Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. janúar 1982 9 „Andstaða við virkjun er hjá mörgu fólki ekki land- verndarsjónarmið einvörð- ungu heldur að það vill ekki virkjun. Þaðer hrætt við þessa geysilegu breytingu, sem verður á högum þess og mann- lífinu í kringum jjað." Á bls. 5 segir: „Ætla má aö lög- un þess lóns yröi einnig mun heppilegri meö tilliti til umferöar og dreifingar fjár svo og smölun- ar á heiðinni”. Hér er lagöur dómur á dreifingu fjár og smölun á heiðinni. Um þetta hafa þessir menn enga hugmynd. Þetta verð- ur reynslan að sýna. Benda má á að með tilhögun II myndast nokkurt svæði milli Sandárhöfða og lónsins sem myndast i Sandárstokkum og Kolkuflóa og nær ca. fram á móts við Sandárbúð. Mjög er hætt við að fé af framheiðinni safnist þangað i þúsundatali og yrði þar innikróað. Sennilega yrði að girða þetta svæði af. Sakar e.t.v. ekki — það er landvernd — þar myndi gróðurinn vaxa óáreittur, mætti jafnvel rækta þar tré og jóla- sveinar úr Helgufelli gætu haldið þar sina Jörfagleði. Á bls. 9 segir: „Greinilega má draga mikið úr tapi á beitilandi, og þar með uppgræðsluþörf, með þvi að hverfa frá stiflun Blöndu við Reftjarnarbungu (tilhögun I). Frá sjónarhóli landverndar og beitarnýtingar er sá virkjunar- kostur reyndar verstur allra þeirra, sem kynntir hafa verið, og kæmi til með að verða mun af- drifarlkari en virkjunartilhögun II með stiflu við Sandárhöfða”. Er þetta hlutlaus umsögn eða dómur? Fjármál Margt athyglisvert hefur komið fram i fjölmiðlum og spjalli um Blönduvirkjun, t.d. að menn væru ekki að hugsa um peninga heldur bara að verja þetta mikla og góða land. Þvi ætti ekki að vera fyrir- staða fyrir að láta Skagfirðinga fá hluta af aðstöðugjaldi Svina- vatnshrepps en eftir núgildandi lögum kemur það allt i hans hlut. Litið hefur verið talað um þær tekjur sem Svinavatnshreppur mun hafa af virkjun (að óbreytt- um skattalögum) bæði meðan á virkjun og einnig á eftir, að minnsta kosti ef Landsvirkjun sér um verkið þvi hún greiðir fast- eignaskatt af sinum mannvirkj- um. Ekki hef ég handbærar tölur um þær fjárhæðir en ég veit þær eru miklar. Ég veit að Svinhrepp- ingar verja þeim fjármunum vel enda kunna þeir að fara með pen- inga og meta þá mikils. Það sést á þvi aö sumir hafa þar viðurnefnið „hinn riki”. Við i Torfalækjarhreppi höfum ekki hugsað okkur að gera kröfu i hluta af þessum tekjum en við vitum að óbeint njótum við þeirra þvi Svinhreppingar geyma pen- inga ekki undir koddanum heldur nota þá sér og sinu sveitarfélagi til hagsbóta. Staðreyndin er sú að okkur getur ekki vegnað vel nema nágranninn hafi það lika gott. Eígnarnám Ýmsir hafa látið það i ljós og jafnvel talið æskilegt að virkjun- arsvæðið væri tekið eignarnámi. Það tel ég mjög áhættusamt fyrir okkur, þar sem við erum nú búnir að ná hagkvæmum samnings- drögum um bætur i uppgræðslu, girðingum, vegum o.fl. I fyrr- nefndum Kastljóssþætti lýstu bæði iðnaðarráðherra og land- búnaðarráðherra þvi yfir að þær bætur, sem búið væri að semja um, væru á mörkum þess sem hægt væri að ganga að. Ef virkjun Blöndu dregst þá eigum við margt á hættu: 1. öll heiðalöndin tekin eignar- námi og greitt fyrir þau i eitt skipti fyrir öll. 2. Við yrðum sennilega ekki hafð- ir með i ráðum um virkjunartil- högun heldur tekinn sá kostur sem yrði ódýrastur fyrir virkjun- araðila. Gæti fariö svo að lónið yrði ekki aðeins 400 gl. heldur miklu stærra. Þeir, sem andmæla Blöndu- virkjun með tilhögun I, bera fyrir sig landverndarsjónarmiö nær eingöngu en geta samt samþykkt tilhögun II. I meðfylgjandi töflu kemur i ljós hvað þessi munur er litill. í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að rækta upp land til að bæta beitartjónið og það á örfoka landi. Landi sem ekki gefur af- rakstur núna. Sumir heimamenn telja vafasamt að það takist og benda á að við eigum nóg land i byggð neðan við 200 metra hæð og á útheiðinni. Vissulega væri mik- ið viturlegra að bera á þetta land sem mundi svara helmingi meiri uppskeru eða meiri miðað við land I yfir 400 metra hæð. Andstaða Ándstaða við virkjun er hjá mörgu fólki ekki landverndar- sjónarmiö einvöröungu heldur að það vill ekki virkjun. Það er hrætt við þessa geysilegu breytingu sem verður á högum þess og mannlifinu I kringum það. Þetta er hugsunarháttur — sem ég skil vel — hann er heiðarlegur og mannlegur og sýnir mikiö trygg- lyndi við gamla timann. Þetta minnir mig á að fyrir um 40 árum, þegar við vorum að flytja úr gamla torfbænum, sem var bæði lekur og kaldur, i stein- hús, sem var bæði loftþétt og hlýtt, þá táraðist gamla fólkið yfir þessari breytingu og var i þvi kviði um að það myndi ekki kunna við sig i nýja húsinu, þótt það vissi að þvi liði þar betur. En ég saug bara upp i nefið. Náttúruvernd Viö eigum mikið af fallegum vötnum og ám hér i sýslu og erum miklu viðkvæmari fyrir breyting- um á þeim heldur en landinu sjálfu. Við erum alltaf að breyta landinu með vegum, simalinum og rafmagnslinum, byggingum, ræktun o.fl. allt til hagræöis fyrir okkur sjálf og samfélagið. Eftir þessu er ekki tekið af þvi að þess- ar breytingar fara næstum þvi daglega fram en ekki i einu stökki. Ég býst við að ef einhvern tima kæmi sú staöa upp að hag- kvæmt þætti að veita Vatnsdalsá austur i Blöndu og þurrka upp Flóðið og rækta þar gras og jafn- vel byggja þar býli — sem ugg- laust væri hægt — mundi almenn- ingur verða þvi mótfallinn og náttúru- og landverndarmenn mundu risa upp á afturfæturna og harðneita þeirri breytingu. Eins veit ég að þegar Blöndulón væri orðið 30-40 ára og ný kynslóð væri farin að venjast þvi og meta fegurð þess og mikilleika — sem sjálfsagt verður mikill — vildi enginn það i burtu, ekki einu sinni náttúruverndarmenn. Lokaorð Ég gat þess i upphafi þessarar greinar að margt hefði komið fram i fjölmiðlum og blaðaskrif- um sem ekki væri viturlega fram sett. Það leiöi ég hjá mér að fjalla um af þeirri einföldu ástæðu að þau skrif, sem skrifuð eru i ann- arlegu hugarástandi með reiöi i huga, eru alltaf neikvæð og falla þvi um sjálf sig. Torfalæk 21. des. 1981 Mesterværkets vjrdensversion pa verdenssproget sendeklar. Og af den du selv har taget fotokopi, seks aftryk. Eigi að sfður finnst mér þetta fagurtkvæði, en þó óskilgreinan- legt. Það er torskilið.en eins og talað sé i gátum eða þá á huldu: Gennem jökelvand vi vadet! ... Varder skimtes af og til. Aller överst koldt det stænker... Forsigtig trádte i blöd sne. Igen drönet fra en bjergström. ... Tágen letter. Ned langs klöften godt kan se. ..Nye skrænter, nye farer, skönt pá rette kurs. i Og i' XIII. kafla eru þessar vel kveðnu visur, sem leysast og skýrast undir lokin: Og der skrives, hvert et ord og hver en setning pá verdenssproget læses, læses af mit hjertes konsulent. Hvis ei berömte böger skrives, tit erklæret fejlen ikke din. Hver ting sörget for. En bedre HUSTRU ingen finder. Hér er þó huggun, sem felur i sér von eða jafnvel vissu. Bókin endar á hinu stutta kvæði. Korsvej: Den nye vej, som byggesskulde, aldrig trádte du. Men de kviste blidt kærtegnet daglig jeg pá ser. Og det sker, en anden tager, hvor kastanjer over blomster og sá mange, mange gange . vi ad sammen gik. JEG KYSSER DINE FODSPOR. Mér finnst sem Þorsteinn Stefánsson hafi orðið að þjást alveg óvenjulega mikið við alla þá reynslu.sem hann hefur geng- ið i gegnum viðsinn mikla missi. En auðvitað getur enginn annar skorið úr þvi, hvert böl hann bar úr býtum við reynslu sina. Hvers hann hefur misst, getur heldur enginn dæmt um annar en hann sjálfur. En þetta er mikið verk, þrungiö fegurð og aðdáun. Þóroddur Guðmundsson skrifar borgarmál Ekkert nýtt ad einka- fyrirtæki útvegi Reykja- víkurhöfn peninga Rætt við Jónas Guðmundsson um milljón dollara lán til Reykjavíkurhafnar, er Sambandið hyggst útvega ■ t Morgunblaðinu i gær, var það haft eftir Birgi isleifi Gunnarssyni að StS vildi út- vega milljón dollara lán vegna eigin legukants við Holta- bakka. Sagði Birgir isieifur þetta i annað sinn, sem „stefnt væri að þvi að SÍS fengi óeðli- lega fyrirgreiðslu i hafnar- stjórn, þvert ofan i allar reglur og eðlileg vinnubrögð”, cins og það var orðað. Og Birgir tsleifur bætir við: „Yrði þetta afgreitt væri eöii- legast að halda fundi hafnar- stjórnar á skrifstofum StS frekar en á skrifstofu hafnar- stjóra”. Timinn bar þessi ummæli undir Jónas Guðmundsson, er á sæti i' hafnarstjórn, og hafði hann þetta að segja: Birgir Isleifur hefur setið i hafnarstjórn lengi, og er margfróður um peningamál hafnarinnar og borgarinnár, yfirleitt. Mér koma þvi þessi ummæli mjög á óvart. Fjármagnið og Reykjavikurhöfn I upphafi vil ég taka það fram, aö Reykjavikurhöfn er dcki á rikisframfæri. Er eina höfn landsins, sem verður að greiða allar bryggjur og hafnarmannvirki sjálf. Allar aðrar hafnir á Islandi eru byggðar fyrir framlög úr rikissjóði, sem nema 75% af byggingarkostnaði, en svo fá hafnirnar, að Reykjavik undanskilinni, lán úr sérstök- um sjóði, þannig að við- komandi sveitarfélög þurfa ekki að greiða nema 10-15% af kostnaöi við hafnargerðir. Þetta ermjög ósanngjarnt. Til dæmis greiðir rikissjóður haf narfra mkvæmdir i Hafnarfirði, Kópavogi og á Akranesi, en þessar hafnir leita hófanna um flutninga i skjóli rikisfjármagns. Greiðslustaöa hafnarsjóðs, eða Reykjavikurhafnar er bágborin um þessar mundir, þvi mikið fé hefur kostað að leysa mál HAFSKIPA HF og EIMSKIPAFÉLAGSINS HF. og fer mestur hluti tekna hafnarinnar i' kaupin á Faxa- skála Eimskipafélagsins. Þetta samþykkti Birgir Isleif- ur og fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Þaö er að vi'su ekk- ert nýtt að menn séu með eyðslu.ená mótireikningum I pólitikinni, Nú er hinsvegar allt ómögulegt, ef gjöra skal bryggju fyrir samvinnu- hreyfinguna. Um þessar mundir hefur HAFSKIP HF 4 viðlegur, mis- góðar að visu, EIMSKIP 5 við- legur, en fyrirtækið hefur Sundahöfn nær alla, og þar á ofan sérstaka ekjubrú, eitt skipafélaga. SIS er hinsvegar aðeins með eina viðlegu, og getur þar af leiöandi ekki að- lagað sig nýrri tækni. Varðandi lánið, er Sambandið býöst til að hafa milligöngu um að tekiö veröi hjá CITIBANK, ein milljón dollara, hefi ég þetta að seg ja: byrja að borga af fyren árið 1986. Þetta lán útvegaði Sam- bandið,eða bauð. Þessu ber að fagna, og eftir að höfnin hafði fengið umsögn (munnlega) frá viðskiptabanka sinum Landsbankanum, telur bank- inn lán þetta hagstæðara, en bankinn geti sjálfur Utvegað höfninni. Varðandi nýmælin, að lán séu boðin til að höfnin geti uppfyllt sérstakar óskir, þá hefur Reykjavikurhöfn oft þegið slik lán. Til dæmis lánuðu SHELL HF og OLÍUFÉLAGIÐ HF. peninga til landfyllingar i örfirisey, og peningar i fyllingu á nýju at- hafnasvæði fyrir HAFSKIP HF koma gegnum BJÖRGUN HF. sem borgar með sandi og möl og grjóti skuldir sinar i Landsbankanum, sem sfðan endurlánar Reykjavikurhöfn sitt grjót. Þetta eru einhver peningaleg náðarverk, sem framineru af einkaaðilum um þessar mundir. Og svo má við bæta að EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS HF lagði fram fjár- muni i ekjubrúna, sem ekki væri á sinum stað, ef höfnin hefði ekki fengiö þá fyrir- greiðslu. Félagið lánaði höfn- inni fyrir sinni brú. Það ætti þvi að halda hafnarstjórnarfundi viöar en á kontórum samvinnumanna, ef peningar réðu hvar fundir væru haldnir. Arðbær fjarfesting Ég hygg að Birgir Isleifur, eða Reykjvikingar ættu frem- ur að þakka það en hitt, að Sambandið skuli Utvega hent- ugt lán, en að skammast Ut af þvi. Sambandiö getur ekki þróað sina flutninga með einni viðlegu. Til þessa hafa allir peningar hafnarinnar farið i að skapa HAFSKIPUM HF og EIMSKIPAFÉLAGI ISLANDS HF viðunandi að- stöðu, og er ég feginn þvi að skuli hafa tekist. Ahinn bóginn er rétt að hafa það ihuga.aömeðþviað veita Sambandinu betri viðlegur, þá mun félagið geta notað hentugri skip og vörumagn, sem um höfnina fer, min aukast. Það eykur vinnu hjá verkamönnum og peningavelt- una i borginni. Þarna;er nefni- lega verið að stofna til nýrra og aukinna viðskipta, hvort sem Birgir Isleifur er á móti þvi, eða ekki. Grjót Landsbankans munað visu ekki fara i þennan garð, en CITIBANK-lánið verður auðvitað tekið fyrir milli- göngu hans, eins og önnur lán til hafnarinnar. Þá vil ég geta þess, að þótt fjárfestingar hafi verið mikl- ar, þá er hafnarstjórn hagsýn. Við tökum ekki lán til að greiða töp, enn sem komið er að minnsta kosti, og eignir Reykjavikurhaf nar hafa aldrei verið meiri — eða verð- mætari en einmitt nú. Þá vil ég geta þess, að þótt Reykjavikurhöfn sé eina höfn landsins, sem ekki er á opin- beru framfæri, og fær ein hafna, enga peninga til að smlða bryggjur, þá er henni þó ætlað að skaffa öllum hafrannsóknaskipunum og varðskipunum viðlegur, og fyrir það borgar rlkiö ekkert, engin hafnargjöld af neinu tagi, en þó hafa þessi skip orð- ið aö kaupa vatn af borginni eftir taxta, sem er um það bil 15.000 krónur á ári fyrir 8 viö- legur. Vegna framkvæmda, til að leysa mál EIMSKIPA- FÉLAGSINS HF og HAFSKIPA HF, var greiðslu- staða hafnarsjóðs bundin til ársins 1986, en þá veröur Faxaskáli af herðum hafnar- innar. Þá lagast f járhagurinn. Eini möguleikinn til þess að Sambandið fengi nauðsyn- legar úrbætur, eða aöra við- legu, var að unnt væri aö út- vega lán, sem ekki þyrfti að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.