Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 40
U pphaflega fór ég í há- skólanám á þrjóskunni til að ná mér í háskólagráðu, því menntun skiptir mig miklu máli,“ segir Unnur Birna sem byrjaði í mannfræði haust- ið 2004 en fann fljótt að það átti ekki vel við sig. Áhugi á lögfræði blundaði þó alltaf í henni og í dag hefur hún fundið sig í lögfræð- inni, er að ljúka sínu öðru ári við Háskólann í Reykjavík og stefn- ir ótrauð á áframhaldandi nám. Unnur Birna hefur alltaf haft í mörgu að snúast meðfram nám- inu, enda fjölhæf með eindæmum en undanfarna mánuði hafa líka orðið skemmtilegar breytingar í einkalífinu. Óvænt systkini Unnur Birna á tvo yngri bræð- ur, Steinar Torfa, 21 árs, og Vil- hjálm Skúla, 15 ára, en síðast- liðið haust eignaðist hún litla systur. Hún hlaut nafnið Helga Sóley og á þeim er 23 ára aldurs- munur. „Það var hálfgert sjokk þegar mamma sagði mér að hún væri ólétt, það kom mér svo á óvart. Þegar hún rétti mér svo sónarmyndirnar tók það mig dá- góða stund að meðtaka að þetta væru myndirnar hennar. En um leið og ég áttaði mig, rauk ég auðvitað upp um hálsinn á henni og óskaði henni til hamingju. Ég samgleðst mömmu og Ás- geiri innilega og er í skýjunum yfir þessu enda er Helga Sóley yndisleg viðbót við fjölskyld- una. Nú erum við sjö „systkini“ í heildina því Ásgeir, maðurinn hennar mömmu, á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi. Við eydd- um einmitt páskahelginni öll saman í húsi mömmu og Ás- geirs á Stykkishólmi. Til viðbót- ar vorum við nokkur með maka svo það var frekar lítið pláss, en það var gaman að vera svona mörg og við skemmtum okkur konunglega. Við Reynald, kær- astinn minn, fórum svo bara í rómantíska göngutúra á kvöld- in til að fá smá tíma útaf fyrir okkur.“ Spurð um barneignir segist Unnur Birna ekkert vera að flýta sér. „Þegar mamma eignað- ist Helgu Sóleyju hefði ég alveg getað verið komin með börn sjálf eða þess vegna verið sam- ferða mömmu. En mér finnst ég hins vegar ekkert þurfa að flýta mér, hef nóg að gera í öðru og fæ mikið út úr því að vera bara með litlu systur. Börnin mín koma þó til með að vera nær Helgu Sól- eyju í aldri en ég,“ segir Unnur Birna brosandi. Fór tvisvar sinnum í Miss World- keppnina Talið berst óhjákvæmilega að fegurðarsamkeppnum og að þeim tíma sem Unnur Birna var Ung- frú heimur. Það sem færri vita er að Unnur Birna fór í fyrsta sinn í keppnina fyrir tæpum 24 árum síðan, en þá tók móðir hennar, Unnur Steinsson, þátt í henni, ólétt af Unni Birnu og komin rúmlega tvo mánuði á leið. „Mamma lenti í fjórða sæti í Miss World-keppninni 1983 en fáir vissu að hún væri ólétt á þeim tíma. Þegar hún krýndi arf- taka sinn í Ungfrú Ísland árið eftir var hún hins vegar það langt gengin að það fór ekkert á milli mála og ég kom svo í heiminn nokkrum dögum síðar. Ég kom samt alveg þrem vikum á undan áætlun og ég held það sé einmitt skemmtilega lýsandi fyrir mig, enda liggur mér yfirleitt mikið á og líður best þegar það er brjál- að að gera hjá mér,“ segir Unnur Birna. Hún er afslöppuð þegar rætt er um tíma hennar sem Ungfrú heimur og það er ekki að finna á henni að titillinn hafi stigið henni til höfuðs með nokkru móti. ,,Ég hef einhvern veginn sett Miss World-tímann minn svolítið til hliðar í augnablikinu. Ég kynnt- ist þó mikið af fólki sem ég held enn sambandi við og að sjálf- sögðu rifjast oft upp minningar frá þessu tímabili. Ég hef samt ekki enn þá unnið alveg úr þess- ari reynslu og mig grunar að það taki svolítinn tíma í viðbót enda mjög svo súrrealísk lífsreynsla sem þarf að tækla. Margir héldu að ég hefði grætt margar millj- ónir á sigrinum en keppnin var, eins og ég hef oft sagt áður, í raun bara eins og mánaðarlangt starfsviðtal og í lokin var það ég sem fékk vinnuna. Í kjölfarið var ég samningsbundin í ár og fékk Unnur Birna er töffari inn við beinið og ræðst ekki alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur. Í viðtali við Ölmu Guðmundsdóttur segir Unnur Birna frá náminu, vinnunni, kærastanum, litlu systur og hvernig það er að vinna með Bubba. AÐ MATI UNNAR BIRNU Besti tími dagsins: Klárlega kvöld- in, er ekki beint morgunmanneskja. Bíllinn minn er: Skítugur en frábær! Uppáhaldsmaturinn: Indversk- ur matur. Skyndibitinn: Rizzo Pizza Diskurinn í spilaranum: iPodinn minn er tengdur spilaranum, mjög gott úrval þar. Uppáhalds húsgagnið: Stóri mjúki sófinn okkar í Garðabænum. Hvers gætir þú ekki verið án? Tón- listar og hestanna minna. Hvenær varstu hamingjusömust? Held ég hafi sjaldan verið jafn ham- ingjusöm og einmitt núna. En ef ég á að velja eitthvað eitt augnablik, kemur upp í hugann,sveitasæla, kyrrð, sólsetur og hestalykt. Dekrið: Nammidagar, sem eru bæði laugardagar og sunnudagar í mínu tilfelli. Mesti lúxusinn? Höfuðnudd er það besta sem ég veit. Fjölhæfur töffari 8 • FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.