Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 44
18. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● námskeið
Metnaðarfull námskeið fyrir eldri borg-
ara fara fram í fagurri náttúruumgjörð
Borgarfjarðar í maí, en þar verður boðið
upp á námskeið í Snorrasögu, leikrænni
tjáningu og jóga.
„Ég ákvað að bjóða upp á þessa nýjung því
þótt úrval námskeiða fyrir eldri borgara sé
bæði fjölbreytt og skemmtilegt finnst sumum
að fræðileg námskeið þar sem farið er djúpt
ofan í hlutina hafi skort,“ segir Helga Dís Sig-
urðardóttir, MA í uppeldis- og menntunar-
fræðum frá Háskóla Íslands, en fyrirtæki
hennar, Hugleiðir, býður eldri borgurum upp
á yfirgripsmikil og metnaðarfull námskeið
í Reykholti í Borgarfirði vikuna 19. til 23.
maí. Þátttakendur velja sér eitt þriggja nám-
skeiða og innifalið er fullt fæði og gisting á
Fosshóteli, auk tveggja kvöldvaka.
„Í bókinni „Árin eftir sextugt“ talar Þórir
Guðbergsson meðal annars um mennta-
garða, sem kunnir eru og vinsælir í ná-
grannalöndunum. Þá fer fólk í eins konar
heimavistarskóla þar sem lagt er upp úr
metnaðarfullu námsefni sem kennt er af há-
skólakennurum, og með námskeiðunum í
Reykholti er ég dálítið að fara eftir sömu
hugmyndafræði og fæ til liðs við mig mjög
færa kennara,“ segir Helga Dís sem hefur
mikla reynslu af kennslu í Námsflokkum
Reykjavíkur, Símenntun Mímis og hefur
sinnt kennslu félagsliða sem starfa með
eldri borgurum.
„Í samvinnu við Snorrastofu verður nám-
skeið um Snorra Sturluson, þar sem farið
verður ítarlega í sögu hans í tengslum við
Reykholt, sagt frá rannsóknum, gengið
um svæðið og fleira. Námskeiðið verður í
umsjá Óskars Guðmundssonar, sagnfræð-
ings og rithöfundar, og aðrir fyrirlesarar
verða séra Geir Waage, Bergur Þorgeirs-
son, forstöðumaður Snorrastofu, og Evy
Beate Tveter verkefnastjóri. Þá verður nám-
skeið í leikrænni tjáningu í umsjá Margrét-
ar Ákadóttur, leikkonu og MA í leiklistar-
meðferð. Byggt verður á sagnahefð Íslend-
inga og endað á leiksýningu. Síðast en ekki
síst verður Aanika Chopra með námskeið í
jóga og þar verður farið í fræði jógaiðkun-
ar, mataræði, lífsstíl og kenndar ýmsar æf-
ingar,“ segir Helga Dís sem hefur að mark-
miði að bjóða upp á spennandi námskeið
fyrir eldri borgara einu sinni í mánuði yfir
vetrartímann.
„Viðtökurnar eru góðar og ég vonast til að
þetta sé rétt svo byrjunin því ég hef margar
hugmyndir sem falla vel að áhugasviði eldri
borgara, og sem gaman væri að rættust í
framtíðinni. Það er dásamlegt að umgang-
ast eldra fólk því það er að upplagi jákvætt,
hresst og tilbúið að takast á við ný og spenn-
andi verkefni. Kynslóðabil finnst því bara í
hugum fólks.“
Nánari upplýsingar og skráning er í síma
562 5575, á www.hugleidir.is eða á netfang-
inu hugleidir@simnet.is.
- þlg
Leikið og lært í yl
borgfiskrar náttúru
Helga Dís Sigurðardóttir, MA í uppeldis- og menntunarfræðum, stendur fyrir yfirgripsmiklum og metn-
aðarfullum námskeiðum fyrir eldri borgara í Reykholti í Borgarfirði í enda maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Maður lifandi stendur fyrir ýmiss konar námskeiðum þar sem
almenningur er fræddur um mikilvægi hollrar næringar og
innihald matvöru og bætiefna. Í samstarfi við sérfræðinga á
þessu sviði verður í boði fjölbreytt fræðsla fyrir þá sem vilja
tileinka sér heilsusamlegt líferni og auka lífsgæði sín. Fram
undan eru námskeið eins og Heilsukostur – kökur og eftirrétt-
ir, haldið hinn 22. apríl, Heilsukostur – matreiðslunámskeið,
29. apríl, og Hvað á ég
að gefa litla barninu
mínu að borða?, 30.
apríl. Hægt er að
afla sér nánari upp-
lýsinga á vefsíðunni
www.madurlifandi.is
eða í síma 58 58700.
Aukin lífsgæði
Maður lifandi býður upp
á námskeið tengd hollum
mat og heilsusamlegum
lífsstíl. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
OPIÐ HÚS
laugard. 19.4.
kl.14 - 17
Hringbraut 121 • 107 Reykjavík sími 5511990
www.myndlistaskolinn.is
Á leið í listaháskóla ? UNDIRBÚNINGSNÁM
Tveggja ára nám á háskólastigi Umsóknarfrestur til 28.maí 2008
Leir og
tengd efniMÓTUN
MYNDLISTA- OG
HÖNNUNARSVIÐ
Umsóknarfrestur til 26. maí 2008
Inntökupróf 31.maí 2008