora@frettabladid.is
HAFSTEINN JÚLÍUSSON, NEMI Í VÖRUHÖNNUN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Ræktar skartgripi í gróðurhúsi
DAVÍÐ KOMINN AFTUR
Á ATKINSKÚRINN?
Fastakúnnar Gráa kattarins hafa
verið heiðraðir með nærveru seðla-
bankastjórans Davíðs Oddssonar
upp á síðkastið en þar snæðir hann
morgunmatinn á meðan stýrivext-
ir bankans hækka. Kaffihúsið selur
hinn atkinsvæna morgunverð sem
samanstendur af beikoni og eggjum
en eins og alþjóð veit var Davíð á
Atkinskúrnum á sínum tíma. Ætla
mætti að Davíð væri
kominn aftur í að-
haldið, ekki síst
í ljósi þess að
hann hefur verið
duglegur við að
hvetja til aðhalds
í neyslu- og efna-
hagsmálum.
BORGIN: Reykjavík er eina borgin
sem kemur til greina. París er
frábær en hún er ekki bein-
línis mín.
MORGUNMATURINN:
Morgunmatur á Borg-
inni er fínn, var það að
minnsta kosti síðast
þegar ég tékkaði.
SKYNDIBITINN: Culio-
cans er langbesti skyndibit-
inn, honum fylgir heldur ekki
plagandi samviskubit.
UPPÁHALDSVERSLUN: Held
ég verð að segja Mál og menn-
ing á Laugaveginum. Ég er fíkill í
ritfangaverslanir og það
líður yfir mig ef ég
sé fallega reglu-
stiku.
LÍKAMSRÆKTIN: Nordica Spa er eina líkamsræktin sem
ég finn mig í. Kannski af því að þar get ég þóst vera útlend-
ingur.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Tapasbarinn er nógu fínn fyrir mig.
Einn af fáum stöðum með skemmtilegan mat.
BEST VIÐ BORGINA: Hún er full af góðu fólki sem langar að
hún verði betri.
Borgin mín: REYKJAVÍK
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON þáttastjórnandi og leikari
„Í kvöld kíki ég sennilega á tískusýningu útskrift-
arnemenda í fatahönnun í LHÍ. Og ég ætla á
sjálfa útskriftarsýninguna á Kjarvalsstöðum ein-
hvern tíma um helgina. Á laugardaginn fer ég
með einkasoninn í leikhúsið að sjá Skoppu og
Skrýtlu og í barnaafmæli í Ævintýralandi. Um
kvöldið langar mig svo að hafa það
huggulegt með þeim feðgum. Sunnu-
deginum ætla ég svo að eyða með
kærri vinkonu sem ég hitti allt of sjald-
an, spjalla um allt og ekkert eins og
maður gerir með góðu fólki, kíkja á
kaffihús, fletta tímaritum og smjatta
á kræsingum.“
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ
GERA UM HELGINA?
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri á Nýju lífi.
Y
ohanna, fyrsta plata söngkonunnar
Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur í mörg
ár, kom út í gær. Að baki henni liggur
margra ára vinna.
„Ég er búin að vera að vinna í þessari plötu
alveg frá því að ég var tólf, þrettán ára. Þetta
hefur verið mikil vinna og það eru miklar pæl-
ingar sem liggja þarna að baki,“ segir Jóhanna
Guðrún. „Það er eiginlega bara mikill léttir
að hún sé loksins tilbúin og komin út,“ bætir
hún við.
Jóhanna Guðrún vann meðal annars með
Lee Horrock, lagahöfundi og pródúsenti, við
gerð plötunnar, en hann samdi meðal ann-
ars lögin ásamt Jóhönnu Guðrúnu. Horrock
er enginn nýgræðingur í bransanum, því
hann hefur áður unnið með stjörnum á
borð við Celine Dion, Lindsay Lohan og En-
rique Iglesias. Upptökustjóri var hins vegar
Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds,
sem á að baki samstarf með ekki ófrægara
fólki en Tom Waits, Sheryl Crow og Noruh
Jones.
Jóhanna Guðrún segir lögin á plötunni eðli-
lega hafa breyst með tímanum. „Þau sem ég
hef verið að vinna lengi með hafa breyst og
þroskast með mér. Maður gerir þau náttúrlega
ekki eins þegar maður er þrettán og sautján,“
segir hún brosandi. Jóhanna Guðrún segir það
einnig hafa verið meðvitaða ákvörðun að bíða
með útgáfu plötu þar til hún hefði náð sautján
ára aldri. „Við vildum frekar að ég kæmi fram
sem fullorðin manneskja, í staðinn fyrir að
koma fram sem unglingastjarna. Það er líka
mjög erfitt að losna við barnastjörnunafnið, ef
fólk festist í því,“ útskýrir hún.
Plötuna Yohanna segir Jóhanna Guðrún
vera mjög fjölbreytta. „Þar er að finna áhrif
frá mörgum tónlistarmönnum sem ég hef
hlustað á í gegnum tíðina, eins og Eagles,
Queen, Alanis Morrissette og Sheryl Crow.
Þetta hefur allt haft sín áhrif. Lögin eru líka
þannig að maður þarf að taka sér tíma í að
hlusta á lögin og textana og velta þeim fyrir
sér. Það er mikil dýpt í þeim,“ segir Jóhanna.
Hún flýgur til Danmerkur í dag, þar sem
hún hefur verið við söngnám í Complete
Vocal Institute síðustu mánuði, en lýkur því
í maí. „Ég á örugglega eftir að fljúga eitt-
hvað heim og fylgja plötunni eftir. Við byrjum
hérna heima og tökum eitt skref í einu,“ segir
Jóhanna Guðrún. Hún segir ekkert ákveðið
um hvort Bandaríkin eða Bretland verði næst
á dagskrá. „Við sjáum bara til með það. Það
kemur bara í ljós ef og þegar það gerist,“
segir Jóhanna. sunna@frettabladid.is
Yohanna lítur dagsins ljós eftir margra ára vinnu
Mikill léttir að
platan sé tilbúin
Jóhanna Guðrún segir að á nýrri plötu sinni, Yo-
hanna, sé að finna fjölbreytni og dýpt.
Hafsteinn Júlíusson, nemi á þriðja ári í
vöruhönnun, vökvar hér hönnun sína.
Íslenski mosinn gegnir stóru hlutverki
í hönnun Hafsteins.
EGILL BESTI VINUR
BARNANNA
Þáttarstjórnandinn Egill Helgason
sýndi á sér nýja hlið í þætti sínum
Kiljan fyrr í vikunni. Egill heimsótti
leikskólabörn á leikskólanum Sæ-
borg og ræddi við þau um bækur
þeirra. Slík voru tilþrifin að gárungar
velta nú fyrir sér
hvort þarna
hafi ekki
skapast
grund-
völlur
fyrir nýju
innslagi
þáttarins
„Egill spjallar
við börnin“.
2 • FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008