Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 8
8 21. apríl 2008 MÁNUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL „Það er veruleg þörf á því að opna umræðu um drengi sem verða fyrir misnotk- un og eins um drengjavændi,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylk- ingar. „Drengir hafa orðið út undan og rannsóknir sýna að þeir verða engu síður fyrir misnotkun og stunda vændi rétt eins og stúlkur.“ Í könnun sem Rannsóknir og greining gerði árið 2004 kom fram að 3,7 prósent drengja í framhaldsskólum hefðu þegið greiðslu eða greiða fyrir kyn- mök. Hlutfall stúlkna var hins vegar 1,7 prósent. Ólöf Ásta Far- estveit, forstöðumaður Barna- húss, segir enga ástæðu til að ætla að dregið hafi úr þessu síðan 2004. Guðrún segir að drengir hafi orðið út undan í umræðunni um kynferðislega misnotkun og vændi en þeir hafi jafnvel meiri þörf fyrir umræðuna þar sem þeir séu síður líklegir til að láta vita ef á þeim er brotið. „Nú er þörf á átaki, rétt eins og við gerð- um með vændisskýrslunni. Það myndi hjálpa þeim að koma fram svo sé hægt að vinna í þessum málum,“ segir hún. „Ég reyndi að opna þessa umræðu en mér var hreinlega ekki trúað.“ „Það er ástæða til að álykta að hlutfall sem þegið hafi greiðslu eða greiða fyrir kynmök sé mun hærra hjá þeim unglingum sem ekki eru í skóla,“ segir Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að ekki megi draga þær ályktanir af rannsókninni að drengirnir séu að stunda vændi. „Þarna eru lík- legast að mælast tilfelli frekar en að verið sé að stunda vændi,“ segir hann. „Þarna er til dæmis um að ræða samkynhneigða menn sem gefa drengjum eitt- hvað fyrir kynferðislegar athafn- ir og eins það að einhverjir láta eitthvað kynferðislegt yfir sig ganga til að fá eitthvað sem þeir girnast, hvort sem það er áfengi, fíkniefni eða peningar.“ Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir að þar fái þeir alltaf öðru hvoru á borð til sín mál þar sem unglingar hafi þegið greiðsl- ur fyrir kynmök, og slík mál séu venjulega tengd vímuefnaneyslu. jse@frettabladid.is Fleiri drengir þiggja greiðslu fyrir mök Þörf er á átaki til að hjálpa drengjum sem hafa verið misnotaðir eða stunda vændi, segir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar. Samkvæmt könnun hafa tæp fjögur prósent framhaldsskóladrengja þegið greiða eða greiðslu fyrir kynmök. AUSTURRÍKI, AP Evrópa býr yfir þéttriðnasta fjarskiptakerfi heims en þjóðir álfunnar eru smátt og smátt að fá nóg af „friðþjófinum“, farsímanum. Í annarri stærstu borg Austur- ríkis, Graz, hafa borgaryfirvöld nú ákveðið að skikka notendur almenningssamgangna til að hafa farsíma sína stillta á þögn. Áður hafði franska ríkisjárnbrautafélag- ið SNCF tekið upp „farsímafrí“ svæði í hraðlestum fyrirtækisins. Borgarstjóri Graz, Siegfried Nagl, kveðst staðráðinn í að sjá til þess að grenndarlestafarþegar geti ferðast í friði fyrir taugapirrandi hringitónum og truflandi farsíma- kjaftagangi. - aa Aðgerðir gegn friðþjófum: Skylda að stilla símann á þögn FARSÍMABANN Nota merki Rio Tinto Alcan Alcan á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, mun framvegis starfa undir merkjum Rio Tinto Alcan. Rio Tinto er alþjóðlegt leiðandi námafé- lag sem keypti Alcan Inc., móðurfélag Alcan á Íslandi, seint á síðasta ári. VIÐSKIPTI FERÐAIÐNAÐUR Hjörtur Aðalsteins- son, eigandi Quiznos Sub-skyndi- bitastaðanna, hefur sótt um lóð til að byggja nýja tegund af hóteli í Reykjavík. Ætlun Hjartar er að reisa hótel með á bilinu 80 til 120 herbergjum þar sem yrði minni þjónusta og lægra verð en á hefðbundnum hótelum. Þetta kemur fram í lóða- umsókninni sem Hjörtur sendi Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, for- manni borgarráðs. Hótelið á að tengjast Accor-hótelkeðjunni. „Lágt verð þessara hótela bygg- ir á litlum og fábrotnum herbergj- um, bókunum á interneti eða með beinni greiðslu í anddyri hótels,“ útskýrir Hjörtur í umsókn sinni. Að sögn Hjartar er hugmyndin sú að hótelið verði á þremur hæðum og byggt í tveimur eða þremur áföngum. Margar stað- setningar komi til greina. Til dæmis við nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri, við Vesturlandsveg, eða á nýju svæði í Suður-Mjódd. „Tímasetning framkvæmda nú er hagstæð vegna lægðar í bygg- ingariðnaði og gengi krónu myndi einnig hjálpa til,“ bendir Hjörtur á í umsókn sinni sem tekin var fyrir í borgarráði í gær. Þar var ákveðið að vísa málinu til skoðun- ar hjá skipulags- og byggingar- sviði og framkvæmda- og eigna- sviði. - gar Eigandi Quiznos Sub segir að nú sé hagstæð tíð til að byggja hótel í Reykjavík: Ódýrt hótel með 120 herbergjum HJÖRTUR AÐALSTEINSSON Eigandi Quiz- nos Sub vill byggja lágverðshótel. Hér gefur hann fuglunum á Reykjavíkurtjörn afgangsbrauð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVALFJARÐARSVEIT Um 40 manns höfðu skráð sig í áhugahóp um bætta nettengingu í Hvalfjarðar- sveit um miðjan dag í gær og aðstandendur gera sér vonir um að í lok helgar verði meirihluti heimila í sveitarfélaginu orðinn meðlimur í hópnum. Hvalfirðingar búa við þráð- lausa nettengingu frá eMax sem hefur reynst afar misjafnlega, að sögn Sævars Finnbogasonar, íbúa í sveitarfélaginu. „Nettengingar skipta miklu í atvinnumálum, menntamálum, afþreyingu og geta skipt sköpum í því hvort fólk flytur til eða frá sveitarfélögum,“ segir Sævar. - kg Íbúar í Hvalfjarðarsveit: Vilja bætta net- tengingu Slösuðust þegar vélhjól valt Ökumaður missti stjórn á bifhjóli sínu í Naustagili á Húsavík í gær með þeim afleiðingum að hjólið valt. Ökumaðurinn og farþegi hans skullu í götuna og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þeir reyndust ekki alvarlega slasaðir. LÖGREGLUFRÉTTIR 1 Hvað útskrifuðust margir úr Lögregluskólanum síðasta föstudag? 2 Hvaða tvö lið sigruðu í seinni leikjunum í átta liða úrslitum Lengjubikars karla? 3 Hvaða tónleikastað á að færa neðanjarðar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 MIÐBORGIN Guðrún Ögmundsdóttir telur mikla þörf á að umræða um drengi sem verða fyrir misnotkun eða leiðast út í vændi fari fram. MYNDIN ER ÚR SAFNI OG TENGIST EFNI FRÉTTARINNAR EKKI Drengir hafa orðið út undan og rannsóknir sýna að þeir verða engu síður fyr- ir misnotkun eða stunda vændi eins og stúlkur. GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR FYRRUM ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR Eldur í bifreið á ferð Eldur kom upp í bifreið í Breiðholti snemma í gærmorgun. Bifreiðin var á ferð þegar eldsins varð vart en öku- manni og farþegum tókst að koma sér út og hringja á hjálp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. ÖRYGGISMÁL Nauðsynlegt er að auka kröfur til þeirra sem starfa sem öryggisverðir áður en fjallað er um auknar heimildir þeirra til að bera varnarbúnað, að sögn Ómars Arnar Jónssonar, mark- aðsstjóra Öryggismiðstöðvarinn- ar. Ómar segir svo virðast sem ofbeldi sé að vaxa í samfélaginu, eins og árásir á öryggisverði beri með sér. Rétt sé að skoða hvað gert hafi verið í nágrannalöndum okkar, svo sem í Danmörku, í þeim efnum. Þar hafi öryggis- verðir mun ríkari heimildir enda hafi aðstæður kallað á slík við- brögð. „Til að öðlast starfsleyfi sem öryggisvörður þar í landi þarf að sækja sérstök námskeið fyrir öryggisverði og standast próf sem er viðurkennt af opin- berum aðilum,“ útskýrir Ómar en bendir á að hingað til hafi aðstæð- ur í íslensku samfélagi ekki kall- að á miklar kröfur til öryggis- varða. „Svo virðist sem aðstæður séu að breystast til hins verra og ef umhverfið kallar á auknar heimildir öryggisvarða til að bera varnarbúnað er grunnforsenda fyrir þeirri umræðu að löggjöfin um öryggisverði verði endur- skoðuð og auknar kröfur gerðar til þeirra sem við þetta starfa,“ segir hann en bætir við að sam- hliða endurskoðun lagaákvæða þurfi að auka enn frekar samráð öryggisfyrirtækja og lögreglu. - kdk Segir árásir á öryggisverði kalla á endurskoðun laga sem öryggisverðir starfa eftir: Vill auka kröfur til öryggis- varða vegna aukins ofbeldis ÓMAR ÖRN JÓNSSON Markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segir að áður en rætt verði um auknar heimildir öryggisvarða til að bera varnar búnað þurfi að auka kröfur til þeirra sem starfi sem öryggisverðir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.