Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 21. apríl 2008 27 Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is Komum, sáum, sigruðum Lið Háskólans í Reykjavík hafa náð frábærum árangri á síðustu mánuðum. Þann árangur má þakka miklum metnaði, þrotlausri vinnu og viljanum til að láta góðar hugmyndir verða að veruleika. Háskólinn í Reykjavík kappkostar að skapa nemendum sínum bestu mögulegu aðstöðu til að vinna að metnaðarfullum verk- efnum og veita þeim menntun sem gerir þeim kleift að skara fram úr og láta drauma sína rætast. Framtíðin er HR. FÓTBOLTI Í nýjustu útgáfu knatt- spyrnutímaritsins Four Four Two má finna skemmtilega úttekt á því hverjir séu 100 bestu erlendu leik- mennirnir sem hafa leikið á Bret- landseyjum. Eric Canton, fyrrum leikmaður Manchester United og Leeds, er í efsta sæti listans en Íslendingar eiga einn fulltrúa, Eið Smára Guðjohnsen í 59. sæti. Valið á 100 bestu erlendu leik- mönnunum er byggt á skoðana- könnun sem tímaritið gerði meðal fótboltastuðningsmanna á Bret- landseyjum og viðtölum við breska sparkspek- inga en rit- stjórar tíma- ritsins höfðu vitanlega áhrif á lokagerð listans. Í útskýringum á því hvernig valið fór fram og hvernig skipað var í sætin segir jafnframt að ritstjórn tímaritsins hafi tekið þar tvennt sérstak- lega í reikninginn. Ann- ars vegar áhrif við- komandi leikmanns á félag sitt og hins vegar farsæld hans með félaginu, sem telst meðal annars í fjölda sigurleikja og titla. Nafn Cantona enn sungið Það er skemmst frá því að segja að hinn franski Eric Cantona er í efsta sæti lista Four Four Two en hann var lykilmaður í að hjálpa Manchester Unit- ed að ná yfirráð- um í ensku úrvals- deildinni og vann þar þrjá deildartitla og tvo FA-bikara á fjór- um og hálfu ári hjá félag- inu. Hann lagði skóna óvænt á hilluna árið 1997, þá aðeins 31 árs gamall, þegar hann fór að einbeita sér að leiklist og strandarfótbolta. En aðdáendur United munu seint gleyma leiðtogahæfileikum, snilli og ódrepandi sigurvilja Cant- ona. „Ég er mjög stoltur að því að aðdáendur United séu enn að syngja nafn mitt á Old Trafford en ég hræðist jafnframt þegar það mun enda. Ég hræðist það vegna þess að ég elska það og allt sem þú elskar, ertu hræddur um að missa,“ sagði Cantona. Eiður Smári Guðjohnsen er eins og segir í 59. sæti listans og þar í góðum félagsskap en í næstu sætum á eftir honum eru Dimitar Berbatov, framherji Tottenham, í 60. sæti og Carlo Cudicini, mark- vörður Chelsea, í 61. sæti. „Klassaframherji sem liggur gjarnan í holunni fyrir framan miðjumennina og myndaði ban- vænt tvíeyki með Jimmy-Floyd Hasselbaink hjá Chelsea. Nokkur umræða hefur sprottið upp nýverið um hvort erlendir leikmenn á Bretlandseyjum séu búnir að yfirtaka breskan fótbolta og þá helst ensku úrvalsdeildina og það geri að verkum að ungir enskir leikmenn fái ekki tækifæri með liðum sínum. Ítalski snilling- urinn Gianfranco Zola, fyrrver- andi leikmaður Chelsea sem er númer fimm á lista Four Four Two, telur að svo geti vel verið. Magn umfram gæði „Ég tel að núna í dag séu of margir erlendir leikmenn í ensku úrvals- deildinni og lögmálið virðist vera þannig að fjöldinn ræður frekar en gæði leikmannanna. Það eru of margir miðlungsgóðir erlendir leikmenn sem eru að taka pláss í byrjunarliðum þar sem ungir og efnilegir enskir leikmenn gætu annars verið. Þetta er ekki góð þróun og eitthvað sem þarf að skoða,“ sagði Zola í viðtali við Four Four Two. - óþ Knattspyrnutímaritið Four Four Two birti lista yfir 100 bestu erlendu leikmenn sem leikið hafa á Bretlandi: Eric Cantona besti erlendi leikmaðurinn Á MEÐAL ÞEIRRA 100 BESTU Gianfranco Zola og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista Four Four Two. NORDIC PHOTOS/GETTY KÓNGURINN Það þarf ekki að koma á óvart að snillingurinn Eric Cant- ona sé efstur á lista Four Four Two yfir 100 bestu erlendu leikmennina sem spilað hafa á Bretlandi en auðvitað má alltaf deila um val á lista sem þessum. NORDIC PHOTOS/GETTY TOPP TÍU AF HUNDRAÐ 1. Eric Cantona (Frakkland) 2. Dennis Bergkamp (Holland) 3. Thierry Henry (Frakkland) 4. Henrik Larsson (Svíþjóð) 5. Gianfranco Zola (Ítalía) 6. Peter Schmeichel (Danmörk) 7. Ossie Ardiles (Argentína) 8. Cristiano Ronaldo (Portúgal) 9. Jürgen Klinsmann (Þýskaland) 10. Patrcik Vieira (Frakkland) KÖRFUBOLTI Úrslitakeppni NBA- deildarinnar hófst með látum í fyrrinótt þar sem flestra augu voru á viðureign San Antonio Spurs og Phoenix Suns. Eins og við var að búast var leikurinn bráðskemmtilegur og æsispenn- andi og svo fór að San Antonio sigraði 117-115 eftir tvífram- lengdan leik. Staðan var jöfn 93- 93 í lok fjórða leikhluta og 104- 104 eftir framlengingu. Tim Duncan fór fyrir meisturunum með 40 stig og 15 fráköst og hann var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var bara fyrsti leikurinn í fyrsta einvíginu okkar í úrslitakeppninni en mér finnst eins og þetta sé lokaúrslitarimma. Það er enn langt í land og við verðum að fá enn meiri orku og hraða í okkar leik,“ sagði Duncan. Hjá Phoenix var Amare Stoude- mire atkvæðamestur með 33 stig og sjö fráköst en Shaquille O‘Neal var aðeins með 11 stig. Utah Jazz vann Houston Rockets 82-93 og var eina liðið til þess að vinna á útivelli í fyrsta leik. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sigruðu Washington Wizards 93-86 og New Orleans Hornets lögðu Dallas Mavericks 104-92. - óþ Úrslitakeppni NBA: Meistararnir byrjuðu á sigri BARÁTTA Tim Duncan og félagar í San Antonio lögðu Shaq og félaga í Phoenix að velli í fyrrinótt. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.