Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 18.04.2008, Qupperneq 62
díana mist bland í gær og á morgun ... HELGIN 18.-20. APRÍL Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur og tónlistarmaður „Kötturinn hefur fært sig upp á skaftið að undanförnu. Hann heimtar að fá nafnið sitt á póstkassann. Ég sam- þykki það ekki. Hann er ekki persóna heldur hlutur. Ég get ekki beðið eftir að fá mér morgunkaffi með kettinum og lesa Fréttablaðið þar sem mun standa svart á hvítu að hann sé hlutur. En þó er hann hlutur sem ég get ekki verið án.“ „Ég nota rímorðabókina mína meira en flest- ar aðrar bækur. Ég skammast mín ekkert. Springsteen notar svona. Samt tókst honum einu sinni að ríma „foreign land“ við „yellow man“ sem er nokkuð vel af sér vikið.“ „Ég hef notað þennan trefil síðan ég fæddist. Frænka mín prjónaði hann á mig þegar ég var í móðurkviði og ég hef notað hann síðan. Sam- tals hefur þessi bleðill legið um háls minn í meira en 3.000 daga myndi ég giska. Ég er oft með þetta innan undir þar sem enginn sér. Lúmskur.“ „Frænka mín benti mér á að svona mubla kallist legubekkur og að dívan sé eitthvað allt annað. Mér er alveg sama og kalla þetta dívan eins og að drekka vatn. Ég get ekki verið án dívansins míns.“ „Svitabönd fyrir putta. Þetta var aðal tísku-itemið í París veturinn 2004- 2005. Ég hef aldrei séð neinn með svona hér heima. Þetta eru að vísu ekki svitabönd heldur bara skraut. Þetta er kúl.“ „Píanóið er til að virka kúl. Ég get vel lifað án píanós- ins. Ég spila ekki oft á það og get bara glamrað eins og sauðdrukkinn útfararstjóri. Þetta er samt töff item og ég keypti það af Varnarliðinu en það hafði staðið í sam- komuhúsi gyðinga á Vellinum.“ „Pabbi er læknir og hefur verið háður svona klossum síðan hann var kandidat á Borgarspítalan- um 1977. Ég smitaðist af þessu þegar ég var svona tólf ára. Pabbi er klossadílerinn minn. Hann reddar mér góðum læknaklossum í gegn- um heildsölu á sérstökum lækna- prís. Þetta er mjög ávanabindandi og ég er alltaf í klossum þegar ég er heima nema þegar ég sef eða er í sturtu. Annars alltaf.“ „Kylfur eins og þessi eru nauðsynlegar ef einhver ætlar sér að stela öllum fínu hlutunum mínum eins og sjálfstýrandi gólfmoppunni. Ég geymi hana við rúmstokkinn og get ekki beðið eftir að fá innbrots- þjóf í heimsókn til að geta lamið hann í spað. Mig dreymir það oft á nóttunni og það eru sko ekki mar- traðir!“ „Sjálfstýrandi gólfmoppa. Ég man ekki hvað þessi drulla hét. Robom- op X-treme 3000 eða eitthvað svo- leiðis. Ég fékk þetta að gjöf frá Georgi og Ragnari vinum mínum. Þetta er að sjálfsögðu handónýtt drasl og maður þyrfti að fara inn á geðdeild ef maður gæti ekki lifað án svona græju.“ „Smá plebbajátning. Ég verð að eiga tómatsósu. Ég er eins og illa upp alinn hjólhýsagæi því ég nota tó- matsósu á allt. Ég las einu sinni að tómatsósa væri það sem kæmist næst því að líkjast mannsblóði. Ekki bara í útliti heldur líka á bragðið. Ég held það sé rétt. Ekki getur maður lifað án blóðs.“ FÖSTUDAGUR: Tískusýning útskriftarnema í fata- hönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin kl. 20.00 í Gömlu kexverksmiðjunni Frón, Skúlagötu 28. • Miðnæturtónleikar hljómsveitarinnar Jagúar á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti, aðeins 1.000 kr. inn. Fullkomin byrjun á helginni. LAUGARDAGUR: Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands verður opnuð á Kjarvalsstöðum kl. 14. Síðustu ár hefur verið sérstaklega mikil gróska í Listaháskólanum og ættu allar listaspírur lands- ins að láta sjá sig á sýningunni. Hlutirnir gerast varla miklu ferskari en á þessari sýningu. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL Ég var alveg staðráðin í því að vera mjög stabíl um helgina, hugsa um heilsuna, útlitið og reyna að taka mig saman í andlitinu eftir síðustu vikur. En eftir „break-up“ vikunnar ákvað ég þó að fagna því að vera ekki lengur með pakkalausa manninum. Á föstu- dagskvöldinu hitti ég vinkonur mínar á Boston til að fara yfir stöðuna. Ein- hvern veginn hélt ég að við værum bara að fara að drekka kaffi en um leið og ég kom labbandi upp tröppurn- ar sá ég í hvaða fíling þær voru og því varð ekki aftur snúið. Boston-mublurn- ar, Baggalúturinn Kalli Sig og leikarinn Björn Hlynur, sátu við barinn en ann- ars var staðurinn fullur af fólki sem ég hafði aldrei séð áður. Við vinkonurnar vorum komnar í svo mikið stuð að við hlupum yfir á b5. Það var enginn kom- inn á bak á hestinum en stemningin var þó í magnaðara lagi. Arkitektinn, Freyr Frostason, var með myndavélina á lofti og stóðst ekki mátið að smella mynd af tvíförum aldarinnar, Geir Ólafs og Orra Haukssyni. Áslaug Snorradóttir sötraði kampavín á meðan Hulda og Hanna Stína arkitekt voru í góðri sveiflu á dansgólfinu. Eftir allt stuðið á b5 kíktum við á Ölstofuna sem var þéttsetin að vanda. Ásdís Olsen og Kolfinna Baldvins drukku öl, ræddu heims- málin og veltu karlamarkaðnum fyrir sér en þetta var eiginlega í fyrsta skipti sem Ásdís fer á bar eftir skilnaðinn við Spaugstofu-Karl. Þar var líka Katla Jónasdóttir, Andri Ottesen, Jón Ársæll Þórðarson og frú. LAUGARDAGUR 12. APRÍL Fagnaði fyrsta einhleypa laugardags- morgninum mínum í langan tíma, fór í Mál og menningu, las slúðurblöðin og sötraði latte, þar var söngkonan Mar- grét Eir með huggulegum manni. Ljóst er að ástin svífur yfir vötnum því bær- inn virtist vera fullur af pakkafólki sem leiddist og brosti. Mér ofbauð og þakk- aði fyrir að vera kona einsömul. Ein- hleypu hátíðarhöldin héldu áfram en ég bauð vinkonum mínum í mat á laugar- dagskvöldinu. Eftir passlega mikið át og alltof marga drykki héldum við út á galeiðuna enda ekki með nein sófadýr í eftirdragi. Skelltum okkur á tónleika hljómsveitarinnar Sometime á Organ, þar var rífandi stemning og fullt af skemmtilegu fólki. Þar var Anna Kristín í KronKron, stílistarnir Anna Clausen og Agnieszka og Ási og Eygló fatahönn- uðir. Við vinkonurnar nutum okkur vel í trylltum dansinum og döns- uðum frá okkur ráð og rænu. Lét öll eftirpartí og rugl eiga sig þar sem „einhleypu“ há- tíðarhöld helgarinnar höfðu tekið sinn toll. TOPP 10 F Ö S T U D A G U R /A R N Þ Ó R 14 • FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.