Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 94

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 94
54 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. steypuefni 6. 49 8. samræði 9. hlaup 11. nafnorð 12. fjárhirðir 14. rósemd 16. pot 17. sigti 18. af 20. tvíhljóði 21. hnappur. LÓÐRÉTT 1. reigingslegur gangur 3. óhreinindi 4. fornt ríki 5. sjáðu 7. limlesta 10. þunnur vökvi 13. prjónavarningur 15. strengur 16. margsinnis 19. málmur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. il, 8. mök, 9. gel, 11. no, 12. smali, 14. spekt, 16. ot, 17. sía, 18. frá, 20. au, 21. tala. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. im, 4. fönikía, 5. sko, 7. lemstra, 10. lap, 13. les, 15. taug, 16. oft, 19. ál. „Án útvarps er ómögulegt að vera í vinnunni. Ef ég er ein er það gamla gufan, en ég vinn með tveimur um þrítugt og þegar þau fá að ráða er það Bylgjan. Málamiðlunin er svo Rás 2. Við hlustum á þetta þrennt til skiptis.“ Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður. „Heimasíðan verður tilbúin eftir tvær vikur. Þá geta menn keypt gelið í gegnum netið. Ég er búinn að skoða þetta aðeins og það er ódýrara að gera þetta svona,“ segir handknattleiksskappinn Logi Geirsson. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarin ár framleiðir Logi sitt eigið hárgel undir nafninu L&I Hárgel sem vakið hefur mikla athygli. Kunnug- ir segja að þetta sé eitt besta hár- gel sem þeir hafi komist í tæri við og Logi fær ófáar fyrirspurnir dag- lega um hvar hægt sé að nálgast það. Nú er sú bið á enda og hárgels- þyrstir Íslendingar og útlendingar geta náð sér í eina eða tvær dollur í gegnum heimasíðuna. „Ég ætla að vera með allt á hreinu þegar versl- unin opnar en þetta gerist samt allt í rólegheitunum,“ segir Logi, sem var að vonum spenntur enda lang- þráður draumur loks að verða að veruleika. Að sögn Loga er heimasíða gels- ins tilbúin og eingöngu eftir að uppfæra hana. Þar geta áhugasamir nálgast myndir og fróðleik um upp- runa gelsins. Og Logi er með meira í bígerð sem enn á eftir að líta dagsins ljós. „Ég held stórt partý í sumar þar sem leyndarmálið mikla verður uppljóstrað,“ segir lands- liðsmaðurinn dulur og bætir því við að menn geti ekki setið með hendur í skauti í atvinnumennsk- unni þar sem nóg er af frítíma. Þeir verði að hafa eitthvað fyrir stafni. En það er ekki bara gel sem á hug Loga allan um þessar mundir því nú hillir undir lok biðarinnar eftir Ferrari-bifreiðinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu festi Logi kaup á Ferr- ari F355 Spider bifreið og hefur hann beðið í ofvæni í nokkrar vikur eftir gripnum. Logi hefur sett inn myndir af fyrstu ökuferðinni sinni í tryllitækinu og má sjá herlegheit- in á heimasíðunni hans, logi-geirs- son.de. „Bíllinn er nú í tolli, hann er með svissnesk númer og ég get vart beðið eftir að leysa hann út þegar tollagjöldin hafa verið greidd,“ segir Logi, sem telur þó að hann geti ekki boðið nýjum liðs- félaga sínum hjá Lemgo, Vigni Svavarssyni, í bíltúr á Ferrari. „Nei, hann er alltof stór, ef ég væri sjálfur fimm sentimetrum stærri gæti ég ekki einu sinni keyrt bílinn og tveggja metra maður eins og Vignir kemst því ekki fyrir. Hann verður bara að horfa á,“ segir Logi. freyrgigja@frettabladid.is LOGI GEIRSSON: LANGÞRÁÐUR DRAUMUR VERÐUR AÐ VERULEIKA Handboltamaður selur heimagert hárgel á netinu STÓRTÆKUR Logi Geirsson ætlar að selja gelið sitt á netinu og hefst sala á herlegheitunum eftir hálfan mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bubbi Morthens hefur samið lagið Hjartað þitt sem hann ætlar að gefa sigurvegara þáttarins Bandið hans Bubba. Úrslitaþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu í kvöld á Stöð 2 þar sem þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Arnar Már Friðriks- son munu flytja þrjú lög hvor. Að sögn Bubba fjallar lagið um það hvernig öll hjörtu slá sama takt. „Þennan texta gerði ég og söng fyrir litla strákinn minn fyrir einhverjum árum og síðan lá þetta bara einhvers staðar til hliðar. Svo kom þessi hugmynd upp og þá fór ég í gang að vinna þetta lag upp á nýtt,“ segir Bubbi. „Þetta lag hentaði báðum röddunum en krefst samt meiri túlkunar en bara að þenja röddina. Annars er þetta lítið og sætt popp- rokklag og það hefur ris eins og allir strákar eiga að hafa sem syngja popp eða rokk.“ Bubbi er vitaskuld spenntur fyrir úrslitaþættinum. „Ég held að það sé óhikað hægt að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá unnendum íslenskrar tónlistar með þessum strákum,“ segir Bubbi, sem telur bæði Eyþór og Arnar verðuga sigurvegara. „Hvor um sig gæti haldið bandinu fyrir aftan sig og átt framlínuna án þess að bandið væri hækja fyrir viðkomandi.“ - fb Samdi lag fyrir sigurvegarann VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Magnús Kjartanssson og Gaua Magnúsdóttir. 2 Grund. 3 Harare. Draupnir Rúnar Draupnisson er í aðalhlutverki í nýju myndbandi við Eurovision-lagið This Is My Life, sem var frumflutt á netinu í gær. Þar dansar hans og syngur eins og hann eigi lífið að leysa en fær að lokum góða hjálp frá sjálfu Eurobandinu með Friðrik Ómar og Regínu Ósk í fararbroddi. „Þetta var ótrúlega gaman og mikið fjör. Ég fékk smá kjánahroll eftir á en ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Draupnir Rúnar, sem er mjög góður vinur Friðriks Ómars. „Í lok febrúar var farið að ræða um að gera myndband og þá bar Friðrik Ómar þessa hugmynd undir mig. Mér leist vel á hana og hélt að hann væri að spyrja mig álits sem vinur. Svo sagði hann að ég væri strákurinn í myndbandinu og ég fékk algjört sjokk. Svo hugsaði ég mig aðeins um og sagði við sjálfan mig: „Af hverju ekki að lifa lífinu lifandi og hafa húmor fyrir sjálfum sér og taka þátt?“,“ segir Draupnir, sem hélt fyrst að hann yrði minna áberandi í myndbandinu en raunin varð. Draupnir, sem er frá Neskaupstað, starfar sem flugþjónn hjá Icelandair og útskrifast jafnframt sem kennari í vor með leiklist sem aukafag. Hann hefur leikið aðalhlutverkið í tveimur leikritum fyrir austan en er annars óreyndur úr skemmtanabransanum. Hann er sannfærður um að framlag Íslands til Euro- vision-keppninnar eigi eftir að ná langt. „Lagið er frábært og þetta eru fagmenn fram í fingur góma. Ég hef fulla trú á að þau eigi eftir að standa sig vel, annars hefði ég aldrei tekið þátt í þessu,“ segir Draupnir, sem verður að sjálfsögðu á meðal áhorfenda í Belgrad í maí. - fb Kennaranemi slær í gegn með Eurobandinu Góður rómur var gerður að fyrir- lestri sem Þórhallur Gunnarsson hélt á hádegisverðar- fundi ÍMARK samtaka markaðsfólks 2. apríl slíðastliðinn. Reifaði Þórhallur þar viðhorf sín gagnvart kostun á sjónvarpsefni og sagðist meðal annars ekki geta samþykkt óbeinar auglýsingar í Sjónvarpinu með þeim hætti að markaðstjórar fyrirtækja kæmu inn í þætti og afhentu verðlaun. Þeir sem tóku vel eftir orðum Þórhalls ráku því upp stór augu þegar tíu dögum síðar var fulltrúi frá Sam- tökum sparisjóða mættur í beina útsendingu hjá Sjónvarpinu til að afhenda verðlaun í Söngvakeppni framhaldsskólanema sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. En sumum leyfist það sem annar ekki má. Þeir fjölmörgu skjól- stæðingar Jónínu Benediktsdóttur sem farið hafa með henni til Gdansk í Póllandi í detoxmeðferð geta glaðst því hingað til lands er komin dr. Agneska Lemanczyk læknir en hún hefur annast hundruð Íslend- inga. Agneska mun halda fyrirlestur í Háskólabíó 25. apríl og fljótlega uppúr því, eða um miðjan næsta mánuð lofar Jónína svo að fljúga aftur með hópa til Póllands í detox- meðferðir. Ofurhugarnir Hans Stephensen og Kristinn Einarsson, sem starfa fyrir Ístak á Grænlandi, náðu frábærum árangri í erfiðustu skíða- göngukeppni heims sem var haldin þar í landi á dögunum. Kristinn endaði í þriðja sæti og Hans í því fimmta í þeim flokki sem gekk 100 km á þremur dögum en einnig var hægt að ganga 160 km. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í byrjun mánaðarins voru Hans og Kristinn fyrstu Íslendingarnir sem tóku þátt í keppninni og miðað við glæstan árangur þeirra eigum við fullt erindi í þessa miklu þrekraun í framtíðinni. -jbg/fb FRÉTTIR AF FÓLKI BUBBI MORTHENS Bubbi hefur samið lag fyrir sigur- vegara þátt- arins Bandið hans Bubba. DRAUPNIR RÚNAR DRAUPNISSON Draupnir fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi við Eurovision-lagið This Is My Life. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.