Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 42
18. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● námskeið
Mikil vinna var lögð í búningana á Nemendasýningunni í ár sem fyrr. Þótt nemendur væru margir hverjir ungir leyndi einbeitingin sér ekki.Mikið er lagt upp úr tæknivinnu, jafnvægisæfingum og fleiru.
Þessi myndarlegi hópur túlkaði haustið. Þessi stúlka fór með hlutverk snjódrottningarinnar í vetrinum. Yngri nemendur léku
snjókorn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forskólabörn dönsuðu árstíðirnar á sýningunni og túlkuðu þessar stúlkur vorið.
Dansað inn í vorsins draumalönd
Vornámskeið eru að hefjast í
Ballettskóla Eddu Scheving.
Ballettskóli Eddu Scheving hefur
verið starfræktur frá árinu 1959
og er því að hefja sitt 49. starfs-
ár. Skólinn sérhæfir sig í kennslu í
klassískum ballett og er tilgangur
starfseminnar að veita nemendum
góða þjálfun og kennslu. Áhersla
er lögð á fjölbreyttar æfingar,
tæknivinnu, jafnvægisæfingar og
fleira. Nemendur fá að kynnast
alls kyns dansformum og tónlist.
Margt er fram undan hjá skól-
anum. Má þar nefna fjögurra
vikna vornámskeið sem hefst 26.
apríl næstkomandi og er ætlað
byrjendum sem og þeim sem
lengra eru komnir. „Þessa daga
stendur skráning einmitt yfir
og er þetta upplagt til kynning-
ar fyrir byrjendur,“ segir Brynja
Scheving, skólastjóri Ballettskóla
Eddu Scheving.
Þess má jafnframt geta að að-
standendur skólans standa fyrir
nemendasýningu í lok hvers skóla-
árs. Slík sýning fór fram í Borgar-
leikhúsinu nú á dögunum þar sem
nemendur á aldrinum fjögurra til
tuttugu ára komu fram. Er óhætt
að segja að sýningin hafi verið
vel heppnuð í alla staði og ljóst að
innan veggja skólans leynast lista-
menn sem eiga framtíðina fyrir
sér. Hrifning áhorfenda leyndi sér
að minnsta kosti ekki í lokin þar
sem nemendur uppskáru mikið
lófatak og blómvendi að launum.
Ansi margt á milli himins og jarðar fer fram í Húsinu
á Akureyri. Þar er upplýsinga- og menningarmiðstöð
fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem blómstrar
sem aldrei fyrr.
Gamli Barnaskólinn á Akureyri sem nú ber nafnið Mögu-
leikamiðstöðin Rósenborg hýsir starfsemi Hússins. Þar fer
fram fjölbreytt tómstunda- og símenntunarstarf, meðal
annars starfsemi fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. „Við
höfum verið í Rósenborg í tvö ár en undanfari Hússins hét
Kompaní og var stofnað fyrir rúmum tíu árum. Nafninu
var svo breytt í Húsið árið 2003 og er það nafn í samræmi
við stefnu ungmennahúsanna á Íslandi samanber Hitt
húsið og Hvíta húsið,“ segir Kristján Bergmann, forstöðu-
maður Hússins á Akureyri.
Hann segir að markmiðið sé að bjóða innihaldsríka og
uppbyggilega starfsemi á sviði menningar, lista, fræðslu
og tómstunda. „Við hjálpum ungu fólki að koma góðum
hugmyndum í framkvæmd og veitir aðstöðu fyrir starf-
semina. Auk þess sem við skipuleggjum mikið sjálf,“ segir
Kristján og nefnir þar hóp fyrir unga foreldra og ungliða-
hóp Samtakanna 78 á landsbyggðinni sem var stofnaður
í samstarfi við áhugasaman hóp ungmenna. Klúbbastarf-
semi er öflug og þar nefnir Kristján meðal annars Dung-
eons & Dragons hlutverkaspilaklúbb alla miðvikudaga
klukkan 14.30 og byrjendahóp alla laugardaga kl. 16.00 og
Samtökin 78 á Norðurlandi sem eru með fundi alla fimmtu-
daga frá kl. 20-22. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, starfsmaður
Hússins, er annar trúnaðarmaður samtakanna og að sögn
Kristjáns er hún við í húsinu flesta daga til kl. 22. Einnig
er hægt að ná í hana í síma 661 8058. Síðan er ungt fólk
með ungana sína í Húsinu alla þriðjudagsmorgna frá kl.
10-12. Sá hópur er opinn öllum ungum foreldrum eða verð-
andi foreldrum og þar er ekki krafist skráningar, aðeins að
mæta. Þau eru í samstarfi við Heilsugæslustöðina á Akur-
eyri. Kristján nefnir einnig hressa hópa sem kalla sig Fjör-
fiskana og Fjörfugla, sem eru líflegur hópur krakka með
fatlanir eða þroskaraskanir sem hittist á þriðjudagskvöld-
um kl. 19-21 og á miðvikudögum kl. 20-22. Einnig starfar
Leikklúbburinn Saga í Húsinu. Þá er Huglist, hópur ungs
fólks með geðraskani,r með sinn tíma í Húsinu. Bekkjar-
kvöld eru líka í boði að sögn Kristjáns og nefnir krakka úr
MA sem hittast tvisvar í mánuði. Rokkklúbburinn heldur
vímulausa tónleika og þurfa gestir að blása í áfengismæli
við inngang. En síðan eru einnig góð ráð fyrir ungt fólk í at-
vinnuleit. „Við veitum ráð í gerð ferilskráa og upplýsingar
um atvinnuviðtöl,“ segir Kristján sem nefnir einnig tölvu-
ver, leikherbergi, myndavélar og klippiforrit fyrir unga
fólkið. Hljómsveitir geta einnig fengið æfingar aðstöðu og
frá 21. apríl fram í byrjun maí er ókeypis að æfa að sögn
Kristjáns. Húsið er opið alla virka daga frá kl. 14-22, auk
laugardaga. Þriðjudags- og fimmtudagskvöld eru þó með
lokaða fundi vegna Fjörfiska og Samtakanna 78.
Heimasíða Hússins er http://husid.net/ og http://www.
myspace.com/husid rh@frettabladid.is
Hús unga fólksins fyrir norðan
Kristján Bergmann, forstöðumaður Hússins á Akureyri, segir það
forréttindi að vinna með öllu þessu frábæra unga fólki.
FRÉTTABLAÐIÐI/ÖRLYGUR HNEFILL