Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. janúar 1982 Si'illiitíi erlent yfirlit .7 erlendar fréttir ■ Clark og forsetahjónin voru I Kaliforniu á jólunum. Clark fær betri dóma en í fyrra En getur hann sætt Haig og Weinberger? ■ „HVER er forsætisráðherra Suður-Afriku? —Veit það ekki Hver er forsætisráðherra Zimbabwe? Veit það ekki. Hver er afstaða Evrópumanna til stefnu Bandarikjanna varð- andi kjarnorkuvopn? Veit það ekki. Hvað er að gerast i brezka Verkamannaflokknum ? Veit það ekki. Hvernig er háttað sambúðinni við Sovétrikin? Ég hefi dálitla vitnesku um það úr Time og Newsweek.” Spurningarnar og svörin hér á undan eru úr yfirheyrslu hjá utanrikisnefnd öldungadeildar Bandarikjaþings, þegar nefndin var að kynna sér á siðastl. vetri þekkingu nýskipaös varautan- rikisráðherra Bandarikjanna, Williams P. Clark. Clark gat ekki svarað nema ör- fáum af þeim mörgu spurningum, sem þingmennirnir létu dynja á honum. Þaö þarf ekki að lýsa þvi, að bæði þingmenn og blaðamenn kepptust við að telja svo fáfróðan mann óhæfan til að gegna öðru valdamesta embætti utanrikis- ráðuneytisins, en varautanrikis- ráðherrann (Deputy Secretary of State) er eins konar staðgengill utanrikisráðherrans og varamað- ur þegar hann forfallast. Útnefning Clarks var eigi að siöur staöfest bæði af utanrikis- málanefndinni og öldungadeild- inni. Meirihluti þingmanna vildi ekki neita forsetanum um að fá i þetta embætti þann mann, sem hann virtist treysta bezt. Meðal annars mætti gera sér vonir um, að hann gæti orðið góður tengilið- ur milli utanrikisráðuneytisins og Hvitahússins, þrátt fyrir tak- markaða þekkingu i upphafi. ÞAÐ ER skemmst frá að segja, að Clark hefur fullnægt þessum vonum. Samvinna milli hans og Haigs hefur reynzt með ágætum. Clark hefur þótt laginn við að samræma mismunandi sjónar- mið og að jafna ágreining, sem risið hefur milli utanrikisráðu- neytisins og Hvita hússins, sem ekki var óalgengur meðan Allen var helzti öryggismálaráðunaut- ur forsetans. Það hefur þvi mælzt vel fyrir i Bandarikjunum, að Reagan hefur látið Allen hætta sem öryggis- málaráðunaut og skipað Clark i stað hans. Jafnframt hefur verið tilkynnt, að völd öryggismála- ráðunautsins verði aukin. ■ Allen varð að vikja. Það verður ekki aðeins hlut- verk Clarks að koma á góðri sam- vinnu milli utanrikisráðuneytis- ins og Hvita hússins. Mesta vandaverk hans getur orðið það, að samræma sjónarmið utan- rikisráðuneytisins og varnar- málaráðuneytisins eða kannski réttara sagt sjónarmið Haigs og Weinbergers. Sem öryggismála- ráðunautur þarf Clark að hafa samskipti viö bæði þessi ráðu- neyti og afstýra árekstrum milli þeirra. Þar getur Clark þurft á allri sinni lagni að halda, þvi að þeim Haig og Weinberger hefur ekki komið vel saman, en báðir eru ráðrikir. Oft hefur verið spjallað um, að þetta gæti endað með þvi að annarhvor yrði að vikja. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að það kunni að styrkja stöðu Haigs, að Clark verður öryggis- málaráðunautur. Hann hafi alla jafnan staöið með Haig i deilum viö Allen. Þetta getur þó breytzt þegar Weinberger er annars veg- ar. Þeir Clark og Weinberger eru gamlir starfsfélagar frá Kaliforniu, þegar þeir unnu fyrir Reagan sem rikisstjóra. CLARK, sem er rétt fimmtug- ur, kom fyrst við sögu 1967, en þá höfðu þeir Reagan verið góðkunn- ingjar um skeið. Þá kvisaðist, að tveir menn, sem unnu á skrifstofu Reagans, sem þá var orðinn rikisstjóri, væru kynvillingar. Þetta þótti mikið hneyksli, eink- um meðal hægri manna, sem höfðu stutt Reagan. Þeir heimt- uðu að málið yrði gert opinbert. Það vildi Reagan ekki, þvi að það yrði óþægilegt fjölskyldum við- komandi manna. 1 þessum raun- um leitaði Reagan til Clarks og réði hann starfsmannastjóra sinn. Clark leysti þetta mál i kyrrþey og reyndist Reagan siðan hinn gagnlegasti á flestan hátt. Meðal annars skipulagði hann vinnu Reagans þannig, að hann gat lokið daglegum störfum sin- um ekki seinna en um hálffimm- leytið. Reagan reyndist fljótur að taka ákvarðanir, þegar mál voru lögð fyrir hann skýrt og vafninga- laust. Aður en Reagan lét af embætti rikisstjóra, launaði hann Clark með þvi, að skipa hann i hæsta- rétt Kaliforniu. 1 sambandi við það reis upp nokkur deila, þegar það upplýstist, að Clark hafði stundað laganám við tvo háskóla en við hvorugan þeirra lokið prófi. Hann hafði reynzt lélegur nemandi. Siðar haföi hann fengið undanþágu til að fá réttindi sem málf lutningsmaður. Clark vann sér ekki neitt sér- stakt orö sem hæstaréttardómari og þekking hans var oft dregin i efa. Hann þótti ihaldssamur og var þvi vel látinn af hægri mönn- um i Kaliforniu. Sennilega hentar núverandi staða hæfileikum Clarks betur en dómarastarfið. t! Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar | Svipmynd frá Wujek námunum I Póllandi en þar safnast saman smáhópar fólks daglega til að minnast fallinna félaga. „ÁFRAMHALD VIÐRÆÐNA VIÐ SOVÉTMENN ER MIKILVÆGT” — sagði Alexander Haig utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ■ „Aframhald viðræðna við Sovétmenn er nú mikilvægara en nokkurn tima áöur vegna hættuástandsins i Póllandi” sagði Alexander Haig utan- rikisráöherra Bandarikjanna i aðtoknumfundi Reagansfor- seta og Schmidt kanslara. Hann sagði ennfremur að viðræöur Bandankjanna og Sovétrikjanna um takmiýkun kjarnorkuvopna mundu halda áfram og að hann sjálfur mundi hitta utanrikisráöherra Sovétrikjanna, Gromyko aö máli. Eftirfund þeirra Reaganog Schmidt var birt yfirlýsing þar sem báðir leiðtogarnir sökuðu Sovétrikin um ástand- ið i Póllandi. Vestur-þýski utanrikisráðherrann, sem var i för með Schmidt kanslara, sagði að V-Þýskaland og bandamenn þess væru reiðu- búnir til að veita Póllandi efnahagsaöstoð ef landiö hyrfi aftur til þess sem hann kallaði „umbótasinnaöar stefnu”. Aðstoöarforsætisráðherra Póllands mun-hafa sagt I gær aö umbætur þær sem Eining hefur náö frá árinu 1980 mun halda sér og þróast áfram. I viötali við vestur-þýska tima- ritið Stem sagði ráðherrann, að Eining mundi halda áfram aö vera sjálfstæður fulltrúi verkamanna, en ekki sem pólitiskur stjórnarandstöðu- flokkur. Hann sagöi ennfrem- urað stjórnini Varsjá væri ein ábyrg fyrir setningu herlaga i landinu og heföi ekki fariö að fyrirmælum frá Sovétrikjun- um. T ruf lanirnar brot á Helsinki - sáttmálanum ■ Bretar hafa mótmælt við Sovétmenn truflunum á stutt- bylgjusendingum BBC á pólsku og kröfðust þeir þess að trufununum yröi hætt sam- stundis. Sovéska sendiherran- um i London var tjáð að breska stjórnin teldi þær brot á Helsinki-sáttmálanum. Talsmaður breska utan- rikisráöuneytisins, sagði að sendiherrann heföi svarað þessu meö þvi að segja að Sovétmenn héldu stift alla millilandasamninga sem þeir ættu aðild að, en hann neitaði ekki að þessar truflanir ættu sér stað. Talsmaður ráðu- neytisins sagði að svar sendi- herrans væri algerlega ófull- nægjandi. Bretar hafa þegar mótmælt truflunum við pólsku stjórnina en nú eiga þær upptök sin á nokkrum stöðum i Sovétrikj- unum. Hungurverkfall ■ Tvær sovéskar konur hafa hafið hungurverkfall þar sem þær dvelja i bandariska sendi- ráðinu i Moskvu. Þær eru meðlimir i sértrúarsöfnuði en 7 meðlimir þess safnaðar brutu sér leið inn i sendiráðið i júni 1978 og hafa konurnar dvalið þar siðan. Hungurverkfallið er til að leggja áherslu á kröfur þeirra um aö fá leyfi til að flytja frá Sovétrikjunum en það hefur þeim ekki tekist að fá siðan þær komu i sendiráðiö. iRLAND: Eitt af aðalvitnunum i málaferlunum vegna morðsins á Mountbatten lávarði fyrir 2 árum, slasaðist alvarlega i gær er sprengja sprakk i bil hans, þar sem hann var á leiö til vinnu sinnar i Dublin. Taka varð af honum annan fótinn og liggur hann nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengingarinnar en talið er aö IRA standi á bak við það. UGANDA: „Fleira saklaust fólk hefur verið myrt i Uganda á siðasta ári heldur en nokkurn tima áður siðan landið fékk sjálf- stæði,” sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar i Uganda i gær. Hannsagði stjórnina bera ábyrgð á þessu, mannréttindi væru fótum troðin i landinu og fólk ofsótt og myrt ef það sætti sig ekki við stefnu stjórnarinnar. BANDARÍKIN: Réttarhöld yfir Wayne Williams hófust i Atlanta i gær, en hann er ákærður fyrir tvö af alls 28 moröum á ungum blökkumönnum. GHANA: Hið opinbera útvarp i Ghana hefur tilkynnt að fyrrum varaforseti landsins, dr. Johnson, hafi gefiö sig fram við lögregl- una. Hin nýja stjórn i Ghana hefur ákveðið að koma á fót sér- stökum dómstól i landinu til aö dæma þá sem framið hafa glæpi gegn almenningi. Ekki hefur verið gefið upp hverja eigi að dæma i þessum dómstól. ZIMBABWE: Verkfall járnbrautarmanna i Zimbabwe er lokið. Meira en 200 starfsmenn járnbrautanna sem handteknir voru I verkfallinu, fengu skilorðsbundna dóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.