Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 13. janúar 1982.
stuttar fréttir
Tengsl
fjármarka á
íslandi og í
nágranna-
löndunum
REYKJAVIK: A vegum is-
lenska mannfræðifélagsins
mun doktor Stefán Aðalsteins-
son flytja erindi um uppruna
húsdýra á islandi með hliðsjón
af erfða- og menningartengsl-
um við nágrannalönd, i Arna-
garði stofu 301 fimmtudaginn
14. jan. n.k. (á morgun) kl.
20.30 þarsem öllum er heimill
aðgangur.
Sem kunnugt er hefur dr.
Stefán áður fjallað um niður-
stöður af rannsóknum sinum
og annarra á þessu sviði, en
mun i' þessu erindi einnig
skýra frá nýjum viðbótar-
rannsóknum, sem m.a. snerta
tengsl fjármarka á Islandi og i
nágrannalöndunum.
Undanfarin 5 ár hefur dr.
Stefán verið i tengslum við er-
lenda sérfræðinga sem fást viö
rannsóknir á biífjárflutning-
um vikinga. Tengjast þessar
rannsóknir þvi m.a. vanda-
málinu um uppruna Is-
lendinga.
Dr. Stefán Aðalsteinsson
Stéttarfélögin
styðja
tilhögun I
HÚNAÞING: A sameiginleg-
um fundi stjórna allra stóttar-
félaga í Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslu er haldinn
var s.l. sunnudag, var skorað
á samningsaöila um Blöndu-
virkjun, að ná nú þegar sam-
komulagi um virkjun Blöndu
samkvæmt tilhögun I, þannig
að hagkvæmasti virkjunar-
möguleiki landsins geti orðið
að veruleika. Að samþykkt-
inni stóöu stjórnarmenn eftir-
talinna átta félaga:
Verslunarmannafélögin, og
verkalýðsfélögin i Austur- og
■Vestur-HUnavatnssýslum,
Verkalýðs- og sjómannafélag
Skagastr andar, Vörubil-
stjórafélagið Neisti i A-HUn.,
Vörubilstjórafélag V-HUn-
vetninga og Iðnsveinafélag
HUnvetninga.
Þá segir i samþykktinni:
Samhliða virkjunarfram-
kvæmdum verði hafinn undir-
búningur markvissrar upp-
byggingar þróttmikilla
meðalstórra atvinnufyrir-
tækja á Norðurlandi sem nota
myndu orku frá Blöndu-
virkjun sem aflgjafa. Með
bættu vegakerfi og hæfilegri
dreifingu þessara fyrirtækja
gæti fólk úr öllum hlutum
fjórðungsins sótt til þeirra at-
vinnu.
Fundurinn benti á að á
Nra-öurlandi vestra hafa löng-
um verið hvað lægstar meðal-
tekjur á ibúa miðað við önnur
kjördæmi. Ungt fólk hefur i
stórauknum mæli orðið að
sækja vinnu utan kjördæmis
eða flutt þaðan alfarið enda
fólksfjölgun þar langt undir
landsmeðaltali á undanförn-
um árum.
Varðandi nýtingu þess lands
sem undir miðlunarlón fer,
telur fundurinn rétt að leggja
áherslu á að með virkjun
Blöndu verði það land að
markfalt meiri notum við ibúa
kjördæmisins og þjóðar-
heildarinnar. Fundurinn
harmar að sú nýting sem átt
hefur sér stað um aldir veröi
ekki lengur til staðar. Þá
bendir fundurinn á fram-
komnar umsagnir Landeig-
endafélags A-Húnvetninga og
fleiri aðila sem tekið hafa já-
kvæða afstöðu með Blöndu-
virkjun.
Þá segir aö ljóst sé að fá-
mennur hópur landeigenda á
svæði Blönduvirkjunar standi
gegn virkjunartillögu I. Þvi
telur fundurinn að náist ekki
samkomulag eigi stjómvöld
að tryggja meðnauðsynlegum
aðgerðum að framkvæmdir
geti hafist.
—M.Ó.
Námskeið um
neytendavernd
og
verðlagsmál
BORGARNES: Námskeiö um
neytendavernd og verölags-
mál verður haldið i Borgar-
nesi um helgina á vegum
Menningar og fræðslusam-
bands alþýðu, Verkalýðs-
félags Borgamess, Borgar-
fjarðardeildar Neytendasam-
takanna og Verslunarmanna-
félags Borgarness.
Námskeiðið hefst á föstu-
dagskvöldið með setringu for-
manns Borgarfjarðardeildar,
Bjarna Skarphéðinssonar. Þá
verður tekið fyrir efnið: Hlut-
verk heimila i nútima þjóð-
félagi og hhitverk félagasam-
taka með tilliti til neytenda-
mála. Leiðbeinandi er Sig-
riður Haraldsdóttir en auk
hennar frá stéttarfélögunum:
Jón A. Eggertsson, Jóhannes
Gunnarsson, EgillH. Gislason
og Guðrún Broddadóttir. A
eftir verður starf i hópum.
A laugardaginn verður m .a.
fjallað um kaup á notuðum
bilum, þar sem leiðbeinandi er
Andri Arnason, lögfræðingur.
Þá verður fjallað um hlutverk
hins opinbera undir leiðsögn
Jóhannesar Siggeirssonar, Jó-
hannesar Gunnarssonar og
Sigrfðar Haraldsdóttur.
Fjallað verður um lög er
varða neytendur, starfsemi
Verðlagsstofnunar, verðlags-
eftirlitog verðlagsákvarðanir
og hlutdeild ASl i þeim.
A sunnudaginn verður
fjallað um: Fæðu og heilsufar,
meðferð og framleiðslu, verð
og vörugæði. Leiðbeinandi er
Steinunn Ingimundardóttir.
Þá er fjallað um: Fatnað og
meðferð hans, og verð og
vörugæði, undir leiðsögn Sig-
riðar Haraldsdóttur. Siðasti
liðurinn er: Hlutverk
verslunarinnar undir leiðsögn
Þóris Páls Guðjónssonar og
Sigurðar Sigfússonar kennara
i Bifröst. Þar verður fjallað
um: Dreifingu, áhrif verslun-
ar á neyslu og auglýsingar. Er
varla að efa að þátttakendur
veröa orðnir miklum fróðari
um þessa nauðsynlegu og
fyrirferðarmiklu þætti þjóð-
lifsins eftir alla þá fræðslu
hinna færustu manna sem
þarna er boðið upp á.
—HEI
Öll stéttarfélög í Húnavatns-
sýslum álykta sameiginlega
um Blönduvirkjun:
VIUA
VIRKJUNAR
TILHÖGUN I
■ „Ljóst er að fámennur hópur
landeigenda á svæði Blöndu-
virkjunar stendur gegn
virkjunartilhögun I. Fundurinn
telur þvi að náist ekki samkomu-
lag, eigi stjórnvöld að tryggja
með nauðsynlegum aðgerðum að
framkvæmdir geti hafist”, segir i
lok samþykktar er gerð var á
sameiginlegum fundi stjórna
allra hinna átta stéttarfélaga i
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu s.l. sunnudag. Samþykktin
var undirrituð af 26 af 28 stjórnar-
mönnum þessara félaga en tveir
voru fjarverandi.
Fundurinn skoraði á samnings-
aðila um Blönduvirkjun að ná nú
þegar samkomulagi um virkjun
samkvæmt tilhögun I, þannig að
hagkvæmasti virkjunarmöguleiki
landsins geti orðið að veruleika.
Lögö var áhersla á, að með virkj-
un Blöndu verði það land sem
undir miðlunarlón fer, að marg-
falt meiri notum fyrir ibúa kjör-
dæmisins og þjóðarheildina.
—HEI
■ Kræbbblarnir. Fv. Kiddi, Tryggvi, Steinþór, Valli og Stebbi. Mynd
Jón VII.
Fræbblarnir til Noregs
■ Hljómsveitin Fræbblarnir
mun halda i tónleikaferð til
Noregs og hefst hún þann 15. jan.
n.k. Aðallega verður spilað i Osló
og hefur þegar verið gengið frá
fjórum tónleikum, tveim i Club 7
og eru seinni tónleikarnir þar á
sérstöku íslendingakvöldi en auk
, þess mun hljómsveitin leika i
Rokkekaffen, sem er nýr staður
og i Ridderhallen. Auk þessa er
verið að athuga með tónleika i
Drammen, Moss og Fredriks-
stad.
Að undirbúningi þessarar
ferðar hefur Guðmundur Sveins-
son i Osló unnið að úti en hér
heima hafa Fræbblarnir og Elísa-
bet Einarsdóttir annast undir-
búning. Heimsókn Fræbbblanna
er öðrum þræði endurgjald fyrir
heimsókn norsku hljómsveitar-
innar The Cut sem Elisabet sá um
að koma hingað.
Prógramm hljómsveitarinnar
er að hálfu leyti nýtt efni og að
hálfu leyti af plötunni Bjór auk
þess sem valin lög verða til taks
af lp-plötunni „Viltu nammi
væna”. Nýr gitarleikari hefur
gengið i Fræbbblana, Kristinn
Steingrfmsson og er Noregsförin
frumraun hans hjá Fræbbblun-
um. —FRI
Ólætin á Selfossi:
„Áhugi fyrir
borgarafundi
um málidM
— segir Sigmundur Stefánsson
formaður ungmennafélagsins
■ ,,Að mínum dómi hefur ekki
verið tilefni til þeirra aðgerða
sem lögreglan greip til á
Þrettándanum hérna”, sagði Sig-
mundur Stefánsson formaður
Ungmennafélagsins á Selfossi i
samtali við Timann, en hann
hefur gagnrýnt aðgerðir lög-
reglunnar umrætt kvöld er allt
hljóp i bál og brand milli hennar
og unglinga á staðnum.
„Mitt sjónarmið hefur greini-
lega komið fram áður i fjölmiðl-
um og litlu er við það aö bæta .
Það hefur ekki veriö haldinn
fundur hér um þetta mál en mér
virðist á fólki að áhugi sé fyrir þvi
að halda borgarafund og kemur i
ljós á allra næstu dögum hvort af
þvi verður, en það mundu verða
önnur félagasamtök en Ung-
mennafélagið sem að slikum
fundi mundi standa.
Rætt yrði um hvernig mætti
koma i veg fyrir atburði af þessu
tagi og viðhorf fólks til þessa
kvölds. Það þarf lika að setjast
niður og ræða þessi mál millum
unglingana, lögreglunnar, bæjar-
yfirvalda, skólayfirvalda ásamt
og með Unglingafélaginu, sem
hefur annast gæslu þessi tvö
þrettándakvöld.
—FRI
tekin tali
..Starfið hefði aldrei getað
gengið svona vel ef ekki hefði
komið til sá fjöldi einstaklinga og
fvrirtækja sem aðstoðað hafa
okkur”segir Hanna Johannessen
formaður Jólanefndar Verndar.
„Ómetan-
legt að
hafa hús-
næðið”
— segir Hanna
Jóhannessen
formaður
Jólanefndar
Verndar sem
hefur opið hús
hvern adfanga-
dag fyrir þá
sem ekki hafa
í önnur hús
að venda
■ Jólanefnd Verndar hefur und-
anfarin 22 ár staðið fyrir jólahaldi
á aðfangadag fyrir þá einstak-
linga hér i borginni sem hvergi
hafa i annað hús að venda.
„Við höfum haft opið hús á að-
fangadag niðri á Granda. hjá
Slysavarnafélaginu en það er al-
gjörlega ómetanlegt að hafa það
húsnæði endurgjaldslaust auk
þess sem þakkarvert er að öll
vinna er sjálfboðavinna”, sagði
Hanna Johannessen i samtali viö
Timann en hún hefur verið for-
maður jólanefndarinnar undan-
farin 12 ár.
„Húsið er opnað kl. 3 og þá er
boðið upp á kaffi en uppúr kl. 6
hefst jólaborðhaldið og seinna um
kvöldið fá allir kaffi aftur og
rjómatertur. Þótt miðað sé við að
þeir sem hvergi annars staðar fá
inni um jólin komi þarna eru allir
velkomnir. Ein jólin varð skóla-
fólk utan af landi veðurteppt hér i
borginni og þau komu til okkar á
aðfangadag og borðuðu hjá okk-
ur”.
Eins og heimili
„Við reynum að hafa þetta sem
likast heimili, setjum upp jólatré
og skreytum húsnæðið hátt og
lágt og fólkið sem kemur, skartar
sinum bestu fötum”, sagði
Hanna. Við höfum helgistund en
hana hefur séra Árelius Nielsson
annast um fjölda ára.
„Jólahaldið hjá okkur hefur
alltaf verið mjög vel sótt, en i ár
og i fyrra komu þó heldur færri en
venjulega eða uppundir fimmtiu
manns”.
„Við höfum nú verið með þetta i
22 ár, en það hefði aldrei getað
gengið svona vel ef ekki hefðu
komið til sá fjöldi aðila sem að-
stoðaö hefur okkur i starfinu.
Fyrir utan Slysavarnafélagið
sem leggur til húsnæðið er fjöldi
annarra aðila og fyrirtækja sem
lagt hafa hönd á plóginn gefið
okkur matinn og það sem til þarf
og aðstoðað okkur á annan hátt,
en sú aðstoð hefur verið okkur
ómetanleg”, og beinlinis gert
okkur fært að halda starfinu
áfram.
Jólanefndin er sjálfstæður aðili
innan Verndar og henni var kom-
ið á fót ári áður en samtökin
Vernd voru stofnuð eöa áriö 1959.
Meginverkefni nefndarinnar er
ofangreint jólahald en auk þess
sér hún um aö senda jólapakka i
öll fangelsi landsins.
—FRI