Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 80

Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 80
 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Tríó Reykjavíkur efnir til sérstakra afmælistónleika á sunnudagskvöld. Tón- leikarnir verða jafnframt síðustu tónleikar vetrar- ins í tónleikaröð tríósins í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Tríó Reykjavíkur var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu í ár. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Halldóri og hefur leikið með tríóinu síðan. Frá árinu 1990 hefur tríóið haft tónleikaaðsetur í Hafnar borg og leikið þar í það minnsta á fjórum tónleikum á ári. Gunnar segir samstarfið við stofnun ina hafa verið afar far- sælt. „Það hefur verið okkur alger- lega ómetanlegt að fá inni hjá Hafnarborg. Á átján árum höfum við haldið fleiri tugi tónleika þar, frumflutt fjölda nýrra verka og fengið til okkar góða gesti, þannig að húsnæðið hefur reynst okkur afskaplega vel. Að auki er skemmtilegt að flytja tónlist innan um fallegar myndlistarsýningarn- ar og finna hvernig þær hafa áhrif á stemninguna á tónleikunum.“ Þó svo að tríóið hafi átt sinn heimavöll í Hafnarborg hefur það jafnframt komið víða við á ferli sínum og haldið tónleika á mörg- um stöðum hérlendis og erlendis. Gunnar segir þó engan tiltekin viðburð standa upp úr þegar litið er um öxl. „Ætli það sem skipti okkur mestu máli sé ekki að hafa fengið að upplifa hvernig tónlistar- hópur fær tækifæri til að vaxa og þroskast ef hann heldur saman í svona langan tíma. En svo er einnig alveg yndislegt að sjá sömu andlitin aftur og aftur á tónleikum og finna þann stuðning sem fylgir því að eiga sér fastan tónleika- gestahóp.“ Efnisskrá afmælistónleikanna er hæfilega fjölbreytt og endur- speglar þannig að nokkru leyti fjölbreyttan og litríkan feril tríós- ins. Tónleikarnir hefjast á verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem nefnist Hafnarborgarkvartettinn. Verkið samdi Þorkell fyrir fyrstu tónleikana sem tríóið lék á í Hafnar- borg í september árið 1990. Kvart- ettinn er fyrir tvær fiðlur og tvö selló og munu því systurnar Pálína og Margrét Árnadætur koma fram með fyrrverandi kennurum sínum, Guðnýju og Gunnari. Næst flytur tríóið verk sem Hafliði Hallgrímsson tónskáld samdi sérstaklega í tilefni afmælis ins. Verkið heitir Mem- orabilia og er tileinkað Tríói Reykjavíkur. Á síðari hluta tón- leikanna verður svo á dagskrá eitt glæsilegasta píanótríó allra tíma, sem er eftir rússneska tón- jöfurinn Pjotr Ilitsj Tsjaikovskí. Verkið samdi Tsjaikovskí til minningar um góðan vin sinn, píanistann Nikolai Rubinstein, og er harmur tónskáldsins vegna vinamissisins nánast áþreifanleg- ur í tónum þess. En þó að það sé ótvírætt við hæfi að líta yfir farinn veg á tíma- mótum sem þessum er ekki úr vegi að forvitnast jafnframt um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Tríó Reykjavíkur. „Við stefn- um á að halda áfram með tónleika- raðir í Hafnarborg á meðan vilji til þess er fyrir hendi af allra hálfu. Svo gerðum við nýverið samning við Reykjavíkurborg til þriggja ára um tónleikahald, þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Gunnar með bjart- sýnistón í röddu. vigdis@frettabladid.is Tríó Reykjavíkur fagnar tuttugu árum TRÍÓ Á TÍMAMÓTUM Tríóið fagnar tuttugu ára farsælu samstarfi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is • www.gerduberg.is Þar sem sögueyjan rís... Einar Kárason á Ritþingi Gerðubergs laugardaginn 19. apríl kl. 13.30-16.00 Stjórnandi: Halldór Guðmundsson Spyrlar: Sjón og Gerður Kristný Fram koma Karl Guðmundsson leikari, KK, Tómas R. Einarsson og hljómsveit 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST FIMMTUDAGUR 17. APRÍL KL. 20 VORVÍSUR SÖNGSYSTRA. KVENNAKÓR KÓPAVOGS. LAUGARDAGUR 19. APRÍL KL. 16 SÖNGTÓNLEIKAR TÓNÓ RVÍK. RANNVEIG KÁRADÓTTIR SÓPRAN. LAUG. 19. APRÍL KL. 21. HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. UPPSELT Á FYRSTU FJÓRAR SÝNINGAR. LAUSIR MIÐAR SUNNUDAGUR 20. APRÍL KL. 16 TÓNSMÍÐATÓNLEIKAR LHÍ ÓTTAR SÆMUNDSSEN OG VALENTINA KAY. MÁNUDAGUR 21. APRÍL KL. 20 SELLÓTÓNLEIKAR LHÍ ÞORGERÐUR EDDA HALL. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL KL. 20 TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS HELGA ÞÓRA BJÖRGVINSD. OG KRISTINN ÖRN KRISTINSSON. Hárbeitt verk í hrárri sýningu Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fös. 18/4 uppselt Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 20/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fös. 18/4 örfá sæti laus síðasta sýning Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. lau. 19/4 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson tvær sýningar lau.19/4. sýn. sun. 20/4 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Einstök leikhúsupplifun PBB FBL , 29/3 „Þetta er vel unnin sýning, skemmtileg og óvenju skýrt hugsuð.” MA, MBL 8/4 Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Minnum á seiðandi síðdegissýningar Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.