Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 84

Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 84
44 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is 35 DAGAR TIL STEFNU Jelena keppir ekki við kalkúna Fulltrúi heimamanna Serba er söngkonan Jelena Tomasevic sem syngur lagið Oro. „Það er mikill heiður að fá að koma fram fyrir hönd þjóðar minnar,“ segir söng- konan og segist ætla að syngja lagið inn á plötu á spænsku, grísku, finnsku, ensku, hebresku og rússnesku. „Hvers vegna? Þú verður að spyrja fjölmiðladeild- ina mína að því,“ segir Jelena og bætir við að hún ætli bara að syngja á serbnesku í keppninni sjálfri. „Mér finnst mikið tapast þegar lög eru sungin á ensku. Er það ekki það sem Eurovision snýst um, að sýna fjölbreytnina í Evrópu?“ Jelena er ómyrk í máli varð- andi meint flipp sumra keppanda. „Ég er búin að heyra öll lögin og ég verð að segja að ég er ekki ginnkeypt fyrir einhverju einu. Og mér mislíkar það sem sumar þjóðirnar eru að gera. Hér er ég fyrst og fremst að tala um Íra. Þetta er alveg fáránlegt og mér finnst lágkúrulega vegið að keppninni, sem var einu sinni virtur tónlistaratburður. Ég get ekki keppt á móti brúðukalkúna! Er ekki aðalatriðið að sá sem syngur sjáist á sviðinu? Hvað veit maður nema söngvarinn sé á bak við eða að þetta sé allt á teipi?“ segir Jelena, alveg hundfúl. STOLT AF SERBNESKUNNI Jelena Tomasevic er fúl út í Íra. Leikkonan Cameron Diaz hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir að tilkynnt var um andlát föður hennar Emilio Diaz, sem lést á þriðjudag, 58 ára gamall, eftir að hafa glímt við lungnabólgu. „Gríðarlega mörgum þótti vænt um föður minn og kímnigáfa hans og andi verður ávallt í hjörtum okkar,“ sagði Diaz. Bætti hún við í yfirlýsingu sinni að fjölskylda sín væri „afar þakklát fyrir hina miklu ástúð og stuðning sem hún hefur fengið á þessum erfiðu tímum“. Framleiðslu á nýjustu mynd Diaz, My Sister´s Keeper, hefur verið frestað vegna dauðsfallsins. Diaz þakkar aðdáendum CAMERON DIAZ Leikkonan Cameron Diaz hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Merzedes Club, Ný dönsk, Haffi Haff og Páll Óskar koma fram á Hlustendaverðlaun- um FM 957 sem verða haldin í tíunda sinn í Háskólabíói 3. maí. Einnig koma óvæntir tónleika- gestir fram á hátíðinni. Kosning er hafin á Vísir.is vegna verðlaunanna og þar er meðal annars hægt að kjósa um bestu hljómsveitina, besta lagið og bestu plötuna. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa því þarna verða þúsund manns. Við höfum vanalega verið með þetta í Borgarleikhúsinu en þar eru bara um þrjú hundruð sæti,“ segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarstjóri FM957. Þekkt nöfn á FM-hátíð BRYNJAR MÁR Brynjar Már Valdimarsson segir að Hlustendaverðlaunin í ár verði þau flottustu til þessa. Tökum á nýjum sjónvarps- þætti BBC er nýlokið hér á landi, en hópur á vegum þáttarins Gimme a Break var staddur á landinu í fimm daga. Í þáttunum verður fylgst með fjölskyldum á ferða- lagi þar sem börnin fá að ráða öllu meðan á dvöl stendur, frá áfangastað til afþrey- ingar. Hingað til lands kom Brooks-fjölskyld- an, sem samanstendur af drengjunum Stan, Jacob og Joseph auk foreldranna Joan og Stuart. Drengirnir þrír völdu Ísland sem áfangastað fram yfir bæði Spán og Kan- ada, en foreldrarnir fengu hins vegar ekki að vita hvert förinni var heitið fyrr en um borð í vél Iceland Express var komið, en fyrirtækið stóð fyrir því að Ísland yrði á meðal valkosta í þættinum. Meðan á dvöl þeirra stóð voru foreldrarnir skikkaðir í jöklaferð, auk þess sem þeim var boðið upp á hefð- bundinn íslenskan mat á borð við hrútspunga og sviðakjamma, við dræmar undirtektir þeirra en þeim mun meiri kátínu drengj- anna. Þúsundir breskra fjöl- skyldna sóttu um þátttöku í Gimme a Break, en sýningar á þáttunum hefjast á stöðv- unum CBBC og BBC1 eða BBC2 í haust. Börnin ráða í nýjum þætti BBC BROOKS-FJÖLSKYLDAN Það voru bræðurnir Stan, Jacob og Joseph sem fóru með töglin og hagldirnar í ferðalagi fjölskyldunnar til Íslands. >SÁR ÚT Í BA Naomi Campbell hyggst ekki ferð- ast með British Airways frá næstunni, þrátt fyrir afsökunarbeiðni sem hún segist nú hafa fengið frá flugfélag- inu. Það setti hana í bann um dag- inn eftir að fyrirsætan sleppti sér yfir týndum farangri á Heathrow. Campbell segist hafa tekið þá af- stöðu að ferðast ekki með flug- félaginu, vegna þeirrar slæmu meðferðar sem farþegar hafi hlotið hjá flugfélaginu í kjöl- far vandamála sem skap- ast hafa í nýju flugstöðinni á Heathrow. Fimm útskriftarnemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna hönnun sína á tískusýningu í gömlu kexverksmiðjunni Frón við Skúlagötu í kvöld. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn í húsnæði Listaháskólans í gær var mikið um að vera, enda sýningin skammt undan. Þeir fimm nemendur sem útskrifast úr fatahönnun frá skólanum í vor hafa lagt nótt við nýtan dag undanfarnar vikur til að undirbúa lokasýningu sína. „Það er allt á lokasprettinum,“ sagði Álfrún Guðríður Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Lista- háskólans, í gær. „Þær eru með fleiri verkefni en oft áður, auk þess sem sýningin er þremur vikum fyrr en vanalega. Þær eru að sauma svo mikið að þær hafa hreinlega sofið hérna í svefnpokum á nóttunni. Þetta er meira að segja þannig að konan á símanum er farin að aðstoða við saumana,“ bætti hún við. Fimm fatahönnunarnemar taka þátt í útskriftar- sýningu Listaháskólans í vor. Hún fer, sem áður sagði, fram í kvöld, að Skúlagötu 28, og hefst klukkan 20. Hönnun þeirra verður þó einnig hægt að sjá á Kjarvalsstöðum, þar sem sýning sextíu og þriggja útskriftarnema úr myndlistar- og hönnunar- og arkitektúrdeildum verður opnuð á laugardag. Hún stendur til 1. maí. sunna@frettabladid.is Útskriftarnemar sýna í dag LÍF Í TUSKUNUM Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn í húsnæði Listaháskólans að Skipholti í gær var vinna útskriftarnema í fatahönnun á lokasprettinum og nóg um að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.