Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. janúar 1982 21 íþróttir „Farnir að ná saman” — sagði Einar eftir leikinn ■ „Ég er mjög ánægður yfir þessum úrslitum, kerfin voru vel sett upp, pressuvörnin var vel leikin og keyrslan mikil”, sagði Einar Bollason þjálfari landsliðs- ins eftir leikinn. „Strákarnir eru farnir að ná virkilega velsaman eftirað Pétur hættiað leika með okkur. Við vor- um yfir eiginlega allan timann og þetta var tvimælalaust besti leik- urinn af öllum þremur. Það er Bollason ekki bagalegt að sigra þjóð sem er i B-riðli i Evrópu. Þá er ég mjög ánægður með að Jón Sigurðsson virðist nú vera búinn að rifa sig upp úr þeim öldudalsem hann var i, og hann átti mjög góðan leik ikvöld. Þetta er mjög góð byrjun á okkar upp- byggingu fyrir C-keppnina i april og ég kviði engu fyrir þá keppni eftir þessa leiki”. röp-. „Ánægjuleg- ur sigur” — sagði Torfi Magnússon HI',,Þetta var ánægjulegur sigur eftir þessi töp sem við höf- um fengið undanfarið, ” sagði Torfi Magnússon, einn besti leik- maður islenska liðsins eftir leik- inn i gærkvöldi. „Við lékum við Portúgal i fyrra og vorum klaufar að tapa fyrir þeim þá. Eftir að Portúgalarnir misstu sinn besta mann út af, þá létu þeir skapið halupa með sig i gönur, en það breytti engu fyrir okkur. Við vorum yfir allan tim- ann og hefðum unnið leikinn þó að hann hefði verið með allan tim- ann.” röp-. ■ Jón Sigurðsson lék sinn 100. landsleik i gærkvöldi og var hann heiðraður i upphafi leiks. Hér er hann ásamt börnum sinum og Torfa Magnússyni. Timamynd Róbert „Sterk liðsheild — sem skóp sigurinn” sagði Jón Sigurðsson ■ ,,Ég er mjög ánægður með þessi úrslit”, sagöi Jón Sigurðs- son, fyrirliði landsliðsins eftir leikinn.en Jón lék sinn 100. lands- leik í körfuknattleik fyrir Island gegn Portúgölum i gærkvöldi. „Þegar ég lék minn 50. lands- leikþá varþað einnig gegn Portú- gal og þá unnum við með 20 stiga mun og nú i 100. leiknúm minum þá sigruðum við einnig stórt svo ég er mjög ánægður. Það var fyrst og fremst liðs- heildin, sterk liðsheild, sem skóp þennan sigur yfir Portúgal. Portúgal var með sitt sterkasta lið. Við erum núna að ná upp sama styrkleika og þegar Pétur lék með landsliðinu. Strákarnir eru farnir að skila meiru og ég er bjartsýnn á framhaldið hjá okk- ur. Meðan ég get orðið liðinu að einhverju gagni, þá held ég ótrauöur áfram”, sagði Jón er hann var inntur eftir þvi hvort hann hygðist leggja skóna á hill- una eftir að hann heföi náð þessu takmarki aö leika 100 landsleiki. röp-. ■ Simon Ólafsson einn besti maöur islenska liösins á i baráttu viö Santos, sterkasta ieikmann Portú- gals- Timamynd Kóbert Stórsigur yfir Portúgal — íslarad sigraði Portúgal 92-71 í körfuknattleik í gærkvöldi ■ islenska landsliðiö i körfuknattleik bætti enn einni skrautf jöðrinni í hatt sinn, er það sigraði Portú- gal öðru sinni í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 92-71 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 46-42 fyrir island. islenska liðið, sem var vel drifið áfram af þeim Jóni Sigurðssyni Símoni ólafssyni og Torfa Magnússyni, hafði forystu svo til allan ieikinn, ef und- an er skilinn smá kafli í upphafi. tslenska liðið lék mjög góðan varnarleik, lék það stífa pressuvörn allan tim- ann og gekk Pórtúgölum erfiðlega að brjóta sér leið að körfunni. Þá var sóknarleikur liðsins einnig góður datt þó aðeins niður á köflum. Virtist liðið keyra hraðann einum of mikið upp sem þeir réðu ekki viðog fóru þá nokkrar sóknir til spillis og átti þetta sérstaklega við undir lok fyrri hálfleiks. Portúgal leiddi i byrjun. Eftir 5 min. var staðan 8-5 en tsland komst siðan yfir 9-8 minútu siðar og eftir það hafði liöið ávallt for- ystu i leiknum. Er 12 min.voru liðnar af leikn- um, var staðan 33-21 en þá kom frekar dapur kafli hjá islenska liðinu. Sóknarleikur var ekki nógu sannfærandi og Portúgal náði að minnka muninn i eitt stig 41-40 er 2 min. voru eftir af fyrri hálfleik. Fljótlega i siöari hálfleik fóru leikmenn Portúgals að láta skap- iö hlaupa meö sig I gönur og kom- ust þá i villuvandræöi. Besti leikmaður þeirra Santos sem haföi skorað 22 stig varð aö yfirgefa völlinn þegar 7 minútur voru liðnar af seinni hálfleik meö 5 villur. Jónas fékk einnig sinn skammt, 5 villur um svipað leyti og hvarf á braut. tslenska liðiö náöi mjög góöum kafla i miöjum seinni hálfleik náðu öruggri forystu sem þeir héldu áfram að bæta við og einn af öðrum hurfu leikmenn Portú- gals af velli meö 5 villur og undir lokin var aðeins einn með áfram af upphaflega liöinu. Torfi var áberandi besti leik- maöur islenska liðsins i leiknum baröist allan timann mjög vel og skoraði þýöingarmiklar körfur. Þá áttu Simon og Jón Sigurös- son sem lék sinn 100. leik einnig mjög góöan leik og aðrir i liðinu voru þeim ekki langt að baki. Portúgalska liöiö féll i meðal- mennskuna er þeir misstu sinn besta mann út af i seinni hálfleik og breiddin i liöinu er ekki mikil. Stig tslands gerðu Simon 27, Torfi 25, Jón Sig. 23, Valur 6, Rik- harður 4, AgústiKristján og Jón Steingrims 2 hver; Jónas 1. Santos var stigahæstur hjá Portúgal meö 22 stig. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.