Fréttablaðið - 18.04.2008, Page 90
50 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
Aðalfundur
Knattspyrnufélagsins
Þróttar verður haldinn
þriðjudaginn 29.apríl
kl 21.00 í Félagsheimili Þróttar
Venjubundin aðalfundarstörf.
Stjórnin
KÖRFUBOLTI Einni mest spennandi
deildarkeppni NBA-deildinnar frá
upphafi lauk í fyrrakvöld og
úrslitakeppnin hefst á morgun. Að
þessu sinni eru bestu lið deildanna
stórveldin Boston Celtics og Los
Angeles Lakers sem saman hafa
unnið 30 NBA-titla (Boston 16,
Lakers 14) og háðu ógleymanleg
einvígi á níunda áratugnum. Það
er því óhætt að halda því fram að
velgengi liðanna í vetur kveiki
upp nostalgíu meðal þeira áhuga-
manna um NBA-deildina þar sem
„glímur“ Magics Johnson og
Larrys Bird eru enn í fersku
minni.
Spennan í Vesturdeildinni var
rosaleg og á endanum skildu
aðeins tveir sigrar efstu sex liðin
að og níunda liðið, Golden State
Warr iors, varð það lið í sögunni
frá því núverandi fyrirkomulag
var tekið upp 1984 sem hefur besta
sigurhlutfallið án þess að komast í
úrslitakeppnina. Golden State
vann 48 leiki í vetur, fleiri leiki en
sex af átta liðum sem komust í
úrslitakeppnina austanmegin.
Meistaravonir Los Angeles
Lakers kviknuðu fyrir alvöru
þegar liðið fékk til sín Pau Gasol í
vetur. Liðið vann 22 af 27 leikjum
sem hann spilaði og tryggði sér
besta árangurinn í Vesturdeildinni
á lokasprettinum. Lakers mætir
Denver í fyrstu umferð úrslita-
keppninnar.
Spútniklið deildarinnar er New
Orleans Hornets sem undir stjórn
hins einstaka Chris Paul náði að
tryggja sér annað sæti í vestrinu.
Paul var efstur í deildinni í bæði
stoðsendingum (11,6) og í stolnum
boltum (2,7) og varð fyrsti leik-
maðurinn í fimmtán ár til þess að
skora yfir 20 stig og gefa yfir 10
stoðsendingar (síðan Tim Hard-
away 1992-93). Paul og félagar
mæta Dallas í fyrstu umferð en
það hefur gengið á ýmsu í Dallas
síðan liðið fékk Jason Kidd í skipt-
um við New Jersey Nets.
NBA-meistarnir í San Antonio
Spurs fá að glíma við Phoenix
Suns en það eru fáir búnir að
gleyma því í Phoenix hvernig
Spurs-menn slógu þá út í fyrra þar
sem Amare Stoudemire var settur
í leikbann í fimmta leiknum sem
átti eftir að snúa seríunni. Suns
teflir nú fram Shaquille O’Neal og
það verður fróðlegt að sjá hvort
þau skipti eru nóg til að gera
meistaralið úr Steve Nash og
félögum. Síðasta einvígið er síðan
á milli Houston Rockets og Utah
Jazz.
Austurdeildin er ávallt álitin
vera sú lakari af þessum tveimur
en engu að síður spila þar tvö
bestu lið deildarinnar ef litið er á
árangurinn í vetur, Boston Celtics
og Detroit Pistons. Bæði þessi lið
munu því vera með heimavallar-
rétt í lokaúrslitunum komist þau
þangað.
Boston Celtics fékk til sín Kevin
Garnett og Ray Allen og setti met
með því að sigra 42 sinnum oftar
en liðið gerði í fyrra. San Antonio
Spurs átti metið frá 1997-98 þegar
liðið fékk til sín Tim Duncan og
bætti sig um 36 sigurleiki. Boston
mætir Atlanta Hawks í fyrstu
umferð.
Detroit Pistons hefur ekki sagt
sitt síðasta og liðið sýndi mikinn
styrk með því að vinna 59 leiki og
ná öðrum besta árangrinum í
deildinni í vetur. Liðið mætir
spútnikliði austursins, Phila-
delphia 76ers, í fyrstu umferð.
Orlando Magic með „Súper-
manninn“ Dwight Howard í farar-
broddi náði þriðja sætinu og mætir
Toronto Raptors en síðasta einvíg-
ið er síðan á milli Cleveland og
Washington. Liðin mætast nú
þriðja árið í röð. Sálfræðistríðið er
komið á fullt og mesta athygli
vöktu ummæli DeShawns Steven-
son hjá Washingon sem talaði um
að LeBron James væri ofmetinn
en fáir eru búnir að gleyma því
hvernig hann nánast einsamall
kom Cleveland-liðinu í úrslitin í
fyrra.
Úrslitakeppnin hefst eins og
áður sagði á morgun. Boston Celt-
ics, Los Angeles Lakers, Detroit
Pistons, San Antonio Spurs og
Phoenix Suns er spáð bestu gengi
en ef miða má við spennuna sem
var í deildinni í vetur er von á
jafnri og spennandi úrslitakeppni
þar sem örugglega verður eitt-
hvað af óvæntum úrslitum en það
væri skemmtilegt að rifja upp
rimmurnar frá níunda áratugnum
með því að fá Boston og Lakers
enn á ný í lokaúrslitin.
ooj@frettabladid.is
Mætast Boston og Lakers?
Deildarkeppni NBA lauk í fyrrakvöld og framundan er æsispenanndi úrslita-
keppni, ekki síst á vesturströndinni þar sem aðeins tveir sigrar skildu að liðin í
sex efstu sætunum og lið með 48 sigra komst ekki inn.
NÍUNDI ÁRATUGURINN Larry Bird, Magic
Johnson og meistarabikarinn.
NORDICPHOTOS/GETTY
LYKILMENN Kobe Bryant hjá Lakers
sækir að Kevin Garnett hjá Boston í leik
liðanna í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
ÚRSLITAKEPPNIN 2008
Vesturdeildin
1. LA Lakers (57 sigrar - 25 töp) - 8. Denver Nuggets (50-32)
2. New Orleans Hornets (56-26) - 7. Dallas Mavericks (51-31)
3. San Antonio Spurs (56-26) - 6. Phoenix Suns (55-27)
4. Utah Jazz (54-28) - 5. Houston Rockets (55-27)
Austurdeildin
1. Boston Celtics (66-16) - 8. Atlanta Hawks (37-45)
2. Detroit Pistons (59-23) - 7. Philadelphia 76ers (40-42)
3. Orlando Magic (52-30) - 6. Toronto Raptors (41-41)
4. Cleveland Cavaliers (45-37) - 5. Washington Wizards (43-39)
Hæsta framlag í leikjum 1 og 2:
Nate Brown, ÍR 26,0
Bobby Walker, Keflavík 21,5
Tahirou Sani, ÍR 17,0
Anthony Susnjara, Keflavík 16,5
Ómar Sævarsson, ÍR 16,0
Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 14,5
Hreggviður Magnússon, ÍR 14,0
Sveinbjörn Claessen, ÍR 13,5
Steinar Arason, ÍR 11,5
Eiríkur Önundarson, ÍR 10,0
Hæsta framlag í leikjum 3 til 5:
Nate Brown, ÍR 25,0
Bobby Walker, Keflavík 24,7
Tommy Johnson, Keflavík 18,3
Jón Norðdal Hafsteinss., Keflavík 17,7
Þröstur Jóhannsson, Keflavík 16,7
Tahirou Sani, ÍR 14,7
Gunnar Einarsson, Keflavík 14,3
Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 14,3
Sveinbjörn Claessen, ÍR 11,7
Sigurður Gunnar Þorsteinss., Kef. 11,3
Þessir hækkuðu sig mest í framlagi:
Þröstur Jóhannsson, Keflavík +19,7
Jón Norðdal Hafsteinss., Keflav. +12,2
Gunnar Einarsson, Keflavík +10,3
Tommy Johnson, Keflavík +9,3
Bobby Walker, Keflavík +3,2
Þessir lækkuðu sig mest í framlagi:
Hreggviður Magnússon, ÍR -6,7
Ómar Sævarsson, ÍR -10,7
Steinar Arason, ÍR -11,5
Anthony Susnjara, Keflavík -14,8
UMSKIPTIN
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar sneru
undanúrslitaeinvígi sínu gegn ÍR
á sögulegan hátt og unnu þrjá +18
stiga sigra í röð.
Þegar tölfræðin úr leikjunum
er borin saman kemur það greini-
lega fram að það voru íslensku
leikmennirnir hjá Keflavík sem
breyttu seríunni á sama tíma og
framlag landa þeirra í ÍR-liðinu
féll úr öllu verði.
ÍR-ingurinn Nate Brown endaði
með hæsta framlag allra leik-
manna í einvíginu. Bobby Walker
hjá Keflavík var næstur honum og
þeir voru í efstu sætunum í bæði
tveimur sigurleikjum ÍR-inga sem
og í þremur sigurleikjum Kefla-
víkur. Þegar upp var staðið skáru
þeir félagar sig nokkuð úr frá
öðrum leikmönnum enda sýndu
þeir báðir stöðugan leik í öllum
fimm leikjum liðanna.
Arnar Freyr Jónsson var eini
íslenski leikmaður Keflavíkur-
liðsins sem var meðal tíu hæstu
manna í fyrstu tveimur leikjun-
um en þeir voru orðnir fimm í
leikjum þrjú til fimm. ÍR-ingar
áttu fimm íslenska leikmenn
meðal tíu hæstu í framlagi í
fyrstu tveimur leikjunum en
aðeins Sveinbjörn Claessen var á
topp tíu listanum í leikjum þrjú
til fimm.
Keflvíkingarnir Þröstur Leó
Jóhannsson, Jón Norðdal Haf-
steinsson og Gunnar Einarsson
hækkuðu sig mest allra leik-
manna, þar af Þröstur langmest
eða um 19,7 framlagsstig.
Þröstur var með 11,7 stig og 4,7
fráköst að meðaltali á 14,7 mínút-
um í síðustu þremur leikjunum
og framlag upp á 45,5 stig á hverj-
ar 40 spilaðar mínútur. Þröstur
setti meðal annars niður 76,5 pró-
sent skota sinna.
Jón Norðdal Hafsteinsson hækk-
aði sig um 12,2 framlagsstig þrátt
fyrir að vera látinn koma inn af
bekkinn eftir leik tvö. Hann var
með 11,3 stig og 5,3 fráköst að með-
altali í leikjum 3 til 5 þar sem hann
nýtti 75,0 prósent skota sinna.
Gunnar Einarsson hækkaði sig
um 10,3 framlagsstig en hann kom
inn í byrjunarliðið í leik 3 og byrj-
aði alla leiki eftir það. Gunnar var
með 12,7 stig að meðaltali í leikj-
unum þremur en í tölfræðinni
koma hvergi fram áhrif hans á
varnarleikinn eða frammistöðu
Hreggviðs Magnússonar sem
lækkaði sig um 7,7 stig og um 26,1
prósent í skotnýtingu frá því í
fyrstu tveimur leikjunum.
Hreggviður var þó ekki sá leik-
maður sem lækkaði sig mest í
framlagi því félagar hans Ómars
Sævarsson (-10,7) og Steinar Ara-
son (-11,5) fóru frá því að skora
22,5 stig og nýta 51,7 prósent skota
sinna í leikjum eitt og tvö í það að
skora aðeins saman 4,7 stig á 34,7
minútum og nýta aðeins 15,0 pró-
sent skota sinna í leikjum þrjú til
fimm. - óój
Fréttablaðið skoðar frammistöðu leikmanna í fimm leikja undanúrslitaeinvígi Keflvíkinga og ÍR-inga:
Þröstur, Jón og Gunnar hækkuðu sig mest
+10,3 Gunnar Einarsson, Keflavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
+12,2 Jón Norðdal Hafsteinsson, Kefla-
vík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
+19,7 Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM