Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 57

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 57
greidd sanngjörn mánaðarlaun sem voru langt frá því að vera himinhá. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það sem sigurinn fól í sér og sé alls ekki eftir að hafa farið út í þetta. Ef það er eitthvað sem ég sé eftir er það kannski að hafa ekki farið ári fyrr í keppnina hérna heima svo að móðuramma mín heitin, sem hvatti mig einna mest til þátt- töku, hefði getað gengið með mér í gegnum þetta. En þá er auðvitað alls ekki víst að farið hefði eins og fór.“ Fegurðarsamkeppnir hafa ávallt verið mjög umdeildar, en eins og flest annað virðast þær geta haft bæði góðar og slæm- ar afleiðingar í för með sér. „Að sigra í svona keppni er stökk- pallur út af fyrir sig og það er á ábyrgð hverrar og einnar að vinna úr því tækifæri. Maður verður að standa með þeim ákvörðunum sem maður tekur og sú ákvörðun að taka þátt var í mínu tilfelli rétt. Ég var líka orðin það gömul að ég hafði vissan þroska til að takast á við þá pressu sem fylgdi titlin- um, annað en margar stelpur sem fara í keppnina of ungar og missa tökin og þar af leiðandi jarðteng- inguna. En þetta er auðvitað mjög einstaklingsbundið og engan veg- inn hægt að alhæfa um afleiðingar þátttöku í svona keppni.“ Föstudagskvöld með Bubba Unnur Birna virðist standa sig vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og þar er starf hennar sem kynnir í Bandinu hans Bubba engin undantekning. Eftir símtal frá forsvarsmönn- um Stöðvar 2 síðastliðið haust var ráðist í þáttagerðina og í kvöld er úrslitaþátturinn í beinni útsend- ingu. Unnur Birna segir vinnuna á bakvið tjöldin mun meiri en fólk heima í stofu gerir sér grein fyrir. Það er að mörgu að huga við gerð sjónvarpsþátta og þá sérstaklega þegar þeir eru í beinni útsend- ingu. „Ég er enn að venjast því að fá skipanir í eyrað og heyra sam- töl tæknimannanna á meðan ég er kannski sjálf að tala í mynda- vélarnar. Það er allt fyrirfram ákveðið, í hvaða myndavél ég á að horfa og hvenær og við hvern ég tala hverju sinni. Mér líður vel í kynnahlutverkinu, þetta er krefj- andi starf og ef eitthvað óvænt kemur upp á er það undir mér komið að bjarga málunum. Við Bubbi erum líka mestu mátar, mér finnst hann alveg frábær og ég kann að meta að hann kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur. Dómnefndin er líka skemmti- lega samsett því Bubbi, Villi nagl- bítur og Björn Jörundur eru allir stórir karakterar og ég á oft erf- itt með að halda andliti þegar þeir komast á flug. Bjössi er náttúr- lega með orðheppnari mönnum á Íslandi og fer gjörsamlega á kost- um í þáttunum. Mér finnst líka sterkur leikur hjá Bubba að leyfa aðeins íslenska tónlist því við sjáum svo mikið af sjónvarpsefni þar sem erlend tónlist er í fyrir- rúmi. Ég hef sjálf verið að upp- götva íslenskar perlur í gegnum þættina og þátttakendurnir hafa svo sannarlega þurft að sökkva sér ofan í gamla og góða íslenska tónlist. Þeir Eyþór og Arnar sem eftir standa eru báðir ótrúlega efnilegir söngvarar og ég get ómögulega sagt til um hvor mun sigra í kvöld. Mér finnst persónu- lega, þótt ég sé nú ábyggilega pínu hlutdræg, að þeir og Thelma, sem datt út í síðasta þætti, beri af þeim íslensku stjörnum sem hafa fæðst í sambærilegum tónlistar- þáttum hingað til og það hefur sýnt sig og sannað að þau eru bæði frábærir söngvarar og ekki síður góðir lagahöfundar. Fólk er því að missa af miklu ef það miss- ir af þættinum í kvöld, því get ég lofað.“ Í fjármálageiranum í sumar Unnur Birna hefur mjög víð- tæka starfsreynslu. Sumarið eftir að hún var kjörin Ungfrú Ís- land starfaði hún hjá lögreglunni, hún hefur kennt dans til margra ára og sem Ungfrú heimur fólst starf hennar í að vekja athygli á málefnum bágstaddra barna og ferðalögum tengdum því um allan heim. Í vetur hefur hún verið fastur gestur heima í stofu hjá áhorfendum Stöðvar 2 sem kynn- ir í Bandinu hans Bubba, en hvað tekur svo við? „Í sumar er ég að fara að starfa á nýjum vettvangi þar sem ég mun vinna hin ýmsu störf sem tengjast innheimtunni hjá Glitni. Þetta starf leggst mjög vel í mig og verður mikilvæg reynsla fyrir áframhaldandi lög- fræðinám. Það verður líka gott að vinna átta til fjögur-vinnu til til- breytingar því ég er vön að vera í hinum ýmsu verkefnum sem eru oft mjög óregluleg,“ segir Unnur Birna. Spurð um framtíðarplön segist hún ekki vera búin að gera upp við sig á hvaða vettvangi hún vilji starfa. „Ég á náttúrlega nóg eftir af náminu mínu, svo ég sit allavega á skólabekk í nokkur ár í viðbót en sjónvarpsvinnan heill- ar mig líka og ég myndi gjarnan vilja starfa meira á því sviði í nán- ustu framtíð. Það er aldrei að vita nema fólk muni sjá mig aftur á skjánum.“ Hamingjusöm Á meðan lánið virðist leika við Unni Birnu jafnt í námi og starfi leikur forvitni á að vita hvort hún sé hamingjusöm. „Já, stórt er spurt. Ég hef nú heldur betur farið fjallabaksleiðina í leit minni að mannsefni síðastliðin ár, en nú er þetta komið, held ég,“ segir Unnur og brosir sínu breiðasta. „Ég er í sambúð í Garðabænum með kær- astanum mínum, Reynaldi Hin- rikssyni, en á reyndar enn þá her- bergi heima hjá mömmu líka þar sem ég tími ekki að flytja form- lega að heiman alveg strax. Reyn- ald er að klára atvinnuflugmann- inn núna í vor svo við erum bæði í fullu námi, en með góðu skipu- lagi finnum við alltaf tíma fyrir hvort annað. Mér finnst ég loks- ins vera búin að finna mig í alvöru sambandi sem verður bara betra og betra með hverjum deginum. Þannig að ég mundi segja já, ég er mjög hamingjusöm – upptekin og hamingjusöm.“ 18. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.