Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 88

Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 88
48 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, sem verður 34 ára í haust, var mikilvægur hlekkur í spútnikliði ÍR sem sló Íslands- meistara KR út úr úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar í körfubolta og datt svo úr keppni gegn deildarmeisturum Keflavíkur í oddaleik í fyrrakvöld. ÍR komst í 2-0 í einvíginu en tapaði í framhaldinu þremur leikjum í röð og datt úr leik. „Það var óneitanlega svekkjandi að fá þrjá möguleika til þess að klára þetta einvígi og komast í úrslitarimm- una gegn Snæfelli en við vorum vitanlega að spila gegn mjög sterku Keflavíkurliði og maður tekur hatt- inn ofan fyrir þeim að koma svona sterkir til baka,“ sagði Eiríkur, sem er stoltur af framgöngu ÍR-inga í úrslitakeppninni. „Eftir brokkgengt tímabil náðum við að þjappa okkur saman og komum sterkir til leiks í úrslitakeppninni og það er nokkuð sem við getum verið mjög stoltir af. Við spiluðum góðan bolta í fimm af þessum átta leikjum sem við spiluðum í úrslitakeppninni en völdum okkur ef til vill ekki léttustu leiðina með því að mæta Íslandsmeisturunum frá því í fyrra og svo deildarmeisturunum í ár,“ sagði Eiríkur, sem tilkynnti í leikslok í fyrrakvöld að hann hefði líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. „Þetta tímabil er búið að vera svolítið erfitt fyrir mig þar sem ég hef átt í meiðslum en það er tiltölulega nýtt fyrir mér að standa í svoleiðis og það er spurn- ing hvort skrokkurinn sé eitthvað að gefa eftir. Ég sagði því í fyrrakvöld að þetta hefði líklega verið síðasti leikurinn minn en það er aldrei að vita með það og ég sé til hvort fiðringurinn kemur aftur næsta haust,“ sagði Eiríkur, sem hefur trú á því að ÍR-liðið komi sterkt til leiks næsta haust. „Ég hef trú á því að liðið haldist óbreytt. Það hefur verið mikill uppgangur og vakning í kringum þessa velgengni hjá liðinu og það verður að byggja á því,“ sagði Eiríkur að lokum. EIRÍKUR ÖNUNDARSON, ÍR: ÍHUGAR AÐ HÆTTA EN HEFUR ÞÓ EKKI TEKIÐ ENDANLEGA ÁKVÖRÐUN Í ÞEIM EFNUM Sjáum til hvort fiðringurinn komi aftur í haust HANDBOLTI Óheppnasti handbolta- maður Íslandssögunnar, Stjörnu- maðurinn Vilhjálmur Halldórs- son, er enn eina ferðina kominn á meiðslalista og styðst við hækjur þessa dagana. Vilhjálmur hafði verið slæmur í hnénu í nokkurn tíma og er hann leitaði læknis kom í ljós mikil brjóskmyndun í hnénu. „Brjóskið var hreinlega að skera í sundur sinina. Ef það hefði gerst væri ég í talsvert verri málum,“ sagði Vilhjálmur en á sama tíma komu í ljós smá skemmdir á liðþófa sem einnig voru lagaðar. „Það var fínt að kýla bara á þetta núna þar sem það er ekki lengur að neinu að keppa. Ég verð svo vonandi orðinn góður í lok maí og mæti svo sterkur til leiks næsta vetur,“ sagði Vilhjálmur jákvæður sem fyrr. - hbg Vilhjálmur Halldórsson: Kominn á hækjur VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Seinhepp- inn með eindæmum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Átta liða úrslit Lengjubikars karla í kvöld Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum Lengjubikars karla fara fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Keflavík í Egilshöll kl. 19.00 og nágrannarnir HK og Breiðablik mætast í Kórnum kl. 19.30. Sigurvegarinn úr leik Vals og Keflavíkur mætir annað hvort KR eða ÍA sem eigast við á morgun í Kórnum kl. 14.00. Sigurvegarinn úr Kópa- vogsslagnum mætir svo annað hvort Fram eða FH en liðin mætast á Framvellinum á morgun kl. 14.00. FÓTBOLTI Chelsea lét jafnteflið gegn Wigan á dögunum ekki buga sig í gær þegar liðið landaði ákaf- lega mikilvægum sigri gegn Everton, 1-0. Það var Michael Essien sem skoraði markið en hann skoraði einnig gegn Wigan og óttuðust margir stuðningsmenn Chelsea í gær að sá leikur myndi endurtaka sig. Vörn Chelsea hélt aftur á móti og þrjú gríðarlega mikilvæg stig í húsi hjá Lundúnaliðinu. Chelsea er þar af leiðandi aðeins tveim stigum á eftir toppliði Man. Utd en hefur leikið einum leik meira. Liðin eiga aftur á móti eftir að mætast á Stamford Bridge hinn 26. apríl. - hbg Enska úrvalsdeildin: Chelsea neitar að gefast upp JOHN TERRY Fagnaði sigrinum mikilvæga vel í leikslok. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Valskonur fóru illa með meistarakandídata Fram í Safa- mýrinni í gærkvöldi og færðu hugsanlega Stjörnukonum Íslands- meistaratitilinn á silfurfati. Valsliðið spilaði frábæra vörn og fyrir aftan varði Berglind Íris Hansdóttir 28 bolta í markinu. Valsliðið var með frumkvæðið allan leikinn en náði fyrst góðum tökum á leiknum þegar það skor- aði þrjú síðustu mörk fyrri hálf- leiks og tvö þau fyrstu í seinni hálfleik og náði með því sex marka forustu. Framkonur komu munin- um niður í fjögur mörk en nær komust þær ekki og Valur vann öruggan og sannfærandi sex marka sigur, 22-16. Stjarnan varð að treysta á að Fram tapaði leik til þess að eiga möguleika á titlinum en eftir leik- inn í gær hafa liðin skipt um hlut- verk og nú þurfa Framkonur að treysta á að Íslandsmeistararnir úr Garðabæ misstígi sig í þeim þremur leikjum sem þeir eiga eftir. Alveg ömurlegt „Þetta var alveg ömurlegt. Við ætluðum að fara langleiðina með að klára titilinn í dag en við vorum bara langt frá því að vera nálægt því,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leik. En voru stelpurnar hans yfir- spenntar? „Þetta eru ungar stelp- ur og ungur hópur en besti sóknar- leikmaðurinn minn í dag er yngsti leikmaðurinn í liðinu, fædd 1990, svo að ég veit ekki hverjar eiga að vera yfirspenntar ef hún er eina manneskjan sem gerir eitthvað sóknarlega,“ sagði Einar og átti þá við Karenu Knútsdóttir sem skor- aði fjögur flott mörk í gær. Valsliðið tók Anett Köbli úr umferð frá fyrstu sekúndu leiks- ins og það virtist slá Framsóknina út af laginu. Fyrir vikið var það hvað eftir annað á herðum Stellu Sigurðardóttur að taka af skarið en hún fann ekki fjölina sína. „Ég átti svo sem alveg von á ein- hverju nýju frá Gústa þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Einar en hann sagði Berglindi Íris Hansdóttur hafa reynst þeim afar erfið. Valur farið illa með okkur „Valsliðið hefur farið illa með okkur í stóru leikjunum í vetur en þar er kannski munurinn á reynslumiklu liði og Framliðinu sem er ungt og efnilegt. Ég hélt samt að þetta væri að koma og við gætum farið að vera eins og full- orðnar konur inn á vellinum,“ sagði Einar en nú þurfa hann og stelpurnar að treysta á úrslit úr öðrum leikjum. „Það er ömurlegt að þurfa að bíða og sjá hvað gerist. Við eigum eftir að spila á móti FH og verðum að vinna þann leik. Við megum samt ekki gleyma því að við erum ennþá efstar en Stjarnan þarf náttúr lega bara að vinna sína leiki. Ég er sannfærður um það að ef Valur er svona eins og þær spiluðu í dag, þá bara vinna þær Stjörn- una. Stjarnan er komin í bílstjóra- sætið og við þurfum bara að vona það besta, sem er hundleiðinlegt,“ sagði Einar að lokum. „Þær voru að spila fanta vörn og náðu hraðaupphlaupum í kjölfarið. Þær komu okkur svolítið á óvart með því að taka Anett úr umferð en við eigum alveg að geta leyst þetta,“ sagði Ásta Birna Gunnars- dóttir, fyrirliði Fram, eftir leik. „Nú verður þetta miklu erfiðara, að þurfa að horfa upp á önnur lið spila um þetta. Við erum ennþá með í baráttunni og vonandi verða Valsstúlkur svona góðar á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Við verðum að vinna FH en svo höld- um við bara með þeim í lokaum- ferðinni,“ sagði Ásta Birna að lokum. ooj@frettabladid.is Vonandi verða Valsstúlkur svona góðar á móti Stjörnunni Valsstúlkur spilltu meistaravonum Fram með því að vinna öruggan sigur í Safamýri í gær. Íslandsmeist- arar Stjörnunnar geta nú varið titilinn vinni þær þá leiki sem þær eiga eftir. Hið unga lið Fram brotnaði hreinlega á Berglindi Írisi Hansdóttur og geysiöflugri Valsvörn sem hélt Framliðinu í sextán mörkum. SIGURDANS Nora Valovics fagnar glæsilegum sigri á Fram með því að dansa léttan sigurdans við mikla kátínu Ágústu Eddu Björnsdóttur. Karen Knútsdóttir Framara er ekki eins kát á minni myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Valsstúlkur fögnuðu vel sigrinum á móti Fram í gær en þar spiluðu þær eins og Íslands- meistarar. „Við erum með besta liðið en höfum klikkað þegar það hefur skipt máli,“ sagði Hafrún Kristj- ánsdóttir, fyrirliði Vals og sál- fræðingur, en hún og félagar henn- ar í Valsliðinu hafa farið illa með Fram á úrslitastundum í vetur. „Við erum búnar að taka alla titla af Fram í vetur, við slógum þær út úr bikar, unnum þær í deildarbikar og ég held að við séum komnar hálfa leið með að taka Íslandsmeistarabikarinn af þeim,“ sagði Hafrún og fannst það greinilega ekki leiðinlegt. „Við spiluðum geðveika vörn og það vorum við sem vorum yfir- vegaðar í þessum leik. Ég held að Einar (þjálfari hjá Fram) hafi heldur betur skotið sig í fótinn með því að koma með fáránleg- asta komment sem ég hef séð síðan ég byrjaði í handbolta fyrir fjórtán árum síðan. Hann var að tala um að það yrðum við sem yrðum stressaðar og öll pressan væri á okkur. Ég hef aldrei vitað þvílíka fimm aura sálfræði því þær voru algjörlega yfirspenntar í þessum leik. Hann ætti að ein- beita sér að sínu liði,“ sagði Hafrún harðorð. „Við eigum ennþá séns ef Fram- stelpurnar skíta í buxurnar á móti FH en ég hef enga trú á því að þær geri það því það væri skand- all ársins. Við reynum að vinna það sem eftir er og munum bara reyna að hafa gaman af þessu,“ sagði Hafrún að lokum. - óój Hafrún Kristjánsdóttir, fyrirliði Vals og sálfræðingur, um að pressan hafi verið á Valsliðinu í leiknum í gær: Þetta var fimm aura sálfræði hjá Einari Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 4 (7/1), Stella Sigurðardóttir 3 (14), Anett Köbli 3/3 (6/3), Pavla Nevarilova 2 (5), 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2), Sigurbjörn Jóhannsdóttir 1 (5), Sara Sigurð ardóttir 1 (7). Varin skot: Kristina Matuzeviciute10 (af 32/2, 31%). Hraðaupphl.: 4 (Karen 2, Stella 2). Fiskuð víti: 4 (Stella, Pavla, Sara, Karen). Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdótir 4 (11), Hafrún Kristjánsdótir 4/1 (6/1), Eva Barna 4 (7), Dagný Skúladóttir 3 (6), Ágústa Edda Björnsdótt ir 3/1 (3/1), Íris Ásta Pétursdótir 2 (2), Katrín Andrésdóttir 1 (2), Nora Valovics 1 (1). Varin skot. Berglind Íris Hansdóttir 28/1 (af 44/4, 56%) . Hraðaupphl:: 10 (Eva 4, Dagný 3, Íris Ásta 2, Ágústa Edda). Fiskuð víti: 2 (Dagný, Hafrún). FRAM-VALUR 16-22

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.