Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 13. janúar 1982. 25 DENNI DÆMALAUSI Viltu heyra brandara. ég verð að segja þér hann strax ég g*ti verið búinn að gleyma honum i fvrramálið. Friðþjófur M. Karls- son kjörinn formaður Taflfélags Reykavikur. ■ Aðalfundur Taflfélags Reykjavikur var haldinn 9. des- embers.l. FriðbiófurM. Karlsson var kjörinn formaður félagsins, en aðrir i stjórn voru kosnir: Kristinn B. Þorsteinsson, vara- formaður, Björn Þorsteinsson, gjaldkeri, Þráinn Guðmundsson, ritari, Ólafur H. Ólafsson, skák- ritari, ólafur S. Ásgrimsson, um- sjónarmaður skákmóta, Þórir Kjartansson, æskulýðsfulltrúi, Guðjón Teitsson, umsjónarmaður æfinga, Stefán Björnsson, fjár- málastjóri, Benedikt Jónasson, umsjónarmaður skákmóta og Einar H. Guðmundsson, útgáfu- stjóri. Varamenn i stjórn eru As- laug Kristinsdóttir, Lárus Jó- hannesson, Páll Þórhallsson, Sævar Bjarnason og Ólöf Þráins- dóttir. Á aðalfundinum urðu umræður um félagsheimilið að Grensás- vegi 44-46, og var samþykkt að stefnt skyldi að stækkun þess. Nýlega lauk bikarmóti Tafl- félags Reykjavikur 1981. Sigur- vegari varð hinn ungi og efnilegi skákmaður, Arnór Björnsson, sem er aðeins 15 ára gamall. Vegna hinnar góðu frammistöðu Arnórs, hefur stjórn T.R. ákveðið að styrkja hann til þátttöku i' alþjóðlegu unglingaskákmóti, sem fram fer i Hallsberg i Sviþjóð um áramótin og hefst 28. desem- ber. í nóvember s.l. sigraði skák- sveit M.H. á Norðurlandamóti framhaldsskóla, sem fram fór i Revkiavik. 1 tilefni af þessari glæsilegu frammistöðu hefur stjórn T.R. ákveðið að styrkja skákmenn sveitarinnar til skák- ferðalaga nú á næstunni. gengi fslensku krónunnar Gengisskráning nr. 249 — 30. desember 1981 01 — Bandarik jadollar................. 02 — Sterlingspund..................... 03—Kanadadollar ....................... 04 — Dönsk króna....................... 05 — Norsk króna....................... 06 — Sænsk króna....................... 07 — Finnsktmark ...................... 08 — Franskur franki................... 09 — Belgiskur franki.................. 10 — Svissneskur franki................ 11 — Hollensk fiorina.................. 12 — Vesturþýzkt mark.................. 13 — ítölsk lira ...................... 14 — Austurriskur sch.................. 15— Portúg. Escudo..................... 16 — Spánsku peseti ................... 17 — Japanskt yen...................... 18 — írskt pund........................ 20 — SDR. (Sérstök dráttarréttindi Kaup Sala 8.193 8.217 15.579 15.625 6.923 6.943 1.1102 1.1134 1.4017 1.4058 1.4704 1.4747 1.8718 1.8773 1.4292 1.4334 0.2136 0.2142 4.5416 4.5549 3.2861 3.29 57 3.6140 3.6246 0.00678 0.00680 0.5158 0.5173 0.1248 0.1252 0.0840 0.0842 0.03727 0.03738 .12.883 12.921 9.5118 9.5396 bókasöfn AOALSAFN — utlánsdeild, Þingholts stræti 29a, simi 27155. Opið mánud föstud. kL' 9-21. einnig á laugard. sept.-april kl. 13-16 ADALSAFN — Lestrarsalur, Þing holtsstræti 27, simi 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar i mai, þini og ágúst. Lokað júli mánuð vegna sumarleyfa. SeRuTLAN — afgreiðsla i Þingholts stræti 29a, simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofn unum. SOLHEIMASAFN — Sðlheimum 27, simi 36814. Opið mánud.-föstud. kl. 9- 21, einnig á laúgard. sept. april kl. 13-16 BoKIN HEIM — Sólheimum 27, simi 83780 Simatimi: mánud. og fimmtud. kl. 10 12. Heimsendingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða HLJoDBOKASAFN — Hólmgarði 34, simi 86922. Opið manud. föstud. kl. 10- 16. Hljoðbókaþjonusta fyrir sjón skerta. HOFSVALLASAFN — Hof svallagötu 16, sími 27640. Opið mánud. íöstud. kl. 16-19. Lokað i júlimánuði vegna sumarleyfa. BuSTADASAFN — Bústaðakirkju, simi 36270. Opið mánud. föstud. kl. 9-21. einnig á laugard. sept. april. kl. 13-16 BoKABiLAR — Bækistöð i Bústaða safni, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. bilanatilkynningar Rafmagn: Reykjavik, Kopavogur og Seltjarnarnes- sími 18230, Hafnar fjörður, sími 51336, Akureyri simi 11414. Keflavik sími 2039, Vestmanna ey.jai simi 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavik, Kopa vogur og- Hafnarf jörður, sími 25520- Seltjarnarnes, simi 15766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik og Sel tjarnarnes- sími 85477, Kopavogur, simi 41580, eftir kl. 18 og um helgar simi 41575, Akureyri simi 11414. Kefla vik, simar 1550, eftir lokun 1552, Vest mannaeyjar, simar 1088 og 1533, Haf n arf jörður simi 53445. Simabilanir: i Reykjavik- Kopavogi, Seltjarnarnesi- Hafnarfirði, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynn ist í 05. Bilanavakt borgarastofnana : Simi 27311. Svarar alla virka daga f ra kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidög um er svarað allan sólarhringinn. Tekíð er við ti Ikynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbuar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana^ sundstadir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardals laugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl.7.20 20.30. (Sundhöllin þó lokuð a milli kl.13 15.45). Laugardaga k 1.7 .20 1 7 .30. Sunnudaga kl.8 17.30. Kvennatimar í Sundhöllinni á fimmtu dagskvöldum kl. 21 22. Gufuböð í Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og, karla. Uppl. i Vesturbæjarlaug i si..)a 15004, i L'augardalslaug i síma 34039. Kopavogur Sundlaugin er opin virka daga k 1.7 9 og 14.30 ti I 20, a laugardög um kl.8 19 og a sunnudogum kl.9 13. Miðasölu lykur klst fyrir lokun Kvennatímar þriðjud. og miðvikud Hafnarfjörður Sundhöllin er opin á virkum dogum 7 8.30 og k 1.17.15 19.15 á laugardögum 9 16.15 og a sunnudogum 9 12 Varmarlaug i Mosfellssveit er opin manudaga til föstudaga kl.7 8 og kl.l7 18.30. Kvennatimi a fimmtud. 19 21. Laugardaga opið k1.14 17.30 sunnu daaa kl.10 12. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka [daga frá kl. 7.20-8.30 og 17.00-20.30. vSunnudaga kl. 8.00-13.30. áætlun akraborgar Fra Akranesi Kl. 8.30 — 11.30 — 14.30 — 17.30 Frá Reykjavik K1.10.00 13.00 16.00 19.00 l april og oktober verða kvöldferðir a sunnudögum.— l mai, juni og septem ber verða kvöldferðir a föstudögum og sunnudogum. — I juli og ágúst verða kv.öldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru fra Akranesi kl.20,30 og fra Reykjavik k1.22.00 Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skri.f stofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsla Rvik simi 16050. Simsvari i Rvik simi 16420. útvarp sjónvarp Oddur Björnsson og Birgir Sigurðsson ráðnir til Þjóð- leikhússins í ár ■ Samkvæmt lögum um Þjóð- leikhúsið hefur leikhúsið heimild til að fastráða til sin höfunda. í fyrra var þetta i fyrsta sinn gert og varð þá Guðmundur Steinsson fyrir valinu. 1 ár hafa valist rit- höfundarnir Oddur Björnsson og Birgir Sigurðsson, Oddur fyrstu sex mánuði ársins og Birgir siðari hluta árs. Báðir eru með verk i smiðum fyrir leikhúsið, en i vor verður farið að æfa nýjasta leikrit Guðmundar Steinssonar, Skiln- ingstréð. Oddur Björnsson er fæddur 27. október 1932. Hann varð stúdent á Akureyri 1953 en stundaði siðan háskólanám i Reykjavik og Vinarborg. Hann hefur lengst af fengist við kennslustörf, en var leikhússtjóri á Akureyri 1978-1980 og stjórnaði þá t.d. sýningu á Beðið eftir Godot, eftir Beckett. Meðal leikrita hans eru Könguló- in, Parti, Við lestur framhalds- sögunnar, og Amelia, barnaleik- ritið Snjókarlinn okkar, svo og leikritið Tiu tilbrigði sem nýlega var valið i safn islenskra nútima- leikrita sem gefin verða út á hin- um Norðurlandamálunum. 1 Þjóöleikhúsinu hafa verið sýnd þessi leikrit Odds: Jóðlif (1965), Hornakórallinn (1967), Dansleik- ur (1974), Meistarinn (1978) og barnaleikritið Krukkuborg (1979). Auk þess hefur Oddur samið fjölda leikrita fyrir útvarp og sjónvarp, og skáldsöguna Kvörnin, sem út kom 1967. Birgir Sigurösson er fæddur 28. ágúst 1937. Hann stundaði nám i Kennaraskóla Islands og hefur lengst af stundað kennslustörf. Birgir kvaddi sér hljóðs sem ljóð- skáld 1968 meö bókinni Réttu mér fána, en 1972 vann hann ásamt Jökli Jakobssyni til verölauna i samkeppni sem Leikfélag Reykjavikur efndi til á 75 ára af- mæli sinu. Það var með leikritinu Péturog Rúna, sem frumsýnt var árið eftir. A Listahátfð 1974 var frumflutt leikritið Selurinn hefur mannsaugu, sem valið hefur ver- ið í Norræna safnritið íslenskra leikrita. Skáld-Rósa var svo frumsýnd i Iðnó 1978. Birgir hefur auk þess skrifað útvarpsleikrit. Bobby ogJock ræða málin. Dallas kveður ■ Siðasti þáttur Dallas er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld og kveður þá þessi „óvenju- lega” fjölskylda okkur að sinni en óljóst mun vera hvað tekur við af þessum þáttum. Margireru eflaust óánægðir með það að geta ekki fylgst með hinni dæmalausu fjöl- skyldu eins og endranær en sennilega verður fyllt upp i þetta skarö með einhverju svipuðu enda af nógu að taka i þeim efnum. Þátturinn i kvöld er sá tuttugasti og niundi i röðinni en búið er að framleiða hátt á annað hundrað þætti i þessum flokki svo gallharðir aðdá- endur þeirra Bobby, J.R. Pamelu et al ættu ekki að örvænta strax. Hugsanlegur möguleiki er á að sjónvarpiö taki framhaldið til sýninga einhvern timann i framtfðinni. útvarp Miftvikudagur 13. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.7.20 Leikfimi 7.30 Morgunvaka Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Sam- starfsmaöur: Guörún Birg- isdóttir. (8.00 Fréttir. Dag- skrá. Morgunorð: Stefania Pétursdóttir talar. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veð- urfregnir. Forustugr. frh.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóga ræ vintý ri” eftir Jennu og Hreiöar. Þórunn Hjartardóttir les (2) 9.20 Leikfimi Tilkynningar. Tónleikar. 0.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.30 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjón: Ingólfur Arnarson. Fjallaö um fisk- verð og kjaramál sjó- manna. 10.45 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.00 íslenskt mál (Endurtek- inn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugardegin- um) 11.20 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Miðviku- dagssyrpa — Asta Ragn- heiöur Jóhannesdóttir 15.10 „Elísa” eftir Claire Etcherelli. Sigurlaug Sig- urðardóttir les þýðingu sina (11) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hanna Maria og pabbi” eftir Magneu frá Kleifum Heiðdis Norðfjörð les (6). 16.40 LitB barnatiminn Gréta ólafsdóttir stjórnar barnatima frá Akureyri. 17.00 islensk tónlist. 17.15 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.35 A vettvangi Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. Samstarfsmað- ur: Arnþrúður Karlsdóttir. 20.00 Gömul tónlist Rikharður öm Pálsson kynnir. 20.40 Bolla, bolla. Sólveig Halldórsdóttir og Eðvarð Ingólfsson stjórna þætti meö léttblönduðu efni fyrir ungt fólk. 21.00 Landsleikur i handknatt- leik: island — Ólympiu- mcistarar Austur-Þýska- lands.Hermann Gunnarsson lýsir siðari ^hálfleik i Laugardalshöll. 21.45 Ú t varpss ag an : „óp bjöllunnar” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (22). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Hvcr dagur nýr" Auöunn Bragi Sveinsson les úr sálmaþýðingum sinum. 22.45 Fundinn Noregur. Karl Guðmundsson les erindi eft- ir Hermann Pálsson. 23.00 Kvöldtónleikar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miftvikudagur 13. janúar 1982 18.00 Barbapabbi Endursýnd- ur þáttur 18.05 Bleiki pardusinn Sjötti þáttur. Bandariskur teikni- myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir 18.30 Furðuveröld Nýr flokkur Fyrsti þáttur Hættuleg aýr og heillandi Breskur myndaflokkur i fimm þátt- um um nokkur náttúrufyrir- bæri og dýralif. 1 þessum fyrsta þætti er fjallað um skordýr. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 18.55 Ljóðmál Enskukennsla fyrir unglinga, þar sem tek- ið er fyrir eitt lag i hverjum þætti, farið i textann og atriðin sviösett. Tónlistina flytja nokkir tónlistarmenn i'hljómsveit, sem þeir nefna „Duty Free”. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vfsindi Umsjónarmaöur: Sigurður H. Richter. 21.00 DallasTuttugasti og ni- undi þáttur og sá siðasti. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 21.50 iþróttir Umsjón: Bjarni Felixson 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.