Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 3
Miövikudagur 13. janúar 1982. 3 fréttir ALLS VORU 4.551 SKRAÐ- IR ATVINNULAUSIR í GÆR ■ „Niðurstaða af þessari skrún- ingu atvinnulausra, sem fór fram um allt land i gær, er sú að alls skráðist 4551 maður atvinnulaus á landinu”, sagði Öskar Hall- grimsson, deildarstjóri vinnu- máladeildar félagsmálaráðu- neytisins i viðtali við Timann i gær. Þessi tala er verulega lægri en tölur þær sem nefndar hafa verið að undanförnu, þvi varla hefur heyrst lægri tala nefnd en 6500 manns. Óskar sagði að tala þessi jafn- gilti 4.2% af mannafla. Sagði Ósk- ar að af þessum fjölda sem skráður væri væru konur i meiri- hluta, en þær eru um 60% af ■ Atvinnuleysisskráning i Vestmannaeyjum. Mynd: GS/Vestmanna- eyjum Lítid miðadi í Blönduvid- ræðunum: „Stjórnarinnar að ákveða hvort haldið verði áfram að þvæla svona” ■ ,,Ég tel að þessar viðræður hafi verið gagnlegar”, sagði Marinó Sigurðsson oddviti i Lýtingsstaðahrepp, þegar blaða- maður Timans spurði hann i gær hvað hefði komið útúr könnunar- viðræðum þeim sem fram fóru á milli heimamanna og samninga- nefndar rikisins um Blönduvirkj- un ifyrradag. Marinó sagði að það væri enn ekki komið i ljós hvort staðan hefði breyst eitthvað eftir þessar viðræður, en ekki taldi hann ólik- legt aðum einhverjar framhalds- viðræður yrði að ræða á milli heimamanna og samninga- nefndarinnar. „Við ræddum aðallega smá- breytingar á samningsdrögunum sem fyrir liggja”, sagði Halldór Benediktsson, oddviti Seylu- hrepps, um könnunarviöræður þærsem fórufram á millihrepps- nefndarinnar og samninga- nefndar rikisins sl. sunnudag. „Þetta voru svona fjórir til fimm liðir, sem við höfðum athuga- semdir við”, sagði Halldór, „og mér virtist sem það væri vilji fyrir hendi hjá samninganefnd rikisins að breyta þessum liðum að okkar vilja. Eftir þessum fundum aðdæma getur maöur þvi búist við þvi að samkomulag náist”. Halldór sagði jafnframt að hann gerði ráð fyrir þvi að farið yrði að ósk samninganefndar rikisins og haldinn yrði almennur sveitarfundur þar sem samninga- nefnd rikisins yrði viðstödd og þeir i hreppsnefnd væru þvi að sjálfsögðu mjög hlynntir að allir bændur i sveitinni fjölluðu um þessi mál. „Það er óhætt að segja að litið markvert hafi gerst á þessum fundi”, sagði Sigurgeir Hannes- son, bóndi Stekkjardal, Svina- vatnshreppi, en hann er hrepps- nefndarmaður þar i hrepp, þegar blaðamaður Timans spurði hann um könnunarviðræður þær sem fóru fram á milli hreppsnefndar- innar, siðdegis i gær og samninganefndar rikisins um virkjun Blöndu. „Það er allt viö það sama hvað okkur snertir. Það var einungis minnst á orðalagsbreytingar og smábreytingar á veitulögn, en ekkert sem skiptir máli”, sagði Sigurgeir. Sigurgeir sagði jafnframt: „Framhaldið á þessu verður nú að samninganefnd rikisins gefur skýrslu sina um þessar viðræður til rikisstjórnarinnar i fyrramálið og það er siöan hennar að ákveða hvort haldið veröur áfram aö þvæla svona eða ekki”. —AB skráðum atvinnulausum. A Vest- fjörðum koma sjómenn inn i skráningartöluna, þvi þar er hvorki verkfall né verkbann, en annars staðar eru sjómenn ekki inni i þessum tölum. „Það sem þetta segir manni að öðru leyti”, sagði Óskar, „ef miðað er við ástandið eins og það var i lok siðasta árs, en þá voru um 1200 manns á skrá er það að allt bendir til þess að aukninguna sem þarna verður, 3300 manns, megi rekja til veiðistöðvunarinn- ar, beint og óbeint. Það er sem sagt fiskvinnslufólkið sem þarna hefur bæst við”. Auk þess sagði Óskar að. skiptingin á milli kynja væri mjög breytileg eftir stöðum. T.d. sagði hannaðaf332sem skráðst hefðu i Vestmannaeyjum, væru 307 kon- ur og af 258 skráðum á Akranesi væru 227 konur. Ef litið er á tölurnar á stærstu stöðunum i hverjum landshluta þá er útkoman eftirfarandi: Reykjavik, 608 skráðir atvinnu- lausir, þar af 390 konur: Isa- fjörður 337: Sauðárkrókur 83: Akureyri 418: Fáskrúðsfjörður 77: Stokkseyri 77: Keflavik 235. Óskar sagði að ekki væri hægt að segja til um það á þessu stigi hve mikill hluti þeirra sem skráðir væru atvinnulausir ætti rétt á 100% atvinnuleysisbótum, en reikna mætti með þvi að flestir ættu einhvern bótarétt, sem væri á bilinu 25-100% eftir þvi hve margar vinnustundir ætti að baki á liðnu ári. 100% bótaréttur mið- ast við 1700 vinnustundir á liðnu ári, en 25% bótaréttur við 425 vinnustundir. —AB BRETLAND Nú er vörum til íslands veitt móttaka átveim stöðum í Bretlandi: London og Goole. Vörumóttaka í Goole: Brantford International Ltd. 6 Shed, Bridge Street, Goole, Humberside. Vörumóttaka í London: Richardson Transport (Hull) Ltd 74 Silwood Street, Birmondsey, London SE 17. Allar farmbókanir. upplýsingar og *rá- gang útflutningspappíra annast um- boðsmenn okkar: Brantford International Ltd. Queens House, Paragon Street, Hull, Humberside HU1 3NQ Sími: 0482-27756 Telex: 52159 branfdg. Vlð vekjum athygli innflytjenda á I fyrir vörur frá mið- og norður Englandl mjög hagkvæmri staðsetnlngu Goole I svo og Skotlandi. * SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 „Hvað ég geröi við vinninginn ? Bauð manninum mínum •••••••• •••••••• •••••••••••••••••••• •••• •••••••• •••• •••• •••••••• •••• •••••••••• •••• •••••••• •••••••• •••• •••••••• •••• •••••••••••••• í langa reisu, hvaö annaó” VinningshafiíHHl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.