Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 54
30 21. apríl 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT: 2. missa 6. eftir hádegi 8. sarg 9. ot 11. samanburðart. 12. drottningarmaður 14. kjöt 16. í röð 17. fley 18. ennþá 20. núna 21. betl. LÓÐRÉTT: 1. bót á flík 3. tvíhljóði 4. fjölmiðlar 5. beita 7. týndur 10. að 13. gogg 15. krukka 16. húðpoki 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. tapa, 6. eh, 8. urg, 9. pot, 11. en, 12. prins, 14. flesk, 16. hi, 17. far, 18. enn, 20. nú, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. lepp, 3. au, 4. pressan, 5. agn, 7. horfinn, 10. til, 13. nef, 15. krús, 16. hes, 19. na. „Við erum alltaf með útvarpið í gangi. Og ætli sá tími skiptist ekki jafnt milli Bylgjunnar og FM 957. Hins vegar er það náttúrlega þannig að við stillum tækin í botn þegar Eurovision- lagið okkar hljómar.“ Sólveig Birna Gísladóttir, förðunarmeist- ari á Airbrush & Makeup Gallery. Í Hell’s Kitchen-þættinum sem Stöð 2 sýnir á morgun er fylgst með Gordon Ramsey æsa sig við upprennandi kokka í brúðkaupi í Los Angeles. Brúðurin, Carlota Björk Venegas, er hálf-íslensk, en hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum. Móðir hennar, Linda Venegas, sagði veisluna hafa verið hina ákjósanlegustu, en hún fór fram í febrúar í fyrra. „Framleiðendur þáttanna voru að leita að pari sem vildi gifta sig með mjög stuttum fyrirvara. Hann var rúm vika, en venjulega tekur fólk ár í að undirbúa brúð- kaup. Þau voru búin að vera að leita að stað til að halda brúð- kaupsveislu á í nokkra mánuði og stukku bara á þetta tækifæri,“ útskýrir Linda. Carlota á mexí- kóskan föður, en brúðguminn, Cyrus Kavari, er af ítölskum og írönskum ættum. Linda segir Hell’s Kitchen hafa séð um allt sem að veislunni laut. „Carlota mátti hins vegar ráða lit á kjólum brúðarmeyjanna, sínum eigin kjól og svo hvort hún vildi súkkulaði- eða vanillubrúðar- tertu,“ segir Linda. Veislunni var slegið upp í stóru vöruhúsi, sem aðstandendur þáttanna höfðu breytt í veitingastað fyrir kvöld- ið. „Þetta var mjög flott, borð og þjónar og rauður dregill fyrir brúðhjónin. Manni hefði ekki dottið annað í hug en að þetta væri fínasti veitingastaður,“ segir Linda og hlær við. Carlotu og Cyrus var að auki boðið í brúð- kaupsferð á veitingastað Ramsey fyrir utan Las Vegas, Green Val- ley Ranch. Þeir sem hafa fylgst með Hell’s Kitchen vita að það gengur ýmis- legt á í eldhúsinu, en Linda segir það ekki hafa spillt veislunni. „Maður sá þau þjóta fram og til baka í eldhúsinu, og Ramsey stendur þarna og stjórnar þeim og öskrar og bölvar,“ segir hún og hlær. „Einhverjir kvörtuðu undan því að hafa þurft að bíða svolítið lengi eftir matnum, en það er bara partur af þessu. Það sem ég borðaði og við var að minnsta kosti afskaplega gott. Þetta hefði ekki getað verið huggulegra,“ segir Linda. - sun Íslenskt brúðkaup í Hell‘s Kitchen VEISLA Í BOÐI RAMSEY Brúðhjónin Carlota og Cyrus héldu brúðkaupsveislu í Hell‘s Kitchen, en þátturinn verður sýndur hér á landi á morgun. Páll Óskar Hjálmtýsson er fullbókaður út árið. Hann er harðákveðinn í að taka sér hálfs árs frí frá næstu áramótum þótt nú sé sótt hart að honum að taka að sér verkefni á þeim tíma. Hann sér í hillingum að geta kafað í heitum sjó á ný. Hann lærði köfun fyrir fjórum árum en hefur verið ofansjávar síðan. „Við mennirnir höldum að við séum miðpunktur alheimsins, en svo er önnur veröld í sjónum sem þekur 70 prósent jarðarinnar,“ segir Páll. „Það er skondið, en það er nákvæmlega sama „systemið“ í gangi í sjónum og á jörðinni. Þarna eru trukkabíl- stjórar, stjórnmálamenn og trúðar. Og alveg eins og ofansjávar þá éta stóru fiskarnir litlu fiskana.“ Það var Coco, vinur Páls, sem átti hugmyndina. Þeir fóru á tveggja vikna námskeið á Kanaríeyjum fyrir fjórum árum og voru komnir í sjóinn eftir viku af bóklegu námi og svamli í sundlaug. „Að vera í sjónum er eins og að vera Barbarella in space,“ segir Páll dreyminn, „ofsalega fallegur heimur og mögnuð lífsreynsla. Eitt það magnaðasta var að stökkva fram af þverhníptum kletti og láta sig falla ofan í endalaust djúpið.“ Palli fór mest á 46 metra dýpi og komst aldrei í hann krappan. „Við fórum í reiptog við kolkrabba en hittum bara einn hákarl. Það eru til þúsund tegundir af hákörlum eða eitthvað, en bara þrjár sem eru mannýgar og tryllast ef þær finna lykt af blóði. Við hittum nú bara einhvern aumingjahákarl, örugglega grænmetisætu, sem skaust í burtu skíthræddur þegar við sögðum hæ.“ Páll er farinn að kíkja á heppilega staði til að endurnýja kynnin af blautbúningnum. „Við höfum augastað á annaðhvort Sydney í Ástralíu eða Galapagos. Ég hef heyrt mjög fallega hluti um þessa staði. Ég hlakka brjálæðislega til að snúa aftur í þessa litadýrð sem við höfum ekki aðgang að hérna ofanjarðar.“ - glh Páll Óskar kannar hafdýpin FÓR MEST Á 46 METRA DÝPI Pál Óskar dreymir um að endurnýja kynnin við blautbúninginn. Erlendar pókerstjörnur hafa sýnt því áhuga að koma hingað til Íslands og spila póker á sérstökum pókermótum. Þetta segir Þór Bæring Ólafsson, ritstjóri pókervefjarins Pokernet.is. Hann telur það einungis tímaspursmál hvenær mótapóker verði lögleiddur hér á Íslandi og hvetur yfirvöld á Íslandi til að kynna sér málið betur. Talið er að tugir Íslendinga sæki alþjóðleg pókermót á ári hverju og þar er Evrópumótaröðin vinsælust. Þátttakendur vinna sér sæti í gegnum pókersíður. Nokkrir fara einnig vestur um haf og spila í spilaborginni Las Vegas á heimsmótaröðinni. Þór býr nú í Kaupmannahöfn og hefur gert undanfarið ár en eiginkona hans er þar við nám. Að sögn Þórs kunna þau vel við sig í kóngsins Köben og hafa komið sér vel fyrir. Þór er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín í útvarpi og sjónvarpi en hefur að undanförnu einbeitt sér að rekstri vefsíðna undir merkinu Bara gaman. Þar er vefsíðan pokernet.is einna vinsælust sem gefur kannski hvað best til kynna hversu vinsæll pókerinn er hér á landi. Þór kynntist pókernum þegar hann horfði á útsendingar frá mótum á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þór vonast til að íslensk stjórnvöld taki við sér og lögleiði mótapókerinn á Íslandi. „Ég horfði á viðtalið við Jón H.B. Snorrason í Kastljósinu og svo virðist sem lögregluyfirvöld hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel. Áhugamenn um póker hafa ekki áhuga á svokölluðu cash-game heldur vilja lögleiða mótapóker,“ segir Þór en þar greiða þátttakendur ákveðið þátttökugjald sem Þór segir að sé oftar en ekki lægra en það sem gengur og gerist hjá bridge- spilurum. „Mér finnst fólk ekkert reiðubúið til að kynna sér málið; póker er bara stimplað sem fjárhættuspil og málið dautt,“ segir Þór. Á vefsíðunni hefur Þór rætt við alþjóðlegar stjörnur úr pókerheiminum, þeirra á meðal goðsögn- ina Daniel Negreanu og hinn danska Gus Hanson. Þeir hafa báðir lýst yfir áhuga sínum á að koma hingað til lands og spila þegar mótapóker verður lögleiddur. „Og það er svo sem ágætis byrjun,“ segir Þór. - fgg ÞÓR BÆRING: FYRRVERANDI ÚTVARPSMAÐUR STOFNAR PÓKERVEFSÍÐU Erlendar pókerstjörnur áhugasamar um Ísland ÁHUGI Á ÍSLANDI Þór Bæring segir goðsagnir á borð við Daniel Negreanu, hér að ofan, hafa áhuga á að spila á Íslandi þegar mótapóker verður lögleiddur. NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. D Y N A M O R EY K JA V IK Lau 19/4 k l. 19 Lau 19/4 k l. 21 Fös 2/5 k l. 19 Fös 2/5 k l. 21 Lau 3/5 k l. 20 Lau 3/5 k l. 22 Fös 16/5 k l. 19 Fös 16/5 k l. 21 Lau 17/5 k l. 19 Lau 17/5 k l. 21 Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus S Ý N I N G A R Jolene, barinn sem þær Dóra Tak- efusa og Dóra Dúna Sighvatsdótt- ir eiga og reka í Kaupmannahöfn, opnar aftur 7. maí og þá á nýjum stað. Barinn var áður til húsa á Sorg- enfrigade í Norðurbrúar-hverfinu, en þurfti að flytja sig um set eftir að nágrannar kvörtuðu undan hávaða. Hann var opnaður í ágúst 2007, en var lokað aftur í lok nóvem- ber. Síðan þá hafa Dórurnar tvær leitað að nýjum samastað fyrir Jolene, sem hafði öðlast miklar vinsældir á stuttum líf- tíma sínum. Þann samastað ku vera að finna í hverfinu Kødbyen, á Vesturbrú, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu. Þar úir og grúir allt af slátrurum og öðrum fyrirtækjum sem tengjast kjötvinnslu, en upp á síðkastið hafa gallerí og flottir veitingastaðir einnig skotið upp kollinum. Götuheiti nýrra híbýla Jolene ber fortíð hverfisins vitni, en barinn mun verða að finna við Flæ- sketorvet, eða Flesktorgið. Staðurinn mun verða með sama sniði og í fyrri húsakynnum, svo fastagestir ættu ekki að óttast. Gagnrýnandi New York Times fer lofsamlegum orðum um frammi- stöðu söngkonunnar Dísellu Lárusdóttur á einsöngstónleikum hennar, sem fram fóru í Merkin- tónleikahöllinni í New York í síðustu viku. Hann segir meðal annars að rödd hennar hafi „glitrað eins og silfur“ í laginu I Love You eftir Grieg, og hreifst sérstaklega af nærveru Dísellu og hreyfingum á sviði, sem hann kveðst ekki viss um hvort eigi rætur sínar að rekja til „reynslu hennar af óperu“, eða séu „gagnlegur minjagripur úr poppfortíð hennar“, en á ferilskrá hennar er meðal annars að finna þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins. FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 45. 2 ÍA og Fram. 3 Nasa við Austurvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.