Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 58
10 • FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 útlit smáatriðin skipta öllu máli BIOTHERM er komið með magnað undrakrem á markað sem á að vinna vel á bless- aðri appelsínuhúðinni. Celluli Laser vinnur gegn hörðum kollagenþráðum og er grennandi í þokkabót. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Á aðeins 10 dögum vinnur kremið á app- elsínuhúðinni og sléttir úr henni og gerir hana dúnmjúka. Æskilegt er að bera kremið á sig kvölds og morgna, nudda kreminu vel inn í líkamann frá ökkla að mitti og áður en þið vitið af verðið þið orðnar eins og Britney áður en hún byrjaði í ruglinu. „Sumarlína Haute Couture Vertige blæs ferskum straumum í íslenska hártísku. Hárið verður léttara og náttúrulegra þar sem mikið er lagt upp úr því að hægt sé að leika sér með hárið að vild,“ segir Sigmundur Sigurðsson, betur þekktur sem Simbi, hárgreiðslumaður og eigandi Salon Veh á Íslandi. „Stytturnar í síðu hári lengjast en það þykkir hárið og gerir það náttúrulegra. Liðir verða sömuleiðis áber- andi og koma skemmtilegri hreyfingu á hárið,“ segir Simbi og bætir því við að sléttujárnið verði þarfaþing hverrar konu í sumar. „Sléttu- járnið verður notað til að fá liði í hárið og því notað með öðru sniði en hefur tíðkast hingað til. Það verður þó líka notað til að slétta einhvern hluta af hárinu eins og til dæmis toppinn.“ En Simba finnst þungir toppar fara afar vel með síðu línunni og koma sterkir inn í íslenska sumarið. „Mér finnst mjög gaman að blanda saman línunum fyrir síða hárið og stutta hárið en í stuttu línunni eru þungir og þverir toppar al- gjörlega málið. Annars eru stytturnar mjög áberandi í stuttu línunni en eru þó mjög jafnar,“ segir Simbi en það er ekkert ósvipað áhersl- unum í herralínunni, þar sem þungir toppar, jafnar og miklar styttur verða áberandi. „Hárlitirnir verða náttúrulegri og dempaðri þar sem fallegur rauður blær og koparlitir verða í aðalhlutverki. Strípurn- ar eru ekki á undanhaldi en verða í svipuðum tón og liturinn þannig að hárið öðlast meira líf og hreyfingu án þess þó að vera röndótt.“ bergthora@365.is Simbi er hrifinn af þungum toppum fyrir sumarið. Náttúrulegt, létt & líðandi hár Lengri stytt- ur í síðu hári þykkja hárið og gefa því náttúrulegra yfirbragð. Jafnar styttur og þver- ir toppar eru einkennandi fyrir stuttu hárlínuna fyrir sumarið. Þungir toppar verða allsráðandi í herralínunni. Simbi hárgreiðslumaður. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 Opið föstudag 11-18.30 laugardag 11-17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.