Fréttablaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 54
18. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR
Við Kennaraháskóla Íslands er
boðið upp á nám í tómstunda-
og félagsmálafræði.
Inntökuskilyrði til 90 eininga grunn-
náms til þriggja ára er stúdentspróf
eða sambærileg mennntun og veitir
námið sérþekkingu til starfa á sviði
tómstunda- og félagsmála.
Meginfræðasvið í námi tóm-
stunda- og félagsmálafræðinga eru
tómstundafræði, sálfræði, félags-
fræði og siðfræði. Í námslýsingu
segir að nemendur fái tækifæri til
að skoða sjálfa sig, bakgrunn sinn
og viðhorf og móta á þeim grund-
velli eigin viðhorf til barna, ung-
menna og annarra sem þeir kunna
að starfa með.
Í fyrra var í fyrsta sinn boðið
upp á meistaranám í tómstunda-
og félagsmálafræðum við skólann
og er Árni Guðmundsson umsjón-
armaður þess. Árni segir ásókn í
námið hafa aukist undanfarin ár
svo grundvöllur hafi skapast fyrir
meistaranám. „Með breyttum þjóð-
félagsháttum hefur frítími auk-
ist og fólk gerir kröfu á að fagfólk
vinni á þjóustumiðstöðvum,“ segir
Árni.
„Það fjölgar alltaf frístunda-
heimilum og félagsmiðstöðvum og
íþróttafélög eru að stækka svo það
er mikil þörf fyrir sérmenntað fólk
á þessum vettvangi.“
Í náminu tileinka nemendur sér
þekkingu á gildi, þýðingu og hlut-
verki tómstunda í nútímasamfélagi
með það að markmiði að þeir fái
heildarsýn á þá starfsemi sem fer
fram í frítíma fólks á öllum aldri.
Sjá nánar á vef Kennaraháskóla
Íslands www.khi.is - rat
Heildarsýn á tómstundir
Við Kennaraháskóla Íslands er boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
Ertu í stuði?
Hófst þú nám í rafiðngrein,
raf- eða rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða
rafeindavirkjun en laukst því ekki?
Ertu að starfa við þær greinar þrátt fyrir að
hafa ekki lokið sveinsprófi?
Hefur þú hug á að ljúka því námi sem þú hófst?
Kynningarfundur verður á Stórhöfða 31
miðvikudaginn 30. apríl kl. 17:00.
“Ertu í stuði?” er verkefni sem ætlað er að finna leiðir
til að meta þá færni sem þátttakendur hafa aflað sér í
námi og starfi.
Markmiðið er að þátttakendur ljúki sveinsprófi.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á
heimasíðu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins
www.rafis.is/fsr
eða í síma 580 5252