Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 82
42 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Það hefur verið vinsælt undanfarin ár að endurútgefa klassískar
poppplötur í viðhafnarútgáfum. Oft er mikið lagt í þær; aukadiskar með
fágætu efni eru látnir fylgja með og umbúðir eru vandaðar. Í sumum
tilfellum eru skrifaðar heilu ritgerðirnar um verkin,
tilurð þeirra rakin og þau sett í sögulegt samhengi.
Nýlega komu út tvær sérstaklega flottar viðhafnar-
útgáfur; Odelay með Beck og Moon Safari með Air.
Frábærar plötur sem höfðu mikil áhrif og settu sterkan
svip á samtímann.
Odelay kom út árið 1996, tveimur árum á eftir Mellow
Gold og smellnum Loser. Hún er enn í dag talin besta
Beck-platan enda var strákur ótrúlega frjór á þessum
tíma. Platan var gerð með pródúseratvíeykinu Dust
Brothers og inniheldur fullt af flottum lögum, þ.á m.
Devil’s Haircut, Where It’s At, Hotwax, Sissyneck, Jack-
Ass, The New Pollution... Á Odelay tókst Beck það sem sjaldan tekst
almennilega: Að gera plötu sem er bæði poppuð og grípandi og tilrauna-
kennd. Á þessari nýju tvöföldu útgáfu eru 19 aukalög, þ.á m. fágætar
hljóðritanir, remix (mjög flott) og b-hliðarlög af smáskífum. Texti í
plötubæklingnum er eftir Thurston Moore.
Moon Safari kom út í ársbyrjun 1998 og hafði gríðarleg áhrif. Þetta
meistaraverk þeirra Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin kom með
alveg nýja stemningu inn í danstónlistar- og poppheiminn og í kjölfarið
spruttu upp fjölmargar hermisveitir. Moon Safari stendur enn fyllilega
fyrir sínu. Með nýju útgáfunni, sem er í bókarbroti, fylgja tveir auka-
diskar; hljómdiskur með tíu remixum, tónleikaefni og fágætum upptök-
um og mynddiskur með heimildarmyndinni Eating, Sleeping, Waiting &
Playing, myndböndum o.fl.
Moon Safari og Odelay eru báðar höfuðverk listamannanna sem gerðu
þær. Persónulega finnst mér frábært að fá stórvirki poppsögunnar í
hátíðarbúningi. En hvenær skyldi koma að Bítlunum? EMI tilkynnti í
fyrra um fjörutíu ára spariútgáfu af Sgt. Peppers, en af henni varð ekki,
enda plötur Bítlanna svo heilagar að það má ekkert hrófla við þeim. Þess
vegna sitjum við uppi með illa hljóðblandaðar gamlar CD-útgáfur af
flestum Bítlaplötunum sem er auðvitað synd.
Tvær góðar í hátíðarbúningi
FRÁBÆR PLATA
Odelay með Beck
er nýkomin út í
viðhafnarútgáfu.
> Plata vikunnar
Lightspeed Champion - Falling
off the Lavender Bridge
★★★
„Fyrrverandi meðlimur hinnar
háværu Test Icicles skellir sér
í sveitatónlistargalla, leitar á
slóðir Bright Eyes og endar
með prýðilegan grip um
raunveruleikann í draumunum
sínum.“ SHA
Eftir áralanga bið ætlar hin virta sveit
Portishead að senda frá sér nýja plötu.
Hljómsveitin hefur verið í hléi frá 1999 en
greinilega ekki setið auðum höndum eins
og Steinþór Helgi Arnsteinsson komst að.
Hljómsveitin Portishead var stofnuð í samnefndum
úthverfabæ Bristol-borgar árið 1991. Aðalfólkið á
bak við Portishead voru þau Geoff Barrow forritari
og Beth Gibbons söngkona. Með þeim í liði var
einnig gítarleikarinn Adrian Utley.
Hljómsveitin var gríðarlega virt á sínum tíma og
þótti aðgengileg triphop-tónlist sveitarinnar algjört
eyrnakonfekt, sem hún vissulega er. Sveitin sendi
frá sér tvær plötur, Dummy árið 1994 og Portishead
árið 1997 auk einnar tónleikaplötu en frá 1999 hafði
sveitin nær algjörlega haldið sig til hlés eða allt til í
fyrra.
Ímynd sem virkaði
Mikil dulúð hefur alltaf ríkt í kringum Portishead.
Meðlimir sveitarinnar virðast hata alla athygli og
viðtöl við sveitina heyra til algerra undantekninga.
Með sanni má segja að þessi dulúðarþokki sveitar-
innar hafi á margan hátt komið henni á framfæri.
Sveitinni tókst að selja 150 þúsund eintök af
Dummy í Bandaríkjunum án þess að spila á einum
einustu tónleikum þar. Auðvitað komu þessar
vinsældir á óvart enda efnið þungt og drungalegt.
En allt í kringum listræna ímynd sveitarinnar
svínvirkaði.
Þrátt fyrir að halda sig svona mikið utan sviðs-
ljóssins hafa vinsældir Portishead ætíð endurnýjað
sig. Tónlist sveitarinnar hefur lifað góðu lífi og er
ekki nærri eins úr sér gengin og margt af því sem
til dæmis Tricky og Massive Attack voru að gera á
svipuðum tíma.
„Sú þriðja“ verður að veruleika
En eins og áður segir var þögnin rofin í fyrra.
Barrow gaf það út að ný plata væri nær fullbúin en
hann hafði fyrst talað um það fyrir alvöru í byrjun
árs 2006 að þriðja breiðskífa Portishead gæti allt
eins orðið að veruleika.
Það var svo í desember síðastliðnum að Portis-
head kom fram á sínum fyrstu alvöru tónleikum í
áratug. Þar tók sveitin nokkur lög af væntanlegri
skífu og fólk heillaðist. Sveitin hafði loks stigið
fram úr myrkrinu og framundan er tónleikaferð um
allan heim.
Hugrökk en þung
Platan, sem fékk einfaldlega nafnið Third, lak fyrir
löngu inn á netið og því hafa skoðanamyndanir átt
sér stað víða um heima netsins. Erfitt er að hlusta á
plötuna í fyrsta skiptið því erfitt er að útiloka allan
samanburð við fyrri skífur og opna hugann fyrir
hinni nýju Portishead.
Third er þyngra verk en fyrirrennararnir, og
tilraunakenndari. Þannig á platan vafalaust eftir að
heilla marga plötugagnrýnendur upp úr skónum
fyrir hugrekkið. Það sem hún á jafnframt eftir að
gera er að hryggja nokkra aðdáendur. Það liggur
einfaldlega í hlutarins eðli að plata sem þessi eigi
eftir að valda einhverjum vonbrigðum.
Fullt hús hjá Uncut
Þeir dómar sem birst hafa um nýju plötuna eru þó
ekkert til að skammast sín fyrir. Q er helst með
einhvern fýlusvip og gefur plötunni þrjár stjörnur
af fimm. Í Uncut fær platan hins vegar fullt hús
stiga og í Mojo er platan eingöngu einni stjörnu frá
því að leika þar sama leik.
Fyrst og fremst er biðin samt á enda. Portishead
er mætt aftur til leiks og er enn jafn unaðslega
skapandi og fyrir nær fimmtán árum.
Sköpunin heldur áfram
PORTISHEAD Sendir frá sér sína þriðju breiðskífu í lok mán-
aðarins. Platan ber heitir Third og verður sú fyrsta úr ranni
sveitarinnar í áratug.
Rokksveitin Vicky Pollard heldur styrktartónleika
á Dillon í kvöld vegna tónleikaferðalags hennar til
Kína í byrjun maí. Sveitin mun spila á Midi-
hátíðinni í Peking ásamt Hellvar en ekkert verður
af fyrirhuguðum tónleikum í Shanghai.
Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var
ferðalagið í óvissu vegna hvatningarorða Bjarkar
Guðmundsdóttur til Tíbeta á tónleikum í Kína en
nú hafa íslensku sveitirnar fengið grænt ljós á
tónleika sína í Peking.
„Það voru settar hömlur á erlenda listamenn og
þeir gátu ekki staðið undir því í Sjanghai. Við
förum bara til Peking og styttum þá ferðina,“ segir
Eygló Scheving Sigurðardóttir, söngkona Vicky
Pollard. „Þetta er búið að vera vesen. Við höfum
ekki getað pantað flugið því við höfum ekki vitað
hvað við verðum lengi. En við erum búin að fá öll
leyfi og allt það og nú á bara eftir að klára að
kaupa ferðina.“
Að sögn Eyglóar er ferðalagið til Kína mjög dýrt
og vonast hún til að styrktartónleikarnir eigi eftir
að brúa bilið. „Við erum búin að föndra boli sem er
hægt að kaupa og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta
er svolítið dýrt flug. Við fáum aðeins borgað fyrir
að spila þarna en það er voðalega takmarkað. Við
reyndum að fá einhverja styrki en það tókst ekki,“
segir hún.
Tónleikarnir á Dillon hefjast
klukkan 21.30 og kostar 500
krónur inn. Auk Vicky Pollard
koma fram hljómsveit-
irnar Jan Mayen og We
Made God. - fb
Kínaferð stytt vegna Bjarkar
Hljómsveitin Sprengjuhöllin er á leiðinni í
tveggja vikna tónleikaferðalag um Kanada í
maí. Að sögn hljómborðsleikarans Atla
Bollasonar kom tónleikaferðin upp fyrir til-
viljun. „Okkur var boðið að spila á þremur
ólíkum hátíðum í Kanada í maí og júní en
komumst ekki á eina hátíðina. Við ákváðum
að nýta tímann á milli hátíða, fórum á stúf-
ana og reyndum að stilla upp eins mörgum
tónleikum og við gátum, þannig að úr er
orðinn „mini-túr“ um Kanada,“ segir Atli.
„Við erum allir mjög skotnir í Kanada.
Þarna er miklu afslappaðra en í Bandaríkj-
unum en samt hafa þeir allt góða „stöffið“
frá Bandaríkjunum eins og háu húsin og
skrýtnu gosdrykkina. Við hlökkum mikið til
og vonandi verður þetta fyrsta skrefið hjá
okkur í átt að frekari landvinningum.“
Sprengjuhöllin spilaði í Danmörku í mars,
það var frumraun hennar utan landsteinanna.
„Það var mjög gaman en þarna voru 248
Íslendingar og tveir Danir eins og gengur
og gerist. Núna verður þetta örugglega
betra, svona níu hundruð Vestur-Íslending-
ar og tíu Kanadamenn,“ segir Atli. - fb
Keyra yfir Kanada
SPRENGJUHÖLLIN Hljómsveitin Sprengjuhöllin er á
leiðinni til Kanada í tónleikaferð.
> Í SPILARANUM
Steintryggur - Trappa
Deus - Vantage Point
Colin Meloy - Colin Meloy Sings Live!
Guillemots - Red
Madonna - Hard Candy
STEINTRYGGURMADONNA
VICKY POLLARD Hljómsveitin
Vicky Pollard heldur styrktar-
tónleika á Dillon í kvöld.
BJÖRK GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
Söngkonan hvatti
Tíbetbúa til að lýsa
yfir sjálfstæði á
tónleikum í Kína.
LENDIR 17. APRÍL
V
in
n
in
g
a
r
ve
rð
a
a
fh
e
n
d
ir
h
já
B
T
S
m
á
ra
lin
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
e
ð
þ
v
í a
ð
t
a
k
a
þ
á
tt
e
rt
u
k
o
m
in
n
í
S
M
S
k
lú
b
b
. 1
4
9
k
r/
sk
e
yt
ið
.
SENDU BTC VBM
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU DVD MYNDIR, VARNINGUR
TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA!
ÚR SMIÐJU
JERRY
SEINFIELD
KEMUR...