Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 8
8. Fimmtudagur 7. janúar 1982 iíiitlfl® Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjori: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 8Ó300. Auqlýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 36387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. i Búsæla og búdrýgindi ■ Forseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, minnti þjóðina i nýársræðu sinni á nauðsyn þess að vernda vel landið og náttúru þess. Það þykir hlýða að árétta þessi orð forsetans með þvi að endurprenta þau hér: ,,Ein skemmtilegust þjóðsagna er sagan um búrdrifuna, en svo hét hrim það er forðum féll á nýársnótt á búrgólfið hjá húsfreyjum; þvi þær létuþá standa opna búrgluggana. Hrim þetta var likast lausamjöll, hvitt á lit, smágert og bragð- sætt, en sást hvorki né náðist nema i myrkri og var allt horfið þegar dagur rann á nýársmorgun. Næðu húsfreyjur búrdrifunni átti að fylgja ein- stök búsæla og búdrýgindi. Búsæla og búdrýgindi eru töfraorð og hugsjón sem hefur fylgt þessari þjóð frá landnámstið að hún tók að bjóða náttúruöflunum birginn. Þessi náttúruöfl hefur henni nú að nokkru tekist að kné- setja, en eldgos, veður og vatnsflaumur hafa svo lengi gengið að landinu, að það hefur viða látið á sjá. Það þarfnast nú mikillar umhyggju þegn- anna og átaka til þess að ná aftur meiru af æsku- svip sinum. Sérfræðingar okkar telja að þegar landnámsmenn komu hér að ósnortnu landi hafi blómlegur gróður þakið rúman helming þess. Sá gróður hefur nú látið undan siga og nær nú aðeins yfireinnfjórðung. Á1100 árum byggðar hefur þvi tapast a.m.k. helmingur af gróðri landsins þ.e. af svæði sem er nálægt 1/3 af öllu landinu að und- anskildum jöklum. Það er ógnvekjandi til þessa aðhugsa. Skóglendi þakti áður fjórðung landsins, en nú aðeins 1/100 hluta þess. íslendingar sem eru kunnir fyrir þolgæði og nokkra þrjósku þegar að þeim er gengið ættu að leggjast á plóginn, allir sem einn, og beina einurð sinni að þvi að græða hvern blett sem græddur verður. Það hefur lengi verið landlæg trú, að ekk- ert geti vaxið á ýmsum stöðum. En margur hefur með natni sannað með blómstrandi gróðurreitum um allt land að slikt er vantrú á gjafmildi gróð- urmoldar. En þolgæði þarf til og ekki má láta deigan siga þótt nokkurn tima taki að ná árangri. Þá er ekki minna um vert að varðveita og hlúa að þeim gróðri sem fyrir er, — kunna þar bæði okkar eigin fótum og blessaðrar sauðkindarinnar forráð. Á liðnu sumri kom hér þekktur erlendur sérfræðingur um náttúruvernd, sem um árabil hefur unnið að skipulagningu á varðveislu við- kvæmra og fjölsóttra staða. Hann benti okkur á þann sorglega sannleika að örtröð fólks er að eyðileggja nokkra fegurstu staði landsins, svo sem Mývatnssvæðið, með þvi að virða ekki af- markaðar gönguleiðir. íslenskur gróður er svo viðkvæmur að við getum ekki látið slikt liðast. Stefna okkar verður að vera sú að virða og varð- veita náttúruna til að njóta hennar i öllum sinum skrúða. Það sem troðið er niður i náttúrunni tek- ur áratugi ef ekki aldir að græða á ný. Og aldrei getum við óskað þess að afkomendur okkar erfi landið verr útleikið en við tókum við þvi.” Undir þessi orð forseta íslands ber sannarlega að taka. Þ.Þ. Eftir Kastljós eftir Torfa Jónsson á Torfalæk ■ Mikið hefur verið skrifað og talað um virkjun Blöndu, margt af þvi viturlegt en annað ekki. Fjölmiðlar hafa mikið gert að þvi að fá fram skoðun manna á þvi máli. Föstudagskvöldið 17. des. s.l. komu fram i Kastljósi tölur hjá Páli Péturssyni alþingis- manni eftir mér hafðar.sem hann fór ekki rétt með. Sagði hann að ég hefði sagt aö stærðarmunur á landi þvi, sem færi undir vatn, milli tilhögunar I og II væri 12% og tvitók þaö. Ég sagöi að þessi munur væri 12 ferkm. Nákvæm- lega er það 12.3 ferkm. í samtali við útvarp fyrir nokkru sagði ég að þessi munur væri 21% af lónstærðinni. Ná- kvæm tala er 21.73%. Þessu til sönnunar læt ég fylgja hér með töflu frá 23/2 1981. Þessi tafla er frá verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, unnin af Lofti Þorsteins- syni og litur svona út: Skýrslur Við fulltrúar I samninganefnd fáum mikið af skýrslum til upp- lýsingar, vitanlega unnar af sér- fræðingum. Flestar þessar skýrslur eru algerlega hlutlausar og ekki lagður dómur á verkefnið en undantekning frá þessu er þó sú skýrsla dagsett 20/3 1981 sem kom frá Búnaðarfélagi tslands undirrituð af Ólafi Dýrmundssyni oe Óttari Geirssyni. Þessi skýrsla er að mörgu leyti athyglisverð og ferill hennar. A sameiginlegum fundi hrepps- nefndarmanna Svinavatns- og Torfalækjarhreppa og fulltrúa frá Blönduóshreppi þann 29/3 kom einn hreppsnefndarmaður með þessa skýrslu á fundinn, sagðist hann hafa fengið hana daginn áð- ur og óskaði eftir leyfi að lesa hana upp. Taldi þessi upplesari að skýrslan sýndi það ótvirætt að munurinn á tilhögun I og II væri það mikill að þar þyrfti ekki fleira til að koma. Þessa skýrslu fengum við full- trúar i samninganefnd ekki fyrr en á næsta fundi sem samninga- nefndin hélt með okkur. Athyglis- vert er að skýrslan fer i hendur einstaklings áður en hún er afhent þeim, sem eru i samninganefnd- inni og eiga um hana að fjalla. Uppistaðan i þessari skýrslu er að auka þurfi uppgræðslu á heið- unum úr 2.600 ha. upp I 3.000 ha. Er sú tala þegar komin inn i samningsdrögin. Þessi skýrsla er eingöngu unnin eftir gögnum, sem fyrir liggja um þessi mál, en ekki nýjar rannsóknir þessara manna. Gæti þvi nær hver, sem nennti aö lesa sér til um þessi mál, skrifað svona skýrslu. Á bls. 3 er rætt um beitarþol á heiðum og þar megi reikna með skekkjufráviki plús eða minus um 20% miðað við meðalárferði. A bls. 5segir: ,,er mismunurá milli tillagna I og II i beitartapi 782 ær- gildi eða 30%.” Ennfremur segir: „Sé reiknaað með 20% skekkju- fráviki á þessum útreikningum yrði munurinn farinn að nálgast 1000 ærgildi, miðað við efri mörk fráviksins”. Hlutlaus umsagnar- aðili myndi ekki leyfa sér annað en sýna lika -f útreikning en þá yrði tapið um 600 ærgildi. Blönduvirkjun - samanburður Tilhögun nr. Miðlunarlón Glatað beit- arþol ærgildi Stofn kostn. ... XX) Mkr. Stofnk. á orkuein. kr/ kWh/a Kostn. hlut- fall Umf ramkostn. sem munar miðað við tilhögun 1 m y.s. ferkm. Gl x) kkr/ærg kkr/ha i 478,0 n 56,6 420 2595 739 0,94 í _ IA 478,5 55,0 440 6) 2465 780 0,99 1,06 315 256 II 486,9 2' 44,3 5) 420 1820 809 1,03 1,09 90 57 IIA 489,3 2 40,3 5) 440 b) (1480) 989 1,25 1,34 (224) 153 III 473,7 3) 61,6 420 (2355) 877 1,11 1,19 (575) xxx) IV 480,4 4) 55,2 5) 420 (1970) 880 1,12 1,19 (226) 1007 I: Miðlunarstifla við Reftjarnarbungu IA: Miðlunarstifla við Reftjarnarbungu með að- gerðum til að Galtarárflói fari ekki undir vatn. II: Miðlunarstifla við Sandárhöfða IIA: Miðlunarstifla við Sandárhöföa með aðgerð- um til að Galtarárflói fari ekki undir vatn. III: Miðlunarstiflur við Reftjarnarbungu (200 Gl) og Draugháls (200 Gl) IV: Miðlunarstiflur við Sandárhöfða (200 Gl) og Draugháls (200 Gl) x) Heildarmiðlun aö meðtalinni 20 G1 miðlun i inntakslóni xx) Kostnaður er tilgreindur i nýkrónum miðað við verölag I desember 1980. xxx) ótilgreint 1) Vatnsborð við Reftjarnarbungu 2) Vatnsborð við Sandárhöfða 3) Vatnsborð við Reftjarnarbungu (200 Gl), 552,2 m. y.s. við Draugháls (200 Gl). 4) Vatnsborð við Sandárhöfða (200 Gl), 552,2 m y.s. við Draugháls (200 Gl). v 5) Meðtaldir eru 7 ferkm. á veituleið um Kolku- flóa. 6) Miölun aukin til að vega upp á móti minnkun á rennsli, til virkjunar (Galtará). Orkuvinnslu- geta áætlast þá eins i öllum tilvikum. menningarmál Ljód eftir Þor- stein Stefánsson Dusom kom ■ Hér er á ferð þriðja bindiö af ljóðum Þorsteins Stefánssonar um konu hans, sem lést löngu fyrir aldur fram úr krabbameini, i 17 köflum. Otgáfa slikrar bókar er einkamál, en komist hefði skáldiö af með ofurlitið styttri bók og þo sýnt sinni yndislegu konu fulla virðingu og ást. 1 4. kaflanum eru þessar fallegu vis- ur: Drömmelandet. Dag sig nærmer. Blid opvágnen. Toner lider. Först den ene, sá en anden; bitte klöer nylon rörer... Det er som brystet ved at briste af bare skönhed; i den dybe dybe stilhed. Hér er að visu eitthvað ósagt látiö, sem þó leynir á sér, dult, geymtog gliti bundið. Það er eitt- hvað óskilgreinanlegt, en þó fag- urt og friði þrungið. Hver hending ber einkenni fagurs skáldskapar. Inæstuköflum (5. og6.) veitég ekki almennilega, hvert skáldið stefnir, ekki heldur i þeim næstu: Sá stráler alt og Gyldne fugle. Þeir eru aö visu dálitið á huldu. Mér skilst ekki, hvað fyrir skáld- inu vakir. Svo frystir og syrtir að. I löngum (9) kafla skil ég bókstaf- lega ekkert, si'stfyrirsögninni: La robe fashionable, hef heldur aldrei lært orð i frönsku, (með fullri virðingu fyrir þeirri tungu). En biðum við. Feröinni er næst heitið beint til Islands: Bog du fylte: ■ Þorsteinn Stefánsson Hele livet venten, venten, alting kommer dog til sist. Nár jeg engang færdig bliver. Julegaven, drömmefjorden höjt mod nord.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.