Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 12
12 21. apríl 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 04 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Réttu tækin í þrifin - háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur frá 8.888 kr. Nilfisk P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör Vatnsmagn: 650 l/klst. Nilfisk E140 2-9 X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst. Nilfisk C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. Nilfisk Buddy 18 ryk- og vatnssuga Loftflæði: 3600 l/mín. Mótor: 1300W 15 l tankur Nilfisk C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 20% afslá ttur Vinningur í hverri viku NOREGUR Kristin Halvorsen, fjár- málaráðherra Noregs og leiðtogi vinstri sósíalista, segir það vel mögulegt að ákvörðun um kaup á nýjum orrustuþotum fyrir norska flugherinn verði frestað um nokk- ur ár. Norsk stjórnvöld hafa und- anfarin fimm ár unnið að útboði til endurnýjunar F-16-orrustuþotu- flotans, en að óbreyttu er gert ráð fyrir að þær vélar verði úreltar um og upp úr árinu 2016. Tilboð tveggja orrustuþotuframleiðenda, Lockheed-Martin í Bandaríkjun- um og Saab í Svíþjóð, byggð á útboðsgögnum norska varnar- málaráðuneytisins, eru væntanleg inn á borð þess í lok mánaðarins. „Það eru fleiri valkostir,“ hefur fréttavefur Aftenposten eftir Hal- vorsen. „Það er raunverulegur möguleiki að fresta kaupum á nýjum þotum. Það fer eftir því hvað það kostar að uppfæra F-16- þoturnar á það stig sem við þurf- um á að halda, hve lengi þær yrðu samkeppnishæfar eftir uppfærslu og kostnaðinn við þetta í saman- burði við að endurnýja flotann alveg núna,“ segir hún. Innan flokks Halvorsen hafa síðustu daga ýmsir tjáð þá skoðun sína að ekki ætti að koma til greina að verja sem svarar nærri 1.500 milljörðum íslenskra króna í kaup á nýjum bandarískum orrustuþot- um. Þotan sem þar um ræðir, F-35 „Joint Strike Fighter“, væri bæði langdýrasti valkosturinn og hefði eiginleika sem alls ekki ættu að vera forgangsmál fyrir norska flugherinn, svo sem að geta betur en flestar aðrar þotur gert loft- árásir á skotmörk á landi og verið torséð í ratsjám. Á dögunum var upplýst að þriðji keppinauturinn í útboðinu, hin evrópska Eurofighter, væri fallin úr leik þar sem framleiðendur hennar hefðu dregið þá ályktun af útboðsferlinu að það hefði í raun verið ákveðið fyrir löngu að kaupa bandarísku þotuna; því væri til- gangslaust að taka frekari þátt í útboðinu. audunn@frettabladid.is Geta frestað þotukaupum Norski fjármálaráðherrann Kristin Halvorsen segir vel mögulegt að fresta kaupum á nýjum orrustuþotum með því að uppfæra F-16-þotur norska flughersins. 1500 MILLJARÐAR Flokksmenn Halvorsen vilja hindra að hin dýra bandaríska F-35- þota verði keypt til að endurnýja norska orrustuþotuflotann. NORDICPHOTOS/AFP Það er raunverulegur möguleiki að fresta kaup- um á nýjum þotum. KRISTIN HALVORSEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA NOREGS SPÁNN Sprengja sprakk á Norður- Spáni í gær eftir að aðvörunarsím- tal barst frá ETA. Sprengjan eyði- lagði skrifstofu flokks sósíalista í baskneska bænum Elgoibar en eng- inn slasaðist í sprengingunni. ETA hefur hótað flokki José Luis Zapat- ero frekari aðgerðum eftir að hann náði endurkjöri í kosningum í síð- asta mánuði. Á fimmtudag slösuðust sjö baskneskir lögreglumenn þegar sprengja sprakk í úthverfi Bilbao. ETA hefur verið kennt um dauða yfir átta hundruð manns í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. - mmr Skrifstofa sósíalista gjöreyðilögð eftir sprengjuárás: Önnur sprengjan á þremur dögum LONDON, AP John Pres- cott, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra Bretlands og lykilmaður í Verka- mannaflokknum, seg- ist hafa þjáðst af lotugræðgi um árabil. Prescott hefur ekki áður talað opinberlega um hvernig sjúkdóm- urinn lék hann. Hann skammaðist sín fyrir að vera með lotu- græðgi þar sem sjúkdómurinn herjaði einkum á konur. „Ég var vanur að troða í mig öllu matarkyns sem var nærri, til dæmis hamborgurum, súkkulaði og flögum,“ segir Prescott í grein sem birtist í The Sun- day Times í gær. Honum tókst að fela lotugræðgina fyrir nánustu samstarfs- mönnum og fjölskyldu sinni. Eiginkona hans varð hins vegar vör við sjúkdóminn og hvatti mann sinn til að leita sér hjálpar. Prescott kveðst á batavegi. Hann stundar líkamsrækt reglu- lega og hugar vel að mataræðinu. - mmr John Prescott átti í erfiðum veikindum um árabil: Barðist við lotugræðgi JOHN PRESCOTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.