Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 36
Frægt fólk hefur löngum haft til-
hneigingu til þess að hópa sig
saman og leggja undir sig ákveðin
hverfi. Frægasta dæmið um þetta
er sjálfsagt Beverly Hills í Holly-
wood þar sem moldríkar popp-
stjörnur og kvikmyndaleikarar
hreiðra um sig í glæsivillum sem
henta þyngd pyngju þeirra. Sauð-
svartur almúginn á ekki mikla
möguleika á að keppa við ná-
granna með 30 svefnherbergi og
17 salerni og hrökklast því á braut
þannig að fræga fólkið verður ekki
fyrir ónæði annarra en jafninga
sinna. Vesturbærinn í Reykja-
vík hefur löngum skartað dýrð-
arljóma þrátt fyrir hvassviðri og
þar hefur vel efnað og vel mennt-
að fólk átt öruggt skjól í gegnum
tíðina. Nú eru þeir frægu einnig
farnir að hasla sér völl á þessum
slóðum og Melhaginn er á góðri
leið með að verða íslenskt Bever-
ly Hills. Á Melhaga 16 býr sjón-
varpsparið Svan- hildur Hólm
og eig-
in-
maður hennar, Logi Bergmann
Eiðsson, en á hæðinni fyrir ofan
þau búa alþingismaðurinn Sigurð-
ur Kári Kristjánsson og kærasta
hans, Birna Bragadóttir, fyrrum
fegurðardrottning. Í sömu húsa-
röð á Melhaga 12 býr borgarfull-
trúinn Gísli Marteinn Baldurs-
son ásamt fjölskyldu sinni og er
því ekki langt frá vini sínum Sig-
urði Kára. Hinum megin við göt-
una á Melhaga 1 búa þau Róbert
Marshall, aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra og varaþingmaður
Samfylkingarinnar, og kona hans,
Brynhildur Kristín Ólafsdóttir,
fyrrum fréttamaður Stöðvar 2, en
hún er forstöðumaður samskipta-
sviðs Saga Capital fjárfestingar-
bankans. Með þessu áframhaldi
verður Melhaginn efalaust friðað-
ur og lokað verður fyrir almenn-
an akstur í gegnum götuna. Eitt
er víst að götuhátíð Melhagans
verður sú eina á landinu
þar sem tímaritið Séð
og heyrt verður með
ljósmyndara á
svæðinu.
bergthora@365.is
Hver segir að naglalakkið þurfi alltaf allt að vera í sama lit? Hugsaðu út
fyrir rammann og prófaðu að blanda litunum saman. Einn litur á hverja
nögl og þaðan koll af kolli. Leiktu þér með litina áður en þú ferð á bar í
kvöld. Þú munt pottþétt fá mikla athygli út á þetta.
Naglalakk vikunnar
Hið íslenska Beverly Hills.
Stjörnufans á Melhaga
Svanhildur og LogiBrynhildur og Róbert
Sigurður Kári og Birna
Melhagi
4 • FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008